Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.2004, Síða 15
Morgunblaðið/Jim Smart
Pavel Manasek ásamt kór, hljómsveit og einsöngvurum.
Sinfóníuhljómsveitáhugamanna ogKammerkór Sel-tjarnarneskirkju
halda tónleika í Seltjarnar-
neskirkju kl. 17 á morgun.
Þar með lýkur Kirkju-
listahátíð Seltjarnar-
neskirkju að þessu sinni.
Umsjón með tónlistar-
dagskránni er í höndum
Pavels Manasek og konu
hans Vieru Manasek, sem
jafnframt er organisti
kirkjunnar.
Flutt
verða tvö
verk eftir
Antonin
Dvorák, Te
Deum op. 103 fyrir kór og
hljómsveit og Sinfónía nr.
9, „Úr nýja heiminum“.
Einsöngvarar í Te Deum
eru þau Anna Jónsdóttir
sópran og Hugi Jónsson
bassi. Þau eru að ljúka
námi í Nýja tónlistarskól-
anum.
Pavel er stjórnandi tón-
leikanna og er það í annað
sinn sem hann stjórnar SÁ.
Pavel er fæddur í Tékk-
landi en hefur starfað hér
á landi í þrettán ár. „Ég
starfaði sem undirleikari
og kórstjóri við Leiklist-
arháskóla Íslands í samtals
sex ár og kom fram á þess-
um árum með mörgum ís-
lenskum og erlendum ein-
söngvurum. Einnig hef ég
starfað með öðrum einleik-
urum á öllum hugsanlegum
stöðum, en hljómsveit-
arstjórnun er stóri draum-
urinn,“ segir Pavel.
Tilefni þessara tónleika
er öðrum þræði að nú er ár
tékkneskrar tónlistar í
heiminum. Þar ber hæst
100 ára ártíð landa hans
Tékkans Antonins Dvoráks
og 150 ár eru frá fæðingu
Leos Janaceks. „Það lá vel
við að halda tónleika með
Sinfóníuhljómsveit áhuga-
manna, sem æfir sig reglu-
lega í kirkjunni, og flytja
eitt kórverk eftir Dvorák
og eina af hans kunnustu
sinfóníum.“
Te Deum samdi Dvorák í
Tékklandi árið 1892. Hann
var beðinn að semja verk
til að flytja á hátíðahöldum
í New York sem haldin
voru til að minnast þess að
öld var liðin frá Ameríku-
fundi Kristófers Kólumb-
usar. Verkið var frumflutt
á Íslandi fyrir rúmum 30
árum. Það var Söngsveitin
Fílharmónía, ásamt Sinfón-
íuhljómsveit Íslands, sem
flutti verkið. „Flutning-
urinn er ekki eins stór í
sniðum nú, en Kammerkór
Seltjarnarneskirkju hefur
á að skipa góðum röddum
og það er skemmtilega
krefjandi að takast á við
þennan lofsöng.“
Dvorák skrifaði 9. sin-
fóníuna á Ameríkuárum
sínum, en hann dvaldist
þar í tvö ár og gegndi
stöðu stjórnanda tónlist-
arháskólans í New York.
„Sum af vinsælustu verk-
um hans eru frá þessu
tímabili. Sinfónían byggist
á þema undir áhrifum frá
þjóðlagamelódíum amer-
ískra indíána og negra-
sálmum. Dvorák við-
urkenndi síðar að rekja
mætti sumt af dapurlegum
einkennum þeirra til heim-
þrár sem hann þjáðist af
meðan á dvöl hans í Banda-
ríkjunum stóð. Hann sagð-
ist aldrei myndu hafa skrif-
að slíkt verk ef hann hefði
ekki séð Ameríku.“
Hvað er það í tónlist
Dvoráks sem höfðar til
þín?
„Tónlist Dvoráks er af-
skaplega innileg, hjartnæm
og heit. Fyrst og fremst er
hann ofsalega eðlilegur og
laus við alla yfirborðs-
mennsku. Tilfinningarnar
eru á réttum stað og það
finnst mér mest heillandi.“
Aðgangur að tónleik-
unum er ókeypis.
