Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.2003, Qupperneq 5
þýðingu er lokið. Ég hef alltaf fullþýtt sög-
urnar áður en ég hef farið með þær til útgef-
enda. Ég er með þeim ósköpum fæddur að
geta ekki unnið verk eftir pöntun, og þannig
hefur þetta nú komið til. Ég hef oft verið beð-
inn um að þýða ákveðnar bækur, en því miður
kann ég ekki að vinna þannig.“
Stunda ekki ratleiki fyrir
bókmenntafræðinga
Hótelsumar er skrifuð sem dagbók manns
sem kemur aftur á æskuslóðir. Hann er ný-
skilinn og rótlaus. Sögusviðið er smábær úti á
landi, minnir á Sauðárkrók þar sem þú ólst
sjálfur upp …
„Já, það er nú best að taka það fram að
þessi litla bók er ekki uppgjörssaga. Kannski
hafa menn tekið hana sem slíka, en þannig sé
ég hana ekki, og það var heldur ekki mark-
miðið að leiða neitt þannig í ljós. Mér finnst
andrúmsloft skáldsagna alltaf vera að minnsta
kosti jafn mikilvægt og sagan sjálf. Þess
vegna legg ég mikið upp úr lýsingum á stað-
háttum til dæmis. Það er rétt hjá þér að sögu-
sviðið er að grunni til Sauðárkrókur. En bókin
er ekki um skilnað, eins og hún hefur verið
kynnt. Þeir sem lesa hana með þau gleraugu
verða óhjákvæmilega fyrir sárum vonbrigð-
um. Það vill raunar svo til að sögumaður hefur
gengið í gegnum þá reynslu, en hér er engin
„stúdía“ á ferðinni um þessa hlið mannlífsins.
Hitt er svo annað mál að þeir sem hafa skilið
þekkja þá einkennilegu lömunartilfinningu
sem getur gripið hugann og sálina lengi á eft-
ir, og að því leyti er bókin raunsæisleg – ég
reyndi að ná rödd manns sem er eins og hálfur
út úr heiminum, magnvana og ferðast eins og
rekald gegnum hversdagsleika sem stundum
er ofurseldur blekkingum hugans. Lesendum
hins vegar hættir oft til að rugla saman höf-
undi og rödd sögumanns, og halda þá að höf-
undur sé alveg að geispa golunni!“
Eitt af einkennum verka þinna er samtal við
aðra höfunda, önnur verk, jafnvel þín eigin.
Þetta er áberandi í Hótelsumri, þar sem sjá
má tengsl við verk eins og Útlendinginn, og
svo ekki síður tengingar við þínar eldri sögur
eins og Svefnhjólið. Þetta truflar ekkert nýja
lesendur sem þekkja ekki það sem á undan er
komið, en þarna eru alls kyns tengingar og
vísanir fyrir þá sem þekkja eldri verkin.
„Enginn gagnrýnenda hefur nú tekið eftir
þessari tengingu við Útlendinginn. Reyndar
sá ég ekki sjálfur fyrr en eftir á þessi tengsl,
þetta með Hótel Algeirsborg og fleira, enda
stunda ég ekki að búa til ratleiki fyrir bók-
menntafræðinga. Með því að nefna þessa sam-
svörun og „dulvituðu“ vísun er ég auðvitað
ekki að segja að það geri mína bók neitt
merkilegri en efni standa til, ég er alls ekki að
reyna að færa hana úr millivigt upp í þunga-
vigt með því að nefna þetta. Mér dettur ekki í
hug að bera mig saman við stórhöfund eins og
Camus, mér fannst bara einkennilegt að
sjóuðu fólki skyldi yfirsjást þetta. En þegar
ritdómarar vita jafnvel ekki hver Sandhóla-
Pétur var og kalla Tóníó Kröger hrútleiðin-
lega bók má eiga von á ýmsu. En nú er ég far-
inn að svara þessari ágætu stétt fólks, og það
hef ég aldrei gert áður, svo það er best að
hætta hér. Samt væri gaman ef sú nýbreytni
væri tekin upp að farið væri að ritdæma þær
bækur sem liggja fyrir, en ekki alltaf biðja um
eitthvað annað.“
Þú segir Hótelsumarið líka fyrri skáldsög-
unum, en mér finnst margt talsvert ólíkt, hvað
varðar frásagnarháttinn, framvinduna og
söguheiminn. Þá er þetta ólík persónusköpun.
