Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.2004, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. MAÍ 2004
Í
Lesbók Morgunblaðsins 8. maí sl.
birtist grein eftir Sigurð Gylfa Magn-
ússon sagnfræðing, „Ádrepa um al-
þýðumenningu“. Tilefnið er útgáfa
bókarinnar Alþýðumenning á Íslandi
1830–1930. Ritað mál, menntun og fé-
lagshreyfingar sem kom út í rit-
röðinni Sagnfræðirannsóknir (351 s.),
en við undirritaðir erum ritstjórar bókarinn-
ar. Sigurður Gylfi gagnrýnir vinnubrögð
okkar harkalega, sakar okkur um að hafa
lagst „svo lágt að sniðganga áralangar rann-
sóknir fræðimanna á sama fræðasviði“ og
telur vinnubrögð okkar vitnisburð um
„óvönduð fræði sem nauðsynlegt er að for-
dæma“.
Hér eru á ferðinni alvarlegar ásakanir
sem höggva nærri starfsheiðri okkar og því
teljum við óhjákvæmilegt að leiðrétta rang-
túlkanir sem liggja þeim að baki.
Sjálfhverfur lestur
Það sem virðist helst hafa vakið áhuga
starfsbróður okkar á útgáfu bókarinnar er
hversu oft sé vísað til verka hans sjálfs og
nokkurra annarra fræðimanna. Þetta þykir
okkur helsti nærsýnn og sjálfhverfur lestur
og ekki líklegur til að vekja áhuga manna út
fyrir þrengstu raðir „akademíunnar“. Slíkur
lestur er einkamál manns svo lengi sem
hann heldur honum fyrir sig; en hér hefur
hann leitt Sigurð Gylfa út á opinberan ritvöll
og þar með orðið honum tilefni til að reyna
að koma höggi á okkur. Sannast sagna hefð-
um við vænst þess að starfsbróðir okkar
hefði sýnt þá fagmennsku að bregðast við
verkinu á efnislegum forsendum.
Þar sem Sigurður Gylfi gefur mjög vill-
andi mynd af eðli verksins, hljótum við að
gera nokkra grein fyrir því.
Markmið og eðli verksins
Til þessa rannsóknarverkefnis var stofnað
með umsókn til Vísindasjóðs fyrir árið 1997.
Styrkur var veittur aftur fyrir árin 1998 og
1999. Í styrkumsókn var markmiði verkefn-
isins lýst sem hér segir: „Markmiðið er að
skýra hin djúptæku áhrif sem vaxandi al-
þýðumenntun, formleg og óformleg, samfara
stóraukinni miðlun í rituðu og prentuðu
máli, hafði á hugmyndaheim, félagslega
þátttöku og félagslega vitund almennings á
Íslandi 1830–1930. Breytingunum sem af
þessu hlutust má lýsa sem hvörfum frá hefð-
bundinni menningu hins talaða orðs (oral
culture) til yfirgnæfandi ritmenningar.“ (Sjá
inngang bókarinnar, s. 9). Með hliðsjón af
þessu var verkefninu skipt í allmörg afmörk-
uð viðfangsefni sem rannsökuð skyldu á
grunni frumheimilda. Nokkrum þessara við-
fangsefna sinntum við sjálfir, en til þess að
fást við önnur fengum við fimm fræðimenn
til samstarfs. Viðfangsefni, sem koma fram í
heiti ritgerðanna, eru eftirfarandi (nöfn höf-
unda innan sviga): „Framleiðsla og dreifing
ritaðs máls“ (Loftur Guttormsson); „Hand-
skrifuð blöð“ (Eiríkur Þormóðsson); „Lestr-
arkennsla og ritþjálfun í barnaskólum og al-
þýðlegum framhaldsskólum 1880–1920“
(Ólafur Rastrick); „Útbreiðsla og viðtökur
alþýðlegra fræðslurita“ (Ingi Sigurðsson);
„Alþýðuskólar og ungmennafélög: leiðir til
félagslegrar virkni“ (Hulda S. Sigtryggs-
dóttir); „Lestrarfélög fyrir almenning“ (Jón
Jónsson); „Lestrarhættir og bókmenning“
(Loftur Guttormsson); „Áhrif fjölþjóðlegra
hugmyndastefna á alþýðu“ (Ingi Sigurðs-
son); „Af bréfaskriftum kvenna á 19. öld“
(Erla Hulda Halldórsdóttir); „Fræðslu- og
menntaviðleitni kvenfélaga 1870–1930“ (Erla
Hulda Halldórsdóttir).
Bókin geymir niðurstöður frumrannsókna
sem beindust einkum að því, eins og að ofan
greinir og undirtitill bókarinnar gefur til
kynna, að rekja innbyrðis tengsl vaxandi rit-
væðingar, efldrar alþýðumenntunar og til-
komu félagslegra hreyfinga frá lokum upp-
lýsingaraldar til upphafs útvarps á Íslandi.
