Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.2004, Page 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. MAÍ 2004 13
Æ
var Véfröðarson, f.
um 930. Þessi ætt-
liður í karllegg
hinna fornu Æverl-
inga hefur lengi
verið týndur. Nafn
hans er hvorki að
finna í landnáma-
bókum né í Íslendinga sögum. Nafnið kemur að-
eins fyrir á einum stað í fornum ritum: Er þar
föðurnafn og svo vel falið að það fer fram hjá
sjónum manna. Felustaðurinn er í upphafsorð-
um, 1. málsgr., Þorgils sögu og Hafliða. Þar
stendur: „Hafliði hét maður. Hann var Másson,
Húnröðarsonar, Ævarssonar.“ Af þessum orð-
um verður ráðið að höfundur sögunnar hafi ekki
ætlað sér að rekja ætt Hafliða Mássonar lengra
fram en til þess Ævars sem þarna er nefndur og
þar sagður vera faðir Húnröðar. Ævar hefur
sennilega verið goðorðsmaður, búið á Móbergi í
Langadal, og hugsanlega er Æverlingagoðorð
við hann kennt.
Einhver sem söguna las, e.t.v. forn afritari
hennar, hefur talið að þarna væri fullrakið til
Ævars landnm. Ketilssonar. Jafnframt hefur
honum verið kunnugt um að Ævar gamli Ket-
ilsson átti son sem Véfröður hét. Í samræmi við
bæði þessi atriði „leiðréttir“ sá hinn sami frum-
textann ófyrirsynju með því að skjóta nafninu
‘Véfröðarsonar’ inn í ættartöluna, á milli nafns
Húnröðar og Ævars. Með þessari aðgerð fær
Húnröður rangt föðurnafn og nafn Ævars Véf-
röðarsonar hverfur af spjöldum sögunnar, því
nú halda menn að rakið hafi verið til Ævars
gamla. Eftir innskotið varð ættrakningin þann-
ig: „Hafliði hét maður. Hann var Másson, Hún-
röðarsonar, [Véfröðarsonar], Ævarssonar.“
Í fjórum útgáfum af Sturlungu á síðustu öld
hafa tvær fimm ættliði og innskotið, í þessari
ættrakningu. Það eru útgáfur frá 1908 og 1954.
Hinar tvær, frá 1946 og 1988, sleppa innskotinu
og hafa því fjóra ættliði, sem er skv. frumtexta.
Innskotið virðist vera nokkuð gamalt því Land-
náma, Flateyjarbók, Vatnsdæla saga og Hall-
freðar saga þekkja ekki þann Ævar sem í raun
réttri var faðir Húnröðar eins og frumtextinn
segir. Húnvetnsku sögurnar, sem nefndar voru,
þekkja hins vegar Húnröð son hans og vita að
hann var uppi á sama tíma og Þorkell krafla
goðorðsmaður, Þorvaldur trúboði, Blót-Már frá
Móbergi1 og Hallfreður skáld. Landnáma fer
vill vegar því hún telur Húnröð vera einn af son-
um Véfröðar.2 Til þess að allt þetta skýrist betur
hefur Ættskrá VIII verið gerð. Hún sýnir fram-
ætt Hafliða Mássonar í karllegg svo langt sem
mönnum er kunnugt. Ártöl sýna áætluð fæðing-
arár. Feitletruð nöfn eru úr ættartölunni.
Ketill helluflagi mun hafa átt heima í Vestur-
Noregi. Hann var svili Hálfdanar svarta, föður
Haralds hárfagra konungs í Noregi. Til Ketils
rekja menn ættir sínar á Íslandi og til eru
nokkrir sem það geta gert í beinan karllegg.
