Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.2004, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.2004, Qupperneq 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. MAÍ 2004 WILLIAM Buckley sendi nýlega frá sér sína fyrstu skáldsögu, en Buckley er betur þekktur sem íþróttafréttamaður með fótbolta sem sérsvið hjá breska dagblað- inu Observer. Bókin nefnist The Man Who Hated Football, eða Maðurinn sem hataði fótbolta og segir frá taugaveiklaða íþrótta- fréttamanninum Jimmy Stirling sem fyrirlítur fótbolta. Að sögn gagnrýnanda Guardian byggir Buckley um margt söguna á eig- in lífi, en Stirling er kærulaus, þunglynd, tilfinningalega heft og fær eitt taugaáfallið á eftir öðru. Frásögnin er full íroníu og þykir vel heppnuð frumraun. Pólitík sannleikans BÓK Joseph Wilson The Politics of Truth: Inside the Lies That Led to War and Betrayed My Wi- fe’s CIA Identity: A Diplomat’s Memoir hefur vakið umtals- verða athygli í Bandaríkjunum. Bókin er að mati gagnrýnanda New York Times einkar grípandi lesning, sem ekki aðeins veitir bak- grunnsupplýs- ingar og skemmtilegar frásagnir af fréttum gærdagsins heldur e.t.v. einnig um fréttir morgun- dagsins. Wilson segir áhuga- verðar sögur frá tíma sínum í ut- anríkisþjónustunni og m.a. rekur hann atburðina sem leiddu til Persaflóastríðsins 1991. Hann fjallar einnig um það er hann, sem þáverandi sendiherra Bandaríkjanna í Vestur- Afríkuríkinu Gabon, var sendur til Nígeríu í febrúar 2002 til að kanna líkur á úranviðskiptum milli Íraks og Nígeríu. Greindi Wilson CIA frá því að slík við- skipti væru mjög ólíkleg, en engu að síður kom slík fullyrð- ing fram í stefnuræðu Bush næstum ári síðar. Fæðing Venusar SJÖUNDA skáldsaga Sarah Dunant The Birth of Venus, eða Fæðing Venusar eins og heiti hennar útleggst á íslensku, kom út fyrir skemmstu. Bókin hefst á heitum sumardegi í nunnuklaustri í Flórens þar sem tvær nunnur und- irbúa lík systur Lucreziu fyrir greftrun. Við þann undirbún- ing kemur hins vegar í ljós að ekki er allt sem sýnist og að syst- ir Lucrezia var hvorki saklaus né syndlaus. Sagan gerist að sögn New York Times á heill- andi tíma í sögu Flórens sem var þó ekki jafn heillandi og hættu- laus ungum konum í borginni. Washington og Bandaríkin BANDARÍSK gildi og sagan sem þau byggja á hafa verið mikið til umræðu í kjölfar frétta um pynt- ingar í Abu Ghraib fangelsinu í Írak. George Washington, fyrsti forseti Bandaríkjanna, á stóran þátt í þeirri sögu en hann er við- fangsefni ævisögu Henry Wien- cek An Imperfect God: George Washington, His Slaves and the Creation of America eða Ófull- kominn Guð: George Wash- ington, þrælar hans og mótun Bandaríkjanna. Er bókin að mati Daily Telegraph einkar vel skrifuð og Wiencek góður sagn- fræðingur sem tekst vel til með að gera rannsóknir sínar að- gengilegar lesendum. ERLENDAR BÆKUR Maðurinn sem hataði fótbolta Joseph Wilson Sarah Dunant O rð eru lítils megnug í seinni tíð, en gjarnan er sagt að við lifum við al- ræði myndmálsins. Fátt styður þessa fullyrðingu betur en opinberar myndbirtingar af pynt- ingum bandarískra og breskra hermanna á íröskum föngum, því það sem myndirnar sýna er löngu vitað en vitn- eskjan einungis hvílt í margvíslegum rituðum textum á borð við ábendingar, vefskrif og skýrslur, m.a. frá Amnesty International. Rit- aðar ábendingar er auðvelt að leiða hjá sér með því að þær séu „mjög almennar“, eins og heyrðist í vikunni, en ljósmynd er of óþægileg, of sýnileg til að unnt sé að líta undan. Það sem myndirnar frá Abu Ghraib-fangels- inu í Bagdad sýna ætti ekki að koma neinum sæmilega upplýstum einstaklingi á óvart. Samt er það svo að þeir ráðamenn sem standa að innrásinni í Írak keppast við að lýsa undrun sinni og vanþóknun. Stjórnandi fangelsisins í Bagdad sté einna fyrstur á stokk til að firra sig ábyrgð og hét rannsókn og refsingu þeirra seku, þ. e. undirmanna sinna sem þar á móti segjast hafa farið að vilja yfirboðara sinna. Lynndie England, herkonan sem var áber- andi á þessum myndum, heldur því fram að myndirnar hafi verið teknar til að bera aðferð- irnar undir yfirboðarana og hljóta blessun