Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.2004, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.2004, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. MAÍ 2004 9 umheiminum. Og hér er það Ari sem lokar Betu inni, – ekki síst til að tryggja henni frelsi. Er á líður leikritið renna saman æfing og veruleiki; þegar Ari slasast vill hann ekki fyrir nokkra muni að farið sé með sig á sjúkrahús enda er meiri hætta í því fólgin að yfirgefa byrgið en afbera smáskeinu með bólgu í fæti. Þau heyra hávaða fyrir utan og Ari er við öllu búinn: „í okkar sitúasjón er ekkert til lengur sem heitir morð … það orð er afmáð úr orða- safninu … það er ekkert til nema sjálfsvörn.“ (52) Nemandi Betu, Lilja, brýst inn í byrgið og reynir að fá þau upp á yfirborðið en þá er ekki nema um eitt að ræða, grípa til byssunnar – í sjálfsvörn, auðvitað. Nema það sé réttara að kalla þetta „fyrirbyggjandi stríð“? Í kjölfarið kemur þessi magnaða setning Betu: „Nú getur ekkert bjargað okkur nema sprengjan.“ (67) Skáldsagan Leigjandinn var þegar í upphafi túlkuð sem allegoría eða dæmisaga um banda- ríska herinn á Miðnesheiði.4 Bókin átti að spegla sálarástand þeirra sem venjast á það að vera undir verndarvæng, verða ósjálfstæðir í afstöðu sinni vegna þess að öll ábyrgð er frá þeim tekin. Eða með öðrum orðum: sálarlíf ís- lensku þjóðarinnar, hins almenna borgara sem býr í skjóli bandaríska hersins. Leigjandinn í sögunni var samkvæmt þessum skilningi hold- gervingur bandaríska setuliðsins. Auðvitað er hægt að túlka Leigjandann sem ádeilu á her- inn á Miðnesheiði, ádeilu á kúgun kvenna, innilokun þeirra á heimilum og þar fram eftir götum. Sagan er vissulega nátengd hugsunar- hætti kalda stríðsins á sjöunda áratugnum, blindri trú á framfarir og hernaðarhyggju. En það er líka hægt að lesa hana með nýjum hætti á nýjum tímum og írónía og gróteska Leigjandans vísa nú í nýjan veruleika í nýrri Evrópu – nýjum heimi. Það er hægt að lesa söguna sem harða ádeilu á nútímasamfélag í upphafi 21. aldarinnar, ekki aðeins á hið ís- lenska heldur á þá paranoju sem ríkir í vest- rænni menningu, óttann við hið óþekkta, hryðjuverkaógn og við útlendinga.5 Á sama hátt er óhætt að segja að, líkt og Leigjandinn, sé Lokaæfing margslungið verk. Hún er ekki dæmisaga eða einföld ádeila á vígbúnaðarkapphlaupið og kúgun kvenna. Bæði verkin eru gagnrýni á þann hugsunar- hátt sem ríkir á Vesturlöndum og byggist á óttanum við aðra, óttanum við umhverfið. Baráttan við okkur sjálf „Ég er búinn að byggja fullkomnasta kjarn- orkubyrgi á Íslandi – áreiðanlega eina kjarn- orkubyrgið sem er 100% öruggt,“ segir Ari í leikritinu (38). Þrá eftir öryggi er að mínu viti lykillinn að túlkun leikritsins, á sama hátt og „Maður er svo öryggislaus“ er lykilsetning í Leigjandanum. Þrá Ara eftir öryggi lýsir óskynsömum ótta við fólk: paranoju eða of- sóknarkennd. Paranoja6 einkennist í stuttu máli aðallega af ranghugmyndum um ofsóknir á hendur sér þar sem viðkomandi rangtúlkar með sjúklegum hætti samband sitt við annað fólk og finnst eins og allir séu að fyljgast með sér. Því má svo bæta við að Sigmund Freud hélt því fram að hjá viðkvæmu og næmu fólki gætu einkenni paranojunnar brotist þannig fram að maðurinn viðurkenndi ekki í meðvit- undinni eigin misbresti og vantraust á sjálfum sér heldur varpaði þeim á umhverfið, – eignaði öðrum þessar kenndir.7 Franski sálkönnuður- inn Lacan taldi síðan að paranojan væri fyrir hendi í sálarlífi hvers manns – mismunandi svæsin þó.8 En þessi ótti við umhverfið er þegar allt kemur til alls ótti við okkur sjálf. Júlía Krist- eva setti fyrir nokkru fram kenningar um sál- fræðilega og félagslega stöðu Vesturlandabúa í lok 20. aldar9 og fjallaði um afstöðu manna til útlendinga á ýmsum tímum og í ýmsum sam- félögum. Hún vísar þar m.a. til kenninga Freuds um að á ákveðnu stigi frumbernsku varpar barnið því sem það upplifir sem hættu- legt og óþægilegt yfir á framandi og