Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.2004, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.2004, Qupperneq 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. MAÍ 2004 VINSÆLDIR Da Vinci lykilsins eftir Dan Brown hefur kallað á margvísleg viðbrögð og er nú komin út bók sem leitast við að gera enn betur hvað varðar dul- málslestur, orðavísanir og leynd- ar orðmyndanir. Bókin nefnist The Rule of Four og er eftir þá Ian Caldwell og Dustin Thom- ason og fjallar um 15. aldar texta sem aðeins fáir þekkja til, Hypn- erotomachia Poliphili – sem út- leggja má sem erfiða ástarleit í draumi Poliphilis nokkurs, en textinn sá er m.a. skrifaður á samblandi latínu, grísku, hebr- esku og arabísku og hafa fræði- menn öldum saman reynt að lesa úr þessu flókna dulmáli. Í Rule of Four leitast háskólaneminn Paul, ásamt þremur vina sinna, við að leysa textann fyrir loka- ritgerð sína og valda hugmyndir hans því að líkin fara brátt að hrannast upp. Að mati New York Times er bókin áhugaverð lesn- ing og ekki hvað síst fyrir fersk- ar hugmyndir á túlkun textans. Maðurinn Kerry JOHN Kerry, forsetaframbjóð- andi Demókrataflokksins í vænt- anlegum forsetakosninum í Bandaríkj- unum í haust, er viðfangs- efni nýrrar ævisögu þar sem blaða- menn Boston Globe leitast við að varpa ljósi á per- sónuleika Kerrys. Bókin nefnist John F. Kerry: The Complete Biography by the Boston Globe Reporters Who Know Him Best og er eftir þau Michael Kranish, Brian C. Mooney og Nina J. Easton og er textinn að stórum hluta byggður á ítarlegri greinaröð sem birt var í blaðinu í júní sl. Þykja skrifin öllu gagnrýnni í garð Kerrys en svipaður greinaflokk- ur sem Washington Post birti um Bill Clinton 1992. Að gleypa sólina NÝJASTA skáldsaga David Parks, Swallowing the Sun eða Að gleypa sólina eins og heiti hennar gæti útlagst á íslensku, er einkar minnisstæð lesning að mati gagnrýnanda breska dag- blaðsins Guardian. Bókin segir frá Martin Waring, tilfinn- ingalega heftum manni, sem starfar við varðveislu í safni í Belfast á Írlandi og finnur fyrir dýpri tengslum við múmíurnar sem hann gætir en fólkið í kring- um sig. Guardian segir Swallow- ing the Sun ekki auðveldan lest- ur, en viðfangsefnið, frásagnar- gáfan, gallar sögunnar og kostir geri hana engu að síður að einkar fagurri lesningu. Smáfólkssögur FYRSTA bókin í flokki heildar- safns teiknimyndasagna Charles M. Schulz Peanuts, eða Smáfólk- ið, kemur út í Bandaríkjun- um í næstu viku. Það er ekkja Schulz, sem lést 2000, sem stendur að útgáfunni, en teiknimyndirnar eru af mörg- um taldar menningargersemi og eru víða enn birtar í blöðum og tímaritum þótt engar nýjar teikningar hafi verið unnar frá því Schulz greindist með krabba- mein 1999. Fyrsta bókin nær yfir árin 1950–52, en til stendur að gefa út tvær bækur á ári og mun verkefnið því taka á þrettánda ár í vinnslu. ERLENDAR BÆKUR Reglan um fjóra John F. Kerry Þ egar franski félagsfræðingurinn Jean Baudrillard sendi frá sér rit- gerðasafn undir yfirskriftinni „Persaflóastríðið átti sér ekki stað árið 1991“, þótti mörgum að nú væri þessi forkólfur póstmódern- ískrar samfélagsgreiningar endan- lega búinn að týna sér í eigin