Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.2004, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.2004, Side 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. JANÚAR 2004 RITHÖFUNDURINN Achmat Dongor gerir eftirleik aðskiln- aðarstefnunnar í Suður-Afríku að umfjöll- unarefni sínu í skáldsög- unni Bitter Fruit, eða Bitrir ávext- ir. Sagan ger- ist í Jóhann- esarborg á síðustu mán- uðum Nelsons Mandela í forsetastóli og rekur opin sár og hverfandi samskipti fjöl- skyldu blökkumanna sem lend- ir mitt í hrossakaupum rík- isstjórnarinnar sem semur og miðlar málum þar til ekkert er lengur eftir til að semja um. Bitter Fruit er að mati gagn- rýnanda Guardian full sárs- auka, auk þess að koma les- endum sínum verulega á óvart hvað varðar varanleika kyn- þáttadeilna í Suður-Afríku. Ísland með augum útlendinga ÍSLENSK saga og náttúra kemur við sögu í a.m.k. þrem- ur dönskum bókum sem út hafa komið undanfarið. Þannig gerir Jens Riise Kristensen sér mat úr Tyrkjaráninu í bók sinni Barbariet tur retur og rek- ur þar sögu prestsins Olufs Eigilssens, og er sagan ítarlega myndskreytt. Keld Zeruneith Kedelhat hefur þá sent frá sér óhefðbundna ferðabók um Ísland, en bókin sem nefnist På rejse i sagaern- es land, eða Á ferð í landi Ís- lendingasagnanna, og leiðir Kedelhat þar lesendur sínar í gegnum sagnaslóðir á leið sinni um landið. Að lokum má svo nefna minningar Bent A. Koch Min tid, eða Minn tími, þar sem höfundurinn fjallar m.a. um sitt hlutverk í baráttu Íslendinga fyrir að fá handritin heim frá Danmörku, en Koch var ötull stuðningsmaður þess. Eldsvoðinn mikli NÝJASTA skáldsaga Shirley Hazzard The Great Fire, eða Eldsvoðinn mikli, þykir óvenju vel skrifuð að mati gagnrýn- anda Guardian. Bókin er sögð sem saga Adrian Leith, breskr- ar stríðshetju sem dvelur í Jap- an eftir heimsstyrjöldina síðari til að fjalla um nýlegt ferðalag sitt um Kína, sem nú er við það að falla í hendur Maós. Sundruð Asía í sárum eftir stríðsátök setur mikinn svip á bókina sem og lýsingar Hazz- ards á gjánni sem myndast milli kommúnista og andstæð- inga þeirra. Verðir laganna Spennusagnahöfundurinn Alex Kava sendi nýlega frá sér sína fjórðu bók um réttarlækninn Maggie O’Dell. Bókin nefnist At the Stroke of Madness en þar tekst al- ríkislögreglu- starfsmað- urinn og réttarlækn- irinn O’Dell að vanda á við spennandi mál sem halda lesandanum föstum. ERLENDAR BÆKUR Bitrir ávextir Alex Kava Achmat Dangor Bent A. Koch Í FYRIRLESTRI um lífið í Reykjavík seint á nítjándu öld sagði Gestur skáld Pálsson að þarfasti maðurinn fyrir íslenskt þjóðlíf væri „kómedíuskáld, sem gæti sýnt okkur vel og greinilega, hvernig við lítum út í spegli. Ég er hræddur um, að harla margir af okkur sæju þá, að þeir væru bara hlægi- legir Svörtupétrar í öllu þessu spili, sem spilað er á þessu landi. Háðið, nógu napurt og nógu biturt, hefur um allan aldur heimsins verið bezti læknirinn fyrir mannkynið.