Þeir eru núlifandi Æverlingar. Þar á meðal er
ungur drengur sem heitir Óðinn Arason, f., 29.
febr. árið 2000. Ævar gamli Ketilsson var
landnm. í Langadal í Húnaþingi. Véfröður son-
ur hans nam einnig land í þeim dal. Hann bjó á
Móbergi. Sá Ævar sem týndist er hér talinn
vera sonur hans. Um Húnröð er til stutt frásögn
í Flateyjarbók sem gerir okkur nokkurs vísari
um aldur hans.3 Þar eru þessi orð eftir honum
höfð: „Sigla mun ég í Austurveg ef svo fer sem
ég ætla.“ Hann á þá að hafa verið staddur á
sænskri grund fáum árum eftir orrustuna við
Svoldur. Og sama rit gleymir ekki Mávi syni
hans og getur hans sem sveitarhöfðingja í liði
Væringja í Miklagarði um þær mundir er Har-
aldur Sigurðsson, seinna Noregskonungur,
kom þangað með sína sveit.4
Halla Másdóttir, f. um 930. Faðir hennar var
Már Jörundarson á Másstöðum í Vatnsdal í
Húnaþingi. Faðir hans var Jörundur háls Þór-
isson.5 Jörundur var bróðir Vigdísar konu Ingi-
mundar gamla Þorsteinssonar á Hofi í Vatns-
dal. Einhverjir fræðimenn hafa gert því skóna
að Vigdís dóttir Höllu og Vigdís dóttir Geirs
goða Ásgeirssonar6 hafi verið ein og sama kon-
an og að Halla Másdóttir hafi samkvæmt því
verið kona Geirs goða.7 Hér er þetta talin vera
röng skýring. Það sýna tvær ættartölur í Þórð-
arbók, Þ(M), önnur frá Höllu Másdóttur til
Markúsar á Melum, hin frá Vigdísi Geirsdóttur
niður til sama manns. Þar sést að Vigdísir eru
tvær og að Vigdís Hölludóttir hefur verið
tengdamóðir Vigdísar Geirsdóttur. Þessar ætt-
arskrár verða nú leiddar saman:
a) Ættartala frá Höllu. „[…]faðir Höllu, móður
Vigdísar, móður Sveinbjarnar, föður Þor-
steins, föður Bótólfs, föður Þórdísar, móður
Helgu, móður Þórðar, föður Markúsar á
Melum.“8
b) Ættartala frá Vigdísi. „[…]hann var faðir
Vigdísar, móður Þorsteins, föður Bótólfs,
föður Þórdísar, móður Helgu, móður Þórð-
ar, föður Markúsar á Melum.“9
Óbein rök hníga að því að Halla Másdóttir
hafi verið kona Ævars Véfröðarsonar, þess sem
lengi var týndur á rauðu úthafi sögunnar. Til
þess vísa nöfn úr ættum hinna fornu Vatnsdæla
sem virðast renna með Höllu inn í ættir Æverl-
inga. Hér er átt við nöfn eins og Már, Halla, Vig-
dís eða Védís og e.t.v. síðar Ívar og Þorsteinn.
Það nafn eða sá maður sem mestu máli skipt-
ir í þessu sambandi er Már sem bjó á Más-
stöðum í Vatnsdal á ofanverðri 10. öld og oft
kemur við sögu Hallfreðar vandræðaskálds.
Landnáma getur hans í S 211, kallar hann þar
Blót-Má á Móbergi og segir að Þorgeir ofláti
Arnórsson Skefilssonar í Gönguskarði hafi
drepið hann. Í skýringum við þann kafla segir:
„Blót-Már á Móbergi getur tímans vegna ekki
verið Már Húnröðarson, en líklegt er að hann
hafi verið sömu ættar.“ Þessi skýring er góð,
svo langt sem hún nær, því hún sýnir að hér er
Blót-Mávi ekki ruglað saman við Má Jörund-
arson á Másstöðum í Vatnsdal eins og gert er í
skýringum við Hallfreðar sögu vandræða-
skálds. Þarna kemur einnig fram að líklega sé
þessi Már sömu ættar og Már Húnröðarson,
þ.e. Æverlingur.
