Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.2004, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.2004, Qupperneq 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. MAÍ 2004 11 Hvað eru óseyrar og hvar eru þær stærstu í heimi? SVAR: Óseyri er tungulaga setmyndun, gerð úr efni sem flust hefur til sjávar eða stöðuvatns með straumvatni og sest til við strönd, aðallega undir vatnsborðinu en að nokkru leyti ofan þess. Á mörgum erlendum tungum er orðið delta notað um óseyri. Það var gríski landfræðing- urinn Heródótus, sem fyrstur notaði það orð um þríhyrnt landsvæði, sem áin Níl hefur byggt fram við ósa sína í Miðjarðarhaf. Land- svæðið hefur sömu lögun og gríski bókstaf- urinn delta. Innan jarðfræðinnar merkir óseyri hins vegar meira en þríhyrnda sléttu við árósa. Sumar óseyrar eru alls ekki þríhyrndar og aðr- ar sjást alls ekki nema kafað sé undir yfirborð sjávar. Í hverri óseyri takast á annars vegar upp- byggjandi starf árinnar og hins vegar eyðandi öfl sjávarfalla og öldugangs sjávar eða stöðu- vatns, sem taka við framburðinum. Óseyrar eru gjarnan flokkaðar eftir áhrifamætti þess- ara þriggja þátta. Óseyrar myndast varla nema þar sem ein að- alá fellur til sjávar. Ef margar smáár renna til sjávar hlið við hlið má vænta þess að öll strand- lengjan byggist smátt og smátt út í sjó. Á nú- tíma óseyrum eru oft víðáttumiklar mýrar og fen, sem eru mikilvæg fyrir lífríki jarðar. Landið er oft mjög frjósamt og þéttbýlt ef loftslag leyfir. Í óseyralandslagi eru tvær aðaleiningar: Óseyrarpallur og óseyrarhlíð. Óseyrarhlíðin nær yfir strandlínuna og brekkusneiðinguna út frá ströndinni. Óseyrarpallurinn liggur lágt yf- ir sjávarmáli að baki óseyrarhlíðinni. Þar er víðáttumikið láglendi rétt við sjávarmál, ýmist ofan eða neðan þess. Um pallinn liggur net af farvegum, sem aðskilja flóðsléttur, stöðuvötn, víkur, leirur, fen, mýrar og saltfen, allt eftir að- stæðum. Einstöku sinnum er aðeins einn far- vegur. Svæðin milli farvega eru mjög háð loftslagi. Þarna þrífast fenjaskógar með miklu lauf- skrúði í hlýtempruðu loftslagi (Mississippi, Níger), en í þurru eða hálfþurru loftslagi ber meira á kalkútfellingum (Ebró), eða gifs- og saltfenjum (Níl). Ef öldurót er mikið við ströndina teygja foksandssléttur sig oft inn frá fjörunni. Í heimskautaloftslagi og á sífrera- svæðum einkenna rústir, frostsprungur og túndrugróður óseyrarpallinn. Óseyrarhlíðin liggur undan árósnum. Þegar straumvatn berst út í kyrrt vatn verða snöggar breytingar á vökvaaflfræðilegum og efnafræði- legum aðstæðum. Blöndun árvatns og sjávar eða stöðuvatns hefur mikil áhrif á endanlega gerð óseyrarhlíða. Í fyrsta lagi geta árvatnið og sjórinn verið jafneðlisþung. Þá verður strax þrívíð blöndun og umsvifalaus setmyndun. Eðlisþungt árvatn myndar hins vegar eðl- isþyngdarstraum eftir botninum og árfram- burðurinn berst lengra frá ströndinni. Þá byggist óseyrarpallurinn hægt út. Eðlislétt ár- vatn myndar hins vegar ferskvatnsfleyg. Þann- ig er það við ósa Mississippifljóts og Pó. Afstæð eðlisþyngd sjávar er 1,025 en stöðu- vatna frá 1,000–1,025 eða meiri. Fæstar ár eru eðlisþyngri en sjór. Aðstæður við árósa eru því oftast nær skoðaðar í ljósi ferskvatnsfleygs. Auk eðlisþyngdar koma til álita skriðþungi ár- vatnsins, þegar það kemur út úr