Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.2004, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.2004, Síða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. MAÍ 2004 13 UNDRAVERK nefnist tónlistarhátíð sem hald- in verður í Salnum í kvöld í tilefni Kópavogs- daga 2004. Nokkrir af virtustu slagverksleik- urum heims koma þar saman fyrir tilstilli slagverksleikarans og hljóðskúlptúristans Stev- es Hubbacks og flytja tónlist fyrir hljóðskúlp- túra og slagverkshljóðfæri, en tónleikarnir hér á landi eru þeir fyrstu sem haldnir eru áður en hópurinn heldur í tónleikaferð um Evrópu. Ásamt Steve og hljómsveit hans, Metal Moves, koma fram á tónleikunum slagverksleikararnir Erik Qvick, Z’ev og Trevor Taylor. Hljóðskúlptúrar úr málmi og gleri Í tilefni af hátíðinni hafa hljóðskúlptúrar eftir frönsku listamennina Francois og Bernard Baschet verið fluttir til landsins, en allt frá árinu 1954 hafa þeir bræður verið frumkvöðlar í hönn- un skúlptúra til tónlistarsköpunar. Þeir hafa starfað með ýmsum þekktum listamönnum, eins og Man Ray, Alexander Calder, Jean Cocteau, John Cage og japanska tónskáldinu Toru Take- mitsu. „Það er mikill heiður fyrir okkur að fá Basch- et-skúlptúrana á þessa tónlistarhátíð þar sem þeir bræður eru stærstu nöfnin í sköpun hljóð- skúlptúra og mjög virtir í listheiminum. Erlend- is eru tónverk á Baschet-hljóðskúlptúra fastur liður á klassískum tónlistarhátíðum, enda er tónlistin sem hægt er að spila á hljóðfæri þeirra allt frá Bach og Beethoven til nútímatónlistar. Hún er hvorki skrítin né absúrd, heldur einfald- lega mjög falleg,“ segir Sif Guðmundsdóttir, kynningarfulltrúi tónleikanna. „Á tónleikunum kemur líka fram tónlistarmaðurinn Z’ev, sem er eitt af stóru nöfnunum í svokallaðri trance rhythmajik-tónlist í heiminum í dag og hefur verið mikill áhrifavaldur í iðnaðartónlist síðan 1980. Hann er frumkvöðull í málmslagverksleik og skapar magnaða trans-hrynjandi með tón- list, þar sem hann notar gjarnan keltneskan trommuáslátt, eða bóhdran, á málmhljóðfæri sín ásamt annarri tækni. Trevor Taylor, einn fremsti slagverksleikari Bretlands, hefur sér- hæft sig í að spila á hljóðskúlptúra Baschet- bræðra og mun flytja tónverkið Seasons eftir Toru Takemitsu, sem samdi það sérstaklega fyrir þá.“ Skúlptúrar Baschet-bræðra hafa verið sýndir í söfnum víða um heim, meðal annars í MoMa í New York, Barbican Center í London og Ný- listasafninu í Stokkhólmi, en einnig á heimssýn- ingunni í Osaka í Japan árið 1970, þar sem sex metra háir hljóðskúlptúrar voru til sýnis og sýn- ingargestir fengu að spila á hljóðfærin. Form þeirra er einfalt, blanda af glerteinum, málm- keilum, vír og uppblásnu plasti fyrir hljóm- hvata. Kristallarnir framkalla tóna þegar rök- um fingrum er strokið yfir kristallsteina, og tónlistin er síðan mögnuð upp með stórum málmhljóðhvata. Margir spennandi tónlistarmenn Auk þess kemur fram á tónleikunum hljóm- sveitin Metal Moves, sem var stofnuð af Steve Hubback, en hann smíðar alla hljóðskúlptúra sem sveitin leikur á. „Tónlist þeirra er ævin- týraleg heimstónlist, stundum með sterkri hrynjandi eða jafnvel tærum kirkjubjölluhljóm. Ásamt Steve er hljómsveitin skipuð þeim Tin- eke Noordhoek og Birgit Lökke Larsen, en þær hafa hlotið margvísleg verðlaun og leikið með ýmsum þekktum tónlistarmönnum. Þannig að við fáum marga spennandi tónlistarmenn á tón- leikana og þess má geta að tónlistartímaritið The Wire er með viðtal við Steve Hubback í nýj- asta tölublaði sínu vegna tónleikanna, auk greinar um Z’ev,“ segir Sif að lokum. