Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.2004, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.2004, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. MAÍ 2004 3 Áfangar nefnist verk eftir bandaríska listamanninn Richard Serra og er það úti í Viðey. Krist- inn E. Hrafnsson fjallar um verkið, sem hann telur stórmerkilegt en hafa mætt tóm- læti hjá Íslendingum, og listamanninn á bak við það. Listahátíð í Reykjavík var sett í gær. Sagt er frá dagskrá hátíð- arinnar næstu viku í máli og myndum. Íslensk alþýðu- menning var til umræðu í síðustu Lesbók er Sigurður Gylfi Magnússon gagnrýndi nýútkomið rit á þessu fræðasviði. Ritstjórar þess, Ingi Sig- urðsson og Loftur Guttormsson, svara gagnrýni Sigurðar Gylfa nú og segja hann hafa rangtúlkað ritið. Goya og bandarísk samtímalist eru meðal þess sem boðið er upp á á Listahátíð í Reykjavík. Listasafnið á Ak- ureyri sýnir Kenjarnar eftir spænska meist- arann Goya og í Listasafni Íslands hefur verið sett upp yfirlitssýning á bandarískri samtímalist. Fjallað er ýtarlega um þessar sýningar í Lesbók í dag. FORSÍÐUMYNDIN er úr Kenjunum eftir Francisco Goya og nefnist Ætli nemandinn viti meira. B andaríkin hafa breytzt. Fyrir tuttugu árum heyrðist þarna fyrir vestan í einni og einni trúarstöð á stangli, þar sem innblásnir guðsmenn þuldu upp úr ritningunni á öldum ljósvakans eins og þeir ættu lífið að leysa og lýstu í leið- inni skoðun sinni á mönnum og málefnum. Útlendingar, sem villtust inn á þessar bylgjulengdir í útvarpinu, og einnig flestir heimamenn, héldu yfirleitt, að þetta guðs- orðastagl um stjórnmál – með byssum í guðs nafni, móti fóstureyðingum o.s.frv. – hlyti að vera einangrað fyrirbæri og gæti því varla gert nokkrum manni mein. En nú er þó svo komið, að álitlegur hluti Banda- ríkjamanna sækir sjónvarpsfréttir sínar til stöðvar, sem er í rauninni sprottin úr sama jarðvegi og trúarútvarpið: ég er að tala um Fox News, þar sem fréttaþulirnir tala eins og norskir sveitaprestar af vondri tegund og lýsa andstæðingum Bush forseta í frétta- tímum sem áhangendum Ósama bin Ladens og þannig áfram. Trúmenn yzt til hægri á vettvangi stjórnmálanna (þeir kalla sig The Religious Right án þess að blikna) hafa náð styrkri stöðu innan Repúblíkanaflokksins og leggja flokknum línurnar með því m.a. að reka ofan nefnda sjónvarpsfréttastöð og ótaldar útvarpsstöðvar til að breiða út boð- skapinn og rægja andstæðinga sína, og guðs. Hvernig gat þetta gerzt? Skoðum baksviðið. Bandaríkjamenn hafa vanrækt menntamál á neðri skólastigum, einkum þá skóla marga, sem almannavaldið heldur úti og skammtar naumt. Þessir skól- ar eru sumir svo ofboðslega lélegir, að for- eldrar hafa í stórum stíl talið sig nauð- beygða til að leita annarra úrræða handa börnum sínum. Af þessu ástandi leiddi smám saman ýmiss konar einkaskóla – og trúarskóla, sem hefur smám saman farið fjölgandi og eftir því vaxið ásmegin. Millj- ónir bandarískra barna og unglinga hafa sótt menntun sína í skóla, þar sem Biblían er ofarlega á námsskránni og annað náms- efni er yfirleitt sett í samhengi við hana. Og nú er þetta fólk með þessa skólagöngu að baki farið að láta til sín taka svo að um mun- ar á þjóðmálavettvangi. Við þetta bætist sí- aukin