demón- ískan tvífara og eignar honum þessar kenndir. Um leið verður tvífarinn ógnvekjandi. Krist- eva heldur því fram að í afstöðu Vesturlanda- búa til útlendinga eigi það sama sér stað. Við vörpum óþægilegum kenndum frá okkur, kenndum sem við höfum bælt í dulvitundinni og viljum ekki kannast við – enda yrði sam- félagið harla skrautlegt ef þeim kenndum yrði sleppt lausum – og eignum þær útlendingum. Þar með förum við að upplifa þá sem ógn. Baráttan við útlendinga er því barátta við okk- ar eigin dulvitund. Lokaæfingar, neðanjarðarbyrgi, fyrirbyggjandi stríð Hið óttalega kemur þannig ekki að utan heldur að innan. Við vörpum því sem við ótt- umst á umhverfið, – á útlendinga, segir Júlía Kristeva. Við hötum dulvitund okkar eins og hún birtist sem fólk af öðrum kynþáttum, öfgamúslimar, rússnesk mafía, hryðjuverka- menn og þar fram eftir götum. Við hötum út- lendinginn í sjálfum okkur af því að við þekkj- um hann ekki og ekkert er eins hættulegt nú um stundir og þetta hatur. Í stuttu máli má segja að í Lokaæfingu – og Leigjandanum einnig – sé því lýst hvernig eðlileg mynstur sálsýkinnar breytast í sálsjúk viðmið; hvernig ótryggum mörkum sálarlífsins er varpað á umhverfið og verða þannig ekki aðeins að neðanjarðarbyrgjum og landamær- um heldur líka járntjöldum, varnarbandalög- um og fyrirbyggjandi stríðum. Að ógleymdum lokaæfingum af ýmsu tagi. Neðanmálsgreinar 1 Svava Jakobsdóttir: Lokaæfing. Rvík 1983, 67. (Hér eftir vitnað til blaðsíðutals verksins innan sviga.) 2 Sama: Leigjandinn. Rvík 1969. (Hér eftir vitnað til blaðsíðutals verksins innan sviga.) 3 Þessa kenningu setti George W. Bush fram eftir árás- irnar á Bandaríkin hinn 11. september 2001. 4 Njörður P. Njarðvík gerir mjög góða grein fyrir þess- ari túlkun í grein frá árinu 1971. Sjá: Njörður P. Njarðvík: „Undir verndarvæng“, Afmælisrit til Steingríms J. Þor- steinssonar. Rvík 1971, 118. 5 Ég geri nánari grein fyrir þessari túlkun í grein minni „Maður er svo öryggislaus“, Tímarit Máls og menningar 3/1995, 104–14. 6 Michael Gelder, Dennis Gath, Richard Mayou: Oxford Textbook of Psychiatry. 2. útg. Oxford 1989, 324–28. 7 Sigmund Freud: „PsychoAnalytic Notes on an Auto- biographical Account of a Case of Paranoia“, The Stand- ard Edition of the Complete Psychological Works of Sig- mund Freud XII. London 1968, bls. 9–82. 8 Bice Benvenuto & Roger Kennedy: The Works of Jacq- ues Lacan. London 1986, bls. 47–62; Svein Haugsgjerd: Jacques Lacan og psykoanalysen. Osló 1986, bls. 16–17; Anika Lemaire: Jacques Lacan. London 1977, bls. 176–8. 9 Julia Kristeva: Etrangers à nous mêmes. Hér er stuðst við sænska þýðingu: Främlingar för os själva. Malmö 1991, einkum 191–200. Ljósmynd/Jóhanna Ólafsdóttir Sigurður Karlsson og Edda Þórarinsdóttir í hlutverkum Ara og Betu í uppfærslu Þjóðleikhússins á Lokaæfingu 1983. Ari hefur búið þau kirfilega undir stundina þegar sprengjan fellur. Höfundur er bókmenntafræðingur. menningar og hvernig höfundar tjá sköpun sína og meðvituð sem ómeðvituð boð á mörg- um plönum. Þriðja markmið námskeiðsins var að benda á að samhengi samfélagsþátta og persónu- aðstæðna er samofið og það er ekki auðvelt, og jafnvel ekki hægt, að læra um það ein- göngu af fræðibókum. Dæmi um efni sem nemendur hafa skoðað er Kaldaljós Vigdísar Grímsdóttur. Þar skipta náttúruaðstæður og samfélagsaðstæður jafnt sem persónuþættir sköpum fyrir mannleg örlög. Önnur bók henn- ar Ég heiti Ísbjörg – ég er ljón speglar innri fjölskyldusamskipti og ógnir markaleysisins, sifjaspell. Í Sjálfstæðu fólki og Sölku Völku sjáum við umfjöllun um brengluð fjölskyldu- tengsl. Þar er brot á velsæmismörkum sett í þannig félagslegt og samfélagslegt samhengi að það verður nánast eðlilegt, alla vega skilj- anlegt. Tryggvi Emilssson færir okkur innsýn í forsendur verkalýðsbaráttu. Í bók Þorsteins frá Hamri Smaladrengurinn og húsfreyjan á Bjargi fylgjum við magnaðri lýsingu á fyrri lífsháttum og mannlegum