Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.2003, Side 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. DESEMBER 2003
RITHÖFUNDURINN Harry
Mulisch leitar einhverra góðra
eiginleika í Adolf Hitler í nýjustu
skáldsögu sinni
Sigfried, en sjálf-
ur er Mulisch son-
ur austurrísks
bankamanns sem
átti í samstarfi
við nasistana og
konu sem var sú
eina í sinni fjöl-
skyldu til að lifa
af helförina. Mul-
isch ólst hins veg-
ar sjálfur upp í Hollandi og hef-
ur notað skrif sín til að skoða
heimsstyrjöldina síðari frá mis-
munandi sjónarhorni. Í Sigfried
vinnur hann til að mynda með
ástir Hitlers og Evu Braun, sem
hann lætur ala son einræðisherr-
ans. Lítið fer þó fyrir ástinni í
sögunni sem dregur fram jafn
dökka mynd og fyrri verk Mul-
isch.
Draugasaga með húmor
BÓK Peter Straub, Lost Boy,
Lost Girl, eða Týndur drengur,
týnd stúlka, er draugasaga með
húmor að mati gagnrýnanda
breska dagblaðsins Guardian.
Straub, sem þekktur er fyrir
bækur á borð við Ghost Story,
sem þykir eins konar nútíma-
klassík innan þessa efnisflokks,
hefur hér frásögina á andláti.
Sögupersónan Tim Underhill,
sem aðdáendur sagna Straub
ættu að kannast við, snýr aftur
til heimabæjar síns eftir að mág-
kona hans fremur sjálfsmorð.
Viku síðar hverfur sonur henn-
ar, Mark, og flest bendir til að
ekki sé allt með felldu.
Ævi Yeats
ANNAÐ hefti ævisögu írska
skáldsins William Butler Yeats
eftir Oxford-fræðimanninn R. F.
Foster hlýtur
góða dóma hjá
gagnrýnanda
New York Times
sem segir hana
veita sál-
fræðilega og
sagnfræðilega
innsýn í ævi
Yeats og jafn-
framt nálgast
skáldið á gagn-
rýnan hátt, en fáir höfundar
hafa notað sína eigin ævi, tilfinn-
ingar og hugsanir jafn sterklega
í eigin skrifum og Yeats. Bæði
bindi verksins W.B. Yeats – A
Life eru einar 1.400 síður að
lengd sem kann að fæla flesta ut-
an dyggustu aðdáendur skálds-
ins frá lesningunni. Slíkt er þó
ástæðulaust að mati blaðsins
sem segir skrif Fosters skörp og
ritstílinn skemmtilegan.
Stóri ljóti úlfurinn
NÝJASTA bók spennusagnahöf-
undarins James Patterson
skaust beint í annað sæti met-
sölulista New
York Times sína
fyrstu viku á
lista. Bókin sem
nefnist The Big
Bad Wolf, eða
Stóri ljóti úlf-
urinn segir frá al-
ríkislögreglu-
manninum Alex
Cross og baráttu
hans við fífl-
djarfa mannræningja. Fólki er
rænt víðs vegar um Bandaríkin
um hábjartan dag án þess að
nokkuð spyrjist frekar til þess
og kemst Alex að því að ekki er
verið að ræna þessum ein-
staklingum lausnargjaldsins
vegna, heldur ganga þeir kaup-
um og sölum fyrir tilstilli meist-
arakrimmans sem gengur undir
nafninu Wolf.
ERLENDAR
BÆKUR
Á vit fortíðar
Harry
Mulisch
William Butler
Yeats
James
Patterson
F
jölmiðlaæfing í þremur hlutum: 1.
Horfðu á heilan sjónvarpsfrétta-
tíma án þess að hafa hljóðið á og
reyndu að geta þér til um efni sér-
hverrar fréttar með hliðsjón af
myndefninu einu. 2. Hlustaðu á
heilan sjónvarpsfréttatíma án þess
að sjá myndina og reyndu að gera
þér í hugarlund hvað sé að birtast á skjánum. 3.
