Íslendingaþættir Tímans


Íslendingaþættir Tímans - 15.05.1968, Qupperneq 23

Íslendingaþættir Tímans - 15.05.1968, Qupperneq 23
MINNING Jóhann Gíslason deildarstjóri < Á beirnskuárum Flugfélags íslands réðst til þess ungur, ljósihærður pilt- ur, prúður í framgöngu. Hann var lærður loftskeytamaður og kunni starf sitt afburðavel. Þetta var Jó- hann Gíslason Við vorum samskipa í fyrsta millilandaftaginu á flugbáti árið 1945. Síðar svifum við oft sam- an yfir höfin, og það er margs góðs að minnast frá þeim ferðum. Jóhann Gíslason var maður sam- vizkusamur með afbrigðum og trúr í öllum sínum störfum. Hann var svo greindur, að aUt virtist liggja opið fyrir sjónum hans. Forráða- menn F.í. komu líka fljótt auga á kosti hins unga manns. Þeir fólu honum hvert trúnaðarstarfið á fætur öðru, og Jóhann gerði hverju verki góð skil. Jóhann var skemmtilegur í vina- hópi og hafði yndi af veiðiferðum og útivist. Hann var góður félagi. Hann lét sér mjög annt um heimili sitt og fjölskyldu, og nú í dag hugsa ég ti'l barna Jóhanns, sem misst hafa góðan föður, og eigiskonunnar, sem hann unni svo mjög. Öðrum nánum skyldmennum sendi ég einnig inni- legar samúðarkveðjur. Bið ég þeim öJlum blessunar. Önnur er fjölskylda hér í bæ, sem ég bið guð að styrkja Eru því þungar byrðar lagðar á herðar ungri konu að sjá fyrir svo stórum hóp og skila þjóðfélaginu sem vel uppöldum þjóðfélagsþegnum. En með guðshjálp og góðra manna aðstoð mun henni takast það. Hún er af kjarnafólki og kjarkmikil. Þau Halldór og Ásta hófu búskap á Arnarfelli á Arnarstapa 1956 en síðar fluttu þau til Reykjavíkur og stundaði Halldór þar ýmsa vinnu, svo sem títt er um unga menn, var hann sendibílstjóri, sjómaður og verkamaður. Fyrir ári síðan fluttu þau vestur á land og settust að í Súðavík, litlu en vingiarnlegu þorpi, þar sem íbúarnir lifa mest á fisk veiðum. Þar stundaði Halldór vinnu í landi við fiskaðgerð en fór fyrir annan mann þessa sjóferð sem varð svo örlagarík sem kunnugt er, þar sem báturinn sást ekki ofansjávar eftir að hann sást á landstími að og líta til i náð, og ég er viss um, að allir landsmenn taka undir þá bæn með mér. Jóhannes R. Snorrason. t Við vorum ekki gamlir, þegar við kynntumst á sundæíingum í Sundihöll inni: Síðan hafa leiðir ekkj skilizt. Það er margs að minanst frá þeim árum. Það var enginn smáviðburður, þeg- ar við unnum Sundknattleiksmótið og Erlendur Ó,- grét þegar hann aflhenti okkur verðlaunin. Það var mikil sig- urhátíð. Það er margs að minnast. Ferða- löngunin var mikil. Þá voru engar flugvélar. Við vildum fara langt. Upp í Borgarfjörð að minnsta kosti. Við fórum hjólandi með tjald og ailt sam an, alla leið upp að Hreðavatni. Hann blés á móti og það var erfitt að hjóla, en það gerði ekkert til. Svo kom rigningin. Það er margs að minn- ast. Við þurftum að læra eitthvað. Gagn fræðapróf var ekki nóg. Tækniöldin var að byrja. Við fórum í Loftskeyta skólann og lærðum allt um elektrón kvöldi dags 13. febr. Er óþarft að rifja upp þá sorgarsögu, þar sem fjórir góðir drengir létu lífið í hetju legri baráttu við storm og stórsjó, blessuð sé minning þeirra. Innileg ustu þakkir skulu færðar öllum þeim aðilum sem lögðu. á sig erfiði og kostnað í marga daga við að leita þeirra ef vera mætti að einhverjum yrði bjargað úr nauðum. Einn daginn leituðu fimmtíu bátar, tvær flugvél ar, og hundruð manna á iandi en því miður án árangurs. Þakklæti að- standenda í slíkum tilfellum verður ekki með orðum lýst. Halldór var jafnan glaðlyndur, góð ur drengur og vildi allf fyrir alla gera og hans hinzta verk var að ganga á skip til að ekki þyrfti að fella niður róður. Slíkra manna er gott að minnast. Guðm. Guðni Guðmundsson. ur og morsuðum allan daginn. Það var mikil músik. Nú eru rétt 25 ár síðan. Svo hófst alvara lífsins. Þú fórst á Ritsímann og laukst þar símritara prófi síðan á ioftskeytastöðina á Mel- unum. Ég fór til Útvarpsins. Við hittumst þó alltaf á sundæfingum. Flugfélag íslands var að festa kaup á stórri flugvél. Þú varst ráðinn til Flugfélagsins, og ég ári seinna fyrir þína tilstilli. Það var á afmælisdaginn þinn 1947 að fyrri kona mín dó. Þú varst hinn sterki, sem studdir mest og bezt. Það verður aldrei fullþakkað. Þegar þú komst frá út- landinu færðirðu dóttur minni gjaf- ir. y Mörg ár höfum við un-nið saman síðan og víða farið, alltaf fljúgandi. Aldrei var þó iengra á milli en svo að við gætum ekki kallast á með morselykiunum okkar. Margar kveðjur fóru á milli yfir hálft Atl antshafið. Nú verður lengra á milli um stund. Við skólabræður úr Loftskeytaskólan um sendum kveðju okkar, nú á 25 ára afmælinu.,Ég veit ég má bcra þér \ kveðjur flugleiðsögumanna. C.U.L. sögðum við í gamla daga með morselyklunum. Það er hin rétta kveðja. Sé þig seinna. Við Sólveig sendum fjölskyldu þinni og ættingjum, okkar innileg- ustu kveðjur. Rafn Sigurvinsson. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 23

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.