Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.2004, Side 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. MAÍ 2004 15
Næsta v ika menning@mbl.is
Laugardagur
Laugarnesskóli kl. 16 Ár-
leg vorskemmtun Skátakórs-
ins. Með kórnum leikur fjög-
urra manna hljómsveit. Auk
kórsins syngja þrjár skáta-
söngkonur og þriggja manna
tríó flytur nokkur þekkt lög.
Salurinn kl. 20 Slag-
verkshátíðin Undraverk.
Nokkrir af virtustu slagverks-
leikurum í heiminum flytja
tónlist fyrir hljóðskúlptúra og
slagverkshljóðfæri. Hljóð-
skúlptúrar eftir frönsku lista-
mennina Francois og Bernard
Baschet verða til sýnis í for-
dyri til 9. maí.
Langholtskirkja kl. 17
Skagfirska
söngsveitin flyt-
ur íslensk þjóð-
lög, sönglög eft-
ir íslensk
tónskáld auk
sönglagasyrpu
eftir söngstjór-
ann Björgvin Þ.
Valdimarsson.
Einsöngvari með kórnum er
Kristín R. Sigurðardóttir, auk
söngvara úr röðum kór-
félaga.
Seljakirkja kl. 17 Kvenna-
kórinn Seljur flytur blandaða
söngdagskrá. Undirleikari á
píanó er Júlíana Rún Ind-
riðadóttir. Stjórnandi er Vil-
berg Viggósson.
Thorvaldsen Austurstræti,
kl. 17 Listamennirnir Linda,
Hildur & Lena opna ljós-
myndasýningu sína, linC hilC
lenC. Til 12 júní.
Sunnudagur
Seltjarnarneskirkja kl. 14
Á Listhátíð kirkjunnar. Arnar
Jónsson leikari les úr Jobs-
bók. Guðrún Helga Stef-
ánsdóttir flytur Aríu úr
Messíasi eftir Händel og flutt
verða fjögur erindi úr Jobs-
bók.
Salurinn kl. 16 Hallar-
kvartettinn, skipaður Hjörleifi
Valssyni, fiðlu, Sigríði Bald-
vinsdóttur, fiðlu, Jónínu Hilm-
arsdóttur, víólu og Nicole
Völu Cariglia, selló, leikur sí-
gild verk.
Listasafn Einars Jóns-
sonar kl. 16 Ljóðatónleikar
Gerðar Bolladóttur sópran-
söngkonu og Sophie
Schoonjans hörpuleikara.
Háteigskirkja kl. 16 Senj-
orítur Kvennakórs Reykjavíkur
syngja m.a. Dagný og Vegir
liggja til allra átta eftir Sigfús
Halldórsson, Dein ist mein
ganzes Herz eftir Lehar, Á
söngsins vængjum eftir Mend-
elssohn og nokkur lög úr
Meyjarskemmunni eftir Schu-
bert. Sigrún Þorgeirsdóttir
stjórnar kórnum, Vignir Stef-
ánsson leikur með á píanó og
Matthías Stefánsson á fiðlu.
Neskirkja kl. 17 Hljómsveit
Félags harmonikuunnenda í
Reykjavík leikur létta sígilda
tónlist. Harmonikusveit Tónlist-
arskólans í Garðabæ hitar
upp fyrir tónleikana undir
stjórn Reynis Jónassonar.
Háteigskirkja kl. 20 Kór
Háteigskirkju heldur vor-
tónleika. Aðgangur ókeypis.
Seltjarnarneskirkja kl. 20
Kvennakór Garðabæjar,
Helga Laufey Finnbogadóttir,
píanóleikari kórsins, fiðluleik-
ararnir Sigur-
laug Eðvalds-
dóttir og Júlíana
Elín Kjartans-
dóttir, Einar Jó-
hannesson klar-
ínettuleikari og
Richard Korn
kontrabassaleik-
ari flytja íslensk lög eftir sam-
tímatónskáld, bresk þjóðlög,
madrigala, trúarleg söngverk
og sönglög eftir Edward Elg-
ar. Einnig frumflytur kórinn
nýja útsetningu Atla Heimis
Sveinssonar á lagi sínu „Það
kom söngfugl að sunnan“,
Stjórnandi er Ingibjörg Guð-
jónsdóttir.
Salurinn kl. 20 Snorri Wi-
um, tenór og Jónas Ingimund-
arson, píanó flytja Ástir
skáldsins (Dichterliebe Schu-
manns op. 48), íslensk söng-
lög eftir Sigfús Einarsson, og
Tryggva M. Baldvinsson við
texta eftir Þórarin Eldjárn.