þeirra, því undirmennina hafi sárlega skort leiðsögn og starfsreglur. Fangelsisstjórinn firrir sig sök, hvernig sem honum er stætt á því. Rumsfeld firrir sig sök, Bush gerir það líka og harðsvíraðir stuðningsmenn þeirra bregðast ókvæða við hneykslan almennings en ekki því sem myndirnar sýna. Einn þingmaður vestra kvaðst jafnhneykslaður og aðrir en ekki á efni myndanna heldur vandlætingu almenn- ings! Þarna væri við hryðjuverkamenn að eiga. Ljóst má vera að yfirboðararnir munu refsa undirmönnum sínum fyrir að hlýða skipunum að ofan. Gömul saga og ný. Viðbrögð Halldórs Ásgrímssonar utanríkis- ráðherra eru ekki frábrugðin viðbrögðum ann- arra ráðamanna sem að þessu stríði standa, en hann lýsti undrun sinni og vanþóknun á því sem myndirnar sýndu, en áréttaði jafnframt að hann bæri „enga ábyrgð“ á þessari ósvinnu allri. Merkilegt svar og vert að skoða nánar; það vekur að minnsta kosti spurningar um hvort eitthvað sé til sem mætti kalla endimörk ábyrgðar. Sá sem heldur í stríð hlýtur að bera ábyrgð á afleiðingum þess ekki síður en bar- daganum sjálfum, eða er einhvers staðar ósýni- leg lína dregin gegnum vitund ráðamanna sem skilur að ábyrgð og ábyrgðarleysi? Mér hugnast það heldur illa að verðandi for- sætisráðherra sé jafnilla upplýstur og viðbrögð hans gefa til kynna. Undrunarefnið er ekkert; stríð eru viðurstyggð og hafa alltaf verið það, niðurstaðan er ævinlega mannleg niðurlæging, aðferðir sigurvegaranna eru gamalkunnar og má hæglega fræðast um þær í gömlum og nýj- um heimildum. Flestir þekkja þessa sögu. Sá sem fer með hernaði ber ábyrgð á afleiðing- unum. Mannkynssagan er útúrflóandi af dæmum sem unnt er að draga lærdóm af, en nýrri heimildir eru einnig aðgengilegar, t.d. skýrsla frá Pentagon um æskilegar yfirheyrsluaðferðir frá því í febrúar sl., og kennslubók CIA um yf- irheyrslur, Human Resource Exploitation Tra- ining Manual. Eldri gögn sem nota má við uppfræðslu fá- kunnandi ráðamanna eru allt að 200 ára gömul og mörgum kunn. Þau má nú sjá á Akureyri en listasafnið þar sýnir um þessar mundir Kenj- arnar (Los Caprichos), hina makalausu mynd- röð Goyas um hörmungar mannlegrar nið- urlægingar. Frægasta myndin í þeirri röð er nr. 43 og ber titilinn Ef skynsemin blundar vakna ófreskjur. Sú mynd er ekki síður áleitin í ljósi seinustu hörmunga en hún var á tilurð- artíma sínum. Önnur fræg og ógnvekjandi myndaröð Goyas er Los desastres de la Gu- erra, eða Stríðshörmungarnar, sem listamað- urinn vann að á árunum 1810–1820. Eru stríðs- hörmungarnar í Írak ný tíðindi? Ég held ekki. FJÖLMIÐLAR ÁBYRGÐ OG UNDRUN Flestir þekkja þessa sögu. Sá sem fer með hernaði ber ábyrgð á afleiðingunum. Á R N I I B S E N Þegar sá gállinn er á mér finnst mér stuð að setja upp hin alræmdu „kynja- gleraugu“ og líta í kringum mig. Venjulega geng ég nefnilega ekki um götur bæjarins með kynjagleraugun á nefinu og horfi bitur á verksummerki feðraveldisins í samfélaginu og ber mér á brjóst yfir kvenkúgun samtím- ans. En það þarf ekki að horfa lengi í kringum sig með gleraugunum til að sjá að ýmislegt í íslensku samfélagi er enn sérkennilega karlmiðað. Um helgina setti ég upp lonníetturnar og fór að velta fyrir mér ýmsu í íslenskri tungu og málvenjum. Mig bar fyrst niður í þeim undarlega sið að enn í dag eru ógiftar konur við formleg til- efni kallaðar fröken og gift kona er ávörpuð frú. Karlar eru á hinn bóginn ávallt bara herrar, hvort sem þeir eru ungir eða gamlir, giftir eða ógiftir. Hverjum þeim sem hefur snefil af fem- inískum þankagangi hlýtur að þykja þetta sérkennileg og óæskileg mál- venja. Hvers vegna í ósköpunum eru konur skilgreindar eftir hjúskaparstöðu sinni? Það er ekki hægt annað en að draga þá ályktun að enn eimi eftir af því að staða kvenna í samfélaginu skapist af stöðu hennar gagnvart karl- mönnum. Í enskri tungu hefur þetta misræmi verið lagað með því að taka upp skammstöfunina Ms. sem vísar til konu, óháð hjúskaparstöðu. Það má vel vera að þú, lesandi, álít- ir sem svo að þetta skipti nú engu máli þar sem við ávörpum nánast aldrei fólk með þessum hætti. Það er margt til í því, en þó er þessi málvenja í fullu