heimakennsla, sem foreldrar geta fengið leyfi til að stunda þrátt fyrir lög um skólaskyldu, og er þá tilgangurinn stundum – en ekki alltaf – sá að forða börnunum frá því að fræðast um þróunarkenningu Darw- ins o.fl. Þegar þetta allt er haft í huga, verð- ur hún e.t.v. skiljanleg herferð repúblíkana hér um árið gegn Clinton forseta, sem þeim tókst nærri því – það munaði ekki nema hársbreidd! – að hrekja úr embætti út af til- tölulega hversdagslegu kvennastússi. Yf- irburði Clintons umfram andstæðinga sína má að minni hyggju ráða af því, að þeir höfðu ekkert á hann annað en kvennafarið og lítils háttar ósannsögli í kringum það. Og þannig verður það e.t.v. einnig skiljanlegt, hvers vegna Bush forseti ákallar guð á skrifstofu sinni í Hvíta húsinu, svo sem við- skiptaráðherrann í stjórn hans hefur skýrt frá. Bush hefur nýlega staðfest þetta sjálfur í samtölum við Bob Woodward blaðamann. Og þannig verður það einnig skiljanlegt, hvers vegna bandaríska þjóðin er nú þver- klofin í tvær nokkurn veginn jafnstórar fylkingar, sem hafa ört þverrandi þol- inmæði hvor gagnvart annarri. Þessi klofn- ingur kom berlega í ljós í forsetakosning- unum árið 2000, þegar Al Gore, frambjóðandi demókrata, fékk hálfri millj- ón atkvæða fleira á landsvísu en George Bush, frambjóðandi repúblíkana, en varð þó frá að hverfa, því að Bush var dæmdur sig- ur í Hæstarétti með fimm atkvæðum gegn fjórum, eftir flokkslínum að heita má. Veru- legur hluti bandarísku þjóðarinnar lítur svo á, að repúblíkanar hafi beinlínis rænt Hvíta húsinu og búist nú til að verja illan feng með öllum tiltækum ráðum, einkum rógi. Einna stórtækastur í herferðinni er leiðtogi repú- blíkana í fulltrúadeild þingsins, Tom DeLay frá Texas, en hann er meindýraeyðir að mennt og heldur uppi heiðri stéttarinnar á þingi. Demókratar svara í sömu mynt, segj- ast neyðast til þess: engir silkihanskar þar heldur. Óvildin og ofstækið eru meiri en áð- ur, miklu meiri, svo að fjöldanum öllum af siðuðu fólki ofbýður. Sumir óttast, að þetta sé allt með ráðum gert til að vekja andúð á stjórnmálum meðal almennings og fæla með því móti sem flesta kjósendur frá því að neyta atkvæðisréttar síns, svo að ofstæk- ismennirnir geti þá frekar ráðið ferðinni áfram. Repúblíkanar eru yfirleitt taldir hagnast á því frekar en demókratar, að ekki nema röskur helmingur atkvæðisbærra manna hefur hingað til hirt um að neyta at- kvæðisréttar síns í kosningum í Bandaríkj- unum. Af því má ráða, hvers vegna mönnum forsetans þykir það hentugra að reyna að gera andstæðinginn tortryggilegan á alla lund og draga hollustu hans við föðurlandið í efa og annað eftir því frekar en reyna að skýra og verja stefnu forsetans. Sjaldan veldur einn þá tveir deila, segir máltækið, en það á ekki við hér. Repúblíkanar hófu leikinn og bera höfuðsök á þeirri úlfúð, sem nú einkennir bandarískt þjóðlíf með illum afleiðingum um allan heim. Og ein undirrót meinsemdarinnar er vondir skólar, eða svo sýnist mér. Eigi að síður eru margir prýði- legir skólar reknir af kirkjunnar mönnum vestan hafs; Landakotsskólinn í Reykjavík er með líku lagi til fyrirmyndar að mörgu leyti. Bandaríkin eru ekki einsdæmi í þessu viðfangi. Gróf vanræksla menntamálanna í Pakistan hefur leitt