Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.2004, Side 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. MAÍ 2004
S
ýningin „Í nærmynd/Close up“
er unnin í samvinnu Listasafns
Íslands og Astrup Fearnley-
safnsins í Osló. Hún er framlag
listasafnsins til Listahátíðar
Reykjavíkur 2004 og verður
opnuð almenningi í dag. Það er
óhætt að kalla þetta stórviðburð
á sviði myndlistar því að á sýningunni eru
listaverk eftir ellefu bandaríska myndlistar-
menn sem hafa markað spor í alþjóðlega
myndlistarsenu síðustu áratugina. Einkennist
sýningin af hugmyndalegri nálgun og ekki síst
póstmódernísku viðhorfi sem franski heim-
spekingurinn Jean Baudrillard skilgreindi sem
ofurveruleika eða „hyperrealisma“. Allmargir
listamenn unnu að listsköpun út frá samskonar
vangaveltum og Baudrillard lagði fram á ní-
unda og tíunda áratug síðustu aldar með svo-
kölluðum yfirtökum eða yfirtökulist (approp-
riation art) sem er einmitt mjög ráðandi á
sýningunni í listasafninu og ég fer nánar út í
síðar í greininni. Um svipað leyti var sam-
semdar-hugtakið mikið til umræðu á meðal
heimspekinga enda algengt að vangaveltur
heimspekinnar og myndlistarinnar fylgist að.
Samsemd á rætur að rekja til vangaveltna
forn-gríska heimspekingsins Herakleitosar
sem velti því fyrir sér hvort einn hlutur væri
sami hluturinn í tíma og snertir jafnframt deil-
ur Platós og Aristotelesar um gildi veruleika
eða frummynda og eftirmynda. Baudrillard
snýr þessu aftur á móti yfir í veruleika og of-
urveruleika sem er m.a. þegar listamaður
skynjar eða upplifir einhvern hlut og skapar
svo listaverk. Hluturinn sjálfur er þá veruleik-
inn en listaverkið ofurveruleikinn. Má segja að
saga og þróun nútímalistar einkennist af þess
háttar sambandi á milli listaverka og lista-
manna. Picasso sá t.d. uppstillingar eftir Céz-
anne sem sýndu ólíkar hliðar á hlutum og
gerði hann þá kúbíska uppstillingu sem sýndi
ólíkar hliðar á sama hlutnum. Uppstilling Céz-
anne var þar með veruleikinn og uppstilling
Picassos ofurveruleikinn. Piet Mondrian sá síð-
an kúbísk verk eftir Picasso og þróaði fyrstu
geometríur sínar. Kúbísk verk Picassos voru
þar með veruleikinn en geometríur Mondrians
ofurveruleikinn. Þetta er reyndar heldur ein-
föld mynd sem hér er dregin upp, meira liggur
auðvitað að baki verkunum sem/og hugmynd-
um Baudrillards, en engu að síður ætti hún að
gefa einhverja hugmynd um veruleika og of-
urveruleika í listum samtímans.
Sá „ofurveruleiki“ sem verður til sýnis í
Listasafni Íslands næstu vikurnar spannar allt
frá popplist sjöunda áratugarins, konseptlist
(hugmyndalist) áttunda áratugarins og neo-
konseptlist eða yfirtökulist níunda og tíunda
áratugarins. Hér er því á ferð nokkurs konar
fjölskyldutré bandarískra myndlistarmanna
sem eiga það sameiginlegt að leita í hversdags-
leikann, samfélagið og menninguna með gagn-
rýnum hætti.
Jeff Koons ( f. 1955)
Það tíðkast gjarnan með yfirgripsmiklar
samsýningar að eitthvert listaverk sé valið
sem meginverk sýningar. Að þessu sinni er
það postulínsstytta af Michael Jackson og
simpansanum Bubbles frá árinu 1988 eftir Jeff
Koons. Það er ekki síst tryggingarverðmæti
listaverksins sem eykur auglýsingagildi þess,
en það samsvarar 10 milljónum dollara, eða
um 760 milljónum íslenskra króna. Jeff Koons
er líka mættur til landsins til að vera við-
staddur opnunina og nokkrar veislur sem eins
konar heiðursgestur á sýningunni.