“ Á síðasta áratug tuttugustu aldar og fyrstu ár- um þeirrar tuttugustu og fyrstu hefur Ríkisút- varpið verið vettvangur fyrir kómedíuskáld af þeim toga sem Gestur lýsir eftir. Annars vegar hafa félagarnir í Spaugstofunni haldið hinum sjónræna spéspegli upp að andliti þjóðarinnar í Sjónvarpinu og jafnan tekist best upp þegar þörf- in hefur verið brýnust. Hins vegar hefur Hjálmar Hjálmarsson í hlutverki Hauks Haukssonar dregið Svörtupétrana í þjóðfélaginu sundur og saman í háði í óborganlegum Ekkifréttatímum á Rás 2. Undanfarnar vikur hafa Spaugstofumenn sýnt snilldartakta enda efniviður nægur; kaupréttar- samningar bankastjórnenda Kaupþings-Búnað- arbanka, eftirlaun stjórnmálaskörunga, bóta- greiðslur til öryrkja, deilur um gögn og ævisögu Halldórs Laxness og sviptingar á fjölmiðlamark- aði, svo fáein dæmi séu nefnd. Meðal gullkorna úr síðustu Spaugstofuþáttum má nefna sviðsetningu á málverki Leonardos da Vinci, Síðustu kvöld- máltíðinni, þar sem forsætisráðherra messar yfir svikulum lærisveinum (einkum tilteknum stjórn- endum banka og fyrirtækja) og hvetur þá til að ganga út og hengja sig. Ekki var síðri endurritun Spaugstofumanna á jólaguðspjallinu þar sem var engillinn boðaði mikinn fögnuð „sem mun veitast ráðherrum, formönnum stjórnmálaflokka“ og fá- einum öðrum. Til að kóróna allt grínið er það Kaupþing-Búnaðarbanki sem „kostar“ Spaug- stofuþættina, eins og rækilega er kynnt í upphafi og lok hvers þáttar. En nú ber svo við að fréttahaukurinn Haukur Hauksson er fjarri góðu gamni. Ekkifréttir hafa ekki komist á dagskrá Rásar 2 á þessu hausti. Þrátt fyrir vilja Hjálmars Hjálmarssonar leikara og Jóhanns Haukssonar dagskrárstjóra Rásar 2 náðust ekki samningar um að sá fyrrnefndi héldi áfram því góða starfi sem hann hefur rækt með hléum fyrir rásina undanfarin 12 ár. Í umfjöllun í Fréttablaðinu 13. desember segir Jóhann ástæð- una vera samstarfsörðugleika og ósamkomulag um kjaramál, Hjálmar segir ástæðuna þá að stofnunin hafi ekki viljað gera við sig launasamn- ing heldur greiða sér áfram sem verktaka, en á svörum beggja má jafnframt skilja að æðstu yf- irmenn Ríkisútvarpsins hefðu mátt sýna ein- dregnari vilja til að halda í Ekkifréttir Hauks Haukssonar. Hann þarf nú að finna sér annan (og öruggari?) stað til að vera á. Hjálmar Árnason alþingismaður harmar þetta brottflug Hauksins í blaðagrein 17. desember og kennir um úreltum stjórnunarstíl innan Ríkisút- varpsins, því að dagskrárstjórinn gat ekki lokið málinu sjálfur. „Svo virðist sem stjórnun og vald- dreifing RÚV sé ekki í takt við tímann ... Fyrir vikið spretta þar reglulega upp deilur og það sem verra er slys í dagskránni eiga sér stað ... Þarf ekki að stokka stjórnkerfi stofnunarinnar upp þannig að ekki fljúgi fleiri fuglar úr hreiðrinu?“ Enda þótt ég geti tekið undir með þingmann- inum um að það hafi verið slæm mistök hjá Rík- istútvarpinu að missa Ekkifréttir Hauks úr dag- skránni efast ég um að uppstokkun á stjórnkerfinu sé lausnin. Um árabil hafa stjórn- endur og stjórnmálamenn haldið því fram að lausn á „vanda“ Ríkisútvarpsins felist í skipulags- breytingum og eru ófá dæmi um allskyns æfingar á því sviði, jafnvel fram og til baka, án þess að þær hafi nokkru breytt. Vandinn er sá að Ríkisútvarp- ið heldur áfram að vera pólitískt bitbein; stjórn- málamenn sjá stöðugt til þess að starfsfólkið fái sem minnst næði til að vinna vinnuna sína. Nýjasta dæmið um þetta „skipulagsæði“ er samþykkt útvarpsráðs um að yfirmenn Ríkisút- varpsins móti reglur