Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.2004, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.2004, Síða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. MAÍ 2004 Þ jóðleikhúsið er einn af mátt- arstólpum íslenskrar menning- ar og hefur borið gæfu til að eflast að þroska og visku gegn- um tíðina. En áfram skal hald- ið, það má aldrei stoppa á þroskabrautinni,“ segir Kol- brún Halldórsdóttir, þingmað- ur Vinstri grænna. „Ég vil sjá Þjóðleikhúsið eflast jafnt yst sem innst – á sál og líkama. List þess þarf að eiga erindi við samtímann, góðu leikhúsi liggur ævinlega mikið á hjarta og það þarf að tryggja lifandi samtal þess við áhorfendur. En það getur líka auðgað samtalið milli hinna einstöku listgreina, því þær eiga allar heima undir hatti leikhússins. Það verður að stunda stöðuga leit og gera endalausar uppgötvanir, æfa sig í að tala ólík tungumál listarinnar og mannfólksins sem í landinu býr. Það á að taka þátt í að móta framsækna stefnu í leiklist og varða áfram veginn til öflugrar innlendrar sköp- unar þar sem fagmennsku í vinnubrögðum er gætt í hvívetna. Og þótt því beri að horfa vítt til veraldarinnar allrar þá er því nauð- synlegt að rækta tengslin við uppruna sinn, vita hvaðan það kemur og hvert það stefnir. Þegar upp er staðið er ábyrgð þeirra sem starfa við Þjóðleikhúsið mikil, því þeirra hlutverk er að skapa menningararf framtíð- arinnar. Leiklistin er list augnabliksins þess vegna þarf þjóðleikhússtjóri að vera manneskja augnabliksins. Hún þarf að skynja tíðarand- ann, hafa yfir að ráða aðferð til að lesa hann og kunna að finna farveg fyrir framlag leik- listarinnar til samtímans. Þjóðleikhússtjóri þarf að vera flinkur í samskiptum, kunna að laða það besta fram hjá hverjum og einum sem við leikhúsið starfar. Góður leikhús- stjóri er eins og loftvog á ástandið bæði inn- an veggja leikhússins og utan þess og þótt hann þurfi ekki að gera nokkru/nokkrum til hæfis nema eigin sannfæringu og hugsjón verður hann að vita að hann er hluti af heild, með honum í liði er fjöldinn allur af flinkum listamönnum, sem eru forsenda stórra sigra. Sú manneskja sem velst til þessa starfs þarf að hafa kjark til að opna alla glugga og gátt- ir, hleypa inn ljósinu og tryggja nægilega mikið súrefni, sem er eldsneyti góðra hug- mynda og kraumandi sköpunargleði. Já, gleðin er lykilatriði.“ Kynna sér erlenda strauma „Þjóðleikhúsið er til fyrir leiklistina á Ís- landi. Það á auðvitað að geyma og end- urnýja menningararfinn, innlendan og al- þjóðlegan, en líka að vera sjálfsagður vettvangur fyrir nýjungar í íslenskri leik- ritun og kynna það sem er að gerast núna úti í heimi,“ segir Mörður Árnason, þing- maður Samfylkingarinnar. „Þjóðleikhúsið á að vera lifandi, vekja forvitni og athygli, gleðja og hneyksla. Það á ekki að þurfa að keppa um hylli gesta með kassastykkjum en á heldur ekki að neita sér um að vera skemmtilegt. Það á að líta á sjálfstæða leik- hópa og frumkvöðla sem vini og skjólstæð- inga. Hagnaðarsjónarmið geta aldrei orðið aðalatriði í þjóðleikhúsi en það á að reka vel. Fyrir utan hefðbundnar hæfniskröfur til þjóðleikhússtjóra verður viðkomandi að vera menningarlegur leiðtogi í leikhúsinu og í samfélaginu, góður verkstjóri og helst heimsborgari. Og hann verður að þora að taka sénsa.