Til heiðurs Dvorák í Seltjarnarneskirkju
STIKLA
Listahátíð
Seltjarnar-
neskirkju
Laugardagur
Langholtskirkja kl. 15 Ár-
nesingakórinn í Reykjavík
heldur vortónleika og eru þeir
að þessu sinni liður í undirbún-
ingi að ólympíukeppni í kór-
söng, Choir Olympics 2004,
sem fram fer í Þýskalandi í júlí.
Kórinn flytur keppnislögin, inn-
lend og erlend sönglög. Jón
Hjartarson leikari les upp í
anda skáldsins. Meginþema
að þessu sinni er úrval verka
eftir höfunda úr Árnessýslu.
Einnig verður frumflutt nýtt ís-
lenskt kórverk. Kórstjóri er
Gunnar Ben og píanóleikari
Árni Heiðar Karlsson.
Salurinn kl. 16 Söng-
tónleikar með
þeim Jónu Fann-
eyju Svav-
arsdóttur sópran
og Erlendi Elv-
arssyni tenór. Pí-
anóleikari er
Richard Simm.
Efnisskráin er í
bland íslensk og
erlend tónlist frá ýmsum tím-
um, antikaríur, íslensk sönglög,
söngleikjatónlist, ítölsk bel
canto-sönglög ásamt söng-
lögum úr gömlum ítölskum
kvikmyndum.
Kópavogskirkja kl. 15
Karlakór Kópavogs heldur
sína fyrstu sjálfstæðu tónleika.
M.a. verður frumflutt lag
Gunnsteins Ólafssonar við
texta Magnúsar Steinarssonar,
formanns kórsins. Stjórnand-
inn, Natalía Chow, syngur,
bæði ein og með kórnum.
Undirleikari er Julian Hewlett.
Hann mun frumflytja eitt verk
eftir sig á tónleikunum.
Hátíðasalur Varmárskóla
kl. 15 Álafosskórinn heldur
vortónleika ásamt gestum sín-
um, Söngfélaginu Sunnan
heiða. Álafosskórnum hefur
verið boðið að taka þátt í kó-
rahátíð Eystrasaltslandanna,
sem fram fer í Tallinn í Eistlandi
2.–4. júlí. Efnisskrá tekur mið
af því og flytur kórinn m.a.
eistnesk lög með eistneskum
textum. Undirleikari er Arn-
hildur Valgarðsdóttir. Ein-
söngvarar eru Ásthildur Jóns-
dóttir, Viktor A. Guðlaugsson
og Guðrún Lóa Jónsdóttir.
Fella- og Hólakirkja kl. 16
Kór Orkuveitu
Reykjavíkur og
Sönghópurinn
Veirurnar ásamt
Signýju Sæ-
mundsdóttur,
sópransöng-
konu, halda
söngskemmtun
og er efnisskráin
á rómantískum nótum. Stjórn-
andi sönghópanna er Þóra
Fríða Sæmundsdóttir, píanó-
leikari Guðríður St. Sigurð-
ardóttir.
Tónlistarhúsið Ýmir kl. 17
Lögreglukórar Norðurlanda
ásamt einsöngvurum syngja
fjölbreytta efnisskrá.
Vinaminni, Akranesi kl.
17 Kvennakórinn Seljurnra,
undir stjórn Vilberg Viggós-
sonar, ásamt Kvennakór Siglu-
fjarðar, undir stjórn Renötu Iv-
án, flytja innlend og erlend
lög. Undirleikari á píanó er
Júlíana Rún Indriðadóttir.
Víðistaðakirkja, Hafn-
arfirði kl. 17 Kóramót fimm
kóra eldri borgara: Vorboðar,
Mosfellsbæ, Eldey, Suð-
urnesjum, Samkórinn Hljómur,
Akranesi, Hörðukórinn, Sel-
fossi og Gaflarakórinn, Hafn-
arfirði. Hver kór syngur fimm
lög og að lokum syngja kór-
arnir saman og skipa þá 210
manna blandaðan kór.
