Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.2004, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.2004, Síða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. MAÍ 2004 E inhver minnisstæðasta leiksýning sem ég hef séð er án efa Loka- æfing eftir Svövu Jakobsdóttur í Þjóðleikhúsinu árið 1983. Leik- húsferðin var hluti af mennta- skólanáminu, okkur var smalað í bæinn og áttum við svo að rita eitthvað gáfulegt um verkið á eftir. Leikritið var sýnt á mjög sérkennilegum tíma. Kalda stríðið var í algleymingi; Reagan nýbúinn að kynna stjörnustríðsáætlun sína, maður hafði ekki undan að fylgjast með and- láti Sovétleiðtoga, það var borgarastríð í El Salvador, allt orðið vitlaust í Nikaragva; í Höllinni voru endalausir rokktónleikar gegn öllum fjáranum: þeir voru ýmist kallaðir „Aldrei aftur Hiroshima!“, „Við krefjumst framtíðar!“ eða ámóta bjartsýnum nöfnum. Þetta voru afskaplega meðvitaðir tímar. Það var engu líkara en Sprengjan vofði yfir og elli- ær gamalmenni héldu um stjörnvölinn. Fram- tíðin var alls ekki í hendi. Mér er ekki nokkur leið að muna hvað ég skrifaði um Lokaæfingu eftir sýninguna en alla tíð síðan hafa lokaorð verksins setið í mér: „Nú getur ekkert bjargað okkur nema sprengjan.“1 Í minningunni hefur þetta leikrit alltaf snú- ist um ádeilu á vígbúnaðarkapphlaupið; verkið var mikilvægt innlegg í umræðu tímans um heim á heljarþröm, ákall um frið. En er þetta leikrit bundið þessum árum? Er Lokaæfing einföld gagnrýni á kjarnorkuvá og innilokun kvenna á heimilinu eða býr meira í því? Að mínu viti er Lokaæfing, rétt eins og skáldsaga Svövu, Leigjandinn,2 merkileg greining á þeim veruleika sem við búum við í upphafi nýrrar aldar þegar hugtakið „fyrirbyggjandi stríð“ er orðið gjaldgengt í umræðunni.3 Heimur á heljarþröm Lokaæfing segir frá hjónunum Ara og Betu; hann er þýskmenntaður verkfræðingur og hún píanókennari. Hann er búinn að byggja ramm- gert neðanjarðarbyrgi til að tryggja að þau komist lífs af þegar sprengjan fellur og fylla það af birgðum. Leikritið segir frá æfingu þeirra fyrir stóru stundina. Í verkinu má segja að ofsóknarkenndin ráði ríkjum. Það er ekki spurning hvort heldur hvenær ósköpin munu dynja yfir eins og Ari segir: „Á morgun segir sá lati og þá er hann kannski dauður. … Beta, þú veist að við verðum að ljúka þessu. Þetta getur orðið aktúellt hvenær sem er.“ (11–12) Að auki getur Ari engu treyst; honum finnast bæði konur og karlar líta Betu girndaraugum, það má enginn vita af kjarnorkubyrginu því að þá myndi það fyllast af alls kyns lýð og þar fram eftir götum. Það er enga björg að fá nema í byrginu. „Uppi er auðn og tóm, and- rúmsloftið banvænt … þú mátt ekki fara upp … og hingað má enginn koma,“ segir Ari (15). Þrá eftir öryggi knýr hann áfram, hann þráir að hafa fulla stjórn á aðstæðum, laus við (ímyndaðar) ógnir umhverfisins. Maður er svo öryggislaus Stöðug leit Ara að öryggi leiðir hugann að öðru verki, Leigjandanum, sem út kom árið 1969. Sú saga hefst raunar á orðunum „Maður er svo öryggislaus“ (7) en sú kennd er einnig grunntónn Lokaæfingar. Í Leigjandanum birt- ist dag einn ókunnugur maður á heimili Péturs og nafnlausrar konu hans án þess að segja