hjá- veruleikapælingum. Vitanlega átti stríðið sér stað, það sáu allir með eigin augum, í beinni út- sendingu í sjónvarpinu heima hjá sér! Stríðið markaði vissulega tímamót hvað umfangsmikla og beina fjölmiðlaumfjöllun varðaði, en það sem Baudrillard setti spurningarmerki við, er hvort það Persaflóastríð sem Vesturlandabúar fylgdust svo grannt með hafi nokkuð átt sér stað annars staðar en á sjónvarpsskjánum. Ímyndin, sem lifir af átökunum, er ímynd hins dauðhreinsaða og há- tæknivædda stríðs, undanfara þess sem koma skyldi í mannúðlegum og hnitmiðuðum stríðs- rekstri. Myndir af skilvirkri eyðingu mannauðra hernaðarmannvirkja úr lofti studdu og staðfestu þessa hugmynd, sem átti lítið skylt við þau átök sem áttu sér í raun stað og kostuðu bæði mannslíf og þjáningar, líkt og í öðrum stríðum. En þá hlið málsins fengu Vesturlandabúar ekki að sjá, að- eins þá dauðhreinsuðu. Bandarískum stjórnvöldum gengur nokkuð verr að halda þessari jákvæðu ímynd nútíma- stríðsrekstrar á lofti í Íraksstríðinu sem nú stend- ur yfir, og staðfesta atburðir undanfarinna daga ef til vill þau ummæli einhvers fréttaskýrandans, að Bush sé að tapa ímyndastríðinu, bæði gagnvart umheiminum og bandarískum almenningi. Birt- ing mynda í fjölmiðlum um allan heim af pynt- ingum og niðurlægingu bandarískra hermanna á íröskum föngum hefur því e.t.v. öðru fremur vakið Vesturlandabúa upp af draumnum um hið mann- úðlega stríð, stríð án ofbeldis og grimmdar. Í til- felli íbúa Mið-Austurlanda er hætt við að þetta verði kornið sem fyllir mælinn, en þeir hafa hing- að til fengið að sjá allt aðra mynd af Íraksstríðinu en við á Vesturlöndum, þar sem arabískar sjón- varpsstöðvar hafa verið iðnar við að birta myndir af myrkari hliðum stríðsins, þjáningu og dauða. Myndirnar, sem komið hafa fram og sýna lík- amlega niðurlægingu nakinna og hettuklæddra fanganna, afhjúpa í raun þætti sem Dave Grossm- an greindi sem grunnforsendu þess að hægt væri að etja mönnum í stríð og fá þá til þess að taka þátt í því af skilyrðislausri hlýðni og heilum hug. Grossmann, sem var höfuðsmaður í bandaríska hernum og er nú prófessor í hernaðarfræðum við háskólann í Arkansas, bendir á í bók sinni Um dráp (On killing) að þrír þættir séu árangursrík- astir til tryggja að hermaður láti verða af því að skjóta annan mann þegar til kastanna kemur. Að þjálfa með hermanninum ósjálfráð skotviðbrögð, að skapa sem mesta fjarlægð við óvininn og að draga ímynd óvinarins niður á ómennskt plan, þ.e. að leggja hann að jöfnu við skepnu. Að sögn Grossmanns er þessum aðferðum markvisst beitt í nútímaherþjálfun og lítið hugað að því hvaða sál- rænu áhrif þessi viðhorf geti haft í þeim sam- skiptum sem ekki lúta að beinum átökum og síðar meir á ævi hermannsins. Myndirnar sem sýndar voru á CBS-sjónvarps- stöðinni fyrir rúmri viku, sem og ljósmyndir sem Washington Post komst yfir og fjallaði um í grein í vikunni, sýna grimmilega afmennskun her- manna á óvini, sem þeir hafa myndað menning- arlega og hugmyndalega fjarlægð við. Wash- ington Post kjarnaði það í hvassri forystugrein á fimmtudag, hvar fordæmi slíkrar hegðunar er að finna. Þar er bent á að Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, hafi í raun