um að „fréttir og fréttatengt efni í dagskrá útvarps og sjónvarps verði undir stjórn fréttasviðs“. Tilefni þessarar samþykktar er heimskulegt þras sem sprottið hefur um þátt- inn Spegilinn í útvarpinu. Fróðlegt verður að fylgjast með framhaldi þessarar skipulagsvinnu, ekki síst því hvernig menn muni skilgreina hvað séu fréttir og fréttatengt efni og hvað ekki. Hvað til dæmis um menningarfréttaþátt á borð við Víðsjá á Rás 1? Mun hann lúta yfirstjórn Boga Ágústssonar eða verður starfsfólki þáttarins bannað að færa hlustendum fréttir af vettvangi menningar og lista? Hvað um Samfélagið í nær- mynd, Í vikulokin, Mósaík og Dægurmálaútvarp Rásar 2? Niðurstaða þessarar skipulagsvinnu hlýtur að birtast í lista yfir tvenns konar þætti í dagskrá Ríkisútvarpsins: Fréttir og Ekkifréttir. Ég bíð spenntur eftir því að kómedíuskáldin í Spaugstofunni geri þessum farsa skil en harma um leið að Haukur Hauksson sé ekki lengur þátt- takandi í gleðinni. FJÖLMIÐLAR FRÉTTIR OG EKKIFRÉTTIR Ég bíð spenntur eftir því að kómedíuskáldin í Spaugstof- unni geri þessum farsa skil en harma um leið að Haukur Hauksson sé ekki lengur þátt- takandi í gleðinni. J Ó N K A R L H E L G A S O N ITimes Literary Supplement hefur haldið þeimgóða sið í lok hvers árs að fá nokkurn fjölda rit- höfunda héðan og þaðan í heiminum til þess að segja frá bestu bókunum sem þeir hafa lesið á árinu. Að þessu sinni segja 36 höfundar frá þeim bókum sem þeim þóttu áhugaverðastar á árinu. Athygli vekur að margir þeirra liggja í sagn- fræðilegum ritum, ekki síst um tuttugustu öldina, og einnig virðast þýðingar eiga mjög upp á pall- borðið hjá höfundunum sem er væntanlega til marks um að þeir leggi sig eftir því að kynnast bókmenntum frá öðrum málsvæðum. Athygli vek- ur að aðeins tveir norrænir höfundar komast á blað og báðir norskir, Per Petterson og ensk þýðing á bók hans In the Wake og Lars Saabye Christen- sen og þýðing á bókinni Hálfbróðurnum sem einn- ig kom út í íslenskri þýðingu á síðasta ári. Það er Paul Binding sem nefnir báðar þessar bækur. IIBreska skáldkonan A.S. Byatt segir að mestáhrif á sig hafi haft þýðing á fyrstu skáldsögu japanska rithöfundarins Saiichi Maruya er nefnist Grass for My Pillow en Haruki Murakami hefur sagt hana eina af uppáhaldsbókum sínum. Byatt nefnir einnig úrval austurrísks skáldskapar frá síðustu öld og á sviði fræða segist hún hafa notið best Menzel’s Realism eftir Michael Fried og The Coming of the Third Reich eftir Richard Evans en þá bók segir hún lýsa með skýrasta hætti sem hún hefur lesið þýsku þjóðlífi fyrir tíma nasista og á meðan þeir voru við völd. Af breskum skáldsögum nefnir Byatt The Cryptographer eftir Tobias Hill, The Whole Story eftir Ali Smith og Landing Light eftir Don Paterson. IIIBreski bókmenntafræðingurinn Terry Eagle-ton nefnir bókina The Puppet and the Dwarf eftir Slavoj Žižek en hún inniheldur greiningu á aðskiljanlegustu hlutum og forvitnilega bók eftir Angus Calder sem nefnist Gods, Mongrels and Demons sem fjallar um 101 sérkennilegan mann allt frá Billy the Kid til Ludwig Wittgenstein. Nad- ine Gordimer nefnir Crabwalk eftir Grass og spænski rithöfundurinn Juan Goytisolo nefnir skáldsöguna Nembrot eftir landa sinn José