Íslendingaþættir Tímans - 15.05.1968, Síða 7

Íslendingaþættir Tímans - 15.05.1968, Síða 7
Sigurður Viihjálntsson Hánefsstoðum, Seyðisfirði ureyiri, og konu hans, Helgu hií-s- mæðrakennara Kristjánsdóttur frá Fremstafelti í Kinn. Dvaldist hann eftir það alila stund með þeim hjónum. Reyndust þau honum sem væru hans eigin börn —• og góð börn. Alt hið sama má segja um Jón, son Halls í Brekkukoti og Ólínu Jónasdóttur skáldkonu. Hefur hann verið heimilismaður á Silfrastöðum meir en 30 ár og tengdur Jdhannesi traustum bönd- um. Árið 1915 kvæntist Jóhannes Jðhönnu Jóhannsdóttur bónda á Lýtingisstöðuim í Tungusveit, Jóns- sonar, og konu hans Dýrleifar Árnadóttur. Voru þau systrabörn, en JÓhanna var móðursystir þeirra bræðra, Jóhanns bónda á Silfra- stöðum og dr. Brodda skólastjóra. Jóhamna var vel gerð kona um aila hluti, óvenju fríð og ágæt- lega gefin. En hennar naut eigi iengi. Hún átti við heilsubrest að búa og lézt, tæplega fertug að aldri, þ. 1. janúar 1927. Þau hjón eignuðust tvær dætur og dóu báð- ar á barnsaldri. Hefði vísast marg- ur kiknað undir þeirri raun, að vera á skömmum tíma sviptur börnum og ástfólgmni eiginkonu. En Jóhannes stóð uppréttur, þótt á honum skylli sá heljarharmur. Hann var andlegt þrekmenni og einlægur trúmaðuir, en fMkaði aldrei tilfinningum sínum á torg- um úti. Jóhann-es á Silfrastöðum naut ekki skólagömgu. En hann var greindur maður, las mifcið, hugs- aði mikið, vildi brjóta hvert mál til mergjar. Enginn maður var fra- bitnari því að láta á sér bera, trana sjiálfuim sér fram, seilast til metorða. En eðlislæg íhygli, sam- fara skýrri hugsun og góðri greind traust og þverbrestalaus skapgerð, samifara einstakri prúðmennsku til orðs og æðis — ailt þetta og fleira enn aflaði honum þviMkra vin- sælda, virðingar og trausts sam- ferðamanna, að þeir hióðu á hann trúnaðarstörfum. Hann sat í hreppsnefnd 1915—1922 og aftur 1928—1958, oddviti 1937—1958, hreppsstjóri 1948—1961, skatta- nefndarmaður hartnær tvo ára- tugi, enn var hann formaður bún- aðarfiélags um hríð, símstöðvar stjóri og bréfhirðingarmaður ára- tugi. Er það sízt ofmælt, að trún- aðarstönf öll hafi Jóhannes rækt af einstakri alúð og kostgæfni. Kom honum og oft að góðu haldi, F. 7. marz, 1892, d. 25. febr. 1968. „Dáinn, horfinn, harmiafregn.“ Landnámsmenn völdu sér bú- staði eftir mörgu, sem þeir töldu að til greina kæmi fyrir þá. Einn er sá staður, hér við lygnan fjörð, sem varð fyrir því vali og hefur nafn hans haldið sér, þó breyting- ar hafi síðan miklar orðið. Á þess- um stað hefur sama ættin setið hversu glöggur hann var á tölur. Jóhannes Steingrímsson var hár maður og beinvaxinn, afrendur að afli. Hann var jarphærður, föl- leitur, toginleitur, stórskorinn nokkuð og eigi smáfríður, svipur- inn mikiil og festulegur, drætt.-r hreinir. Hann var manna stilltast- ur og skipti aldrei skapi, hægar í framgöngu og fór að engu óðs- lega, óhlutsamur og fátalaður löngum, en hafði þó yndi af sam- ræðum, gamansamur og glettinn á góðri stund, hló sjaldan en hjart- anlega, er svo bar undir. Jóhann- es huginaðist hverjum manni vel, þeim er af honum hafði að segja. Skapfesta hans og trygglyndi, rétt- sýni hans og sanngirni var þvihk, að enginn maður lagði honum last- yrði. Jóhannes á Silfrastöðum var eiigi framkvæmdamaður í búnaði. Var og ræktunaröld hin nýja eigi gengin í garð, er hann var upp á sitt bezta. En Silfrastaðir hafa alla stund verið höfuðból og stór- býli, fögur jörð og kostasöm. f Silfrastaðafjalli er veðursæld meir en annars staðar víðast á landi hér. Og Jóhannes efnaðist vel. Hann unni þessari miklu og fögru jörð. Þar var hann vaxinn úr grasi. Þar átti hann sælar stundir og sárar. Þar dvaldist hann a<5 kalla hvern dag sinnur löngu ævi. Og þar var honum búin hin síðasta hvíla. Hann var ekki rótarslitinn meiður. 21. 4. 1968. Gísli Magnússon. yfir 100 ár og mun einnig væntan- lega í framtáðinni svo verða En nú á hinum síðustu tímum mikilla breytinga hefur mikið reynt á að halda tryggð við þennan stað, þeg- ar auðnin hefur alit í kring mynd- azt, og að yfirgefa hann ekki. Nú er hann allur, sá, sem átti þá sterku trú að framtíðin mætti haldast á hans fæðingarstað. Verð- ur hans ætíð minnzt, sem merkis- manns. En þessi maður var Sigurð- ur Vilhjálmsson á Hánefsstöðum váð Seyðisfjörð. — En þó hann nú sé horfinn sjónum, mun merki hans lengi standa við fjörðinn hans og í sögu þess byggðarlags. Því nafn Sigurðar kemur ætíð við sögu svo var hann gerður. Á fyrrr; styrjaldarárunum frá 1914—1918 vöknuðu menn til þekkingar á því hvers virði félagssamvinna væri fyrir lífsafkomu manna. Þa11 ár risu á fót víðsvegar um lana ■ am- V'innufélög, sem starfa enn i dag. Eitt þeirra félaga er Kaivpfélag Austfjairðar á Seyðisfirði. Á fæð- ingarstað Sigurðar, Hánefsstöfium, ÍSLENDINGAÞÆTTIR 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.