Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.2004, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.2004, Síða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. MAÍ 2004 YFIRLITSSÝNING á verkum frá fyrstu árum ferils spænska listamannsins Joan Mirós stend- ur þessa dagana yfir í Pompidou safninu í París. Sýningin er að mati gagnrýnanda Daily Tele- graph einfaldlega ógleymanleg. Verk listamannsins eru sýnd í réttri tímaröð og er þar m.a. að finna dæmi um árásir Mirós á kúbismann, hvernig hann splundrar formlegri geómetríu stefnunnar, ræðst þá á þurrt við- fangsefnið og tekur því næst til við niðurbrot málaralistarinnar. Sýningin nefnist Joan Miró 1917–1934: Fæðing heimsins og þykir sýna vel að hinar dekkri hliðar á persónuleika lista- mannsins hafi ekki haft minni áhrif á verk hans en húmorinn sem svo víða er ríkjandi. Zorn í norræna vatnslitasafninu VERK listamannsins Anders Zorn verða til sýnis í Nordiska Akvarellmuseet, eða norræna vatnslitasafn- inu, í Skär- hamn í sum- ar. Zorn sérhæfði sig í vatns- litamyndum og nutu verk þessa 19. ald- ar listamanns töluverðra vinsælda víða um heim á listamannsferli hans. Á sýning- unni er bæði að finna stúdíur af hafinu sem og portett úr sam- kvæmislífinu, þótt þungamiðja sýningarinnar liggi í vatns- og birtulýsingum frá níunda áratug nítjándu aldar. Metverð fyrir Pollock MÁLVERK eftir bandaríska listamanninn Jackson Pollock var selt fyrir metverð á uppboði hjá Christie’s í vikunni. Verkið heitir Númer 12 og var selt úr hirslum Mu- seum of Mod- ern Art í New York til ónafngreinds kaupanda fyrir 11,65 milljónir doll- ara eða um 855 milljónir króna, sem er hæsta verð er greitt hefur verið fyrir verk þessa bandaríska listamanns til þessa. Iversen í Strassburg YFIRLITSSÝNING á verkum norska listamannsins Kjell Pahr- Iversen var í vikunni opnuð í Palais de l’Europe í Strassburg, en Iversen þykir með áhuga- verðari norskum samtíma- listamönnum. Um 40 verk eru á sýningunni og ná þau yfir tíma- bilið 1964–2004 og þykja sýna vel þá löngun listamannsins að ná að færa öll náttúruöflin í myndrænt form. ERLENT Sýningargestir virða fyrir sér verk Mirós. Númer 12 eftir Jackson Pollock. Rosita Mauri eftir Anders Zorn. Miró í Pom- pidou safninu HUGMYNDALISTAMAÐURINN Joseph Kosuth setti fyrst fram kenningar sínar um myndlist á sjöunda og áttunda áratugnum en hann hallaðist að því að hlutverk myndlistarinnar væri fyrst og fremst heimspekilegt. Listamenn ættu ekki að eyða tíma sínum í að leika sér að lit- um og formum heldur ætti afstaða þeirra gagn- vart myndlistinni að vera heimspekileg: þeir ættu að spyrja sig „af hverju?“, en ekki „hvernig?“. Hann setti fram þá kenningu að öll listaverk væru fullyrðing um það hvernig og hvað myndlist ætti að vera. Ég er alveg sammála þessu. Mín vegna má það liggja milli hluta hvernig eitthvað er gert, af hverju það er gert skiptir meira máli. Að vísu fer þetta oft saman sem betur fer – hvern- ig eitthvað er gert er í beinu orsakasamhengi við af hverju það er gert, – þetta einkennir raunar flest góð listaverk, áhorfandinn sér að verkið er málverk af því að það hentar hugmyndinni best, eða myndband því að engin annar miðill hefði komið innihaldi verksins eins vel til skila og svo framvegis. En það var einmitt þessi spurning sem leitaði sterkast á mig eftir að skoða samsýninguna sem nú stendur yfir í Klink og Bank, Vanefni. Af hverju? Í sýningarskrá með Vanefni er að finna bæði skemmtilegar og athyglisverðar greinar um þem- að vanefni. Þar skrifar m.a. Karlotta Blöndal um vanefni íslenskrar myndlistar og bendir á að ef til vill felist vandamál íslenskrar samtímalistar í skorti á fræðilegri umfjöllun, í van-nefni. Hún skrifar að í stað þess að skilgreina íslenska list sé fjallað um „stefnuleysi í útflutningi, skort og vöntun á fjármagni og stuðningi“. Já ég er sam- mála því að það væri frjórra að beina augum sín- um að því sem er að gerast í stað þess að kvarta yfir því sem ekki er að gerast og best væri ef hvort tveggja væri virkt. Goddur skrifar um efnið og andann og er í svip- uðum hugleiðingum og ég minnist á hér að ofan, – það skiptir ekki máli hvernig eitthvað er gert – og fjallar um þá óspennandi umræðu sem oft á sér stað um efnið í listaverkum í stað þess að fjalla um það sem að baki býr, viðfangsefni listamann- anna. Í sýningarskrá er einnig skrifað um það ástand sem ríkir í samtímalistum í dag, þegar „í gegnum nýjar kynslóðir myndlistarmanna og