Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.2004, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. MAÍ 2004 5
af því hversu hratt landið hækkar eða lækkar í
þá áttina sem valin er sem stefna fyrir stuðla-
bergspörin. Hæðarmetrinn sem myndar bilið er
því mislangur í landinu og engin tvö hlið með
sama millibili. Tengsl milli hliðanna eru þannig
að það sést alltaf á milli tveggja hliða í það
minnsta. Þessi regla gerir það að verkum að við
lesum landið með ákveðnum upplýsingum sem
felast í verkinu og stuðlarnir virka eins og fastir
mælipunktar í hæðarlegu umhverfisins.7
Verkið á sér ekkert upphaf og engan endi,
þótt ákveðin hefð hafi skapast fyrir því að ganga
sólarsinnis um eyjuna. Það er ekkert sérstakt
inngangshlið og enginn útgangur. Verkið er op-
ið á margræðan hátt í tengslum við umhverfið,
sýnina frá því og að því og auðvitað í tengslum
við nafn þess. Stuðlabergið sjálft, efnið sem
verkið er úr, er að líkindum valið með tilliti til
staðsetningarinnar, en eins og getið var er Vest-
urey að mestum hluta úr stuðlabergi. Af því
leiðir að verkið er ekki aðeins órjúfanlegur hluti
af eyjunni, heldur má segja að með þessu móti
undirstriki Serra skúlptúrgildi eyjunnar sjálfr-
ar sem hluta af listaverki sínu, sem er auðvitað
djarflega framsett, en verður að skoðast í ljósi
yfirlýsinga listamannsins um gildi listaverka og
áhrifamátt þeirra. Ef lengra væri haldið með þá
pælingu mætti segja að Vesturey hefði ekki það
gildi sem hún hefur í dag, ef ekki væri fyrir til-
stilli Áfanga. Það er skemmtileg tilhugsun og
áhugaverð á margan hátt.
Þegar verksins er notið er vel þess virði að
skoða virkni þess á umhverfið, hvernig hliðin af-
marka sitt eigið svæði og móta sýn okkar á
landslagið. Þessi ólíku hlið, eða verkið allt, vekja
eflaust með mönnum ólíkar tilfinningar. Þröng
hlið annars vegar og opin hins vegar vekja ekki
sömu tilfinningu og sýn hjá göngumanni: ann-
ars vegar göngum við um þröng hlið milli
tveggja afmarkaðra rýma sem kalla má sund
eða gang og hins vegar eru súlurnar eins og
markalína í opnu rými. Regluverkið og upp-
bygging verksins gerir það að verkum að
Áfangar eru farnir að skipta meira máli en allt
annað í umhverfinu, verkið segir okkur meira
um ákveðna þætti landslagsins en það sem aug-
un annars sjá við fyrstu sýn. En auðvitað er líka
hægt að njóta verksins án þessara upplýsinga
frá listamanninum. Hvort heldur sem er, þá
væri eyjan án Áfanga ekki það sem hún er orðin
– hún væri áfangalaust eyðiland eins og ætíð áð-
ur.
List og landslag
Ég tel Áfanga mjög sérstakt verk á ferli
Serra og fyrir því eru nokkrar ástæður. Í fyrsta
lagi er verkið landslagstengt verk, en slík eru
ekki mörg á hans ferli. Mörgum eru kunn verk
Serra í borgarlandslagi þar sem þau tróna og
ræna allri athygli frá öðru í umhverfinu, verða
að eins konar brennipunkti sem allt snýst um.