Listasafn Reykjavíkur –
Hafnarhús kl. 14 Útskrift-
arárgangur LHÍ á sviði mynd-
listar og hönnunar mun setja
upp lokasýningu á verkum sín-
um. Kl. 13.30 verður tískusýn-
ing.
Gallerí Tukt, Hinu húsinu,
Pósthússtræti 3–5 kl. 15
Helga Björg sýnir vídeóverk
ásamt innsetningu þar sem
særð hús ráfa um á milli
draums og veruleika.
Geðhjálp, Túngötu 7 kl. 16
Myndlistarkonan Gígja (Gía)
Thoroddsen heldur sýningu á
verkum sínum undir merkjum
Geðveikrar – listar. Gígja
stundaði nám hjá Hring Jó-
hannessyni, listmálara í Mynd-
listaskóla Reykjavíkur og í
Vallekille-lýðháskólanum í
Danmörku.
Listakjallari Galíleó, Hafn-
arstræti kl. 17 Fyrsti lista-
maðurinn til að sýna í Lista-
kjallaranum er Heiða Rún
Steinsdóttir. Heiða Rún notast
við blandaða tækni í verkum
sínum. Hún lauk námi frá lista-
menntaskólanum Paolo
„Toschi“ árið 2001. Sýningin
stendur til 24 júní.
Sunnudagur
Veitingahúsið Café
Aroma, Hafnarfirði kl. 16
Lokatónleikar tónleikarað-
arinnar „Kvöldin í Firðinum“.
Gestir maímánaðar eru söng-
hópurinn Reykjavík 5 ásamt
hljómsveit. Sönghópinn skipa
Hera Björk Þórhallsdóttir, Krist-
jana Stefánsdóttir, Aðalheiður
Þorsteinsdóttir, Gísli Magna-
son og Þorvaldur Þorvaldsson.
Hljómsveitina skipa Agnar
Már Magnússon á píanó, Ás-
geir Ásgeirsson á gítar, Róbert
Þórhallsson á bassa og Erik
Qvick á trommur.
Grensáskirkja kl. 16
Landsvirkjunarkórinn ásamt
gestakórnum Sönghópnum
Fetimu. Einsöngvarar eru Þor-
geir J. Andrésson og Þuríður
G. Sigurðardóttir. Páll Helga-
son og Sigrún Grendal stjórna
kórunum. Undirleikari á píanó
er Kolbrún Sæmundsdóttir.
Langholtskirkja kl. 17
Kammerkór Langholtskirkju
flytur sálma í ferskum útsetn-
ingum af nýútkomnum geisla-
diski sem nefnist Sálmar í sorg
og von. Auk kórsins koma
fram Sigurður Flosason á
saxófón, Gunnar Gunnarsson
á orgel, Guðmundur Sigurðs-
son á orgel, Hallfríður Ólafs-
dóttir á flautu og Daði Kol-
beinsson á óbó. Stjórnandi er
Jón Stefánsson.
Hjallakirkja kl. 17 Kór
Lindakirkju syngur úrval ís-
lenskra og erlendra laga, einn-
ig verður flutt Messe breve nr.
7 í C dúr eftir Charles Gounod.
Einsöngvari er Heiða Margrét
Guðmundsdóttir, sópran. Und-
irleikari er Sigrún Þórsteins-
dóttir en stjórnandi Hannes
Baldursson.
Langholtskirkja kl. 20
Gospelsystur Reykjavíkur flytja
m.a. lög úr þekktum söng-
leikjum og bíómyndum. Tón-
leikarnir hafa yfirskriftina Sól
rís. Einsöngvarar eru Sigrún
Hjálmtýsdóttir og Jóhann Sig-
urðarson. Sérstakir gestir eru
Stúlknakór Reykjavíkur. Stjórn-
andi Margrét J. Pálmadóttir.
Hásalir, Hafnarfirði kl. 20
Kammerkór Hafnarfjarðar flyt-
ur enska og írska madrigala
og þjóðlög. Stjórnandi er
Helgi Bragason.
