Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.2004, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.2004, Side 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. JANÚAR 2004 E f þekkja á þjóðland,“ skrifar bandaríski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Eric Schlosser, „verður ásýnd þess í heilu lagi að vera greinileg.“ Segja má að þarna birtist í hnitmiðuðu máli forsenda og drifkraftur nýjustu bókar hans, Reefer Madness (Grasæði), en þar leitast höfundurinn við að svipta hulunni af lítt sýnilegri en viðamikilli hlið bandarísks þjóðlífs: fjármunaumsvifum og menningarlífi sem fram fer fjarri opinberri um- sýslu og eftirliti. Umfjöllunarefni Schlossers, með öðrum orðum, er tilvist og ör vöxtur þess sem í töluðu máli er jafnan nefnt „svartur markaður“, en má líka kalla „neðanjarðarvið- skipti“ í ljósi þess að nokkur munur er milli lagalegrar stöðu viðskiptaformanna sem höf- undur lýsir en það sem þau eiga sameiginlegt er að vera neðanjarðar, þ.e. lítt áberandi og gjarnan álitin vafasöm. Hér beinir Schlosser sjónum að þremur mis- jafnlega áberandi birtingarmyndum neðan- jarðarviðskipta, þ.e. framleiðslu, sölu og neyslu kannabisefna, klámframleiðslu og daglegu lífi ólöglegra eða réttlítilla mexíkóskra farand- verkamanna á jarðarberjaekrum Kaliforníu. Upphæðirnar sem ofantaldar greinar velta eru háar, og neðanjarðarviðskipti í heild sinni telja hundruð milljarða dala á ári hverju. Er höfundi því vel stætt á að tala um „ósýnilegan efnahag“ í þessu sambandi. En þótt málefnin séu áhuga- verð í sjálfu sér verður lesanda snemma ljóst að merkingarlegan þunga og raunverulegt mik- ilvægi þessara „framleiðslugreina“ er að mati Schlossers hvorki að finna í „annarleika“ eða sérstöðu þeirra né heldur eiginlegum fjármála- umsvifum heldur sambandi þeirra við banda- rískt nútímaþjóðlíf. Höfundur spyr með öðrum orðum hvað ósýnilegur efnahagur af þessu tagi, heilt framleiðslukerfi, segir okkur um langanir, þrár og daglegt líf þegnanna sem neyta afurðanna af svo miklum krafti. Skyndibitaland Auðvelt er að greina tengsl við fyrri bók Schlossers, Fast Food Nation (Skyndibitaland, 2001), þar sem skyggnst var bak við tjöldin í einni helstu framleiðslugrein Bandaríkjanna, skyndibitagerð, og ýmislegt ókræsilegt dregið fram í dagsljósið sem við kemur framleiðslu- og viðskiptaháttum stórfyrirtækjanna sem haslað hafa sér völl á sviðinu (McDonalds o.fl.), al- mennu hreinlæti í greininni og aðstöðu verka- fólks í framleiðsluverum og sölustöðum. Í bók- inni sótti Schlosser þó að háleitara marki en því að opinbera einvörðungu það sem miður hefur farið í framleiðslu- og söluferli skyndibitamat- ar. Bók hans var ætlað, líkt og nýju bókinni, að vera eins konar menningarsaga þar sem við- fangsefnið (í þessu tilviki þróun skyndibita og skyndibitamarkaðarins) er sett í samhengi við víðtækari breytingar í samfélagsgerðinni. Schlosser bendir m.a. á að bílaeign í kjölfar seinna stríðs hafi gegnt mikilvægu hlutverki því að forsenda skyndibitastaða er hreyfanleiki fjölskyldueiningarinnar. Að þessu leyti voru skyndibitastaðir brautryðjendur þeirrar þró- unar sem riðið hefur yfir Vesturlönd á und- anförnum áratugum, þ.e. umhverfingu stórra landskika við borgarmörk í neyslulendur þar sem kassalaga verslunarmiðstöðvar teygja sig eins langt og augað eygir. Ennfremur leitaðist Schlosser við að ljá þeim rödd sem ekki hafa fengið rúm í samtímavitund þjóðarinnar og eru í raun hálfgerð olnbogabörn markaðskerfisins. Í því samhengi er útlent vinnuafl í forgrunni, farandverkamenn í kjöt- vinnnsluverksmiðjum sem misvel eru talandi á ensku og dveljast jafnvel í Bandaríkjunum án leyfis, þótt ekki sé það algilt, en verða hvort heldur er að sætta sig við bág kjör. Þannig seildist höfundur bókarinnar handan