Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.2004, Page 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. JANÚAR 2004
herrar og embættismenn gerðu sér fulla
grein fyrir því, að nýtt opinbert hneyksli
kynni aftur að leiða til uppreisnar. Þrýst-
ingur á Wagner og velgjörðarmann hans
konunginn magnaðist svo, að í árslok 1865
neyddist Wagner til að yfirgefa borgina.
Þar með voru óperuhúsáformin í raun
dauð. Fullur vonbrigða sneri Lúðvík II baki
við Münchenarbúum og byggði síðar öll
skrauthýsi sín eins og hallirnar í Neuschw-
anstein, Herrenchiemsee og Linderhof langt
í burtu frá borginni og vanþakklátum íbúum
hennar.
Semper var á hinn bóginn látinn halda
áfram hönnun óperuhússins næstu tvö árin,
en sökum hinnar hörðu opinberu gagnrýni
var hvað eftir annað frestað að hefja bygg-
ingarframkvæmdir. Árið 1868 var svo kom-
ið, að Semper sá sig tilneyddan til að kæra
konunginn vegna vangoldinnar þóknunar,
enda gerði hann sér orðið ljóst, að ekkert
yrði af byggingunni.
En skömmu eftir að óperuhátíðarhúsið í
Bayreuth, hlöðuhofið svokallaða, var byggt
árið 1876, kemst Wagner svo að orði í bréfi
til Sempers: „Enda þótt leikhúsið sé gróft
og ólistrænt er það engu að síður byggt
samkvæmt þínum hugmyndum.“
Síðara hirðleikhúsið í Dresden
(Semperóperan)
Eins og áður segir brann fyrra hirðleik-
húsið í Dresden árið 1869, og í kjölfar mik-
illar undirskriftasöfnunar var Semper falið
að hanna og byggja nýtt leikhús. Ekki voru
þó liðin nema sex ár, síðan götuvirkjasmið-
urinn Semper var náðaður í Saxlandi. En
endursköpun vakti engan veginn fyrir
Semper, heldur nýsköpun, sem væri í sam-
ræmi við þróun hans sjálfs sem listamanns,
tæki tillit til breyttra aðstæðna við Zwinger-
torg og bæri vott um dýpri skilning á þróun
byggingarlistar í aldanna rás.
Semper flutti því bygginguna nokkru aft-
ar miðað við fyrri stað, til þess að sýn yrði
ekki byrgð að neinu leyti á langhlið ný-
byggðs listaverkasafns við Zwinger-torg og
bjó svo til enn annað torg, svo að leikhúsið
fengi notið sín eins og stórkostleg leikmynd
frá Saxelfi séð. Í fyrra hirðleikhúsinu verður
hálfhringslögun áhorfendarýmisins fyrst og
fremst að teljast hafa haft hagnýtt gildi, en
nú leggur Semper enn meiri áherslu á það
en í hönnun Münchenarhússins, að af leik-
húsinu sjálfu sjáist, að það sé staður
listanna. Á sama hátt og sjónum er beint að
leiksviðinu hið innra skal sjónum beint að
útliti hússins hið ytra. Samspil boga og hálf-
hrings er höfuðeinkenni á útliti bygging-
arinnar, og eru allir hlutar hennar felldir að
því samspili, enda hefur það orðið ímynd
leikhússins í heild.
Vínarborg
Árið 1869 kallaði Franz Joseph I Austur-
ríkiskeisari Gottfried Semper til þess að
vera til ráðuneytis við skipulagningu á hirð-
safnahúsunum í Vín. Semper var þá talinn
„okkar mesti núlifandi arkitekt“. Þetta
mikla verkefni varð til þess, að hann sagði
prófessorsstöðu sinni í Zürich lausri árið
1871 og fluttist til Vínar.
Á nákvæmum uppdráttum Sempers getur
að líta víðáttumikið keisaratorg, sem nýlagt
Hringstrætið gengur þvert í gegnum. Við
torgið standa bæði hirðsafnahúsin hvort
andspænis öðru og tengjast með sigurbog-
um tveimur skeifulaga glæsibyggingum, sem
hásætissalurinn stendur þvert fyrir endann
á og tengir saman. Þannig opnast keis-
arahöllin með sínum skeifulaga byggingum
út að torginu, þar sem saga náttúru og listar
á að verða alþjóð sýnileg með hirðsöfnunum
tveimur. Hásætissalur keisarans, sem er
táknrænn fyrir ríkisvaldið, er þungamiðja
torgsins alls.
