Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.2003, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.2003, Side 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. DESEMBER 2003 15 Næsta v ika menning@mbl.is Laugardagur Hafnarborg kl. 12-20.20 Söngdagskráin Syngjandi jól er nú haldin í sjötta sinn. Fram koma 26 kórar og sönghópar, alls um 1.000 söngvarar. Hjallakirkja kl. 16 Samkór Kópavogs og Unglingakór Digraneskirkju flytja verkið Sjá himins opnast hlið, eftir stjórn- anda samkórsins, Julian Micha- el Hewlett, við texta sr. Björns Halldórssonar. Auk þess verða flutt innlend og erlend jólalög. Stjórnandi ungl- ingakórsins er Heiðrún Há- konardóttir. Und- irleikari er Jónas Sen. Guðrún Birgisdóttir leikur á flautu, Eydís Fransdóttir á óbó, Arnþór Jónsson á selló og Ásdís Runólfsdóttir á lágfiðlu. Hátíðarsalur Háskóla Ís- lands kl. 13.30 Stofnun Sig- urðar Nordals gengst fyrir mál- þingi um Jón Sigurðsson forseta. Nýlistasafnið kl. 17 Sam- tímalist í aldarfjórðung – 1978- 2003. Á sýningunni eru verk eftir nokkra af félögum safnsins og ýmislegt sem endurspeglar sögu starfseminnar. Opið mið- vikudag til sunnudags kl. 14- 18. Hvirfill í Mosfellsdal kl. 10- 18 Opið hús á leirverkstæði Þóru Sigurþórsdóttur. Lifandi tónlist, léttar veitingar, lesið verður úr gömlum jólabókum, m.a. æviminningum Ólafs í Álfsnesi. Glerverkstæðið á Kjal- arnesi kl. 10-15 Sigrún Ólöf Einarsdóttir hefur opið hús á verkstæðinu í dag og á morg- un. Hin árlega jólahelgi verður með óhefðbundnu sniði. Verk- stæðið er staðsett milli Klé- bergsskóla og Grundarhverfis. Lóuhreiður kl. 17 Auður Marinósdóttir opnar sína fyrstu málverkasýningu og stendur hún út desembermánuð. Sunnudagur Bústaðakirkja kl. 16.30 Kór Átthagafélags Stranda- manna heldur aðventutónleika undir stjórn Þóru V. Guðmunds- dóttur. Einsöngvari er Þorvaldur Þorvaldsson. Dagný Björgvins- dóttir leikur á píanó og orgel en á þverflautu leikur Védís Guð- mundsdóttir. Einnig kemur fram barnakór undir stjórn Þrastar Þorbjörnssonar sem leikur undir á gítar. Ýmir kl. 17 Árleg jólagleði Söngseturs Estherar Helgu. Flutt verða jólalög og jólagospel. Flytjendur eru: Dægurkórinn, Litli gospelkórinn, Regnboga- kórinn og Byrjendakórinn. Ein- söngur: Esther Helga Guð- mundsdóttir, stjórnandi, Pálína Gunnarsdóttir og Karl Örn Karlsson við undirleik Katalinu Lörnicz. Víðistaðakirkja kl. 17 Jóla- tónleikar Kvennakórs Hafn- arfjarðar undir stjórn Hrafn- hildar Blomsterberg. Undirleikarar eru Antonia Hevesi píanóleikari og Hjörleif- ur Valson fiðluleikari og þrír slagverksleikarar. Gestir kórsins eru Ymur frá Akranesi og Freyj- ur frá Borgarfirði. Hallgrímskirkja kl. 20 Jóla- tónleikar Mótettukórs Hall- grímskirkju. Flutt verða m.a. þekkt- ir jólasálmar með óperusöngkon- unni Elínu Ósk Óskarsdóttur auk valinna kórverka fyrir aðventu og jól. Undirleikari á orgel Björn Steinar Sólbergs- son. Stjórnandi Hörður Áskels- son. Hjallakirkja kl. 20 Kór Hjallakirkju flytur innlend og er- lend jólalög. Ein- söngvari er Garðar Thór Cortes. Org- elleikari Lenka Mátéová og söngstjóri Jón Ólafur Sigurðs- son. Grensáskirkja kl. 20 Kirkju- kór Grensáskirkju heldur af- mælistónleika, en hann fagnar 40 ára afmæli á þessu ári. Stjórnandi Árni Arinbjarn- arson. Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús kl. 15 Pétur H. Ármannsson deildarstjóri byggingarlistardeildar Lista- safns Reykjavíkur annast leið- sögn um sýninguna Valin verk – Dominique Perrault arkitekt. Safnaðarheimili Dómkirkj- unnar við Vonarstræti kl. 20 Ljóðakvöld í umsjá sr. Hjálmars Jónssonar. Gestir hans eru ljóðskáldin Ágústína Jónsdóttir og Ísak Harðarson. Milli lestra flytja barokktónlist Ragnheiður Haraldsdóttur leik- ur á blokkflautu, Sigurður Hall- dórsson á selló og Marteinn H. Friðriksson á sembal. Aðgang- ur er ókeypis. Kaffi List kl. 20 Ljóðakvöld í boði Ljóðafélagsins Plastikk Ono Klan. Fram koma: Bjarni Bernharður, Eiríkur Örn Norð- dahl, Kristian Guttesen, Kristín Eiríksdóttir, Margrét Lóa Jóns- dóttir, Margrét Hugrún, Ófeigur Sigurðsson og Óttar M.N. Mánudagur Digraneskirkja, Kópavogi kl. 17 Aðventutónleikar Kvennakórs Garðabæjar undir stjórn Ingibjargar Guðjóns- dóttur sópransöngkonu. Hljóð- færaleikar Helga Laufey Finn- bogadóttir píanóleikari, Peter Tompkins óbóleikari og Marion Herrera hörpuleikari. Gestur tónleikanna verður Hofsstaða- skólakórinn í Garðabæ undir stjórn Hildar Jóhannesdóttur. Tónleikarnir verða endurteknir á mánudag kl. 20. Hallgrímskirkja kl. 20.30 Gospelsystur Reykjavíkur, Stúlknakór Reykjavíkur og Vox feminae halda aðventutónleika undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur. Á efnisskrá eru m.a. verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Áskel Másson, Fauré, Bach, Felix Mendels- sohn-Bartholdy, Pollock og Reg- er. Ástríður Haraldsdóttir og Gróa Hreinsdóttir leika undir á orgel, Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu og Stefán S. Stefánsson á slagverk og flautu. Tónleik- arnir verða einnig á fimmtudag á sama tíma. Þriðjudagur Listasafn Íslands kl. 12.10- 12.40 Dagný Heiðdal listfræð- ingur og deildarstjóri lista- verkadeildar safnsins verður með leiðsögn um sýninguna Raunsæi og veruleik – Íslensk myndlist 1960 – 1980. Neskirkja við Hagatorg kl. 20.30 Á alþjóðlega mannrétt- indadaginn held- ur Íslandsdeild Amnesty Int- ernational tón- leika. Þar koma fram KK, finnski harmonikkuleik- arinn Tatu Kant- omaa úr Rússi- bönunum og Diddú, ásamt Önnu Guðnýju Guðmunds- dóttur píanóleikara. Þjóðarbókhlaða kl. 12 Starfsmannafélag Þjóð- arbókhlöðu efnir til bókmennta- stundar í fyrirlestrarsalnum. Þau sem lesa úr verkum sínum eru: Einar Kárason, Sigurbjörg Þrastardóttir, Elín Pálmadóttir, Ármann Jakobsson og Sigrún Magnúsdóttir. Fimmtudagur Anddyri Borgarleikhússins kl. 20.30 Lesið úr nýjum bók- um: Hallgrímur Helgason, Hlín Agnarsdóttir, Flosi Ólafsson, Guðmundur Steingrímsson, Ævar Örn Jósepsson, Sigurður Pálsson. Kópavogskirkja kl. 20 Juli- an Hewlett organisti Kópavogs- kirkju frumflytur verk sitt Fjórar orgelsvítur. Enginn aðgangs- eyrir. Hressingarskálinn í Aust- urstræti kl. 22 Havanasextett Tómasar R. Einarssonar kynnir nýútkomna plötu sína, Havana. Föstudagur Gerðarsafn Carnegie Art Award sýningin. Geðhjálp, Túngötu 7 kl. 20 Fjölmennt lýkur haustdagskrá sinni með menningarkvöldi þar sem höfundar lesa úr verkum sínum, kórsöngur og hljóðfæra- leikur. Elín Ósk Óskarsdóttir Guðrún Birgisdóttir Sigrún Hjálmtýsdóttir Garðar Thór Cortes Morgunblaðið/Jim Smart Kvennakór Reykjavíkur á æfingu fyrir loktónleika ársins.Einn þeirra kóra semsett hafa svip á tón-leikahald lands-manna undanfarin