“ Efla tengslin við landsbyggðina „Ég tel að Þjóðleikhúsið þurfi að ná meiri og betri tengslum við samfélagið allt en nú er. Mér finnst skorta á þetta,“ segir Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins. „Til þess að svo megi verða þarf að efla innlenda leikritun og nýsköpun í leik- húsi með ráðum og dáð. Einnig þarf að reyna eftir mætti að efla tengsl leikhússins við landsbyggðina svo það megi vera leikhús allrar þjóðarinnar eins og nafnið gefur til kynna. Bæði með því að bjóða landsbyggð- arfólki upp á ódýrar leikhúsferðir en líka með því að standa að sýningum úti á landi. Tilvonandi leikhússtjóri þarf að hafa mennt- un, þekkingu og reynslu á sviði leiklistar og jafnframt búa yfir stjórnunarreynslu og hafa mikla hæfileika og reynslu í mann- legum samskiptum. Einnig að hafa brenn- andi metnað fyrir hönd íslenskrar leiklistar. Umfram allt þarf viðkomandi þó að eiga gott með að vinna með (lista)fólki á öllum aldri.“ Opna sig fyrir yngra fólki „Ég vil sjá fleiri samtíðarverk og að Þjóð- leikhúsið fjalli um þann veruleika sem við lifum í,“ segir Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks. „Mikilvægt er að leik- húsið höfði meira og opni sig fyrir ungum listamönnum og ungum áhorfendum án þess þó að sniðganga þá sem eldri eru. Það þarf að halda áfram að efla íslenska leikritun og þá með langtímamarkmið í huga. Þjóðleikhússtjóri þarf fyrst og fremst að hafa metnað fyrir hönd íslenskrar leiklistar. Hann þarf að vera sjálfstæður í hugsun og hafa sannfæringu fyrir hinu mikilvæga hlut- verki Þjóðleikhússins í íslensku samfélagi.“ Taka mið af því að Þjóðleikhúsið er ríkisrekið „Mín skoðun er sú að nýr Þjóðleikhús- stjóri eigi að byggja áfram á þeim grunni sem fráfarandi leikhússtjóri hefur byggt starf sitt á. Þjóðleikhúsið hefur að mínu mati í hans tíð verið leiðandi á sviði leik- listar á Íslandi,“ segir Sigurður Kári Krist- jánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. „Ég tel að nýr leikhússtjóri verði að taka mið af því að Þjóðleikhúsið er ríkisrekið leikhús og fyrst svo er ber honum að leitast við að sinna kröfum allra landsmanna. Nýr leik- hússtjóri má því ekki eingöngu leggja áherslu á klassísk verk, heldur verður hann einnig að sinna börnum, setja upp söngleiki og ýmist léttmeti í bland við klassíkina. Ég tel jafnframt að nýjum leikhússtjóra beri í ljósi stöðu leikhússins að leggja mikla rækt við íslensk verk og reyna eftir föngum að styðja við bakið á íslenskri handritagerð á sviði leiklistar. Þar við bætist að ég gæti vel séð fyrir mér að nýr leikhússtjóri ætti jafn- vel að fara inn á nýjar brautir. Þar á ég við að nýr leikhússtjóri gæti stutt við bakið á grasrótinni í greininni, svo sem með því að hleypa einkareknum leikhópum inn í leik- húsið og veita þeim aðstöðu til þess að koma sköpun sinni á framfæri.“ GÓÐU LEIKHÚSI LIGGUR MIKIÐ Á HJARTA Þjóðleikhúsið er flaggskip íslenskrar leiklistar. Um það blandast engum hugur. Hugmyndir fólks um hvernig sigla eigi fleyinu eru þó af ýmsum toga eins og kom fram í máli leikhúsfólks sem Morgunblaðið leitaði álits hjá á dögunum. En hverjar eru hugmyndir stjórnmálamannanna um hlutverk Þjóðleikhússins? INGA MARÍA LEIFSDÓTTIR og SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR leituðu álits þingmanna allra flokka sem sitja á Alþingi. ingamaria@mbl.is silja@mbl.is Dagný Jónsdóttir Mörður Árnason Magnús Þór Hafsteinsson Kolbrún Halldórsdóttir Sigurður Kári Kristjánsson ÞAÐ er ekki langt um liðið að farið var að halda tónleika í Listasafni Einars Jónssonar, Hnitbjörgum, sem þögult og þungbúið stóð lengi eitt sér á Skólavörðuhæðinni. Í æsku undirritaðs var steinnámsgryfja mikil þar sem nú stendur Hallgrímskirkja og