Áfangar hins vegar hafa ekki þessi einkenni í
sama mæli, enda er verkið hæglátt og ljóðrænt
og stærð þess verður aðeins mæld í samhengi
við landslagið umhverfis það. Slíkan samjöfnuð
standast fá verk, en það er kunnara en frá þurfi
að segja að þau verk sem lenda úti í náttúrunni
og eiga að vera stórkostleg í stærð og öðrum
mælikvörðum eiga það til að hverfa líkt og
krækiber í helvíti þegar þangað er komið. Það
gerist ekki í þessu tilfelli, þrátt fyrir að um-
gjörðin sé óvenju stór. Annað atriði sem verður
að telja mjög mikilvægt er efnisnotkunin, en
stuðlabergið, þessi klisja okkar Íslendinga, er
hér notuð á svo látlausan hátt að telja verður
óvenjulegt, enda vísar það ekki til annars en
eyjunnar sem það rís upp úr. Að þessu sam-
anlögðu má segja að verkið sé sérlega næmlega
unnið og ótrúlega fágað í samhengi við margt
sem frá Serra hefur komið. Af þessu vil ég
draga þá ályktun, að Serra hafi valið að gera
verkið úr eins hlutlausu efni og hægt er og með
eins einfaldri skipan og hægt er, því að öllu sam-
anlögðu hafi hann náð því fram sem hann vildi;
að verk hans sæti í fyrirrúmi, væri aðalatriði, en
nú með nákvæmara inngripi í umhverfið en áð-
ur, og gera eyjuna sjálfa þannig að sínu verki. Í
þessu samhengi vil ég vitna í Serra, en hann
segir m.a. þetta um landslag: „Stóra vandamálið
varðandi landslag er að átta sig á því hvort það
sé óumbreytanlegt, reyna að finna leið til að fá
umfang þess eða ásýnd til að taka þátt í því sem
maður ætlar sér.“8 Landslagið er semsagt þátt-
takandi í verkinu, en ekki kveikja þess eða
kjarni. Þetta er áberandi í Viðey, enda augljóst
að verkið er ekki náttúran, en náttúran hefur
verið numin og Serra hefur þannig á ákveðinn
hátt rutt eyjuna og brotið sér land með verkinu.
Þannig verða til staðir sem ekki voru þar áður
og það er skipan staðanna sem ákvarðar verk-
inu eigið rými. Í þessu tilfelli er það eyjan öll og
rúmlega það.
Annar afrakstur Áfangaverksins hjá Serra er
umfangsmiklar grafíkseríur og teikningar sem
hann vann í tengslum við Íslandsheimsóknina.
Á meðal verkanna er sería sem kallast Hrepp-
hólar, önnur nefnist Reykjavik, sú þriðja Áfang-
ar Viðey og Vesturey heitir ein og Eiðið önnur
og veit ég þá ekki hvort upp er talið. Vert er að
nefna að Serra er með áhugaverðari grafíklista-
mönnum samtímans, þó að þeim verkum sé ekki
nærri eins mikið hampað og öðru sem hann ger-
ir.
Ef ég á að draga saman stutta lýsingu á
Áföngum, þá má segja að listaverkið sé á marg-
an hátt dæmigert mínimalískt verk; það ber í
sér endurtekninguna, öxullausu symmetríuna,
það stendur fyrir sjálft sig, hefur engar frekari
skírskotanir út yfir stað og stund – það er fyrst
og fremst verk um merkingu listaverks og
áhrifavald þess á umhverfið. Það er hins vegar
sérkennilegt vegna þess að í því er einhver ljóð-
rænn strengur, það er nærfærið í efninu og
semur sig að landinu sem um leið verður hluti
þess. Það hefur enga aðra skírskotun að mínu
viti og það var það sem listamaðurinn ætlaði sér.
Gagnrýni
Þeir sem harðast hafa gagnrýnt Áfanga í mín
eyru gera það af tvennum ástæðum; í fyrsta lagi
vegna þess að það megi flokka undir náttúru-
spjöll eða mengun og í öðru lagi vegna þess að
það sé gamaldags eða hefðbundinn skúlptúr og
sé í raun ekki merkilegt verk í samtímalistinni.
Um fyrra atriðið er í raun fátt að segja, enda
sýnist mér það ekki hafa mikið vægi þegar litið
er til þess hvaða gildi þetta svæði hafði áður en
verkið var sett þar niður. Ég hef stundum reynt
að sjá fyrir mér umhverfið án verksins og sé þá
bara fyrir mér Áfangalaust eyðiland sem ekki
hefur neina sérstaka merkingu og var eflaust
ekki til í huga margra þeirra sem þó höfðu það
fyrir augunum á degi hverjum. Útivistargildi
eyjunnar hefur hins vegar vaxið að mínu mati.