María Pérez Álvarez. Joyce Carol Oates nefnir enska þýð- ingu Edith Grossman á Don Kíkóta og Susan Son- tag nefnir The Book of Disquiet eftir portúgalann Fernando Pessoa. Sontag nefnir einnig bókina Al Qaeda and What It Means To Be Modern eftir John Gray og aðra bók sem tengist stríði, Une Sai- son des machettes eftir Jean Hatzfeld en hún inni- heldur viðtöl við tíu rúandíska menn af Hutuætt- bálknum sem tóku þátt í morðunum á 800.000 Tútsum á sex vikum árið 1994. Mennirnir sátu í fangelsi þegar viðtölin fóru fram en þeir lýsa hug- arástandi sínu meðan á morðunum stóð og reyna að svara þeirri spurningu hvort þeim ætti að verða fyrirgefið. Sontag segir bókina skyldulesn- ingu. IVFleiri áhugaverðar bækur eru nefndar í TLSen það er athyglisvert að fáar bækur eru nefndar oftar en einu sinni en þeirra á meðal eru æviminningar Paul Baileys A Dog’s Life og ævi- saga W.B. Yeates eftir Roy Foster, The Arch Poet. NEÐANMÁLS Morgunblaðið/Brynjar Gauti „Það bera allir hrísvönd í bálköstinn sinn.“ EN aftur að gagnrýni Helgu: Það er auðvitað hárrétt mat hjá Helgu, að gera verður lágmarkskröfur til fræði- mennsku þegar skrifuð er bók um Hall- dór Laxness. Hann er ekki aðeins bók- menntajöfur Íslands á 20. öldinni, heldur sú persóna sem hafði mest fé- lagsleg og pólitísk áhrif á Íslandi á 20. öld. Það er ekki nóg að draga gamlar og dauðar kanínur upp úr hattinum og bæta við nokkrum kjaftasögum um kvennafar, slík ritun dæmir sig sjálf. Ef Hannes hefði skrifað ævisögu Lindu P. hefði enginn gert athugasemdir. En slík vinnubrögð ganga ekki þegar Nób- elsskáldið Halldór Laxness er til um- ræðu. Það er einnig lágmarksvirðing sem sýna ber skáldinu sama hvaða álit menn hafa á stjórnmálaskoðunum hans eða meintum kvennamálum. Það er nóg að gera eins og Hannes hefur gert; mært og lofað Halldór í sjón- varpsviðtölum svo manni verður bumb- ult. Síðasti stórsjónvarpsþáttur Hannesar um Halldór, sendur út í hinu vinstri- sinnaða Ríkissjónvarpi, hæfilega mörg- um söludögum fyrir jól, afhjúpaði líka grynningarnar í skilningi Hannesar á lífi og verkum skáldsins. Þar skorti alla fræðimennsku; skilning, túlkun, tilvís- anir og heimildir, einkum var skortur á frumheimildum áberandi, en eins og allir fræðimenn vita, og prófessor Hannes ætti að vita, þá rýrir skortur á frumheimildum mjög endanlega út- komu sérhvers verks. Þátturinn moraði hins vegar af misgóðum sagna- og vottarheimildum, oft sagðar af Hannesi sjálfum, sem byggðu mun meira á huglægum skoðunum og sögum en staðreyndum. Fyrir mörgum árum las ég bækling Peter Hallbergs um Halldór Laxness. Það fannst mér þunn lesning. Sé það rétt hjá Helgu Kress, að bók Hannesar byggi á þeim yfirborðslega bæklingi, er Hannes í döprum málum. En allir hafa rétt á andsvörum og við verðum að bíða eftir grein Hann- esar Hólmsteins áður en endanlegur dómur fellur. Það yrði einnig áhuga- vert að lesa dóm um bókina Halldór sem skrifaður yrði af virtum sagnfræðingi og birtist þá væntanlega í tímaritinu Saga eða Skírnir. Bókin á skilið faglega umfjöllun. Við lesendur eigum einnig skilið fræðimannslega út- tekt af sagnfræðingi. Ingólfur Margeirsson Kreml www.kreml.is DAUÐAR KANÍNUR

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.