endurskoðun sögunnar fæðast önnur sjónarhorn á hefðina“. – og – „Þetta er auðvitað ákveðin end- urvinnsla, það er á hreinu. En um leið gjörólíkt. Munurinn er sá að það er allur þessi tími þarna á milli. Konseptið, nýja málverkið, póstmódernism- inn, afbyggingin og ég veit ekki hvað. Við erum að setja þetta saman upp á nýtt og við það breytist samhengið ósjálfrátt. Á vissan hátt erum við að endurskrifa söguna. Á okkar eigin forsendum …“ En hvað eru listamennirnir á sýningunni Van- efni að segja sem ekki hefur verið sagt áður? Hvert er raunverulegt viðfangsefni þeirra? Nær þessi sýning markmiði sínu sem er að „vega og meta hugtakið (vanefni) í takt við nýjan tíma, þar sem einn heimur er ekki til heldur einungis ólíkar raddir, ólík sjónarhorn og ólíkur andi“? Hvað segja þessar ólíku raddir og sjónarhorn? Í heild- ina virtist mér líkt og verkin á sýningunni væru ekki endilega sköpuð af brýnni þörf fyrir að koma einhverju á framfæri heldur einkenndust meira af lærðum leik í kringum ákveðið þema og ekkert þeirra sker sig úr. Sá tími þegar listamenn sköp- uðu verk sín af vanefnum í andófi við gildismat síns tíma er liðinn og þó að fram komi listamenn eins og „ungu Bretarnir“ sem eins og Sarah Luc- as nota t.d. sígarettustubba í verk sín byggist hugsun þeirra og ádeila ekki á efnisnotkuninni sem er enda af margvíslegum toga. Skíturinn og ruslið hafa misst slagkraft sinn fyrir löngu. Þó er ofgnótt sú sem við búum við hér á landi, efn- ishyggja og tækjadella dagsins auðvelt skotmark þeirra sem kæra sig um. Eftir stendur spurningin: Hvert er hlutverk listarinnar? Býr enn í henni sá slagkraftur sem einkenndi verk Súmmaranna, Flúxaranna, Dada- istanna og ótal fleiri? Og hverjar eru birtingar- myndir þess sköpunarkrafts í dag? Ljóð og goðsagnir Kanadamaðurinn Aaron Mitchell er á allt öðr- um nótum á sýningu sinni í kjallara Klink og Bank, þar sem hann sýnir innsetningu sem hann nefnir Spines en á ensku vísar orðið bæði til hryggsúlu og bókarkjalar, uppistöðuefni sýning- arinnar. Krítarteikningar af hryggsúlum kallast á við bókahlaða á stöplum, bókastafla sem raðað hefur verið þannig að minnir á hryggsúlur. Sýn- ingin er lítil um sig en þó er nokkuð um end- urtekningar án þess að fjöldi verka bæti endilega miklu við þessa einföldu en þó tæru og fallegu hugmynd. Nálgun Aarons er ljóðræn og kveikir ýmis hugrenningatengsl um bóklestur og upp- byggingu mannsins. Harpa Björnsdóttir er einnig á ljóðrænu nót- unum á sýningu sinni í Galleríi Sævars Karls en viðfangsefni hennar er goðsagan um einhyrning- inn og jómfrúna og breytingar þessarar sögu gegnum tíðina. Hún nálgast efnið af krafti og hugvitssemi með ýmsum miðlum, tréskurði, ljós- mynd og myndböndum. Einna mest heillaði mig myndband af smásteinum sem velta aftur og aft- ur í sama farið og hefði sýninginn misst mikið án þessa verks og þeirrar sífelldu endurtekningar sem það sýnir, það er eitthvað opið og dularfullt og óumflýjanlegt við það og auðveldlega má líta á endurtekninguna sem hluta af þema sýningar- innar. Í sýningarskrá kemur fram að Hörpu er einna mest í mun að koma ævintýrinu inn í veru- leika okkar (aftur) og óhætt að segja að ekki veit- ir af, nú þegar viðskiptalífið virðist vera vinsæl- asta ævintýrið hér á landi. Ævintýrið er líka sterkt í ljósmyndinni af listakonunni, óþægilegt og húmorískt í senn, og tréskurðarmyndirnar ná að sameina hið forna og nýja á lipurlegan máta. Öll þessi verk eru skemmtilega margsaga en ein- faldasta verk sýningarinnar, myndbandið á veggnum, og kannski það sem mesta ádeilan felst í er á sama tíma fljótskoðað og liggur fullmikið í augum uppi, þó er húmor í því. Harpa snertir ýmsar hliðar samfélagsins í þessum verkum, kvenímyndina, kynlífsdýrkunina og samskipti kynjanna og hugmyndir okkar um sakleysið. Verk hennar vekja spurningar um hina eilífu hringrás og hvort endurtekningin sé óumflýjan- leg. Ádeila hennar er óbein en eftirminnileg fyrir vikið. Af hverju? MYNDLIST Klink og Bank VANEFNI, BLÖNDUÐ TÆKNI, SAMSÝNING SPINES, BLÖNDUÐ TÆKNI, AARON MITCHELL Sýningarsalir Klink og Bank eru opnir miðvikudaga til sunnudaga frá kl. 14–18. Til 23. maí. Gallerí Sævars Karls BLÖNDUÐ TÆKNI, HARPA BJÖRNSDÓTTIR Til 21. maí. Galleríið er opið á verslunartíma. Samhugur á samsýningu í Klink og Bank. Gamlar og nýjar goðsagnir birtast hjá Sævari Karli. Ragna Sigurðardóttir Aaron Mitchel á ljóðrænum nótum í Klink og Bank.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.