Semper tókst ennfremur að telja keis-
arann á að reisa nýtt hirðleikhús. Honum til
aðstoðar við hönnunina var fenginn ungur
arkitekt frá Vín, Carl Hasenauer, en það
reyndist mikið óheillaráð. Semper sá ekki
við undirróðri aðstoðarmannsins og varð
loks árið 1877 að láta öll verkefnin af hendi
við þrjátíu árum yngri aðstoðarmanninn.
Cosima Wagner, eiginkona Richards Wagn-
er, komst enda svo að orði í dagbók sinni:
„Aumingja Semper […], byggir núna fyrir
þetta ríki og fer í hundana fyrir bragðið.“
Við upphaf byggingarframkvæmdanna
mátti þegar vera ljóst, að keisaratorginu
yrði aldrei lokið. En það var ekki fyrr en
rétt fyrir upphaf heimsstyrjaldarinnar fyrri,
að Franz Joseph keisari I jarðaði í elli sinni
þau stórkostlegu áform, sem þeir Semper
höfðu fóstrað fjörutíu árum áður, og skrifaði
því til staðfestu á gögnin: „Ad acta!“ Áform-
in höfðu farið út um þúfur sökum utanað-
komandi andstöðu, óheyrilegs kostnaðar og
breyttra aðstæðna, – austurríksa keisara-
dæmið hafði lifað sjálft sig.
Engu að síður skildi Semper eftir sig í Vín
fleiri minnisvarða um arkitektúr 19. aldar.
Hirðleikhúsið (nú Burgtheater), sem var
opnað 1888, sækir ýmsar lausnir til upp-
drátta Sempers af óperuhúsunum í Dresden
og München, en Semper varð þó að taka
fullmikið tillit til sjónarmiða Hasenauers,
sem aukinheldur gerði breytingar á húsinu
til hins verra eftir andlát Sempers. Enn-
fremur nýtur framhlið hússins sín engan
veginn vegna þess hve lóðin er grunn, og
áhorfendarýmið er hefðbundnara en í Dres-
denar- og Münchenarhúsunum. Í annan stað
hlýtur bygging Sempers, sem hýsir lista-
sögusafnið og opnuð var 1891 að honum
látnum, að teljast sögulegt dæmi um heild-
stætt listaverk á sviði arkitektúrs, málara-
listar og höggmyndalistar.
Síðustu þremur árum ævinnar eyddi
Semper á ferðalögum, og dvaldist hann fyrst
og fremst í Feneyjum og Róm, þar sem
hann lést hinn 15. maí 1879 í faðmi vina
sinna úr listamannastétt.
Mikilvægi
Gottfrieds Sempers
Enda þótt ekki hafi verið fjallað um nánd-
ar nærri öll verk Gottfrieds Sempers í þessu
stutta yfirliti yfir ævi hans og störf verður
þó reynt hér að draga saman nokkrar nið-
urstöður.
Þegar framlag Sempers til byggingarlist-
arinnar er metið verður fyrst og fremst
staðnæmst við þrjá þætti í lífsverki hans,
sem þyngst vega í sögulegu tilliti:
Í fyrsta lagi var Semper mesti arkitekt
19. aldar af kynslóðinni á eftir Karl Fried-
rich Schinkel. Má hér einkum nefna bygg-
ingar við Zwinger-torg, Semperóperuna og
Brühl-stallana í Dresden, sem telja verður
með fegurstu og merkustu menningarminj-
um frá 19. öld.
Í öðru lagi endurnýjaði Semper arkitektúr
leikhúsa og óperuhúsa í samvinnu við vin
sinn Richard Wagner. Sést ómetanlegt
framlag Sempers hvað best af því, að í Evr-
ópu einni hafa verið byggð meira en 70 leik-
og óperuhús eftir fyrirmynd hirðleikhúsanna
í Dresden, Richard Wagner-hátíðarhússins í
München og hirðleikhússins í Vín. Fráhvarf
frá svala- og stúkuleikhúsi, hringleikhús í
staðinn, gryfja fyrir hljómsveitina, myrkvun
áhorfendarýmisins, í stuttu máli sagt: Það
er Semper og Wagner að þakka, að fundnar
voru arkitektónískar lausnir á vandanum við
að færa upp hið heildstæða listaverk óperu.