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 20 í Salnum. Undratónlist mögnuð upp í kristöllum Morgunblaðið/Sverrir Hljóðskúlptúristinn Steve Hubback spilar á sitt eigið hljóðfæri, en á tónleikunum í kvöld verður jafnframt leikið á Baschet-hljóðskúlptúra. JOHANN Christian Bach fæddist í Leip- zig 5. maí 1735 og dó í London 1. jan. 1782. Hann var yngsti sonur og jafnframt 11. barn Johanns Sebastians Bach og seinni konu hans Önnu Magdalenu Bach en þau áttu samtals 13 börn saman. Á þessum tíma var mjög algengt að tónlistarhæfileikar gengju í ættir. Ein aðferðin til að halda hefðinni var að feður, bræður og frændur kenndu börn- unum tónlist frá unga aldri. Þannig tók Carl Philipp Emanuel Bach yngsta hálfbróðir sinn að sér og sá um tónlistaruppeldi hans í æsku. Johann Cristian er þekktastur fyrir störf sín í London sem óperutónskáld og óp- erustjóri og oft kallaður Lundúna-Bach. Auk 11 ópera samdi hann mikið af hljóð- færatónlist, sinfóníur, tæplega 40 píanókons- erta, sónötur, kvartetta, tríó og fleira. Flest kirkjutónverkin samdi hann á Ítalíuárum sínum sem m. a. organisti við dómkirkjuna í Mílanó áður en hann flutti til London. Haydn, Mozart og Beethoven urðu fyrir miklum áhrifum frá Johanni Christian og myndaðist mikill vinskapur milli hans og Mozarts. Á tónleikum í Salnum sunnudagskvöldið 18. apríl flutti KaSa hópurinn þrjár píanó- sónötur Bachs úr op. 5 í umritun Mozarts sem flokkast undir K 107 í verkum Mozarts. Umritun á sónötum Bachs er fyrir píanó, tvær fiðlur og selló svo auðvelt sé að ferðast um með konsertinn. Reyndar eru þetta ekki einu konsertarnir sem Mozart samdi eða umritaði í þessum tilgangi. Sónöturnar eru að mestu samdar í hinum þá nýja galantstíl eða rokokko enda Bach í námi á Ítalíu um tíma. Þessi stíll er áberandi og síðan er einn- ig mjög sterkur svipur af Mozart í verkunum sem virka stundum eins og blanda af há- barokk, síðbarokk, rokokko og Vínarklassík. Þær Sigrún og Sigurlaug Eðvaldsdættur léku á fiðlurnar og Sigurgeir Agnarsson á sellóið í öllum þremur konsertunum. Í kons- ert nr. 1 í D dúr lék Miklos Dalmay á píanó- ið, í nr. 2 í D dúr sá Peter Máté um píanó- leikinn og í nr. 3 í Es dúr sat Nína Margrét Grímsdóttir við píanóið. Fyrsti konsertinn er í þremur þáttum en hinir tveir í tveimur. Að sjálfsögðu var mikill munur á flutningi kons- ertanna enda eru þeir harla ólíkir hvor öðr- um í karakter og einnig er hlutverk píanó- sins mismikið og ólíkt sem og strengja- tríósins. Það þarf ekkert að fjölyrða um flutning þessa góða tónlistarfólks sem er þekkt fyrir vönduð vinnubrögð og músik- alskan flutning og brást þeim ekki bogalistin í því efni enda öll þaulvön svona samspili sem oft getur verið mjög