fjöri á nokkrum stöðum í samfélaginu. Það er t.d. forvitnilegt að skoða heima- síðu utanríkisráðuneytisins og líta þar á listann yfir starfsfólk í sendiráðum og ræðisskrifstofum Íslands. Þar eru nöfn allra rituð með forskeytinu Hr., Frk. eða Frú! Hvernig væri að við fetuðum í fót- spor þeirra enskumælandi og búum til okkar skammstöfun yfir konur sem ger- ir ekki greinarmun á hjúskaparstöðu? Þar kæmi skammstöfunin Fr. sterklega til greina. En hvað með að ganga lengra og búa til hefð fyrir orði sem jafngilti orðinu „herra“? Mér reynist öllu erfiðara að stinga upp á slíku orði og hingað til hafa mér einungis komið til hugar orð sem tæpast ganga upp eins og: Dama, man og freyja. Lesendur eru hvattir til að láta sér detta í hug önnur orð og leggja sitt af mörkum til að koma því til leiðar að þessi forneskjulega málvenja verði lögð af. Hulda Þórisdóttir Tíkin www.tikin.is Morgunblaðið/Ásdís Á Ragnar heima hér? HVORKI FRÖKEN NÉ FRÚ I „Póstlist er algerlega banöl list – án vafahversdagsleg list, hvorki kits né hálist heldur hvorki-né-list sem fegrar hinn hversdagslega veruleika á meðan hún þykist rannsaka hann. Póstlist segist vera gagnrýnin á hinn hversdags- lega veruleika en svíkur hann í raun með sorg- legum hætti.“ Þannig kemst bandaríski listfræð- ingurinn Donald Kuspit að orði í glænýrri bók sinni með því kunnuglega nafni The End of Art (2004). Í henni heldur Kuspit, sem er sagður einn af virtustu listgagnrýnendum Bandaríkj- anna um þessar mundir og skrifar meðal ann- ars í Artforum og Sculpture, því fram að listin, eins og við þekktum hana, sé búin að vera vegna þess að hún hafi glatað fagurfræðilegu inntaki sínu. Í stað listar er því komin póstlist (hugtakið er komið frá Alan Kaprow) sem „tek- ur hið augljósa fram yfir hið leyndardómsfulla, hið klámfengna fram yfir hið helga, sniðugheit fram yfir sköpunarkraft“, eins og Kuspit kemst að orði. II Að mati Kuspit hafa listamenn samtímansglatað fagurfræðilegri tilfinningu. Hann telur þessa hnignun eiga upptök sín hjá Marcel Duc- hamp og Barnett Newman en hin fagurfræðilega gengisfelling nær hámarki sínu í póstmódern- ískri list. Andstætt módernískri list, sem Kuspit segir óreiðukennda og hafa lýst inn í undirvit- und mannsins, er póstmódernísk list orðin úr- kynjuð tjáning á þröngum hugmyndalegum áhugasviðum. III Kuspit er greinilega ekki hrifinn af sam-tímalist, hann er til dæmis ekki hrifinn af þeim löndum sínum sem við getum nú séð í Listasafni Íslands, en hann er þó ekki úrkula vonar um að handan póstmódernismans sé list sem muni endurheimta hin glötuðu gildi fag- urfræðilegrar hugsunar. Hann segist sjá fyrir sér að fram á sjónarsviðið brjótist nýir gamlir meistarar, eins og hann kallar þá, meistarar sem munu bera okkur mannlega og fag- urfræðilega framtíð. „Í stuttu máli,“ segir hann, „er list hinna nýju gömlu meistara bæði fag- urfræðilega hljómmikil og full af innsæi. Hún er tilraun til að endurlífga hálistina og segja skilið við póstlistina. Hún hverfur aftur til vinnustof- unnar og segir skilið við hversdaginn á götunni. Listin verður aftur stórfengleg fagurfræðileg að- ferð án þess að glata gagnrýnu viðhorfi sínu til umhverfisins.“ IV Skrif Kuspits eru sannarlega innblásin.Og lesandi hlýtur að vera glaður þegar hann fær svona bók upp í hendurnar. Það vekur vonir að enn skuli vera til menn eins og Kuspit sem berja hausnum við steininn af annarri eins þrautseigju og rökvísi – Kuspit gerir enga til- raun til þess að flækja hlutina með óþarflega listfræðilegu málsniði eða orðaleikjum sem gætu afvegaleitt lesandann – og halda því fram að fagurfræðilegt mat sé ekki afstætt heldur end- anlegt, að listin hafi einhvern tímann verið rétt og sönn, fullkomin með einhverjum hætti, og nú sé hún úrkynjuð og vond. Það er satt að segja hvetjandi að lesa slík skrif. Menn gætu jafnvel verið til í að stökkva fram á ritvöllinn og setja fram einhverja absalút kenningu um lífið og til- veruna, láta eins og enginn annar viti neitt í sinn haus og segja hlutina í eitt skipti fyrir öll: Listin er dauð og guð lifir! NEÐANMÁLS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.