Hótel Borg kl. 21 Kvart-
ettinn Skófílar leikur á Múl-
anum. Kvartettinn skipa Ólaf-
ur Jónsson á tenór sax,
Ásgeir Ásgeirsson á gítar,
Birgir Bragason á bassa og
Erik Qvick á trommur. Flutt
verður tónlist gítarleikarans
John Scofield, sem er í hópi
fremstu gítarleikara í heim-
inum í dag.
Mánudagur
Listasafn Reykjavíkur,
Hafnarhúsi kl. 20 Asko
Mäkelä, forstöðmaður Ljós-
myndasafns Finnlands ræðir
um sterka stöðu finnskrar
samtímaljósmyndunar í list-
heiminum.
Kl. 20 Hjallakirkja Vor-
tónleikar Sam-
kórs Kópavogs
undir stjórn Juli-
ans Hewlett.
Einsöngvari
Guðbjörn Guð-
björnsson ten-
ór. Undirleik-
ari er Jónas
Sen. Kórinn frumflytur m.a.
lagið „Kæri Kópavogur“.
Þriðjudagur
Salurinn kl. 20 Guðrún Jó-
hanna Ólafsdóttir messósópr-
an, Eyjólfur Eyjólfsson tenór
og Jónas Ingimundarson pí-
anó flytja einsöngslög og dú-
etta eftir íslenska og erlenda
höfunda.
Miðvikudagur
Þjóðarbókhlaða kl. 16.15
„Heimskringla – Frá Íslandi til
Noregs og heim aftur“ nefnist
fyrirlestur dr. Jons Gunnars
Jørgensen, prófessors við
Óslóarháskóla. Jon Gunnar
varði doktorsritgerð sína um
Heimskringluhandritið
Kringlu, sem nú er glatað, ár-
ið 2000. Rannsóknir hans
hafa einkum
beinst að
textum nor-
rænna mið-
alda-
bókmennta
og útgáfu
þeirra, eink-
um kon-
ungasagna.
Jafnframt
hefur hann þýtt íslenskar
samtímabókmenntir á norsku.
Langholtskirkja kl. 20
Gospelsystur Reykjavíkur
flytja m.a. lög úr þekktum
söngleikjum og bíómyndum.
Tónleikarir hafa yfirskriftina
Sól rís. Einsöngvarar eru Sig-
rún Hjálmtýsdóttir og Jóhann
Sigurðarson. Sérstakir gestir
eru Stúlknakór Reykjavíkur.
Stjórnandi Margrét J. Pálma-
dóttir.
Fimmtudagur
Háskólabíó kl. 19.30 Sin-
fóníuhljómsveit Íslands undir
stjórn Bernharðar Wilkinson.
Karlakórinn Fóstbræður. Ein-
söngvarar eru Elín Ósk Ósk-
arsdóttir sópran, Algirdas
Janutas tenór, Snorri Wium
tenór, Andrzej Dobber barí-
ton og Cornelius Hauptmann
bassi. Kórstjóri er Árni
Harðason. Flutt verður Sin-
fónía nr. 39 eftir Mozart og
Ödipus Rex eftir Igor Strav-
inskíj. Sögumaður er Ingvar
E. Sigurðsson.
Borgarleikhúsið kl. 20 Á
Stóra sviði leikhússins verður
Don Kíkóti, eftir Miguel de
Cervantes, frumsýnt í leik-
stjórn Guðjóns Pedersen.
Byggt er á leikgerð rússneska
skáldsins Búlgakov á verkinu,
í þýðingu Jóns Halls Stef-
ánssonar. Meðal leikara eru
Halldóra Geirharðsdóttir
(Don Kíkóti) og Bergur Þór
Ingólfsson (Sansjó Pansa).
Kristín R.
Sigurðardóttir
Atli Heimir
Sveinsson
Guðbjörn
Guðbjörnsson
Morgunblaðið/Jim Smart
Hörður Áskelsson og Schola cantorum á æfingu í Hallgrímskirkju.
Vortónleikar kamm-erkórsins Scholacantorum verða ísafnaðarsal Hall-
grímskirkju kl. 17 á morg-
un. Það er Listvinafélag
Hallgrímskirkju sem gengst
fyrir tónleikunum sem hafa
yfirskriftina „Madrigalar
og mót-
ettur á
vori“. Þetta
er í fyrsta
skipti sem
Schola
cantorum syngur efnisskrá
sem er að meiri hluta af ver-
aldlegum toga. Stjórnandi
er sem fyrr Hörður Áskels-
son organisti.
Hvers vegna hafið þið
ekki flutt veraldlega tónlist
áður?
„Starfsvettvangur okkar
er kirkjan og þar er af nógu
að taka, en í fyrrahaust tók-
um við þátt í alþjóðlegri
kórakeppni í Tolosa á Norð-
ur-Spáni, m.a. í riðli með
veraldlegum tónverkum.