ósunum, við- nám við botn í ósunum, og síðast en ekki síst at- ferli viðtakandans, sjávar eða stöðuvatns. Talsverður hluti virkrar setmyndunar nú á tímum fer fram á óseyrum og margt bendir til að það hafi löngum verið svo í jarðsögunni. Þannig eru varðveitt þykk óseyrarsetlög allt frá forkambríum fram á kvarter. Óseyrar eru mjög misstórar, allt frá nokkrum ferkílómetr- um upp í tugþúsundir ferkílómetra. Þær stærstu eru yfir 20.000 ferkílómetrar: Ganges- Brahmapútra, Níger, Mississippi, Lena, Ór- ínókó og Níl. Þá er aðeins átt við þann hluta, sem stendur upp úr sjó. Neðansjávar nemur flatarmál Ganges-Brahmapútra óseyrarinnar fimmföldu flatarmáli Íslands. Jón Eiríksson, jarðfræðingur við Raunvísindastofnun. HVAÐ ERU ÓSEYRAR OG HVAR ERU ÞÆR STÆRSTU Í HEIMI? HVERNIG varð jörðin til, hver er munurinn á krafti og orku, af hverju er lífið til, voru menn einu sinni apar, af hverju deyja menn vegna geislavirkni, hvað eru margar eyjar og sker á Íslandi, er Látrabjarg vestasti staður í Evrópu, hvað er minnsta vatn á Íslandi, hvaða orð er oftast notað í heiminum og hversu margir staðir á Íslandi byrja á stöfunum H og M? Undanfarnar vikur hefur Vís- indavefurinn verið í samstarfi við nemendur í Melaskóla og spurning- arnar hér á undan eru aðeins nokkrar af fjölmörgum sem krakkar í 4., 5. og 7. bekk hafa sent inn og fengið svör við, því sem næst jafnóðum. Um 100 spurningum hefur verið svarað og hægt er að lesa svörin með því að slá inn leitarorðið Melaskóli í leitarvél Vísindavefsins á slóðinni www.visindavefur.hi.is. VÍSINDI Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Brú yfir Ölfusá hjá Óseyrarnesi. 1907 FYRSTA ÁLFTIN? Lögrétta sagði frá því 8. maí 1907 að álft hefði sest á Tjörnina í Reykjavík nokkr- um dögum áður. „Elstu menn muna eigi að sá fríði fugl hafi fyrr heim- sótt oss Reykvíkinga. Skólabörnin réðu sér ekki fyrir kæti, voru öll úti í glugganum: Sko álftina! Sko álftina! Jafnfagra sjón höfðu þau eigi litið. Þá reið af skotið og aldan bar dauðan líkamann að landi.“ Greinarhöfundur sagði að skotmaðurinn fengi aðeins litla sekt en réttast væri að friða bæjarlandið fyrir fugladrápi. „Sennilega yrði Tjörnin innan margra ára krökk af sundfuglum með algerri friðun bæj- arlandsins, villtir sundfuglar mundu hænast að hinum tömdu. Og þá mundu mófuglarnir eigi síður leita í skjólið.“ 1923 MERKILEGT OG SKRÝTIÐ „Í umræðunum á þingi kem- ur stundum fyrir ýmislegt merkilegt og smáskrýtið, meðal annars ýmis orð sem sumir þingmenn nota,“ sagði í Morgunblaðinu 8. maí 1923. Sem dæmi var nefnt orðið embættisnýgræðingshandahófs- mannsstofnunartoppfígúruhrófatildursóþar- faómyndarstarfsemi (85 stafir). Blaðið sagði að engum ætti að standa það nær en hinu háa Alþingi „að vernda og fegra svo dýran arf sem er tunga feðra vorra“. 1933 HLEGIÐ Á ÍSLENSKU „Bjarni Björnsson gam- anleikari skemmti í Gamla bíói í gær. Troðfullt hús. Skemmtu menn sér ágæt- lega, ætluðu bókstaflega að springa af hlátri. Sérstaklega þótti þingfund- urinn ágætur, en yfirleitt hlógu menn að öllu sem hann fór með.“ Þannig var komist að orði í Alþýðublaðinu 8. maí 1933. Jafnframt var þess getið að kvöldið eftir yrði „enn tækifæri til að fá sér hressandi hlátur“ því að þá skemmti Bjarni aftur. Í auglýsingu var sagt: „Reykja- vík hlær. Hlægið á íslensku að íslenskri kímni.