Jeff Koons var verðbréfasali á Wall street
og fjármagnaði listsköpun sína með verðbréfa-
braski. Hann vakti strax athygli á sinni fyrstu
einkasýningu í New York árið 1985, annars
vegar fyrir verk sín „The New“, sem eru til-
búnir (ready made) heimilishlutir í upplýstum
plexíbúrum með flúorljósi, og hins vegar fyrir
„inflatables“-hluti, sem eru uppblásnir hlutir
eins og gúmmíbátur eða blöðrudýr sem eru
steyptir í hart efni s.s. ryðfrítt stál, brons
o.s.frv. Hann sló svo í gegn á annarri einka-
sýningu sinni ári síðar með svokölluðum
„Equilibrium tanks“ sem eru körfuboltar fljót-
andi í fiskabúri og byggjast á rannsóknum á
þyngdarleysi. Upp frá því fór listamaðurinn að
vinna með kitsch-hugtakið og í verkum sem
hann kallar „Banality“ stækkaði hann upp
fjöldaframleiddar kitsch-styttur í postulíni, yf-
irleitt af einhverjum sætum dýrum. Koons
gerði styttuna af Michael Jackson og Bubbles
árið 1988 sem yfirgengilegt og flúrað skurðgoð
samtímans og ári síðar opnaði hann „Made in
Heaven“-sýninguna sem samanstóð af mynd-
um Koons og honum og ítölsku klámstjörnunni
Cicciolinu að hafa mök í kitsch-legu umhverfi.
Jeff Koons var án efa vinsælasti og umdeild-
asti myndlistarmaður þess tíma, ýmist álitinn
tækifærissinni eða snillingur sem skilur sam-
tíma sinn. Hann giftist Cicciolinu árið 1991 og
var líf hans þar með hluti af myndlistarumræð-
unni. Þau eignuðust son sem átti að hafa verið
getinn sem listaverk, en tilfinningamál þvæld-
ust fyrir og þau skildu ári síðar. Cicciolina
rændi syninum til Ítalíu og hófst þá forræð-
isdeila þeirra á milli sem lauk árið 1998 þegar
Koons var dæmt forræði yfir syninum. Á með-
an fór lítið fyrir honum í myndlistarheiminum,
en um aldamótin síðustu keypti Guggenheim-
safnið í Bilbao listaverkið „Hvolpur“ eftir Ko-
ons, sem er 12 metra hár skúlptúr gerður úr
20.000 blómum og vilja margir meina að það
marki endurreisn listamannsins.
Andy Warhol (f. 1928, d. 1987)
Andy Warhol er sá listamaður sem Jeff Ko-
ons hefur aðallega verið líkt við og er vænt-
anlega sá sem síst þarf að kynna af listamönn-
unum. Warhol var frumkvöðull í popplist
sjöunda áratugarins og gerði neyslusamfélagið
og yfirborðsmenningu að sínu helsta viðfangs-
efni. Warhol gaf sig algerlega listinni og var
gangandi íkonmynd af sjálfum sér í 25 ár. Út
frá listsögulegu sjónarmiði er hann án efa mik-
ilvægasti listamaðurinn á sýningunni, enda ein-
hver mesti áhrifavaldur á þróun myndlistar
eftir síðari heimsstyrjöldina og er sýningin vel
til vitnis um það. Warhol hafði ekki bara bein
áhrif á listamenn eins og Jeff Koons og Rich-
ard Prince, heldur var hann líka á meðal frum-
konseptlistamanna og áhrifavaldur á hug-
myndalistamenn áttunda áratugarins.
Duane Hanson (f. 1925, d. 1996)
Duane Hanson var kennari á herstöð í
Þýskalandi á sjötta áratugnum þegar hann hóf
að gera tilraunir með skúlptúr. Hann flutti svo
aftur til Bandaríkjanna þar sem hann byrjaði
feril sinn sem myndlistarmaður. Hanson hefur
verið flokkaður innan stefnu ljósmyndaraun-
sæis (photo realism) ásamt listamönnum eins
og Chuck Glose, Richard Estes og John de
Andrea, sem skapa raunsæjar myndir af
hversdagsleikanum. Hann stendur þó eilítið út
úr félagsskapnum sökum augljósrar samfé-
lagsgagnrýni í verkunum, en hann hefur tekið
á kynfordómum, fóstureyðingum, fátækt og
ekki síst neyslusamfélaginu sjálfu. Styttur
hans sýna oft feitt fólk við hversdagslega iðju,
s.s. að þrífa, versla eða hvíla sig. Þær eiga það
sameiginlegt að sýna einhvers konar ófull-
nægju eða óánægju með hið daglega líf.
Bruce Nauman (f. 1941)
Bruce Nauman hóf listferil sinn innan
ramma konseptlistar um miðjan sjöunda ára-
tuginn, nánar tiltekið innan líkamslistar (body
VERULEIKINN OG O
Verk Roberts Goberts byggjast jafnan á æskuminningum og kynferði.
Cindy Sherman í h
Ljósmynd Sherry Levines af ljósmynd Walker
Evans veltir upp ótal spurningum um frumleika
og höfundarrétt, frummynd og eftirmynd.
E F T I R J Ó N B . K . R A N S U