tekið þá ákvörð- un að virða að vettugi grundvallarmannréttindi með því að hafna ákvæðum Genfarsáttmálans í aðgerðum gegn hryðjuverkamönnum í kjölfar 11. september. Með þessu er óvinurinn skilgreindur sem eitthvað óæðra en maður, hann afmennsk- aður, sem er hál braut þegar erfitt er að vita hver er óvinurinn og hver ekki, hver á að njóta mann- réttinda og hver ekki. FJÖLMIÐLAR STRÍÐ ÚR FJARLÆGÐ Washington Post kjarnaði það í hvassri forystugrein á fimmtu- dag, hvar fordæmi slíkrar hegð- unar er að finna. Þar er bent á að Rumsfeld hafi í raun tekið þá ákvörðun að virða að vett- ugi grundvallarmannréttindi með því að hafna ákvæðum Genfarsáttmálans … H E I Ð A J Ó H A N N S D Ó T T I R Ég rakst nýlega á einstakan hóp af litlum hringlaga fyrirbærum sem ég get ekki gleymt. Ljósar klessur af þessu tagi sjást víða en ekki svo fagrar sem þarna. Mér fannst þessi einstaki klasi af einskonar skít á götu í Grjótaþorpi nógu merkilegur til að eyða tíma í að hugsa um, og vil að fólk þrengi sjónhring sinn og líti niður með mér. Ég er að tala um nútímalegar þjóðsagna-skófir og heilaslettur á steyptu grjóti. Við komumst ekki hjá því að sjá þær og lifa með þeim. Góðu fólki finnst þær af hinu illa, þær eru and- félagslegar, tilheyra ruslaheimi og eru óvelkomnar. Þær flokkast undir skemmd á eigum borgarinnar. Ég er að tala um – tyggjóklessur. Grunur liggur á að Íslendingar eigi met í tyggjóklessum á gang- stéttum. Þetta eru blettir á þjóðinni, löngu orðnir fleiri en fuglar í Reykjavík. Tyggjóklessur neyðumst við til að umbera eins og önnur undur borg- arinnar, náttúrunnar og heimsins sem stöðugt streyma inn í vitund- ina. Þessi orð eru skrifuð til að hjálpa sjálfri mér og öðrum að taka óumflýjanlega bletti á tilver- unni í sátt og sjá á þeim ljóðræna vinkla. Live and let live. Þær eru komnar til að vera eins og vesp- urnar og býflugurnar. Gangstéttir eldast hratt nú til dags, þær fá elli- bletti eins og fólk sem hættir að vera ungt fær á handarbökin og víðar þó ekki sjáist. Blettir gang- stéttarinnar minna á blettina sem koma á okkur þegar við erum út- spýtt lífdaga. [...] Einhver hefur gefið sér tíma til að tyggja og tyggja, og búið til tyggjó-listaverk: hjarta úr tygg- jóklessum hefur verið sett á gang- stétt ofarlega í Bröttugötu í Grjóta- þorpi. Menn ættu að fara á vettvang að skoða. Maður hrekkur í kút, þetta er svo fallegt og ósvífið um leið, og kemur svo á óvart. Hér hefur stigið niður guð og farið að skapa. Nýjar víddir opnast. Tyggjóhjartað myndi sóma sér vel í Nýlistasafninu nema hvað verkið á ekki heima þar. Þetta er vel heppn- að verk á götu úti gert úr efnivið götunnar, engin höfundarlaun, enginn verðmiði, ekkert höfund- arnafn. Þetta minnir á vel heppnað veggjakrot. Ný listgrein hefur verið sköpuð: tyggjó-list. Þórunn Valdimarsdóttir www.jpv.isMorgunblaðið/Heiðar Þór Tákn hreinleikans! TYGGJÓ-LIST IÍ bráðskemmtilegri bók eftir breska heimspeking-inn Alain de Botton, er nefnist Status Anxiety (2004), er fjallað um þær kröfur sem samfélagið gerir til einstaklingsins ef hann vill vera maður með mönnum og tilvistarangistina sem það kostar að standast þessar kröfur (ekki). Í kafla sem nefnist Pólitík rekur de Botton