“ Bjarni hafði komið heim þremur árum áður, eftir þrettán ára dvöl í Vesturheimi, þar af var hann fjögur ár í Hollywood. Þessi þekkti leikari lést 1942, rúmlega fimmtugur. 1949 SKORTUR Í MÖRG ÁR Í Útvarpstíðindum 8. maí 1949 var birt bréf frá hlust- anda í hreppi úti á landi varðandi skort á rafgeymum, sem notaðir voru við út- varpstækin áður en sveitirnar voru rafvæddar. „Það hafa ekki fengist geymar við tæki í mörg ár. Þetta út af fyrir sig er svo mikið alvörumál að til vandræða horfir ef ekki fæst úr bætt og við hér sjáum ekki fram á annað en algjöra þögn á mörgum bæjum nú á næstunni.“ Hlust- andinn sagði mikilvægt að bæta úr þessu til þess að „við í strjálbýlinu getum orðið aðnjót- andi þeirrar, óhætt að segja, einu skemmtunar sem við eigum kost á að heyra.“ 1958 ÞÚ Í ÖÐRU HVERJU ORÐI „Ég er ekki fjarri því að þér- ingar í skólum setji virðing- arbrag á samskipti nemenda og kennara og styrki þannig agann, sem flestir telja að sé ábótavant,“ sagði höfundur Bæjarpóstsins í Þjóðviljanum 8. maí 1958. „Vel má vera að skólaaginn efldist eitthvað við það að börnum væri kennt að þéra strax í barnaskóla, en auð- vitað mætti tilgangurinn ekki vera sá að beygja þau eða undiroka á neinn hátt heldur kenna þeim að sýna kurteisi og prúðmennsku í framgöngu.“ Pistlahöfundurinn sagðist bera meira traust til þeirra manna „sem þéra mann upp í hástert heldur en hinna sem eru mál- skrafsmiklir og kumpánlegir og segja þú í öðru hverju orði“. 1961 ÖNGÞVEITIÐ Í UMFERÐINNI „Utanbæjarmenn eru nú óð- um að koma hingað á jepp- unum sínum og auka enn umferðaröngþveitið, sem ekki má við miklu,“ sagði í Mánudagsblaðinu 8. maí 1961. „Umferð- arstjórn bæjarins ber vissulega skylda til að gefa út leiðbeiningabækling fyrir þessa menn. G-bílamenningin, sem er orðin fræg hér og byggist á því „að sleppa“, er að verða stór- hættuleg. Þessir bílstjórar halda sig vera voða kalla,“ sagði blaðið en taldi þá ekki eins örugga og þeir héldu sjálfir. 1970 SPJALDSKRÁIN TEKUR VÖLDIN Í pistli í Alþýðublaðinu 8. maí 1970 var rætt um hve erfitt væri orðið að fá mál af- greidd hjá opinberum að- ilum, fundahöld væru orðin svo mikli að ekki gæfist tími til að vinna fyrr en kominn væri kaffitími. Sagt var að algengt væri að menn lentu í vandræðum með starfið en teldu allra meina bót að búa til spjaldskrá. „En spjaldskráin tekur völdin. Aðalatriðið verður spjaldskráin, hún þarf að vera í lagi, mest fer í að halda henni við, en starfið heldur áfram að vera í ólestri. Skrifstofubáknið hefur sýnilega tilhneigingar til að fara hægt, skjóta á frest og draga. Hraði í starfi byggist kannski mest á að taka skjótar ákvarðanir. En skipu- lagið tekur aldrei ákvarðanir.“ T ÍÐARANDI Á TUTTUGUSTU ÖLD FRÍÐUR FUGL Á TJÖRNINNI J Ó N A S R A G N A R S S O N T Ó K S A M A N Þessi auglýsing úr Ísafold 8. maí 1907 er að öllum líkindum erlend að uppruna, miðað við teikn- inguna, stafsetningu og orðaskiptingu, en hún er engu að síður dæmi um aðstæður til þvotta hér á landi fyrir tíma þvottavélanna. Þvottalaugarnar í Laugardal í Reykjavík voru enn notaðar til þvotta á fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Vatnsveitan tók til starfa 1909 og hitaveitan 1930 og nýtti þá vatn úr borholum við Þvottalaugarnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.