gljáfægðs afgreiðsluborðsins í hamborgarastöðunum og brá birtu á þá löngu orsakakeðju sem þaðan lá allt aftur til ferfættra jórturdýra á beit. Var á þann veg bilið milli sýndar og reyndar, viðtek- inna hugmynda og illskeyttari veruleika, gert að einu viðfangsefna bókarinnar. Konungur klámsins Sama má segja nýju bókina, Grasæði. Leit- ast er við að sýna að við hlið þess sem er við- tekið á almennum eftirspurnarmarkaði má finna annars konar veruleika sem þrátt fyrir útskúfun á sér eiginlega og áþreifanlega tilvist, og nýtur mikilla vinsælda. Í þeim efnum er nóg að benda á klámmarkaðinn bandaríska sem orðinn er bæði stærri og arðvænlegri en hefð- bundnari kvikmyndaframleiðsla á borð við þá sem kennd er við Hollywood. Hér er þó rétt að geta þess að samhliða miklum vexti hafa viðskiptahættir klám- framleiðenda óðum færst í átt að dagsljósinu, og löglegrar fram- talningar, en Schlosser bendir einmitt á þessa staðreynd. Í bók- inni er hann einkum að skoða upp- hafsárin og hvernig „sóðabransi í bakherbergjum“ umbreyttist í fyllingu tímans í viðsættanlega undirdeild í virðulegum stórfyrir- tækjum. Þessi breyting helst vit- anlega í hendur við þá afurðaþró- un sem birtist í framboði klámefnis á svæðum sem áður voru óhugsandi (hefðbundnum bókabúðum, hótelherbergjum, o.s.frv.) og þótt erfitt sé að segja til um hvað sé orsök og hvað sé af- leiðing í atburðarás sem þessari vill höfundur meina að einn einstaklingur hafi skipt höfuð- máli í umbreytingunni. Í umfjöllun sinni um vöxt klámiðnaðarins fer Schlosser víða. Hann hefur sögu sína skömmu eftir aldamótin þar síðustu þegar barátta sið- gæðisvarða gegn klámvarningi og djörfum myndum af ýmsu tagi fór fram á öðrum víg- stöðvum en nú til dags. Bent er til dæmis á fylk- ingar glöggra póstþjónustustarfsmanna um borð í hraðlestum sem gerðu sitt besta til að finna og gera upptækar vafasamar vörur sem sendar voru borga eða fylkja á milli. Lög voru afdráttarlaus – eða um þau var a.m.k. ekki deilt – á þessum tíma og breið samstaða var um að almenning skyldi vernda. Framleiðsla klámefnis og markaðssetning var hins vegar um langt skeið óskipulögð og burðarstólpinn í kafla Schlossers er frásögn af framkomu Reubens Sturmans, minniháttar at- vinnurekanda frá Cleveland sem ekki lét mikið yfir sér en sá vaxtarbrodd á þessu sviði, bretti upp ermarnar og tók til hendinni við að skipu- leggja dreifingu og framleiðslu efnisins. Á fá- einum árum hafði hann svo gott sem tekið yfir markaðinn og innleitt nútímalega viðskipta- hætti. Svo nútímalegar voru aðferðir Sturmans reyndar að á köflum virðist þar hafa verið á ferðinni lærimeistari Enron-viðskiptajöfranna illræmdu; hann skapaði endalaus undirsátufyr- irtæki og deildir sem höfuðstöðvar áttu á fjar- lægum slóðum þótt í raun væru þau ekki til, pappírsfyrirtæki sem áttu hlut í öðrum papp- írsfyrirtækjum, og stjórnir sem voru oftar en ekki „kosnar“ með þeim hætti að Sturman valdi nöfn af handahófi úr símaskrám. Pappírsslóðinni var að sjálfsögðu ætlað að fjarlæga rekstur fyrirtækjanna frá persónu Sturmans sjálfs, og gekk það svo vel, slóðin var svo löng og óskiljanleg, að skattrannsóknar- stofan bandaríska varði rúmum áratugi í að greiða úr flækjunni áður nokkurn botn var hægt að finna á starfseminni. Að lokum, líkt og með Al Capone, var Sturman stungið í fangelsi fyrir skattsvik eftir að hafa borið sigur úr být- um í ótal velsæmis-kærumálum. Schlosser nýt- ur þess bersýnilega að draga upp mynd af því hvernig Sturman tókst að leika lausum hala um margra áratuga skeið þrátt fyrir ýtrustu til- raunir lögregluyfirvalda til að koma honum bak við lás og slá, og kaflinn sjálfur er áhugaverður hvað varðar nákvæma lýsingu á innviðum hag- kerfisins umhverfis framleiðslu af þessu tagi. Frásögnin er líka ágætt dæmi um þá