til dæmis hvernig vestræn samfélög hafa á ýmsum tímum þróað með sér smekk fyrir ákveðnum manngerðum. En ef fólk er ekki af tiltekinni manngerð á tilteknum tíma þá er það nánast útskúfað úr samfélaginu eða að minnsta kosti ekki talið til æðri borgara. Þetta vit- um við auðvitað. IITil að vera meðal hinna vel metnu í gríska borg-ríkinu Spörtu 400 f. Kr. þurfti fólk í fyrsta lagi að vera karlmaður og þó einkum bardagamaður, árás- argjarn með stóra vöðva, mikla kyngetu, lítinn áhuga á fjölskyldulífi og viðskiptum en mikinn áhuga á drápum, einkum á Aþeningum. Í Vestur- Evrópu á tímabilinu 476 til 1096 voru hinir vel metnu einkum sannkristnir menn, dýrlingar, eins og kirkjan kallaði þá, sem aldrei gripu til vopna, vógu ekki mann og annan og reyndu líka að komast hjá því að drepa dýr. Dýrlingar fyrirlitu veraldlegan auð, áttu hvorki hús né hross og lifðu á grösum. Á síðmiðöldum, eða frá 1096 til 1500, kom tími ridd- aranna í Vestur-Evrópu. Þeir voru undantekning- arlítið af auðugu fólki, áttu heima í köstulum, sváfu í rúmum, borðuðu kjöt og þótti sjálfsagt að drepa fólk sem ekki var kristið eins og þeir sjálfir, einkum þó múslima. Tímanum sem þeir höfðu af- lögu frá manndrápum vörðu þeir til að drepa dýr eða tæla konur við hirðina, oft með dýrt kveðnum vísum. Á Englandi frá 1750 til 1890 þótti dans- kunnátta meira virði en vígaferli. Hinir vel metnu voru herramenn fram í fingurgóma, auðugir en gerðu fátt annað en að stýra eignum sínum, hugs- anlega gutluðu þeir við iðnað eða viðskipti en vör- uðu sig þó á að láta ekki rugla sér saman við iðn- aðar- og verslunarmenn. Þeim átti að þykja vænt um fjölskyldur sínar og þeir áttu að forðast að bera börn sín út, en samt máttu þeir eiga hjákonu í bæn- um. Að síðustu tekur de Botton dæmi af Cubeo- ættbálkinum í Brasilíu á tímabilinu frá 1600 til 1960. Hinir vel metnu meðal hans voru karlmenn sem töluðu fátt, dönsuðu ekki, tóku ekki þátt í barnauppeldi og voru fyrst og fremst góðir í að drepa jagúara. Sá sem drap flesta jagúara átti mesta möguleika á því að verða höfuð ættbálksins. IIIEn hverjir skyldu vera aðalmennirnir í vest-rænum samfélögum nú um stundir, árið 2004. Að mati de Botton eru bæði karlar og konur meðal hinna vel metnu um þessar mundir en þau þurfa að hafa góðar tekjur, mikil völd og hafa öðlast frægð og virðingu fyrir störf sín (frekar en ættartengsl) á einhverju af helstu sviðum viðskiptalífsins svo sem íþróttum, listum eða vísindarannsóknum. Við trú- um því að sá sem auðgast eigi það skilið vegna þess að við treystum því að samfélagið verðlauni verð- leika. Sköpunargáfa, hugrekki, gáfur og úthald eru verðmætustu eiginleikarnir en lítið er gefið fyrir hógværð og heilagleika. Menn ná ekki árangri með því að treysta á guð og lukkuna heldur með því að hafa trú á sjálfum sér. Sá sem auðgast er því dyggð- um prýddur maður. Sá sem engist í fátækt er það ekki. Hann getur aðeins sjálfum sér um kennt. Ef þetta er rétt greining hjá de Botton erum við senni- lega lítið betur stödd nú en mennirnir voru á tím- um Spartverja, riddara og jagúardrápara í Bras- ilíu, og það er augljóst að við erum engir dýrlingar. NEÐANMÁLS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.