viðkvæmt en það kom þó ekki að sök hérna. Flautusónötur og orgelverk Það var fámennt og góðmennt á yndislegri kvöldstund í Neskirkju föstudagskvöldið 23. apríl þegar þau Pamela de Sensi þverflautu- leikari og Steingrímur Þórhallsson organisti kirkjunnar buðu upp á tóna eftir Johann Sebastian Bach (1685-1750). Boðið var upp á þrjár flautusónötur og tvö orgelverk eftir meistarann. Það hefur ekki mikið varðveist af verkum fyrir flautu sem vitað er með vissu að sé eftir gamla manninn og heldur er lítið vitað um hvænær hann samdi þau, þó ákveðnar getgátur séu uppi um það. Sónatan í C dúr BWV 1033 er af ýmsum talin samin fyrir flautuna eina og sér en að nemandi Bachs hafi samið sembalpartinn síðar. Menn hafa getið sér til um að flautusónatan í e-moll BWV 1034 sé samin í Köthen 1717-20 og sónatan í g-moll BWV 1020 (samin fyrir fiðlu) sé kannski eftir soninn Carl Philipp Emanuel (1714-1788) en ekki pabba gamla. Pamela lék allar þessar þrjár sónötur ein- staklega vel og af miklu innsæi og öryggi. Hún hefur fallegan tón og samleikur hennar og Steingríms var mjög góður og vel mót- aður. Raddavalið í orgelinu hæfði vel með flautunni utan í BWV 1034 en þá bættist við tvífótungur í orgelinu sem blandaðist aldrei með flautunni sem fyrir bragðið virkaði á tíðum fölsk vegna yfirtóna orgelraddarinnar og stundum skáru hljóðin illa í eyrun. Orgelkórallinn O Lamm Gottes, unschuld- ig (Ó, Guðs lamb synda sýkna) BWV 656 er úr safni svo kallaðra Leipzigerkórala var vel leikinn af Steingrími sem byrjaði með mjúku flauturegistri með mjög skýrri mótun og kórallinn söng mjög skýrt, í seinni hlutanum hefði kanski kórallinn í pedal mátt vera að- eins skýrara registreraður en kom þó í gegn. Allt verkið var mjög skýrt og vel gert og túlkunin samkvæm sjálfri sér. Passacaglian í c-moll BWV 582 gefur möguleika á gífur- legri breidd í túlkun og raddavali í orgelinu. Ýmsir organistar byggja Passacagliuna og síðan fúguna upp með stíganda í styrk eða raddavali. Önnur leið er að leika allt verkið á frekar sterku registri sem um leið krefst skýrari mótunnar. Steingrímur valdi að leika allt verkið með sterku registri byrjandi á mixtúruplenó með viðbættum tungum í lok passacaglíunnar og fúguna síðan á sama hátt og enda á fullu verki orgelsins. Það mynd- aðist hins vegar engin dynamík í flutningn- um sem hefði þurft að birtast í formi skýrrar mótunar milli endurtekinganna á stefinu og verkið var orðið dálítið stressað um tíma en hljómaði samt glæsilega og endirinn á fúg- unni var stórglæsilegur. Bach-feðgar og Mozart Jón Ólafur Sigurðsson TÓNLIST Salurinn í Kópavogi KAMMERTÓNLEIKAR Kammerhópur Salarins, KaSa: Sigrún Eðvaldsdóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir á fiðlur, Sigurgeir Agn- arsson á selló, Miklós Dalmay, Peter Máté og Nína Margrét Grímsdóttir á píanó. Verk eftir J. C. Bach í umritun W. A. Mozarts. Sunnudagurinn 18. apríl 2004 kl. 20.00. Neskirkja KAMMERTÓNLEIKAR Pamela de Sensi þverflautuleikari og Steingrímur Þórhallsson orgelleikari leika verk eftir J. S. Bach. Föstudagurinn 23. apríl 2004 kl. 20.30.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.