Þar sungum við tvo madri-
gala. Þetta var svo
skemmtileg reynsla að okk-
ur þótti ástæða til að út-
víkka verkefnavalið og setja
saman efnisskrá sem inni-
héldi þessa tegund af tón-
list, þ.e. veraldlega. Enn-
fremur hafði einhvern tíma
kviknað sú hugmynd að við
tækjum smá hliðarspor frá
kirkjulegum verkum og
héldum tónleika sem fjöll-
uðu öðrum þræði um vorið
og ástina. Nú er hugmyndin
orðin að veruleika og það
hefur verið afskaplega gam-
an að undirbúa þessa tón-
leika Það sem er einnig
óvenjulegt við þessa tón-
leika er að við syngjum ekki
í kirkjunni eins og vanalega,
heldur í safnaðarheimilinu.
Þessi salur var kirkjan áður
en Hallgrímskirkja sjálf var
tilbúin og þarna hóf ég starf
mitt við kirkjuna. Salurinn
rúmar um 100 manns og þar
er maður í meiri nálægð við
áheyrendur.“
Um hvað fjalla madrigal-
arnir sem þið flytjið?
„Við flytjum madrigala
sem fjalla sérstaklega um
maí, ástina og ástarsorgina,
eiginlega allt það sem
madrigalarnir fjalla svo
mikið um. Þemað er vorið,
ástin og sköpunin. Þegar við
fórum að leita fyrir okkur í
verkefnavali varð útkoman
sú að við einskorðuðum
okkur við enska madrigala.
Enda er úrvalið mikið því
þeir áttu nokkra alveg frá-
bæra höfunda sem komust í
mikinn ham um siðaskiptin,
reyndar á stuttum tíma. Við
flytjum ekki einvörðungu
madrigala því við flytjum
þrjár íburðarmiklar mót-
ettur eftir William Byrd og
Thomas Tallis. William
þessi samdi jöfnum höndum
tónlist af veraldlegum og
kirkjulegum toga og við
syngjum bæði madrigala og
mótettur eftir hann. Af öðr-
um madrigölum má nefna
Music divine eftir Thomas
Tomkins, Now is the month
of maying eftir Thomas
Morley og Adieu, Sweet
Amarillis eftir Johns Wil-
bey. Þessi tvö tónlistarform
eru ólík en eiga þó margt
sameiginlegt, t.d. sér maður
skemmtileg veraldleg áhrif
í móttetunum. Á milli verk-
anna lesum við þýðingar á
textunum og ræðum um
madrigalana. Það er líka
önnur leið til að komast nær
áheyrendum.“
Næsta tónleikaár hefst
heldur ekki á venjulegum
nótum því kórinn mun koma
fram á Íslandskynningu í
Frakklandi í byrjun októ-
ber. „Þar verðum við með
kirkjulega tónlist án undir-
leiks. Einnig flytjum við
verk eftir eistneska tón-
skáldið Arvo Pärt í bland
við íslenska tónlist. Þá eru
fyrirhugaðir tónleikar í
París þar sem við munum
m.a. flytja Óttusöngva Jóns
Nordal. Ég hef flutt þá
nokkrum sinnum í gegnum
tíðina og þeir hafa alltaf
slegið í gegn.“
Schola cantorum skipa 17
söngvarar og Hörður hefur
stjórnað kórnum þau fimm
ár sem hann hefur starfað.
„Í kórnum er ákveðinn
kjarni fólks sem hefur verið
með frá upphafi, en það er
þó alltaf þannig að fólk
kemur og fer. Ég hef líka
misst fólk til útlanda sem
m.a. hefur forframast þar í
söngnum,“ segir Hörður.
Tónleikarnir á morgun
verða léttir og skemmtilegir
í bland við sorgarsöngva.
„Mér sýnist veðurspáin lofa
því að við syngjum inn hlý-
indi og vætu,“ segir Hörður.
Schola cantor-
um syngur inn
hlýindi og vætu
STIKLA
Kórtónleikar
í Hallgríms-
kirkju
helgag@mbl.is
Myndlist
Gallerí Fold, Rauðar-
árstíg: Tryggvi Ólafsson.
Friðrik Tryggvason í Ljósa-
fold. Til 16. maí.
Gallerí Kambur: Margrete
Sörensen og Torben Ebbesen
frá Danmörku. Til 31. maí.
Gallerí Skuggi: Kristján
Guðmundsson. Til 23. maí.
Gallerí Sævars Karls,
Bankastræti: Harpa
Björnsdóttir. Til 19. maí.