Már Jörundarson háls var sonur landnáms-
manns og því líklega fæddur um 900 en Blót-
Már, sem hér verður talinn dóttursonur hans,
gæti verið fæddur um 960 og hefur því verið um
fertugt þegar kristni kom á landið. Hann hefur
búið á Másstöðum í Vatnsdal eins og Hallfreðar
saga segir, er kunnugur í Langadal, þekkir þar
Grís Sæmingsson á Geitaskarði, sem er vinur
hans og þingmaður goðorðsmannsins Húnröðar
Ævarssonar á Móbergi. Það er þessi Már sem
kemur því til leiðar að Grís gengur að eiga Kol-
finnu Ávaldadóttur, sem Hallfreður elskaði. Í
orðaskiptum sem urðu milli þeirra af því tilefni
kallar Hallfreður Má ‘Blót-Má’, sennilega til
storkunar fremur en í háðungarskyni. Már sat
fyrir Hallfreði og barðist við hann í Vatnsdal
einu eða tveimur árum fyrir 1000. Þar kemur
fram að Már hafi notað blóttrog fyrir skjöld,
sagan, en í vísu sem Hallfreður orti á staðnum
segir að Mávi væri nær að sleikja blóttrygil sinn
en að berjast við sig. Allt segir þetta okkur að
hér var hvorki á ferðinni Már Jörundarson né
Már Húnröðarson faðir Hafliða, heldur Már
sonur Ævars og Höllu á Móbergi.
Aðrir Æverlingar sem báru nöfn af þessum
toga eru: Már Húnröðarson, Már Bergþórsson,
Halla Húnröðardóttir, Vigdís Ævarsdóttir, Vig-
dís Hrafnsdóttir, Védís Másdóttir, og hugsan-
lega síðar Þorsteinn Ívarsson.10 Þá gæti forlið-
urinn ‘Hún’ í nafni Húnröðar verið þannig til
kominn að föðurnafni Ævars hafi verið breytt
úr Véfröður í Húnfröður.11 Hafi svo verið, verð-
ur það hér skrifað á reikning Höllu því Jör-
undur háls afi hennar og Vigdís systir hans
munu hafa verið skyld Haraldi hárfagra, sem
var komin af hýnskum ættum, þ.e. af Húnum.
Samkvæmt framansögðu hefur Halla Másdóttir
mjög líklega verið móðir Húnröðar og Más Æv-
arssona á Móbergi og Ævar Véfröðarson verið
faðir Vigdísar Hölludóttur.
Neðanmálsgreinar:
Hann er nefndur í Landnámu. Í Hallfreðar sögu vand-
ræðaskálds er honum ruglað saman við Má Jörundarson.
2 [Íslsútg., Landnáma, I, 140]. Flateyjarbók heldur einnig
að Húnröður hafi verið Véfröðarson.
3 [Flat., Akran. , 1944: I, 571-2].
4 [Flat., Akran. , 1944: IV, 60].
5 Í heimildum er þetta Þórir jarl þegjandi Rögnvaldsson
Mærajarls. Tímans vegna er talið líklegt að Þórir þessi hafi
verið bróðir en ekki sonur Rögnvalds Mærajarls (Íslend-
ingabók á neti) og er það samþykkt hér.
6 Geir goði tók, ásamt tveimur öðrum goðorðsmönnum,
beinan þátt í aðgerðum framkvæmdavaldsins í landinu gegn
sakamanninum Gunnari Hámundarsyni á Hlíðarenda, þeg-
ar hann var tekinn af lífi. Þetta er eitt af mörgum skýrum
dæmum um sterkt framkvæmdavald á Íslandi á Þjóðveld-
isöld.
7 [Íslsútg., nafnaskrá, Halla Másdóttir bls. 69]
8 [Ísl. fornr. I, 218, 8nm].
9 [Ísl. fornr. I, 386, 3nm].
10 Hann gaf Snorra Sturlusyni sinn hlut í goðorði Æverl-
inga.
11 Þetta gæti einnig átt við um Hallfreð Óttarsson, þar
sem Véfröður Ævarsson var ömmubróðir hans: Véfröður-
Hallfröður.
UM ÆTTARTÖLUR Í LANDNÁMU
ÆVAR OG HALLA
TÝNDIR LIÐIR Í FRAMÆTT ÆVERLINGA
!" #$% !" #$%!"
E F T I R G U Ð M U N D H A N S E N F R I Ð R I K S S O N
Höfundur er áhugamaður um ættfræði.
ARNGUNNUR Ýr opnar sýningu á olíumál-
verkum í Aðalsal Hafnarborgar kl. 15 í dag,
laugardag. Þá opnar á sama tíma í Sverrissal
Ólöf Erla Bjarnadóttir sýningu á leirverkum.