Horfðu á heilan fréttatíma í sjónvarpinu með
hljóðinu á og gaumgæfðu samspil mynda og frá-
sagnar. Við hvern þátt æfingarinnar máttu hafa
eftirfarandi í huga:
1. Fyrir margt löngu heyrði ég reyndan, banda-
rískan fréttamann færa rök fyrir því að það
skipti takmörkuðu máli hvaða texti væri lesinn
með sjónvarpsfréttamyndum: skilaboð mynd-
efnisins hefðu margfalt vægi á við skilaboð
textans og ef þetta tvennt stangaðist á sætu
myndrænu skilaboðin ein eftir í huga áhorf-
andans. Máli sínu til stuðnings vitnaði frétta-
maðurinn til gagnrýninnar fréttar sem hann
hefði eitt sinn birt um Ronald Reagan en hann
var þá að bjóða sig í annað sinn fram til forseta
í Bandaríkjunum. Fréttamaðurinn átti von á
að kosningastjóri forsetans hefði samband og
kvartaði en það var öðru nær. Kosningastjór-
inn hringdi að vísu í fréttamanninn og þakkaði
fyrir þriggja mínútna ókeypis auglýsingu á
frambjóðandanum (Reagan var mestan hluta
tímans í mynd að veifa bandarískum hermönn-
um, leika golf og faðma eiginkonu sína). Það
mátti einu gilda um hvað texti fréttarinnar
fjallaði, sagði kosningastjórinn: Hin mynd-
rænu skilaboð voru ótvíræð: Reagan væri
glaðbeittur og hraustlegur forseti, fullur
sjálfstrausts og lífsorku.
2. Flestir landsmenn hafa væntanlega orðið fyrir
þeirri reynslu að hlusta á fréttir Sjónvarpsins
eða Stöðvar 2 úr útvarpstæki. Sumar þessara
frétta hljóma nákvæmlega eins og hefðbundn-
ar útvarpsfréttir (t.d. rödd fréttamanns og
rödd viðmælanda hans), aðrar eru líkt og út-
varpsleikrit með áhrifshljóðum (t.d. flugvéla-
dynur, sprengingar & hróp og köll í bakgrunni
frásagnar fréttamanns), og svo eru loks þær
fréttir sem byggjast að svo miklu leyti á mynd-
efninu að útvarpshlustandinn má hafa sig allan
við að skilja hvað gengur á (t.d. ef fréttamaður
segir: „Selurinn í Húsdýragarðinum þakkaði
fyrir athygli viðstaddra með viðeigandi
hætti …“ – í bakgrunni heyrast skvamphljóð
og hlátur). Í ljósi sögunnar af Ronald Reagan
er vel hugsanlegt að skynjun áheyrenda/áhorf-
enda á sömu fréttum í útvarpi og sjónvarpi geti
verið gjörólík.
3. Um leið og maður fer að velta fyrir sér samleik
mynda og fréttatexta í sjónvarpi kemur á dag-
inn að tjáningarmöguleikar myndarinnar eru í
senn fjölbreyttir og takmakaðir. Margar frétt-
ir eru þannig gerðar að myndefnið kemur af
sjálfu sér (t.d. viðtal við einstakling um tiltekið
mál) og til þess fallið að auka áhrifamátt frétta-
textans (t.d. myndir af vettvangi slyss sem er
efni fréttar). En þær eru líka margar frétt-
irnar þar sem umfjöllunarefnið er fremur
óhlutbundið. Það er hægara sagt en gert að
myndskreyta fréttir um verðbólguspár, álykt-
anir félagasamtaka og sjálfsmorðstíðni. Á
þessu sviði hafa að vísu skapast vissar hefðir,
eins konar „myndaklisjur“, sem gefa ósjálfrátt
til kynna hvert viðfangsefnið er. Fréttir um
tölfræði sem snertir íslensku þjóðina eru til
dæmis oft skreyttar með myndum af fólki að
ganga óeðlilega hægt niður Bankastræti.
Fréttir af vettvangi EFTA eru iðulega
skreyttar með myndum af ákveðinni byggingu
í erlendri stórborg – við sjáum upp eftir hús-
inu, fánastangir fyrir framan það, nærmynd af
innganginum, bíla aka frá hægri til vinstri (ef
fréttin er óþægileg sjást andlitin ekki). Og svo
eru það allar þessar alþjóðlegu fréttir sem
sýna karlmenn í jakkafötum, koma út úr bif-
reiðum, takast í hendur, sitja hvorn í sínum
stólnum og ræðast við.