aðferð Schlossers að ramma stærri frásögn inn í lífs- hlaup einstaklings. Hér stendur Sturman fyrir iðnaðinn sem hann átti stóran þátt í að skapa en saga hans verður líka saga mikilla samfélagslegra umbyltinga sem breyttu lífsviðhorfi almennings á róttækan hátt. Vitundar- og vel- sæmisverðir eiga nú víða undir högg að sækja. Helst er það reyndar í Bandaríkjunum sem málstaður þeirra er enn einn af mótandi þáttum þjóðlífsins, og stjórnmálamenn eru að umtals- verðu leyti samferðamenn slíkra siðgæðishreyfinga. Gjarnan reyndar af hentisemi frekar en hugsjón. Og það sem einna helst vantar í umfjöllun Schlossers tengist þeirri sérkennilegu mót- sögn að í landi þar sem sjón- varpspredikarar hóta siðleysingj- um vítisvist á öldum ljósvakans, og hafa mótandi áhrif á skoðanir og ákvarðanir valdamikilla stjórnmálamannna, er einnig að finna stærsta markað og framleiðslubú klám- efnis í heiminum. Púrítanisminn ræður ríkjum á daginn en siðlaust jafnrétti neyslunnar tekur við með kvöldhúminu. Schlosser forðast einnig eldfimar hliðar viðfangsefnisins, s.s. spurning- ar um skilgreiningu á klámi, kynjamisrétti og kynímyndir. Hugsanlega má segja að slík mál- efni liggi handan umfjöllunar um viðskiptahlið- ar framleiðslugreinarinnar, en í raun er svo ekki. Spurningar um eðli vörunnar, félagslegar ástæður og forsendur eftirspurnarinnar, og af- leiðingar þess að henni sé svalað án frekari málalenginga, tengjast óhjákvæmilega grunn- inum sem markaðurinn hvílir á. Við hlið megin- straumsins Enda þótt illt orð kunni að fylgja fram- leiðsluvörum sem bjóðast á leynilegum mark- aði undirheimaviðskipta byggist tilvist hans á flóknu en órjúfanlegu sambandi við megin- strauminn. Þannig er undiralda almenns neyslumynsturs og forréttinda nútímalífs dregin fram í bók Schlossers með því að beina sjónum að spegilmynd nokkurra mikilvægra neyslusviða; klámiðnaðurinn verður í þessum skilningi eins konar öfguð og öfugsnúin speg- ilmynd Hollywood og ljómans sem hvílir yfir framleiðsluafurðum draumaverksmiðjunnar; kannabisneytandinn verður líkt og glæpsam- legur tvíburi þeirra sem neyta löglegra og auð- fenginna vímugjafa á borð við áfengi og tóbak. Mörkin sem í þessu tilviki skilja á milli lög- legrar og ólöglegrar neyslu eru ekki endilega ljós eða rökleg, en jafnan afdrifarík fyrir þá sem staðsetja sig öfugum megin við þau. Kafli Schlossers um kannabismál er stútfull- ur af hryllingssögum um embættisbákn sem bókstaflega hefur misst vitið og ofsækir og eyðileggur líf fjölda fólks fyrir litlar sakir. Ævi- langir fangelsisdómar eru felldir á allt að því handahófskenndan máta, dómsmál sótt og lög sett af pólitískri hentisemi, fasteignir gerðar upptækar og réttarkerfið og fangelsi yfirfyllt af fólki sem þangað á ekkert erindi. Schlosser bendir á að „dópstríðið“ sem gjarnan er kennt við Ronald Reagan sé því ekki háð á fjarlægum slóðum gegn valdamiklum eiturlyfjahringjum heldur inni á bandarískum heimilum og gegn ósköp venjulegu fólki. Kafli þessi, kraftmikill sem hann þó er, skilur sig ekki frá viðamiklum útgáfulista sem til er um málefnið. Lærðir og leikir hafa um árabil bent á hversu ólíklegt kúgunarstríð stjórn- valda sé til árangurs á þessu sviði, og að langir fangelsisdómar fyrir jónusnark séu ekki ein- vörðungu úr takti við réttarkerfi annarra vest- rænna þjóða heldur stríði dómskerfið að þessu leyti gegn vilja bandarísks almennings. Styrk- ur Schlossers í kaflanum er kannski helst að honum tekst að skapa yfirbragð rússíbanaferð- ar þar sem lesandanum er velt fram og til baka í hraðferð í gegnum ríflega aldarlanga sögu lagasetninga, pólitískra bragða og hugmynda- legrar innrætingar. Og að hætti Schlossers er saga þessi framsett á aðgengilegan og skýran máta. Áhrif kaflans eru heldur ekki ósvipuð því að stíga út