Gerðarsafn: Rebekka Rán
Samper í austursal og Ragna
Fróðadóttir í vestursal, Bjarni
Sigurbjörnsson á neðri hæð.
Til 16. maí.
Klink og Bank, Brautar-
holti 1: Samsýning 14 lista-
manna, Vanefni. Aaron
Mitchell. Til 23. maí.
Hafnarborg: Rafn Hafn-
fjörð sýnir ljósmyndir og
Björk Atla akrýlmálverk. Til
10. maí.
Hallgrímskirkja: Hörður
Ágústsson. Til 26. maí.
Hönnunarsafn Íslands,
Garðatorgi: Kristín Ísleifs-
dóttir. Til 30. júní.
Íslensk Grafík, Hafnar-
húsinu: Hjördís Brynja. Til 9.
maí.
Listasafn Akureyri: „Allar
heimsins konur“. Innsetning
Önnu Líndal. Til 9. maí.
Listasafn ASÍ: Finna B.
Steinsson. Björk Guðnadóttir.
Til 10. maí.
Listasafn Árnesinga:
Handverk og hönnun. Cat-
egory X. Hönnunarsýningar.
Til 30. maí.
Listasafn Reykjanes-
bæjar: Margrét Jónsdóttir.
Til 20. júní.
Listasafn Ísafjarðar: Guð-
björg Lind Jónsdóttir. Til 1.
júní.
Listasafn Einars Jóns-
sonar: Opið laugardaga og
sunnudaga kl. 14–17.
Listasafn Reykjavíkur –
Ásmundarsafn: Nútíma-
maðurinn. Til 20. maí.
Listasafn Reykjavíkur –
Kjarvalsstaðir: Vestursalur:
List frá Barcelona. Miðrými:
Erla Þórarinsdóttir. Til 9. maí.
Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar: Sigurjón
Ólafsson í alfaraleið. Til 30.
maí.
Ljósmyndasafn Reykja-
víkur, Grófarhúsi: Leifur
Þorsteinsson – Fólk og borg.
Til 9. maí.
Norræna húsið: Sigrún
Eldjárn. Til 9. maí.
Mokka: Gunnar Scheving
Thorsteinsson. Til 6. júní.
Safn – Laugavegi 37: Op-
ið mið.–sun. kl. 14–18. Sum-
arsýning úr safnaeign. Mar-
grét H. Blöndal. Til 20. júní.
Finnur Arnar. Til 9. maí. Leið-
sögn allan laugardaga.
Safn Ásgríms Jónssonar:
Þjóðsagnamyndir Ásgríms
Jónssonar.
Þjóðmenningarhúsið:
Handritin. Skáld mánaðar-
ins: Sjón. Heimastjórn 1904.
Þjóðminjasafnið – svona var
það.
Þjóðarbókhlaða: Heima-
stjórn 100 ára.
Leiklist
Þjóðleikhúsið: Edith Piaf,
sun. Þetta er allt að koma,
lau., sun. Græna landið,
sun., fös. Sorgin klæðir
Elektru, lau., sun.
Borgarleikhúsið: Belgíska
Kongó, fim. Lína Langsokkur,
sun. Chicago, lau., sun., fös.
Iðnó: The Secret Face, fös.
Austurbær: 5stelpur.com,
lau., fös.
Tjarnarbíó: Hugleikur.
Kleinur, lau., sun.
Leikfélag Akureyrar: Bú-
kolla, lau.
Á HLIÐARSVÖLUM Íslensku óperunnar verður óperan Rusalka
eftir Antonin Dvorák sýnd af mynddiski kl. 14 á morgun. Þetta
er þriðja og síðasta sýningin í röð myndsýninga Vinafélags Ís-
lensku óperunnar á vormisseri.
James Conlon stjórnar hljómsveit og kór Bastilluóperunnar
og leikstjóri er Robert Carsen. Með titilhlutverkið, Rusölku, fer
Renée Fleming. Upptakan var gerð í Bastilluóperunni í París í
júní 2002.
Rusalka er ópera í þremur þáttum (frumflutt 1901) eftir Ant-
onin Dvorák (1841-1904). Texti eftir Jaroslav Kvapil, byggður á
Undine eftir Friedrich de la Motte Fouqué, Litlu hafmeyjunni
eftir H.C. Andersen og Die Versunkene Glocke eftir Gerhard
Hauptmann.
Notaður verður myndvarpi og sýnt á breiðtjaldi með enskum
skjátexta. Áður en sýning hefst verður stutt kynning á óperunni
og flytjendum. Aðgangur er ókeypis
Rusalka sýnd á mynddiski á
hliðarsvölum Óperunnar
Úr óperunni Rusalka.
Jon Gunnar
Jørgensen