til þess, að þar eru nú starfræktir einir tíu þúsund trúarskólar, þar sem Kóraninn er helzta námsefnið: keppikeflið er að læra hann utanbókar. Líku máli gegnir um Sádi-Arabíu, konungs- fjölskyldan þar styrkir trúarskóla í öðrum löndum í stórum stíl, og einnig um nokkur önnur lönd í Arabaheiminum. Þessir trúar- skólar eru gróðrarstíur hryðjuverka. Nærri má geta um allt námsefnið, sem blessað fólkið fer á mis við, úr því að það þarf að eyða öllum þessum tíma í eina bók. Tyrkir sneiddu hjá þessu vandamáli með stjórn- arskránni 1928, en þá var múslímatrú lögð niður sem ríkistrú í Tyrklandi, enda þótt 99% Tyrkja séu múslímar. Þar með var skólunum bjargað. Með því að draga skörp skil á milli trúmála, stjórnmála og mennta- mála hafa Tyrkir reynt að vísa veginn að umburðarlyndi og lýðræði í múslím- aheiminum, en fáir þar hafa hlýtt kallinu enn sem komið er. Og á sama tíma og Tyrk- ir eru að reyna að koma vitinu fyrir aðra múslíma og fá þá til að skilja á milli trúar, stjórnmála og menntunar eru Bandaríkja- menn að færa sig upp á skaftið – í öfuga átt. Trúarkennsla í skólum og fánahylling o.fl. í þeim dúr eru ofarlega á stefnuskrá repú- blíkana. Andblærinn frá Bandaríkjunum teygir sig hingað heim. Kirkjumálaráðherrann okkar sagði í ræðu sinni á prestastefnu um daginn (27. apríl): ,,Mér er spurn: Hver er sá hér meðal okkar að hann telji sig þess umkominn að taka allar stærstu ákvarðanir lífsins án þess að eiga nokkra stund með Drottni sér til hjálpar? Er nokkur hér sem telur sig svo viðbúinn að mæta hverju sem vera skal, að Drottinn hefði þar engu við að bæta sem máli skipti og því til lítils að ráðs- lagast sérstaklega við hann umfram aðra?“ Það hlýtur að teljast stór ákvörðun að saka mann um að bjóða mútur án þess að leggja fram sönnunargögn. Var guð e.t.v. hafður með í ráðum, þegar ráðherrann skrifaði þetta í Morgunblaðið 8. marz 2003: ,,Davíð flutti mál sitt beint til allra hlustenda og skýrði þeim frá einstæðri reynslu af sam- skiptum við mann, sem áður hafði verið ná- inn samstarfsmaður, en var gerður út af örkinni sem stjórnarformaður Baugs til að viðra ákveðna hugmynd með hagsmuni fyr- irtækisins í huga.“ Mér er spurn: hvað fannst guði? Og hvað um aðrar stórar ákvarðanir kirkjumálaráðherrans eins og t.d. ákvörðun hans um að tefla fram hug- myndum um, að Íslendingar vígbúist, eða stuðning hans við aðild Íslands að innrás- inni í Írak á upplognum forsendum? Hvað fannst guði um það? BREYTTIR TÍMAR RABB Þ O R V A L D U R G Y L F A S O N gylfason@hi.is STEFÁN ÓLAFSSON EG VEIT EINA BAUGALÍNU Eg veit eina baugalínu, af henni tendrast vann eldheit ást í hjarta mínu, allur svo ég brann; bjartleit burtu hvarf úr rann. Nú er ei hugurinn heima, því hana ei öðlast kann. – – – Hún stóð hýr í fögrum ranni, hugði’ eg að henni best, svipgóð, sú kann bæta manni sorg og hugarins brest, þýtt fljóð þarflegt kunni flest. Nú er ei hugurinn heima, því hefur ei til hennar frést. – – – Stefán Ólafsson (1619–1688) var skáld og fornfræðingur. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 2 0 . T Ö L U B L A Ð - 7 9 . Á R G A N G U R | U M S J Ó N Þ R Ö S T U R H E L G A S O N | T H R O S T U R @ M B L . I S EFNI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.