örlögum. Þórubæk- ur Ragnheiðar Jónsdóttur og fágæt umfjöllun Dagnýjar Kristjánsdóttur í doktorstitgerðinni Kona verður til veita skilning á þunglyndi, kynjun, sjálfsmynd og samfélagsstöðu. Engl- ar alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson var verk sem vakti nemendur til ögrandi um- ræðu um afstæð mörk heilbrigðis og frávika. Svona mætti lengi telja því í óþrjótandi lindir er að leita. Og í fjórða lagi vildum við undirstrika að tungumálið og tjáskiptaskilningur er aðaltæk- ið í meðferðarvinnu. Við getum lært góða ís- lensku, náð taki á tungunni með því að lesa vandaðan texta. Guðni Elísson, lektor í bók- menntafræði, sagði í viðtali hér í Lesbókinni síðastliðið haust að aukin færni okkar í er- lendum tungumálum sé á sinn hátt ógnun við íslenska tungu. Ég fann þetta vel sjálf fyrst eftir heimkomu eftir átta ára dvöl í Svíþjóð. Eftir margra ára háskólanám og óteljandi rit- gerðasmíðar á erlendu máli fór skrýtin setn- ingaskipan og misbeiting orða og orðtaka að læðast inn. Í félagsráðgjöf þurfum við að hafa góð tök á íslensku máli af tveimur ástæðum: Fé- lagsráðgjafar þurfa að skrifa sögu fólks, lýsa aðstæðum og reynslu bæði til greiningar, úr- ræða og stundum ákvarðanatöku. Þeir þurfa líka oft að rita vandasöm bréf bæði til skjólstæðinga, samstarfsfólks og stofnana. Meðferð málsins, framsetningin og tónninn getur haft áhrif á sjálfa niðurstöðuna og er þannig tæki sem mikilvægt er að beita meðvitað og marvisst. Hin ástæðan fyrir áherslu á tungumálið og lestur til að efla leikni í munnlegri beitingu er mikilvægi þess í sjálfri meðferðarvinnunni. Þann þátt kennum við meðal annars í við- talstækni, sem er hluti af fræðilega náminu, og með starfsþjálfun á vettvangi. Í viðtölum getur orðaval og tilfinning fyrir tímasetningu og raddblæ eða áherslum orða skipt sköpum um hvernig til tekst með traust og tengsla- myndun. Í nútímameðferðarfræðum er megináhersla á málið sem tæki. Það er aðaltækið í samsmíð félagsráðgjafa og skjólstæðings á nýjum veru- leika. Í póstmódernískum anda er enginn einn veruleiki eða fyrirfram gefnar lausnir til held- ur framkallar samsköpunarferlið lausnir háð forsendum og skilningi sem þróast og breytist í meðferðarsamræðunni. Hugmyndin um manneskjuna sem viðfang víkur fyrir sam- virkni tveggja gerenda. Í þessu sambandi má nefna að við þurfum líka að geta beitt okkur eða leikið á mörgum plönum og geta talað sama mál og skjólstæð- ingarnir. Annað, skylt fagsiðfræðilegt lögmál félagsráðgjafar er að „vera þar sem skjól- stæðingurinn er“. Í því felst að fara ekki hraðar en hann og tala ekki út frá öðrum for- sendum en hans. Ef við til dæmis komum ekki úr sama samfélagsgrunni og skjólstæð- ingurinn, erum á öðrum aldri eða tilheyrum öðrum menningarkima en hann, þurfum við að hafa í huga að orð hafa mismunandi vísun og merkingu háð þessum þáttum. Bók- menntaverk endurspegla öll þessi blæbrigði á þann hátt sem ekki verður kenndur með fræðilegum eða tæknilegum aðferðum einum sér.“ Betri tunga, betri félagsráðgjafar Námskeiðið hefur þannig ekki síst miðað að því að þjálfa nemendur í að nota tunguna en að skilja eðli manneskjunnar og samfélagsins? „Félagsráðgjafar þurfa að hafa öll þessi tæki í „verkfærakistu“ sinni. Við veitum nem- endum grunnþekkingu og vissa æfingu í að beita þeim en sjálfir þurfa þeir stöðugt að slípa mál sitt, efla blæbrigðaríkt tungutak og þroska með sér meðvitaða beitingu orða, orðasambanda og hugtaka. Þessi færni er að hluta nánast eins og meðfædd hjá mörgum en það er ekki vafamál að nemendur sem lesa bókmenntir, skáldsögur, leikrit og ljóð ná að þjálfa þessa færni betur en aðrir og það gerir þá að betri félagsráðgjöfum.“ Morgunblaðið/Ásdís „Til þess að geta notið bókmennta og nýtt upplifunina í þágu meðferðarstarfs þurfum við að læra að lesa og túlka bókmenntir,“ segir Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf. throstur@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.