Tilgangur æfingarinnar er að skerpa vitund
manns fyrir því hvernig sú heimsmynd sem birt-
ist í sjónvarpsfréttum er samsett. Gefur frétta-
tími kvöldsins sannfærandi mynd af því sem
gerðist í veröldinni undanfarnar klukkustundir?
Hvað situr eftir? Bros ráðamanna?
FJÖLMIÐLAR
BROS RONALDS REAGANS
Gefur fréttatími kvöldsins
sannfærandi mynd af því sem
gerðist í veröldinni undanfarn-
ar klukkustundir? Hvað situr
eftir? Bros ráðamanna?
J Ó N K A R L H E L G A S O N
ÞVERT á móti skal litið svo á að þátttaka í
þjóðmálaumræðu kunni að vera rökrétt
framhald af köllunarhlutverki kirkjunnar,
ekki síst andlegu leiðsögninni sem ekki
verður stunduð án mikils návígis við hið
lifaða líf, m.a. þjóðlífið. Í þessu sambandi
skiptir einnig miklu máli hver hinn skil-
greindi viðtakandi predikunarinnar er
eða hvaða tilhöfðun henni er ætluð. Sé
predikuninni beint að hinum einstaka
kirkjugesti eða áheyranda er aðeins
stigsmunur á henni og sálgæslunni. Í slík-
um tilvikum er eðlilegt að áhersla sé lögð
á kærleika og fyrirgefandi náð Guðs. Sé
tilhöfðun predikunarinnar aftur á móti al-
menn og henni beint að stórum lítt af-
mörkuðum hópi, eins og t.d. á sér stað í
útvarpspredikunum, virðist eðlilegt að
réttlæti Guðs skipi ekki óæðri sess í pre-
dikuninni en kærleikur hans. Þá er jafn-
framt nær óhjákvæmilegt að predikunin
öðlist gagnrýninn félagslegan brodd þótt
hún snúist ekki endilega um þröngt af-
markað þjóðfélagslegt málefni og því
síður pólitík. Loks ber að geta þess að
þátttaka í umræðunni kann að skapa
kirkjunni trúverðugleika í augum margra
sem ekki taka þátt í starfi hennar eða
deila forsendum hennar að öðru leyti. Í
því sambandi vil ég m.a. benda á við-
brögð margra við félagslegum eða jafn-
vel pólitískum predikunarstíl sem nokkrir
prestar hafa tileinkað sér upp á síðkastið.
Segja margir að predikun af því tagi hafi
að sínum skilningi fært kirkjuna nær hinu
lifaða lífi venjulegs fólks og gert boðun
hennar raunhæfari og marktækari en
ella. […]
Á hinn bóginn hefur verið á það bent
að einstaklingi sem gerir sér far um að
ganga út frá kirkjulegum eða guð-
fræðilegum forsendum í þjóðmála-
umræðu sinni og jafnvel þjóðmálabar-
áttu séu lítil ef nokkur takmörk sett. Hann
verður þó aðeins að gera sér ljóst að
hann talar í eigin nafni. Hann verður og
að eiga þá víðsýni til að bera að það
ógni honum ekki að aðrir komist að ann-
arri niðurstöðu út frá sömu eða svipuðum
forsendum. Þá hlýtur það að teljast óhjá-
kvæmilegt að guðfræðingar og kirkjufólk
viðurkenni að það hefur ekki túlkunar-
forskot á sviði þjóðmála og getur ekki
gert kröfu til þess að það flytji hið rétta
„svar“ í tilteknu félagslegu álitamáli –
ekki einu sinni hið eina rétta trúarlega,
kirkjulega eða guðfræðilega „svar“. Með
öðrum orðum er ekki mögulegt að nota
„sjónarhól eilífðarinnar“ sem skálkaskjól
til að ganga á svig við leikreglur lýðræðis
og jafnréttis.
Hjalti Hugason
Kistan
www.visir.is/kistan
Morgunblaðið/Ásdís
Dularfullt tákn í Esjunni.