Hótel Borg kl. 21 Á Múl-
anum leikur Hljómsveitin
„Hljóð í skrokkinn“ swing-
músik í anda gömlu meist-
aranna. Leitað verður í smiðju
Lester Young, Ben Wepster og
Coleman Hawkins. Hljómsveit-
ina skipa Óskar Guðjónsson,
sax, Ólafur Stolzenwald,
kontrabassa, Ómar Guð-
jónsson, gítar og Erik Qvick,
trommur.
Þjóðmenningarhús kl. 14
Gestum gefst kostur á orðræðu
við skáld mánaðarins, Sjón,
og bókmenntafræðinginn Úlf-
hildi Dagsdóttur, um þátt
draumsins í skrifum Sjóns.
Mánudagur
Hafnarborg kl. 20 Óp-
erukór Hafnarfjarðar undir
stjórn Elínar Óskar Ósk-
arsdóttur flytur innlend og er-
lend lög. Einsöngvarar eru Elín
Ósk og söngvarar úr röðum
kórfélaga. Píanóleikari er Pet-
er Máté.
Þriðjudagur
Hjallakirkja í Kópavogi kl.
20.30 Vortónleikar Kórs
Hjallakirkju með einsöngv-
arana Erlu Björgu Káradóttur,
sópran, Kristínu R. Sigurð-
ardóttur, sópran og Gunnar
Jónsson, bassa. Auk kirkju-
legra verka eru einnig ver-
aldleg verk m.a. þættir úr óp-
erum og söngleikjum.
Undirleikari er Katalin Lörincz.
Söngstjóri er Jón Ólafur Sig-
urðsson.
Tónlistarhúsið Ýmir kl. 20
Óperukór Hafnarfjarðar.
Borgarleikhúsið, Stóra
svið, kl. 20 Dansleikhúsið
frumflytur fjögur ný dansverk:
Fjötra eftir Irmu
Gunnarsdóttur,
Break a leg eftir
Peter Anderson,
Hughrif eftir
Maríu Gísladótt-
ur og Restored
restoration eftir
Jóhann Björg-
vinsson. Einnig verða frumflutt
tvö íslensk tónverk sem sér-
staklega eru samin fyrir tvö af
dansverkum sýningarinnar.
Gerðarsafn kl. 20 Sýning á
íslenskum málverkum í einka-
eigu í Danmörku. Hún var fyrst
sett upp á Norðurbryggju í
Kaupmannahöfn dagana 13.
mars–18. apríl.
Fimmtudagur
Hjallakirkja kl. 20 Norski
kirkjukórinn Sofiemyr kirkekor
flytur norska þjóðlagatónlist
ásamt eldri og nýrri norskri,
sænskri og enskri krikjutónlist.
Með í för kórsins koma org-
anistarnir Trond Gilberg og
Thor Henning Isachsen. Þeir
leika undir söng kórsins og
spila fjórhent orgeltónlist eftir
Edvard Grieg.
Irma
Gunnarsdóttir
Signý Sæ-
mundsdóttir
Jóna Fanney
Svavarsdóttir
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. MAÍ 2004 15
Næsta v ika menning@mbl.is
Myndlist
Gallerí Fold, Rauðar-
árstíg: Tryggvi Ólafsson.
Friðrik Tryggvason í Ljósa-
fold. Til 16. maí.
Gallerí Kambur: Margrete
Sörensen og Torben Ebbesen
frá Danmörku. Til 31. maí.
Gallerí Skuggi: Kristján
Guðmundsson. Til 23. maí.
Gallerí Sævars Karls,
Bankastræti: Harpa
Björnsdóttir. Til 19. maí.
Gerðarsafn: Rebekka Rán
Samper í austursal og Ragna
Fróðadóttir í vestursal, Bjarni
Sigurbjörnsson á neðri hæð.
Til 16. maí.
Gerðuberg: „Allar heims-
ins konur“. Til 24. júní.
Hafnarborg: Arngunnur
Ýr. Ólöf Erla Bjarnadóttir.