ár er Kvennakór Reykjavíkur. Hann hefur fætt af sér sex aðra starfrækjandi kvenna- kóra. Kórinn hefur á þessu ári fagnað 10 ára af- mæli sínu og lýkur því með tvenn- um tón- leikum í Langholtskirkju á morgun, kl. 17 og kl. 20. Tónleikarnir hafa yfirskrift- ina „Jólaperlur“. „Við ætlum að ljúka af- mælisárinu með glans,“ seg- ir formaður kórsins, Ásdís Hjálmtýsdóttir. „Til að hjálpa okkur við það fengum við til liðs við okkur stjörn- una okkar í gegnum tíðina, og systur mína, Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. Þá er ég bú- in að nota systkinin mín bæði á árinu því Páll Óskar söng með okkur í Austurbæ í október. Einnig njótum við liðsinnis hins kunna flautu- leikara Kolbeins Bjarnason- ar og undirleikara okkar, Þóru Fríðu Sæmundsdóttur píanóleikara.“ Á hvað fá áheyrendur að hlýða, fyrir utan hin hefð- bundnu aðventulög ykkar? „Við syngjum tvö lög eftir Jórunni Viðar, Jól og Það á að gefa börnum brauð, en það vill svo skemmtilega til að á tónleikadaginn á hún 85 ára afmæli. Við óskum henni til hamingju með daginn. Einnig verða flutt lög sem við höfum sungið áður en jafnframt eru nokkur lög sem við flytjum í fyrsta sinn.“ Hvernig hefur afmæl- isárið gengið? „Tíu ár eru ekki langur tími í sögu kórs, en þeim sem hafa starfað með kórnum frá upphafi finnst þetta stór áfangi. Afmælisárið hefur gengið alveg ótrúlega vel. Það hófst 25. janúar í Ráð- húsinu með sögusýningu. Þar komu saman allir þeir kórar sem hafa starfað undir merki Kvennakórs Reykja- víkur. 500 konur voru þarna mættar auk allra stjórnenda og undirleikara sem hafa komið nálægt kórnum á þessum tíu árum. Glæsilegur og eftirminnilegur dagur. Síðan héldum við vor- tónleika þar sem rifjað var upp það skemmtilegasta sem við höfum flutt en einnig var frumflutt verk eftir Mist Þorkelsdóttur, Ég hlusta á þær glóa. Alveg stórkostlegt verk. Í október fórum við út í poppið og tókum fyrir tónlist frá sjötta áratugnum og nú lýkur þessu skemmtilega af- mælisári með Jólaperlunum. Það sem mér finnst vera hæst í minni er 25. janúar í Ráðhúsinu. Allur dagurinn var stórkostlegur og ekkert fór úrskeiðis. Í kórnum eru nú 80 konur en stundum höf- um við verið um 90. Það er alltaf sami sterki kjarninn en svo eru flakkarar líka. En það sýndi sig á tónleikunum í Ráðhúsinu að þær eru ekki svo margar, þessar gömlu eins og við köllum þær. Þarna voru þær komnar og sungu með okkur og það var alveg æðislegt að sjá þær aftur og alveg ljóst að við höfum engu gleymt,“ segir hún kotroskin. Kvennakór Reykjavíkur starfrækir enn kórskóla og Senjorítur, kór eldri kvenna Kvennakórs Reykjavíkur. Fyrsti stjórnandi kórsins var Margrét J. Pálmadóttir. Nú- verandi stjórnandi er Sigrún Þorgeirsdóttir, en hún tók við stjórninni haustið 1997. „Við verðum með rólegra móti fram á vorið en þá tök- um við okkur upp og stefnum til Vestmannaeyja með „sixtís“-tónlistina,“ seg- ir Ásdís. Afmælisári lokið með glans STIKLA Kórtónleikar í Langholts- kirkju helgag@mbl.is Myndlist Gallerí Hlemmur: Egill Sæbjörnsson. Til 20. des. Gallerí Kling og bang, Laugavegi 23: Melkorka Þ. Huldudóttir. Til 14. des. Gallerí Skuggi, Hverf- isgötu 39: Áslaug Arna Stefánsdóttir. Til 21. des. Gerðarsafn: Sigríður Jó- hannsdóttir og Leifur Breiðfjörð. Japönsk sam- tímabyggingarlist 1985– 1996. Til 7. des. Gerðuberg: Myndskreyt- ingar