orð. Konan gerir engar athugasemdir við þessa „innrás“ og má segja að fyrir því sé ein- föld ástæða. Konunni finnst sem menn sitji um heimili hennar, ekki endilega til að ræna og rupla, heldur til þess eins að ráðast inn í einkalíf hennar. Hún óttast það sem á eftir að gerast en veit ekki hvenær það gerist, hvernig eða hvers vegna. Af þeim sökum má segja að innrás leigjandans fylli aðeins út í form sem þegar er fyrir hendi. Segja má að hann sé í raun birtingarmynd hugmyndar. Það er eins og á heimilinu sé ókunnum gesti ætlaður sess, þar sé stóll sem aðeins sé ætlaður honum, – þeim sem konan bíður. Það er því eðlilegt að konan taki leigjandanum sem sjálfsögðum hlut og hreyfi engum mótmælum við innrás hans. Á sama hátt er það staðreynd í hugarheimi Ara að fyrr eða síðar muni sprengjan springa og – ekki síður – að einhver taki Betu frá hon- um. Eftir að hinn ókunni maður kemur inn á heimili Péturs og konunnar í Leigjandanum fer líf þeirra að snúast um þennan óboðna gest sem stendur vörð í forstofunni og ræður því hvort nokkrum sé hleypt inn. Leigjandinn tek- ur m.ö.o. að sér varnir heimilisins – eins og Ari í Lokaæfingu. Leigjandinn byrjar á því er hann kemur inn á heimilið að kanna hversu traust útidyrahurðin er – Ari tryggir að allt sé í lagi með því að hanna og byggja allt sjálfur. Og það er engu líkara en hin nafnlausa kona í Leigjandanum hafi fengið nafn í Lokaæfingu og heiti nú Beta. Í lok Leigjandans taka Pétur og leigjandinn að renna saman og enda sem einn maður með tvö höfuð, fjórar hendur og tvo fætur. Það má segja að Ari samsvari sam- bræðingi Péturs og leigjandans. … og hvergi annars staðar Grundvallarástæða þess að Ari útbýr hið trausta kjarnorkubyrgi – og heldur lokaæf- inguna – er öryggisleysið, óttinn við að missa Betu. Og einfaldasta leiðin til að halda í hana er að loka hana inni. Hann segir að þau eigi á hættu að alls konar fólk vaði inn á heimili þeirra ef hún haldi áfram píanókennslunni og þar fram eftir götum: hann sér alstaðar ógn- anir. Í samtali þeirra um barneignir, en þær voru ævinlega ótímabærar í huga Ara, segir Beta: „Þú hefur aldrei viljað barn, Ari. Guð minn góður, ég hugsaði ekki. Þú ert afbrýði- samur út í ófætt barn.“ Síðan heldur hún áfram: „Og þú ert afbrýðisamur út í tón- listina … og nemendur mína. Þú ert hræddur um að þeir taki eitthvað frá þér. … Meira að segja hér … áður en þú eyðilagðir Kýpur [það var teppi sem átti að vera eins og strönd en Ari rakti upp til að nota í færi] … ertu upp- fullur af afbrýðisemi og ímyndunarveiki. Sérð ekkert nema einhverja karla sem eru að gefa mér auga.“ (44–5) Það á enginn að komast inn í byrgið og enginn að fara þaðan út – nema Ari náttúrlega. Síðar segir Beta: „Já, það er hér sem þú vilt hafa mig og hvergi annars staðar.