„Það má vera að hún fari nær einhverju sem
við getum fallist á að kalla skáldsögu en hinar
fyrri þrjár,“ segir Gyrðir og kímir. „En ég
fann nú ekki neinn ríkjandi mun á því þegar
ég var að skrifa hana. En þetta kann að liggja í
því að auðvitað breytast menn með tímanum
að vissu marki. Ég er farinn að nota gleraugu
við lestur og skriftir, sem er skýrasta dæmið
um að maður er ekki ungskáld lengur, og þá
fara hlutirnir að horfa svolítið öðruvísi við!“
Gæði lesenda skipta máli
Getur verið að afstaðan sé að verða afslapp-
aðri eftir að þú náðir fertugsaldrinum?
„Ég er ekki frá því að eitthvað hafi gerst.
Maður gengur í gegnum sömu tímabil and-
legra breytinga með aldrinum og hver annar.
Rithöfundar eru mestanpart ekkert frá-
brugðnir því fólki sem ekki skrifar. Ég held að
það sé mikill misskilningur að rithöfundar séu
einhver sérstakur þjóðflokkur sem hefur eng-
in líkindi við annað fólk.“
Í eldri bókunum er oft sem þrúgandi þungi
liggi undir yfirborðinu en hann er síður til
staðar í þeim nýrri.
„Það getur vel verið að eitthvað sé breytt í
því, meiri ró á yfirborðinu. En sjálfum finnst
mér þetta nú ekki hafa breyst mjög mikið,
þannig lagað. Mér finnst meiri þungi í báðum
þessum bókum sem komu í ár en margir tala
um. Flestir virðast sjá aukinn „léttleika“ en
það er kannski bara þessi eilífi munur á því
hvernig höfundurinn sjálfur og lesandinn
skilja verkið. Ég er ekkert að segja að mín
skynjun sé neitt rétthærri en lesandans. Bók-
in er komin út, og er úr mínum höndum þann-
ig séð. Hverjum lesanda er auðvitað frjálst að
túlka hlutina eins og honum sýnist, og svo er
stundum gott að túlka bara ekki neitt. Það eru
svo margar leiðir við lestur bókar; lestur er
alltaf bundinn af persónuleika viðkomandi,
hvernig móttökutæki hans eru.“
Þú gefur oftar og meira út en flestir höf-
undar, en engu að síður kýstu að halda þér til
hlés og ert sjaldan reiðubúinn í spjall þegar
fjölmiðlarnir banka upp á.
„Mér þykir auglýsingamennska í kringum
höfunda vera farin að ganga mjög út í öfgar.
Bækurnar eiga að vera aðalatriðið og þær eiga
að geta staðið fyrir sínu máli sjálfar. Ef þær
geta það ekki er eitthvað mikið að. Þetta teng-
ist líka því sem ég sagði, að það er bjargföst
trú mín að rithöfundar séu ekkert merkilegri
en annað fólk. Ég kann ekki vel við það and-
rúmsloft sem er orðið í kringum útgáfuna
núna. Það er mikill munur á þessu til hins
verra, frá því ég byrjaði að gefa út.“
En rithöfundurinn sinnir einmanalegu
starfi og sagt hefur verið að loksins þegar
hann hafi lokið verki, þá finni hann sig knúinn
til að stökkva út á torg og hrópa. Kann það að
vera ein ástæðan fyrir viðtalagleði höfunda,
eða er ástæðan aukin pressa útgefenda?
„Ég hugsa að að einhverju leyti sé pressan
frá útgefendum, en höfundur á ekki að láta
markaðinn teyma sig of langt. Það er hættu-
legt að fá sölutölur á heilann. Tilhneigingin
verður sterkari með hverju árinu að líta á bók-
ina sem hverja aðra markaðsvöru, og það get
ég aldrei sætt mig við. Þrátt fyrir allt á hún að
vera annað og meira. Þetta er sjálfsagt mjög
gamaldags hugmynd hjá mér, en ég get ekki
vikið frá henni.