Hvað nýjabrumið varðar er því til að svara að
auðvitað er Richard Serra enginn unglingur og
verk hans hafa alltaf listsögulega skírskotun til
hans sjálfs og þess tíma er hann og aðrir míni-
malistar brutu upp skúlptúrsöguna. Verkið hef-
ur tvímælalaust gildi sem tilvísun í þá sögu, en
um leið er það vitnisburður um þróun sem enn
sér ekki fyrir endann á. Á hitt ber einnig að líta
að þetta verk er með þeim sérkennilegri sem
Serra hefur gert. Það er einnig nær því einstakt
að listamenn fái að leggja undir sig landfræði-
lega afmarkað svæði og gefa því nýja ásýnd og
merkingu. Í því samhengi er auðvitað hægt að
slá því fram að verkið sé runnið af rótum hefð-
bundins mónumentalisma, en þannig verk er
þetta ekki að mínu mati. Til þess er það einfald-
lega of stórt, of víðfeðmt, of dreift og of mikill
hluti náttúrunnar.
Af þessum sökum sýnist mér augljóst að
Áfangar séu verk sem kalla má góðan fulltrúa
framsækinnar höggmyndalistar. Sérstaklega
má nefna að þetta verk hefur meiri félagslega
virkni en mörg önnur, það er inngrip í nánasta
umhverfi okkar og það mótar sýn okkar á um-
hverfið og er órjúfanlegur hluti þess. Það hefur
lagt undir sig landið, ef svo má segja.
Mörgum reynist erfitt að sætta sig við þá af-
stöðu Serra að listin eigi að vera í forgrunni þar
sem hún á annað borð birtist okkur; hann hafni
öllu öðru en árás og sigri yfir umhverfinu, gangi
í skrokk á því með yfirþyrmandi þyngd, stærð
og frekju og sogi allt að sér og gleypi eins og
eitthvert svarthol. Þessi afstaða er skiljanleg á
margan hátt, en í Viðey er þessi kraftur hins
vegar ekki eins augljós og annars staðar, ekki
eins áþreifanlegur og því auðveldara að sam-
þykkja hann. Krafturinn er frekar í landslaginu
en verkinu og þó rennur það allt saman í eina
heild. Þetta er duldara og látlausara. Það sem
hins vegar er áhugavert við þessa heild er að
hún er sköpuð af Richard Serra, en ekki nátt-
úrunni og þar liggur hundurinn grafinn.
Í þessari gagnrýni á Serra kristallast að mínu
mati nokkrir þættir sem einkennt hafa umræðu
um nútímalistir á undanförnum árum. Annars
vegar má nefna þá sem halda á lofti hugmynd-
inni um framþróun listarinnar, að í henni felist
leyfi til að kalla allt og alla listamenn, og hins
vegar þá sem aðhyllast hugmyndina um að list
sé list og allt annað sé einfaldlega allt annað.
Tekist er á um þetta nú um stundir og vel má
vera að listasagan sé ekki annað en endurómur
slíkrar þrætu. Það sem hins vegar stendur upp
úr umræðunni um verk Serra virðist vera
þrætueplið um list í opinberu rými eða list-
skreytingar eins og það er stundum kallað. Um
það segir Serra: „Vissulega er sagan um list á
almannafæri hörmungarsaga, en það þýðir
samt sem áður ekki að hér skuli staðar numið.
Eina leiðin er að halda áfram að skapa verk fyr-
ir almannarými. Ef það er ekki gert er þetta
vonlaust strögl. Ég kýs fremur að heyra rödd
misskilnings og afskiptasemi en að heyra ekki
bofs í nokkrum manni.“ 9
Tómlæti
Hvert gæti gildi Áfanga verið fyrir íslenska
myndlist? Geta þeir flokkast sem íslenskt
myndlistarverk eða er það fyrsta markverða al-
þjóðlega listarverkið sem Íslendingar eignast?