“ (51) Frelsi í innilokun Þetta kallast á við önnur verk Svövu, þar á meðal Leigjandann, þar sem frelsi og öryggi mynda andstæður. Í gróteskum smásögum hennar öðlast konurnar frelsi með því að múra sig inni á heimilinu í bókstaflegri merkingu, frelsi og hamingja nást með því að loka sig frá LOKAÆFING LEIGJANDANS Að mati greinarhöfundar eru verk Svövu Jakobsdóttur, leikritið Lokaæfing og skáldsagan Leigjandinn, merki- leg greining á þeim veruleika sem við búum við í upp- hafi nýrrar aldar þegar hugtakið „fyrirbyggjandi stríð“ er orðið gjaldgengt í umræðunni. Verkin þóttu á sínum tíma sterk ádeila á vígbúnaðarkapphlaupið og kalda- stríðsástand en meginþema þeirra er öryggisleysið. E F T I R P É T U R M Á Ó L A F S S O N Þ að er sama á hvaða sviði félags- ráðgjafar starfa, alltaf reyni á að þeir sjái viðfangsefnin í heild- arsamhengi, séuleiknir í að vinna með fólki, hafi tilfinningu fyrir mannlegri reisn og geti skynjað kviku hvers manns. Margt af þessu byggist á fræði- legri þekkingu á samfélaginu, sögu og menn- ingu ásamt skilningi á hinum flóknu sálfélags- legu þáttum sem manneskjur eru hluti af. Í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands var nú á vormisseri boðið upp á nýstárlegt námskeið sem hafði það að markmiði að efla innsæi og skilning verðandi félagsráðgjafa á margvís- legum mótunarþáttum einstaklinga með því að lesa og greina íslenskar bókmenntir. Nám- skeiðið nefndist Hinn mannlegi skilningur og það var Sigrún Júlíusdóttir prófessor í fé- lagsráðgjöf sem kenndi og hafði umsjón með því en leitað var til bókmenntafræðinga um kennslu sumra efnisþátta. „Hugmyndin að baki námskeiðinu,“ segir Sigrún, „tengist því að nemendur í félagsráð- gjöf koma að náminu með misjafnar for- sendur og ólíkar hugmyndir um komandi verkefni. Margir hafa hug á að starfa í heil- brigðisþjónustu, að klínískum störfum eða við ráðgjöf og fræðslu fyrir fjölskyldur, fullorðna eða börn. Þetta er mjög breitt svið og spann- ar allt frá almennri ráðgjöf, stuðningi og upp- lýsingum í heilsugæslu að langtíma meðferð- arvinnu og endurhæfingu meðal annars í geðrænum og sálfélagslegum vanda. Í öllum tilvikum reynir á sérþekkingu á ákveðnum vandamálum, aðferðum og lausnum en ekki síst viðhorf gagnvart mannlegum sársauka, breyskleika og brostnum vonum. Aðrir ætla sér að starfa innan félagsþjónustunnar, oft með þeim sem verst eru staddir í þjóðfélag- inu, eiga erfitt uppdráttar félagslega og glíma við fjölþættan vanda af alvarlegasta toga, bæði tilfinningalega, fjárhagslega og fé- lagslega. Sumir hafa áhuga á að vinna að þjónustu fyrir þá sem hafa komist í kast við lögin, hafa hreinlega stimplast út úr þjóð- félaginu og þurfa á miklum stuðningi, leið- sögn og endurhæfingu að halda. Svo er það hópurinn sem vill vinna að margvíslegri þró- unarvinnu, eða almennum upplýsingum og ráðgjöf. En starfsumhverfi fólks, margbreyti- leiki menningar og flókin samskipti nær og fjær verða stöðugt veigameiri viðfangsefni í nútímasamfélagi.“ Að skynja sig í list Í námi til félagsráðgjafa er mikil áhersla á þekkingu á löggjöf og þeim formlegu úrræð- um sem samfélagið býður uppá. En þessir þættir koma að litlu gagni ef fagmaðurinn hefur ekki tilfinningu fyrir skjólstæðingnum sem einstakri manneskju og því sérstaka í að- stæðum hvers og eins. „Sumir hafa þessa hæfni nánast með- fædda,“ segir Sigrún, „við köllum það stund- um „hjálpargenið“, eigum þá við klínískt innsæi, fagvitund eða næmi fyrir öðrum og þörf til að verða að liði. Í því felst að vera í tengslum við sína eigin kviku án þess að vera beygður af henni eða stjórnast ómeðvitað af henni. Siðfræði