á horninu gegnt listasafninu sátu dulúðugir menn og lúðu að steinum, er notaðir voru til gangstétt- argerðar. Bílaleikir barna í steinnámsgryfj- unni, dúlúðugir steinhöggvarar og hágnæf- andi, þögul og þungbúin Hnitbjörg er mynd þeirra er muna Skólavörðuholtið fyrir seinni heimsófriðinn. Nú vaxa tré þar sem steinhöggvararnir sátu fyrrum og slógu neista og steinflísar úr íslenskri jörð. Af gryfjunni miklu reis stærsta kirkja landsins, þar sem orð Guðs, voldugur orgelhljómur og fagur söngur samvefja trúar- tignun manna. Fjallstöðug standa Hnitbjörg enn og hýsa myndverk Einars Jónssonar, ævistarf listamanns, sem líklega er einstæður í heimi listanna, er óf saman við myndformin tákngildum trúar og dulmögnum mannlegra samskipta. Nú er von til að liðin sé sú tíð að þögnin og þungbúin einveran grúfi yfir Hnitbjörgum, því sl. sunnudag, 9. maí, voru þar haldnir tón- leikar sem Gerður Bolladóttir og Sophie Schoonjans stóðu fyrir og fluttu þær íslensk sönglög, ítalskar antik-aríur og breska söngva. Tónleikarnir fóru fram í litlum en vel hljómandi sal, þar sem gott jafnvægi var í samstilltri hljóman hörpunnar og söngsins. Tónleikarnir hófust á Blítt er undir björk- unum eftir Pál Ísólfsson og þá mátti strax heyra frábæra hljómgun þessa litla salar, sem þó býr yfir miklu hljómrými vegna mik- illar lofthæðar. Vorvísa eftir Atla Heimi Sveinsson var næst á efnisskránni og þar á eftir kom Ein sit ég úti á steini eftir Sigfús Einarsson, sem á sínum tíma sló í gegn í upp- færslu á Nýársnóttinni eftir Indriða Einars- son. Listaverkið Þú eina hjartans yndið mitt eftir Sigvalda Kaldalóns hljómaði sérlega vel, enda er undirspilið eitt samfellt „arpeggio“ sem Schoonjans lék mjög vel. Síðustu tvö ís- lensku lögin voru Augun mín og augun þín og Friður á jörðu eftir Árna Thorsteinsson. Söngur Gerðar var einstaklega fallega mót- aður, bæði hvað varðar tónmótun og fram- burð en einnig gæddur hófstilltri og þrung- inni túlkun, er var sérstaklega áhrifamikil í lögunum eftir Sigfús, Sigvalda og Árna. Antik-aríurnar spönnuðu tímann frá upp- hafi óperusögunnar með Amarilli eftir Cacc- ini til Nel cor eftir Paisiello og voru þessir kunnu og margsungnu söngvar sérlega fal- lega fluttir, sérstaklega Lasciatemi morire eftir Monteverdi, Sebben, crudele eftir Cald- ara og Se tu m’ami eftir Pergolesi. Lokaviðfangsefnin voru frá Bretlandi. Írsku lögin The Last Rose of Summer og The sally gardens og velska lagið The Ash Grove, tvö síðarnefndu útsett af Britten, voru ein- staklega fallega flutt, enda eru þessi lög fal- leg, bæði tónferli og textarnir. David of the White Rock eftir Britten er eitt af þeim lög- um, þar sem Britten teygir sig til móts við módernismann í undirleiknum þótt tónferli lagsins sé að öðru leyti „gamaldags“. Í loka- lagi tónleikanna, Now is the Month of May- ing eftir Morley, var útsetning undirleiksins, eftir Watkins, hreinlega ofunnin og dró at- hyglina mjög frá laginu, sem er elskulegur og einfaldur vorsöngur. Í heild voru þetta fallegir tónleikar, þar sem saman fór fallegur söngur og innileg túlkun, í sérlega góðu samspili og leik, er naut sín sérstaklega í hinum litla sal lista- safnsins. TÓNLIST Hnitbjörg, Listasafn Einars Jónssonar Gerður Bolladóttir og Sophie Schoonjans fluttu íslensk sönglög, antik-aríur og breska söngva og þjóðlög. Sunnudagurinn 9. maí. LJÓÐATÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson Fallegur söngur og innileg túlkun

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.