Nú hefur maður hvað eftir annað séð yf-
irlýsingar frá útgefendum þar sem talað er
leynt og ljóst með þeim hætti að samhengi sé
milli vinsælda og gæða; þeir höfundar sem
seljist mest séu bestir. Þetta er viðhorf sem
mér finnst að ætti að gera útlægt. Auðvitað er
ekkert samhengi þarna. Vinsælar bækur geta
verið mjög góðar, sömuleiðis bækur sem ekki
eru vinsælar, eins og allir vita. Þetta lýtur öðr-
um lögmálum. Sama gildir um verðlaun í bók-
menntaheiminum. Mér finnst alltof mikil
áhersla lögð á að það sé samhengi milli verð-
launa og gæða bóka. En það er reyndar ekkert
séríslenskt fyrirbrigði, þetta sést úti í heimi á
nákvæmlega sama hátt. Í raun leikur snobbið
þarna stórt hlutverk, því miður.“
Segir þú, sem hefur unnið til flestra verð-
launa sem rithöfundur getur unnið til hér.
„Já,“ segir Gyrðir og glottir. „En ég hef
samt þessa skoðun. Enda get ég ekki séð að
það sé neinn munur á þeim bókum mínum sem
hafa fengið verðlaun og hinum. Það sama gild-
ir um höfunda sem hafa ekki fengið nein verð-
laun; þeir eru ekki lakari fyrir það.“
Í þessu samhengi má vitna í nýleg skrif í
tímaritinu Skýjum. Þar segir: Gyrðir hefur
lent í þeirri fáránlegu stöðu að vera margverð-
launaður og líklega einhver áhrifamesti rithöf-
undur þjóðarinnar um þessar mundir, á sama
tíma og bækur hans seljast lítið. Unga kyn-
slóðin liggur í Gangandi íkorna og fleiri bókum
Gyrðis, en þegar kemur að jólamarkaði er eins
og þjóðin glati allri fótfestu og hafi í raun
meiri áhuga á kjaftasögum en skáldskap.
Hvað segirðu um þetta?
„Ég er nú að heyra þetta í fyrsta sinn. En
ég hef alltaf verið sáttur við þann hóp sem ég
hef haft. Yfirleitt held ég að þessar lausamáls-
bækur mínar hafi verið að fara í þetta 6–700
eintökum, ljóðabækurnar 3–400 geri ég ráð
fyrir, og ég held að það sé vel viðunandi.
„Gæði“ lesenda skipta máli líka. Það getur
verið betra fyrir höfunda að hafa 500–1000
áhugasama lesendur heldur en 5000 sem lesa
bara af því bók hefur verið mikið í fjölmiðlum.
Ef lesendahópur minn á að stækka, þá verður
það bara að gerast á mínum eigin forsendum.
Ég fer ekki að breyta mínum aðferðum til
samræmis við einhverja tilhneigingu í sam-
félaginu, heldur verður áhugi á þeim þá að
aukast sjálfkrafa og af eðlilegum ástæðum. Ef
það gerist hins vegar ekki, þá er það allt í lagi.
Ýmsir góðir höfundar hafa þurft að búa við
minni lesendahóp en ég. Einhver sagði að einn
góður lesandi væri nóg, og svo framarlega sem
sá lesandi er ekki höfundurinn sjálfur held ég
að það fari nálægt sannleikanum! Í það
minnsta verður höfundurinn að reyna að
hugsa ekki of mikið um þessa hluti, og það er
reyndar alveg bannað meðan hann er að
skrifa.“
Morgunblaðið/Einar Falur
„Ég heyrði haft eftir Bill Holm, þegar einhver sagði honum hvað ég hefði skrifað margar bækur, að ég hlyti að vera geðbilaður. Ég mótmæli því ekki!“ segir Gyrðir Elíasson sem er hér að störfum.
efi@mbl.is
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. DESEMBER 2003 5
„Sjáðu rauða
húsið þarna!“
Ég sé það,
ég sé það.
Þarna ólst ég upp,
þarna óttaðist ég lífið.
Innan við
stofugluggann
sést einhver
ganga um.
Vonandi
er það
ekki ég.
AFTUR Á
BERNSKU-
SLÓÐUM