Samstarfsverkefni
Ljóst er af framansögðu að hér er ekki á
ferðinni yfirlitsrit um íslenska alþýðumenn-
ingu á umræddu tímabili, eins og ráða mætti
af ádrepu Sigurðar Gylfa, heldur safn rit-
gerða um tiltekna þætti alþýðumenningar.
Um þetta þarf enginn að velkjast í vafa sem
les formála og inngang að bókinni. Það kom í
hlut okkar ritstjóranna að skilgreina þessa
þætti og leggja á ráðin um efni og aðferðir,
en að öðru leyti réðu þeir sem fengnir voru
til að sinna hverju viðfangsefni um sig mestu
um efnistök, áherslur og túlkun. Okkur þyk-
ir miður að samstarfsmenn okkar skuli, sem
aðilar að verkinu, hafa orðið fyrir óréttmæt-
um ásökunum. Rétt eins og við bera þeir
ábyrgð á sínum eigin ritgerðum; við erum
aftur einir ábyrgir fyrir inngangsritgerð og
niðurstöðukafla. Í inngangsritgerðinni
greinum við m.a. sögulegt baksvið og tengj-
um einstök viðfangsefni bókarinnar fyrri
rannsóknarhefðum og nýlegum rannsóknar-
viðhorfum; í þessu sambandi er m.a. vísað til
ritverka fræðimanna eins og Carlos Ginzb-
urgs og Sigurðar Gylfa Magnússonar sem
halda á lofti merki míkrósögu.
Frumrannsóknir
Það liggur í eðli rannsóknarverkefnis af
þessu tagi að frumheimildir sitja í fyrirrúmi.
Verk annarra fræðimanna (svokallaðar eft-
irheimildir) sem skipta máli fyrir einstök
viðfangsefni eru nýtt með ýmsum hætti, t.d.
til upplýsingar um ákveðin efnisatriði, til að
styrkja röksemdafærslu, vefengja niðurstöð-
ur annarra fræðimanna og til almenns fróð-
leiks um tiltekið efnissvið. Hver höfundur
sem lagði efni til bókarinnar hefur vitaskuld
tekið afstöðu upp á eigin spýtur til þess
hvaða eftirheimildir skyldu nýttar hverju
sinni. Tilvísanir neðanmáls bera vitni heim-
ildavali hvers höfundar um sig. Heimilda-
skráin í lokin birtir sameiginlega niðurstöðu
heimildavalsins, en hún telur tæpar 40 blað-
síður. Varla er það vitnisburður um að
fræðasamfélagið hafi verið sniðgengið að
þessu leyti.
Rangtúlkanir
Tvennt vekur einkum athygli í rangtúlk-
unum Sigurðar Gylfa á eðli bókarinnar. Ann-
ars vegar gefur hann í skyn að hún sé höf-
undarverk okkar einna í ríkari mæli en raun
ber vitni og hins vegar að hún fjalli um ís-
lenska alþýðumenningu í heild. Síðari rang-
túlkunin verður honum tilefni til að kvarta
undan því að „lítið sem ekkert“ sé „minnst á
rannsóknir mínar [þ.e. Sigurðar Gylfa] þó að
þær séu nákvæmlega á því sviði sem bókin
fjallar um“. Hér er tvennt mjög orðum auk-
ið. Í fyrsta lagi er á allmörgum stöðum í bók-
inni vísað í rannsóknir Sigurðar Gylfa sjálfs
sem og í heimildaútgáfur sem hann hefur
verið riðinn við. Í öðru lagi fer því fjarri að
rannsóknir hans snúist „nákvæmlega“ um
þau viðfangsefni sem ritgerðarhöfundarnir
sjö fjalla um. Enginn frýr starfsbróður okk-
ar dugnaðar, en þess er vart að vænta að
hann hafi gerst sérfróður um öll hin marg-
víslegu viðfangsefni sem tekin eru til með-
ferðar í bókinni. Við samningu ritgerðanna
hlaut hver höfundur um sig að meta hvaða
tilefni væri til að vísa til verka hans eða ann-
arra. Þannig er auðskilið að enginn hefur séð
ástæðu til að vísa til einnar ritsmíðar sem
Sigurður Gylfi nefnir sérstaklega í grein
sinni, þ. e. kafla hans um alþýðumenningu á
Íslandi í Íslenskri þjóðfélagsþróun 1880–
1990 (Rv. 1993). Þessi ritsmíð hans fjallar
um aðra þætti alþýðumenningar en áhersla
er lögð á í bókinni sem við ritstýrðum.