úr nýjum barnabók- um. Til 11. jan. Hafnarborg: Afmæl- issýning Hafnarborgar. Jólasýning: Fyrstu jólin. Til 22. des. Hallgrímskirkja: Bragi Ásgeirsson. Til 25. febr. Hús málaranna, Eið- istorgi: Þór Magnús Kapor og Benedikt S. Lafleur. Til 21. des. i8, Klapparstíg 33: Hreinn Friðfinnsson. Undir stiganum: Magnús Logi Kristinsson. Til 10. jan. Íslensk grafík, Hafn- arhúsi: Marlies Elísabet Wechner. Til 14. des. Listasafn ASÍ: Þórarinn Óskar. Til 14. des. Listasafn Akureyrar: Eggert Pétursson. Aaron Michel. Til 14. des. Listasetrið Akranesi: El- ínborg Halldórsdóttir. Til 7. des. Listasafn Árnesinga, Hveragerði: Fjölbreytt jólasýning. Til 4. jan. Listasafn Einars Jóns- sonar: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14–17. Listasafn Íslands: Íslensk myndlist 1960–80. Til 11. jan. Listasafn Reykjanes- bæjar: Kristinn Pálmason. Til 7. des. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn: Nútíma- maðurinn. Til 20. maí. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsi: Ólafur Magnússon – konunglegur hirðljósmyndari. Til 4. jan. Dominique Perrault arki- tekt. 21. des. Erró-stríð. Til 3.1. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir: Ferða- fuða. Myndlistarhúsið á Miklatúni. Til 25. jan. Mokkakaffi: Olga Páls- dóttir. Til 10. jan. Nýlistasafnið: Sam- tímalist í aldarfjórðung – 1978–2003. Til 21. des. ReykjavíkurAkademí- an: Örn Karlsson – yfirlits- sýning. Til 1. febr. Safn – Laugavegi 37: Opið mið.–sun. kl. 14–18. Íslensk og alþjóðleg sam- tímalistaverk. Breski lista- maðurinn Adam Barker- Mill. Lawrence Weiner: Fimm nýjar teiknimyndir. Til 1. mars. Hreinn Frið- finnsson. Til 15. febr. Leið- sögn alla laugardaga kl. 14. Skálholtsskóli: Stað- arlistamenn – Jóhanna Þórðardóttir. Jón Reykdal. Til 1. febrúar. Skaftfell, Seyðisfirði: Fredie Beckmans. Til 11. janúar. Slunkaríki, Ísafirði: Halldór Ásgeirsson. Til 7. des. Þjóðmenningarhúsið: Handritin. Skáld mánaðar- ins – Jóhannes úr Kötlum. Hvað er heimsminjaskrá UNESCO? Til 31. des. Leiklist Þjóðleikhúsið: Ríkarður þriðji, lau. Dýrin í Hálsa- skógi, lau., sun. Borgarleikhúsið: Lína Langsokkur, lau., sun. Kvetch, sun., fös. Grease, lau. Iðnó: Sellófon, fim. Tenórinn, lau. Loftkastalinn: Sveins- stykki Arnars Jónssonar, fim. Tónlistarhúsið Ýmir: 100% hitt, lau., sun., fös. Tjarnarbíó: Ævintýrið um Augastein, sun. Möguleikhúsið: Jólarósir Snuðru og Tuðru, sun. Hvar er Stekkjastaur? sun. Tilkynningar, sem birtast eiga á þessari síðu, þurfa að hafa borist árdegis á fimmtudegi, á netfangið menning@mbl.is. Í DAG er Nikulásarmessa og mun Árni Björnsson þjóðháttafræðingur halda fyrirlestur í Norræna hús- inu í dag kl. 15.30 sem hann nefnir Nöfn jóla- sveina. „Til eru miklu fleiri nöfn á jólasveinum en þau sem alþjóð hefur einkum van- ist seinustu hundrað ár,“ segir Svavar Sigmunds- son hjá Örnefnastofnun. „Sum þeirra voru þekkt í handritum þegar um miðja 19. öld en önnur hafa einkum komið í ljós við eftirgrennslanir þjóð- háttadeildar Þjóðminja- safnsins á seinustu ára- tugum. Svo lítur út sem talsverð héraðaskipting hafi verið við útbreiðslu þessara nafna.“ Fyrirlesturinn er á vegum Nafnfræðifélagsins. Að- gangur er ókeypis. Nöfn jólasveina Stekkjastaur eins og hinir íslensku jóla- sveinar líta út.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.