KIRKJAN OG
UMRÆÐAN
IHöfundurinn situr við, hokinn í herðum með höf-uðið fullt af bókum sem aðrir hafa skrifað, oftast í
erlendum borgum enda Reykjavík ekki staður fyrir
skriftir eftir því sem eldri höfundar hafa reynt. Allir
fóru þeir eitthvert annað, ef ekki út þá út á land, þá
altént út úr þessari borg sem er ekki annað en sam-
hengislausar tilvitnanir í borg. Hann hafði sjálfur
reynt Klaustur en fljótlega horfið á braut. Í raun
keyrði hann bara í gegn, leist ekki á það og vissi
raunar ekki hvort það væri bær, bara keyrði og hélt
þetta væri yfirgefin þyrping. Kannski var það Gerði,
vissi það ekki fyrir víst, stoppaði síðan þarna ein-
hvers staðar í fásinni sléttunnar og fékk sér ham-
borgara sem var stærri en flestir slíkir og fransk-
arnar flóðu yfir með þykkri slettu af sósu – þarna
voru líka menn með sundlaugarbotna.
IINæst hitti ég höfundinn á kúbanska barnum viðCarrer Francesc Giner. Hann var að lesa bók
um sögu Barselónu eftir Robert Hughes. Hann sagð-
ist vera að missa trúna á borginni og Katalónum
við lesturinn; þeir væru með hönnun og útlit á heil-
anum en hugsuðu minna um innihald og varan-
legri gildi. Mér sýnist þjóðareðlið endurspeglast
ágætlega í bakkelsinu, sagði hann, það lítur ákaf-
lega vel út en bragðast þeim mun verr. Þetta er að
vissu leyti rétt hjá honum, maldaði ég í móinn, það
getur verið erfitt að finna gott bakkelsi í Barselónu
en góður arkitektúr er þar nánast á hverju götu-
horni.
IIIHöfundurinn var ekki sannfærður og nefnditil sögunnar arkitekt að nafni Ricardo Bofill
sem Hughes gagnrýnir harðlega í bók sinni. Bofill
átti, að því er virtist, einkennilegan feril að baki.
Hann hafði teiknað nokkur hús sem talin voru ónýt
fáeinum árum eftir að þau voru reist. Íbúðarhús
sem hann teiknaði í úthverfi borgarinnar var til
dæmis óíbúðarhæft frá upphafi; þakið lak, lyftur
biluðu og rafmagn og pípulagnir voru aldrei í lagi
auk þess sem klæðningin utan á húsinu hrundi af
smámsaman; þurfti að strengja net utan um bygg-
inguna til að koma í veg fyrir slys á fólki þegar
steinflísarnar féllu. En Katalónarnir voru hrifnir af
byggingunni vegna þess að hún var hönnuð sam-
kvæmt einhverri sósíalteóríu í lok valdatíma
Francos. Þeir voru líka ánægðir með Bofill vegna
þess að hann vakti athygli í útlöndum, það hrærði
þjóðernistaugina. Frakkar sáu myndir af bygg-
ingum hans í tímaritum um arkitektúr og virtist
þær merkilegt framlag til byggingarlistar en mynd-
irnar sýndu vitanlega ekki að byggingarnar voru
ónothæfar og Bofill fékk úthlutað stórum verkefnum
rétt utan Parísar og í Montpellier. Af sömu ástæðu
eru byggingar eftir hann í Bandaríkjunum.
IV Robert Hughes telur upphefð Bofills gott dæmium samtímaástandið, sagði höfundurinn al-
varlegur, þar sem fólk er í litlum tengslum við veru-
leikann en yfirborð hlutanna, útlit þeirra og ímynd,
skipti meira máli en inntak þeirra, hvað þá nota-
gildi. Ég sá að það þýddi lítið annað en að sam-
sinna þessu. Ég þekkti reyndar lítið til Bofills, vissi
að hann væri arkitektinn að nýrri flugstöðvar-
byggingu í Barselónu og hún hefði verið gagnrýnd
harðlega fyrir mikið glervirki sem hefði valdið trufl-
unum í ratsjá þeirra sem stjórna flugumferð um
völlinn. Jú, sennilega eru Katalónar samtíminn
holdtekinn.
NEÐANMÁLS