Þessum spurningum verður ekki svarað nema
með því að velta fyrir sér hvernig við lítum á
svokallaða íslenska myndlist; er það eingöngu
myndlist sem gerð er af Íslendingum, jafnt
heima sem erlendis, eða er það myndlist sem
gerð er á Íslandi? Þessu er erfitt að svara, en að
mínu mati skipta Áfangar okkur jafn miklu máli
og það besta sem við tínum til úr íslenskri lista-
sögu. Og líklegt má telja að vægi þessa verks
eigi frekar eftir að aukast er fram líða tímar. Af
þeim sökum ber okkur að umgangast það með
sama hætti og önnur menningarverðmæti,
nema okkur sé fyrirmunað að gera það, eins og
stundum læðist að manni. Þetta verk hefur orð-
ið sinnuleysinu og tómlætinu að bráð og ég veit
ekki hvort nokkru sinni hefur verið þakkað fyrir
það með sómasamlegum hætti. Verkið er hvergi
kynnt hér á landi, hvorki fyrir Íslendingum né
útlendingum, ekkert fræðsluefni er hægt að fá
um það og þau gögn og teikningar sem Serra
skildi eftir sig hafa aldrei verið sýnd í heild. Bók
sem gefin var út um verkið af Steidl- og Park-
ett-forlögunum, prýdd frábærum ljósmyndum
Dirks Reinartz og teikningum eftir Serra, hefur
ekki verið seld hér á landi. Ábyrgð Listasafns
Reykjavíkur er mikil og það má furðulegt heita
að safnið skuli ekki sinna verkinu sem skyldi. Til
að mynda má geta þess að gefinn hefur verið út
bæklingur á vegum borgarinnar undir heitinu
Styttur bæjarins (The City Statues) og fjallar
almennt um höggmyndirnar í borginni. Þar er
ekki minnst einu orði á þetta verk. Póstkort hef-
ur safnið gefið út með mynd af einu stuðlap-
arinu, en þess er ekki getið að verkið sé í Viðey,
hvað þá á Íslandi. Og í bæklingi sem til er um
Viðey á ýmsum málum er hálf setning um verk-
ið.10 Hver getur varið svona framkomu við lista-
manninn og þá sem vilja njóta þessa verks
hans?
Þrátt fyrir þetta má minna á að hingað kemur
fjöldi ferðamanna til þess eins að berja Áfanga
augum og vonandi um leið eitthvað af þeirri
ágætu myndlist sem við höfum fram að færa.
Nú þegar Listahátíð er að ganga í garð er okkur
hollt að líta til þeirra góðu verka sem við höfum
eignast með litlum tilkostnaði og um leið minn-
ast ábyrgðar okkar gagnvart heimslistinni þeg-
ar við loksins höfum eignast varanlega hlutdeild
í henni. Það er full ástæða til að þakka fyrir sig.
Neðanmálsgreinar:
1 Ýmsar upplýsingar um tilurð verksins eru fengnar hjá
Magnúsi Sædal og Valgarði Egilssyni.
2 Olaf Pascheit, Hamburger Kunsthalle, hamburger-kunst-
halle.de.
3 Til er gífurlegur fjöldi bóka um Serra og list hans, en hér
er aðallega stuðst við tvær þeirra; Richard Serra, Sculpt-
ure. The Museum of Modern Art, New York, 1986, og
SERRA. Verlag Gerd Hatje, Stuttgart, Þýskaland, 1987.
4 Birtist fyrst í Art International, Art as Art, 1962. Sjá;
Ólafur Gíslason, Apollon og Díonýsos í Hveragerði, Lista-
safn Árnesinga, sýningarskrá. 2003.
5 Carl Andre, Sculptor. Octagon Verlag, Stuttgart, Þýska-
land, 1996. (Viðtal.)
6 Úr óbirtu viðtali við Kristján Guðmundsson, Listasafn Ís-
lands, 2001.
7 Áfangar. Richard Serra, Dirk Reinartz. Steidl/Parkett,
1991.
8 Mark Simmons. Richard Serra: The Coagula Interview,
coagula.com.
9 Sama.
10 Skv. lauslegri athugun höfundar er þetta eini staðurinn
þar sem minnst er á verkið í öllum þeim upplýsingabækl-
ingum fyrir ferðamenn sem gefnir eru út um land, þjóð og
menningu.
Morgunblaðið/Þorkell
Vesturey Viðeyjar án Áfanga væri ekki það sem hún er orðin, segir greinarhöfundur, „hún væri áfangalaust eyðiland eins og ætíð áður.“
H ö f u n d u r e r m y n d l i s t a m a ð u r.