úr vagninum eftir harðsvíraða rússí- banaferð: maður á bágt með að leggja fullan trúnað á reynsluna og ekki er laust við óbragð í munninum og væga ógleði. Jarðarberjaekrur Kaflinn um farandverkamennina er stuttur, ekki nema um 30 blaðsíður, en gegnir þó tákn- rænu hlutverki sem miðjukafli bókarinnar, og eins konar siðferðisleg afrétting þess sem á undan kemur og fer á eftir. Þarna er höfund- urinn að benda á vandamál sem virðast knýj- andi en hefur þó ekki sama æsilega yfirbragð og önnur viðfangsefni bókarinnar. Þannig gef- ur uppstilling efnisins kost á samanburði við þau, og reynist frásögn Schlossers af réttinda- lausum farandverkamönnum ótvíræður áfellis- dómur yfir samfélagi þar sem öfgafullir hræsn- arar fangelsa fólk fyrir klám- og kannabisframleiðslu en horfa fram hjá nútíma- þrælahaldi á ökrum stórfyrirtækjanna. Að vissu leyti uppfyllir farandverkamaður- inn hér sambærilegt hlutverk og „brjálaða kon- an á háaloftinu“ gerði í breskum bókmenntum nítjándu aldar. Hliðsetta, þaggaða og týnda konan var þar eins konar táknmynd og fórn- arlamb samfélagslegra mótsagna og niður- bældrar sektar; henni var komið fyrir á hljóð- látum stað því ekki var ráðlegt að koma henni fyrir kattarnef, hún tók jú á sig sameiginlega sekt heimsveldis í útþenslu. Sama gerir ólög- legi farandverkamaðurinn: hann er lifandi birt- ingarmynd mótsagnanna sem felast í hinu frjálsa markaðskerfi. En í bókmenntunum var aldrei hægt að þagga að fullu niður í konunni á háaloftinu, og í riti Schlossers er sýnt að sama gildir um útlenda starfskraftinn sem þrátt fyrir misjafnar aðstæður í heimsveldinu bandaríska reynist útsjónarsamur og óþreytandi í tilraun- um til að bæta hlutskipti sitt. (Ó)lögleg neysla Framleiðsla á marijúana, klámefni og jarð- arberjum virðist í fyrstu eiga fátt sameiginlegt en í bók Schlossers er þráður spunninn á milli þessara ólíku viðfangsefna því öll gefa þau inn- sýn í umsvif sem eiga sér stað dag hvern á bak við tjöldin í bandarísku þjóðlífi. Umsvif þessi vekja spurningar um eðli markaðssamfélags, mörk og takmarkanir frelsishugtaksins og tengsla ríkisvalds við minnihlutahópa og við- skiptaheiminn. Líkt og Schlosser bendir snemma á í bók sinni búa fá hugtök yfir sam- bærilegum helgileik og upphöfnum ósnertan- leika í huga bandarísku þjóðarinnar og „frelsi“. Lengi má leita áður en nokkur er fundinn í „landi frelsisins“ sem telur sig andsnúinn frelsi. Spurningin sem þó er erfiðara að svara, líkt og Schlosser bendir á, er handa hverjum er frels- ið? Frelsi launþega eða atvinnuveitanda, al- mennings eða fyrirtækja, neytenda eða fram- leiðenda? Meirihlutans eða minnihlutans? „Auðvelt er að upphefja frelsi sem óeiginlegt hugtak eða hugsjón,“ skrifar Schlosser, „en raunsannri fylgni við hugsjónina er ómögulegt að ná fram. Óheft frelsi afmarkaðs hóps þýðir óhjákvæmilega frelsisskerðingu annars hóps“. Í bók sinni um Grasæðið bendir Schlosser á hversu auðveldlega frelsishugtakið verður að áróðurstæki í höndum valdamikilla hagsmuna- hópa og hversu nauðsynlegt er að líta handan yfirborðsins, handan veruleikans sem teflt er fram af þessum sömu hópum, til að sjá sam- félagið eins og það er í raun og veru: uppfullt af mótsögnum og harmleikjum. KLÁM, KANNABIS OG FARANDVERKAMENN Reefer Madness nefnist bók eftir Eric Schlosser, hinn sama og skrifaði Fast Food Nation. Í nýju bókinni fjallar höfundur um svarta markaðinn í Banda– ríkjunum þar sem höndlað er með eiturlyf, klám, ólöglegt vinnuafl og fleira, hvað þetta hagkerfi segir okkur um langanir, þrár og daglegt líf þegn- anna sem neyta afurðanna af svo miklum krafti. Höfundur leggur stund á doktorsnám í bókmenntum í Bandaríkjunum. E F T I R B J Ö R N Þ Ó R V I L H J Á L M S S O N Eric Schlosser

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.