*
Það sæmir illa fræðimanni að hafa stór orð
um ritverk annarra án þess að taka mið af
því hvaða markmið því eru sett og hvers eðl-
is það er. Hefði Sigurður Gylfi nálgast þetta
ritgerðasafn með ögn opnari huga, hver veit
nema þá hefði lokist upp fyrir honum annað
sjónarhorn en það sem hefur nú orðið honum
efni til eins konar þöggunarkenningar, auk
sérstaks áfellisdóms yfir okkur sem þágum
„styrk úr þremur virðulegum vísindasjóð-
um“ og kostuðum þar með vinnu samstarfs-
manna að þeim rannsóknum sem margum-
rædd bók er ávöxtur af.
ANDSVAR VIÐ ÁDREPU SIGURÐ-
AR GYLFA MAGNÚSSONAR
E F T I R I N G A S I G U R Ð S S O N O G L O F T G U T T O R M S S O N
„Það sæmir illa fræðimanni að hafa stór orð um
ritverk annarra án þess að taka mið af því hvaða
markmið því eru sett og hvers eðlis það er,“ segir í
þessari grein þar sem ritstjórar Alþýðumenningar á
Íslandi 1830–1930 svara gagnrýni Sigurðar Gylfa
Magnússonar í síðustu Lesbók.
Sigurður Gylfi gefur villandi mynd af verkinu,
segja greinarhöfundar.
Ingi Sigurðsson er prófessor í sagnfræði
við Háskóla Íslands. Loftur Guttormsson er prófess-
or í sagnfræði við Kennaraháskóla Íslands.
VAKA-HELGAFELL telur sér skylt að svara
nokkrum atriðum í grein eftir Jónínu Ósk-
arsdóttur sem birtist 8. maí sl. í Lesbók
Morgunblaðsins en þar kemur fram gagnrýni
á forlagið og einn af þýðendum þess.
Í textafræði er þess ávallt krafist að bornir
séu saman sambærilegir textar. Í grein sinni í
Lesbókinni virðist greinarhöfundur hafa
skotist fram úr sjálfum sér með því að bera
saman þýðingar á mjög ólíkum textum á
frummáli og draga þar af leiðandi villandi
ályktanir. Sú útgáfa Vöku-Helgafells á ævin-
týrum H.C. Andersens frá 1998, sem rætt er
um, er ekki textarétt þýðing úr frumtexta
H.C. Andersens og því algerlega ómaklegt að
áfellast þýðanda fyrir sitt starf. Í því tilfelli
þýddi Sigrún Árnadóttir þann texta sem fyrir
lá – eins og starf þýðandans býður ævinlega
upp á – en fór ekki að færa þýðinguna nær
upprunalega textanum eins og greinar-
höfundur gefur í skyn að hún hefði átt að
gera.
Sigrún Árnadóttir er einn af okkar fær-
ustu þýðendum og hefur hlotið mikið lof fyrir
þýðingar sínar, enda hefur hún þýtt margar
af helstu gersemum norrænna barnabóka á
íslensku, til dæmis bækur eftir Gunnillu
Bergström (Einar Áskell), Astrid Lindgren
og Jostein Gaarder.
Í framhaldi af þessu skal þess getið að nú í
haust er væntanleg hjá Vöku-Helgafelli ný
þýðing Sigrúnar Árnadóttur á nokkrum
frægustu ævintýrum skáldsins og mun bókin
bera titilinn Úrvalsævintýri H.C. Andersens
(H.C. Andersens bedste eventyr). Þannig
munum við fagna stórafmæli hins sígilda
ævintýraskálds með viðeigandi hætti strax í
haust.
E F T I R O D D N Ý J U S . J Ó N S D Ó T T U R
Höfundur er barnabókaritstjóri Vöku-Helgafells.
UM ÞÝÐINGAR Á
H.C. ANDERSEN Hver skal hljóta, heiðursstærsta óð,
hverjum á að færa bezta ljóð.
Svarið verður, bezta móðir blíð,
bið ég Guð, hún verndist alla tíð.
Það var hún, sem í heiminn
fæddi mig.
Það var hún, sem lagði allt á sig.
Til að gera göfgan, hvern minn
dag.
Til að gæfan færðist mér í hag.
Hún studdi mig, er stálpaður ei
var,
hún styrkti mig, og hlúði all-
staðar.
Nú skal gjalda, er gömul verður
hún,
græða sár, og slétta hverja rún.
Elsku mamma, eigðu þakkar
brag,
undu hjá mér, fram á síðasta dag.
Ég ætla að borga, bernskuárin
mín,
borga allt, og greiða sporin þín.
Ég gef þér allt, er get af hendi
misst,
og gleðst með þér, af innstu
hjartans list.
Gefist þér, svo gleði fram á kvöld,
Guð skal biðja, að lifir heila öld.
EGGERT SNORRI KETILBJARNARSON
Höfundur var skáld og listmálari. Ljóðið er ort 1928 til móður hans, Halldóru Snorradóttur. Eggert Ket-
ilbjarnarson drukknaði er hann fór eina ferð sem kyndari á togaranum Apríl árið 1930.
MAMMA