Verk Arngunnar Ýrar eru unnin á árunum
2002 til 2004. Um er að ræða þrjár myndraðir
sem listakonan nefnir „Allt og ekkert“, „Mira-
bilia“ og „Perplexus“, en í þeim fjallar hún um
óstöðugleika tilverunnar, sem kemur fram á
ýmsan hátt. Óvissan er í fyrirrúmi og verkin
vekja spurningar um sannleika og mikilvægi
myndefnisins sjálfs.
Við opnunina, kl. 15.30, munu þær Auður
Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Áshildur Haralds-
dóttir flautuleikari og Bryndís Halla Gylfa-
dóttir sellóleikari flytja tónlist.
Glíman við formin
Ólöf Erla sýnir ílát og álát úr leir. Hún segir
m.a.: „Ílát eru fjölbreytileg og nauðsynleg.
Stundum eru þau einföld og verða til næstum
ósjálfrátt eins og lófinn sem drykkjarílát en
stundum eru þau flókin og eiga langt sköp-
unarferli að baki frá hugmynd til fullgerðs
hlutar. Þannig er það með þau leirílát og álát
sem eru á sýningunni Í og Á. Ferlið er langt og
erfitt og gerir það að verkum að maður tengist
hverjum hlut fyrir sig sterkum böndum. En
það er þó einmitt sköpunarferlið sem er svo
spennandi. Hugmyndavinnan, samræðan við
viðfangsefnið, glíman við tæknina, glíman við
formið, litinn, áferðina og spennan við að sjá
útkomuna úr ofninum.“
Upphengi í kaffistofu
Í kaffistofu Hafnarborgar opnar Halldóra
Emilsdóttir sýningu á verkum unnin með akríl
og glerlitum á pexígler. Myndefnið er óhlut-
bundið. Þörfin fyrir fegurðina er stór hluti
myndmálsins, hið fínlega og kvenlega og jafn-
framt leitast hún við að sýna hið smáa í hinu
stóra og hið stóra í hinu smáa.
Sýningarnar er opnar alla daga nema þriðju-
daga frá kl. 11 til 17 og þeim lýkur 7. júní.
Óvissan
og glíman
Leirílát eftir Ólöfu Erlu.
Verk eftir Arngunni Ýr.
ÍSLENSKA leiksýningin
CommonNonsense verður á
fjölum Battersea Art Centre
í London um helgina, 15. og
16. maí. Sýningin er ein af
stórum viðburðum hátíð-
arinnar Virtually Opera,
sem haldin er árlega í BAC-
leikhúsinu frá 8.–29. maí.
CommonNonsense er sam-
vinnuverkefni alþóðlegs
hóps listamanna og byggist
á hugmyndum Ilmar Stef-
ánsdóttur myndlistarkonu í
leikstjórn Johns Wright.
Sýningin var frumsýnd á
nýja sviði Borgarleikhússins
í nóvember síðastliðnum og í
Pero-leikhúsinu í Stokk-
hólmi í marsmánuði. Gagn-
rýnendur fóru lofsamlegum
orðum um verkið í umsögnum sínum og í
kjölfar sýninganna var Ilmi boðið að sýna
verk sín í Kulturhuset í Stokkhólmi.
Að sýningunni koma margir innlendir og
erlendir listamenn en auk Ilmar eru það John
Wright leikstjóri, leikararnir Valur Freyr
Einarsson, Ásta Sighvats og Stephen Harper,
Ásgerður Júníusdóttir söngkona, skáldið
Sjón, Davíð Þór Jónsson tónlistarmaður,
Helga I. Stefánsdóttir leikmyndahönnuður,
Lotta Danfors búningahönnuður, Johanna
Salomaa ljósahönnður og Peter Anderson
danshöfundur. Sýningarnar um helgina í
BAC í London eru þær síðustu á Common-
Nonsense í bili en áhugasömum er bennt á ýt-
arlega umfjöllun um hátíðina Virtually
Opera á vef leikhússins og á vef Common-
Nonsense, www.commonnonsense.org,
www.bac.org.uk.
CommonNonsense
á sýningum í London
Morgunblaðið/Sverrir
Ilmur Stefánsdóttir. Leikverkið Common Non-
sense sem er unnið út frá skúlptúrum hennar.