Í þriðja lagi var Semper frjór kenninga-
smiður í arkitektúr og menningarfræðum.
Frá sjónarhóli nútímamanns kann
pólykrómíudeilan að virðast vera úrelt aka-
demísk umræða, og samanburðarlíffræði
Cuviers hefur farið halloka fyrir þróunar-
kenningu Darwins. En kenning Sempers um
fjögur frummótíf byggingarlistarinnar og
kenning hans um klæðningu bygginga hafa
fengið fjölmarga fylgismenn á 20. öld og
hafa reynst ótrúlega lífseigar.
Áhrif og viðtökur Sempers
á 19. og 20. öld
Alls kyns misskilningur og útúrsnúningur
setur svip sinn á viðtökur á lífsverki Gott-
frieds Semper. Ástæðan fyrir því kann að
vera sú, að hann lét ekki eftir sig neitt sam-
stætt kenningakerfi. Höfuðkenning hans,
kenningin um klæðningu bygginga, m.ö.o. að
í arkitektúr sé smíð (konstrúksjón) bygg-
ingar upphaflega aðgreind frá klæðningu
eða hjúp hennar, er engu að síður talin hafa
rutt brautina fyrir nútíma arkitektúr. Sem
sporgöngumenn má nefna Bandaríkjamenn-
ina Louis Sullivan og Frank Lloyd Wright.
Sullivan, sem var upphafsmaður hins svo-
kallaða Chicago-skóla í arkitektúr, þýddi
höfuðrit Sempers Der Stil in seinen tec-
hnischen und tektonischen Künsten á ensku,
og tókst hann þráfaldlega á hendur að gera
arkitektúr með textílum svip að veruleika,
að reisa „walls like oriental rugs“. Wright
var nemandi Sullivans, og byggði hann í
Kaliforníu sex hús úr svonefndum „textile
blocks“, þ.e. holum stórum steinsteypustein-
um með skreytingum eftir frumbyggja Kali-
forníu, og styrkti hann steinana með stáli og
hellti í þá steinsteypu og óf þá þannig sam-
an. Hann sagðist enda vinna eins og vefari –
„like a weaver“.
Fleiri arkitektar hafa sótt til klæðning-
arkenningar Sempers eins og Josef Plecnik
og aðrir nemendur Austurríkismannsins
Ottos Wagners.
Sýning á verkum Sempers
Í tilefni af tveggja alda afmæli Gottfrieds
Sempers hafa arkitektúrsöfn og -stofnanir
tækniháskólanna í München og Zürich efnt
til sýningar á verkum hans og samhliða
henni gefið út veglegt rit. Var sýningin opin
sumarmánuðina júní til ágústloka 2003 í
Pinakothek der Moderne í München, en
stendur yfir frá 1. nóvember 2003 til 25. jan-
úar 2004 í Museum für Gestaltung í Zürich.
Getur þar að líta uppdrætti og módel af nán-
ast öllum verkum Sempers, og hefur sumt af
því aldrei komið fyrir almenningssjónir áð-
ur. Gerð er grein fyrir kenningarsmíði
Sempers á lífsleiðinni, en ævi hans er skipt
með táknrænu götuvígi í tímabilið fyrir og
eftir útlegðina í London. Loks má geta þess,
að veggir í sýningarhúsnæðinu eru málaðir í
litum – í litaskala Le Corbusiers, sem var
ákafur stuðningsmaður pólýkrómíu á 20. öld.
Óhætt er að segja, að löngu hafi verið
tímabært að heiðra minningu Gottfrieds
Sempers, eins merkasta arkitekts og menn-
ingarfrömuðar 19. aldar. Sýningin ásamt rit-
inu um hann – að ógleymdum sjónvarpsþátt-
um og tímaritsgreinum – gerir það með
verðugum hætti.
Höfundur er arkitekt í München og vinnur nú að
doktorsritgerð um nýja byggingarlist á Íslandi á
millistríðsárunum.
Eidgenössische Technische Hochschule (ETH), tækniháskólinn í Zürich (1858–1868).
Hirðleikhúsið í Vín (1869–1888), nú Burgtheater. Aðalinngangur.