hjálparinnar byggist á sam- hygð og samsömun sem er annað en samúð eða vorkunn. Það að geta haft slíka tilfinningu fyrir öðrum skiptir öllu máli, líka þegar harð- svíraðir glæpamenn eiga í hlut. Hver mann- eskja hefur sitt manngildi og siðferðilegan til- verurétt. Stundum getur eigin reynsla af áföllum, sorg eða tilfinningalega flóknum tengslum verið uppsprettan. Það er æskilegt að fólk sem ætlar að vinna náið með öðrum hafi farið í gegnum sitt eigið meðferðarferli með öðrum fagaðila til þess að átta sig betur á sjálfum sér, þekkja sína blindu eða aumu bletti. Þann- ig má dýpka og efla færnina til að beita eigin persónu sem vel slípuðu verkfæri. Öðrum læt- ur vel að beita markvissri sjálfsskoðun eða skynja sjálfan sig í gegnum listaverk eins og bókmenntir eða leikhús eða aðra listræna speglun og túlkun á veruleika.“ Markmið námskeiðsins fjórþætt Sigrún segir fjögur meginmarkmið með námskeiðinu. „Fyrst má nefna að við viljum efla listræna hugsun hjá verðandi félagsráðgjafa. Í því felst að miðla leiðum til að dýpka sinn eiginn skiln- ing og sýn á lífskjör og mannleg örlög, en þetta er aðalviðfangsefni félagsráðgjafar. Margir félagsráðgjafar lesa mikið bókmenntir en kannski fyrst og fremst félagslega raunsæ eða jarðbundin verk. Við viljum efla þennan áhuga og sköpunarkraftinn sem fylgir lestri fagurbókmennta. Í öðru lagi er lögð áhersla á að meðferð- arvinna sé sköpun. Í því felst að skapa eitt- hvað nýtt með því að leysa úr læðingi óvirkj- aða krafta í orkubúi einstaklingsins. Í meðferðarvinnu og öllu faglegu (hjálpar)starfi með fólki sem er að takast á við vanda eða breytingar í lífinu felst ávallt sköpun, oftast svokölluð samsköpun. Við hlustum á ótrúlegar lýsingar og reynslu. Það er oft mikil breidd í frásögnum fólks og við þurfum að skilja, skynja og þróa næmi fyrir því sem þar hreyf- ir við okkur sjálfum. Til þess að valda hlut- verki sínu þarf félagsráðgjafinn því að hafa þróað með sér innlifunarhæfni. Hann þarf að geta gefið sig á vald þeim áhrifum sem hann verður fyrir frá skjólstæðingi sínum og nýtt þau sem aflgjafa í breytingaferlinu en um leið verður hann að geta aðgreint eigin tilfinn- ingar og fagleg viðbrögð. Það sem gerist á milli félagsráðgjafa og skjólstæðings er að mörgu leyti líkt því sem gerist milli texta og lesanda. Án samkenndar og samsömunar við persónur og aðstæður skapast ekki sá skilningur milli fagmanns og skjólstæðings sem nauðsynlegur er til að samstarfstengslin verði frjó. Til þess að geta notið bókmennta og nýtt upplifunina í þágu meðferðarstarfs þurfum við að læra að lesa og túlka bókmenntir. Þess vegna fengum við bókmenntafræðinga í lið með okkur til að miðla þekkingu um túlkun texta, hvernig má rýna í tengsl persóna og umhverfis, sögu og Það sem gerist á milli félagsráðgjafa og skjólstæðings er að mörgu leyti líkt því sem gerist milli texta og lesanda. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, sagði ÞRESTI HELGASYNI að hún kenndi námskeið í vetur sem miðaði að því að þjálfa verðandi félagsráðgjafa í að lesa og túlka skáldskap og nýta þá þekkingu í starfi. BÓKMENNTASKILNINGUR Í ÞÁGU SKJÓLSTÆÐINGA

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.