Halldóra Emilsdóttir. Til 7.
júní.
Hallgrímskirkja: Hörður
Ágústsson. Til 26. maí.
Hönnunarsafn Íslands,
Garðatorgi: Kristín Ísleifs-
dóttir. Til 30. júní. Hagvirkni,
húsbúnaður eftir íslenska
myndlistarmenn, 1904–
2004. Til 20. júní.
i8, Klapparstíg 33: Gabrí-
ela Friðriksdóttir. Til 26. júní.
Íslensk grafík, Hafn-
arhúsinu: Björg Þorsteins-
dóttir. Til 30. maí.
Kling og Bang, Lauga-
vegi 23: David Askevold. Til
6. júní.
Klink og Bank, Braut-
arholti 1: Samsýning 14
listamanna, Vanefni. Aaron
Mitchell. Til 23. maí.
Listasafn Akureyri: Kenj-
arnar eftir Goya. Til 14. júlí.
Listasafn ASÍ: Magnús Sig-
urðarson og Ragnar Kjart-
ansson. Til 6. júní.
Listasafn Árnesinga:
Handverk og hönnun. Cat-
egory X. Hönnunarsýningar.
Til 30. maí.
Listasafn Íslands: Í nær-
mynd Close-up, bandarísk
samtímalist. Til 27. júní.
Listasafn Reykjanes-
bæjar: Margrét Jónsdóttir.
Til 20. júní.
Listasafn Ísafjarðar: Guð-
björg Lind Jónsdóttir. Til 1.
júní.
Listasafn Einars Jóns-
sonar: Opið laugardaga og
sunnudaga kl. 14–17.
Listasafn Reykjavíkur –
Ásmundarsafn: Nútíma-
maðurinn. Til 20. maí.
Listasafn Reykjavíkur –
Hafnarhús: Útskriftarsýn-
ing Listaháskóla Íslands
2004. Til 31. maí.
Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar: Sigurjón
Ólafsson í alfaraleið. Til 30.
maí.
Ljósmyndasafn Reykja-
víkur, Grófarhúsi: Finnsk
samtímaljósmyndun. Til 29.
ágúst.
Mokka: Gunnar Scheving
Thorsteinsson. Til 6. júní.
Safnasafnið, Svalbarðs-
strönd: 11 nýjar sýningar.
Safn – Laugavegi 37: Op-
ið mið.–sun. kl. 14–18. Sum-
arsýning úr safnaeign. Mar-
grét H. Blöndal. Til 20. júní.
Leiðsögn alla laugardaga.
Safn Ásgríms Jónssonar:
Þjóðsagnamyndir Ásgríms
Jónssonar.
Þjóðmenningarhúsið:
Handritin. Skáld mánaðar-
ins: Sjón. Heimastjórn 1904.
Þjóðminjasafnið – svona var
það.
Þjóðarbókhlaða: Heima-
stjórn 100 ára.
Leiklist
Þjóðleikhúsið: Edith Piaf,
sun. Þetta er allt að koma,
fös. Græna landið, lau., fim.
Borgarleikhúsið: Don Kík-
óti, sun. Chicago, lau. Lína
Langsokkur, sun. Belgíska
Kongó, sun. Rómeó og Júlía,
mið., fim., fös.
Dansleikhúsið: Fjögur ný
verk eftir Irmu Gunn-
arsdóttur, Peter Anderson,
Maríu Gísladóttur og Jóhann
Björnsson, þrið.
Iðnó: Secret Face, fös.
Sjaldgæfur dagur á lag-
ernum hjá Larson, lau., mán.
Rauðu skórnir, sun., mið.
Möguleikhúsið: Tveir
menn og kassi, lau. Mín jörð,
þín jörð, sun., mán.
Tjarnarbíó: Barnasýningin
Í gegnum eldinn frá Íslandi,
sun., mið.
Norræna húsið: Barnasýn-
ingin Metamorphoses, þrið.
Leikfélag Akureyrar: Eld-
að með Elvis, fös. Búkolla,
lau.
helgag@mbl.is