Íslendingaþættir Tímans - 15.05.1968, Page 18

Íslendingaþættir Tímans - 15.05.1968, Page 18
héldum bó báðir velli að leifcslok- uim, og það þótti báðum bezt. Þrátt fyrir hörð andans átök á stundum á opinberum mannfundum skild- um við sem bræður, án þess að hafa hvor annan sært, bróðurþelið var svo fast greipt í sálir okkar, að jafnvei andleg hólmganga gat ekki skert það. Við skildum hvor annan þess vegna var handtakið alltaf jafn hlýtt þegar við heilsuð- umst og kvöddum. Þetta gilti um alla sem þú áttir orðum við, fram- setning orðs þíns var þannig að þú móðgaðir engan. Það var málefn- ið en ekki maðurinn sem þú deild- ir um. Fljótlega eftir að þú komst í bænda tölu var það traust borið til þín að þú varst kosinn til að mæta á mannfundum fyrir ýmis fé- lagasamtök í þessu héraði. Á aðalfundum K.A.S.K. varst þú búinn að mæta síðan 1922 sem full trúi Suðursveitadeildar. Á fundum Búnaðarsambands A-Skaftfel- inga frá stofnun þess 1950—51 og sazt síðasta fund þess, síðasta sum- ar. Á bænda-fundum Austur Skaft- felli-nga mættir þú frá því þeir hófust 1944 sem einn af fulltrú- um Búnaðarfélags Borgarhafnar- brepps. Formaður Sauðfjárræktun arfélags Borgarhafnarhrepps frá stofnun þess 1939. Lengi í stjórn Sauðfjárræktarsambands Au stur- Skaftafellssýslu. Um tíma í stjórn Men-ningarfélags Austur-Skaft- fellinga. f fleiri áratugi í hrepps- nefnd Borgarhafnarhrepps á þeim árum var byggt félagsheimili og heimavistarskóli fyrir börn og ung linga á vegum hreppsins. í sókn- arnefnd Kálfafellsstaðarsóknar og formaður hennar síðan 1925. Á fyrstu árum þínum í því starfi var byggð ki-rkja á Kálfafellsstað und- ir þinni forystu, sem má telja söfn uðinum sómi að. f ölilu þín-u félagsmálastarfi komst þú ekki fram sem þögull áheyrandi aðeins til að greiða at- kvæði og hlusta, þú lagðir góðurn málefnum ævinlega lið, eða þá deildir ótrauður á sem þér þótti miður fara, ben-tir á nýjar leiðir sem stefndu til hins betra að þín- um dómi. Þú varst þessi athuguli maður sem ald-rei vildir rasa fyrir ráð fram. Stundum var sagt á mannfund um. „Hvað segir Benedikt á Kálfa- fielli nú“ Þá reis þessi vel gerði bóndi úr sæti sínu og hóf máJs. Framsetniug orðanna var þannig að allir urðu að hlusta, og hlusta og hlusta sér til ánægju. Nú gefst ekki tæki-fœri að hlusta á þig leng- ur, þú srt horfinn og ströndinni svifinn í ósýnis fja-rlægan heim. Þá læt ég eiritali mínu lokið við þig bróðir og hafði gaman af að rifja það upp sem mér fannst setja mestan svip á starf þitt hér og lengst mun lifa í minningum margra. Ég sný þá máli mínu til hins almenna lesara ef hann kynni að renna augum yfir þessar línur. Benedikt var fæddur á Hala í Suðursveit, 20. júlí 1894. Foreldr- ar hans voru, Anna Benediktsdótt- ir og Þórður Steinson, bóndi kom inn af góðum og kunnum ættum í Skaftafellssýslu. Þau Anna og Þórður eignuðust fjögur börn þrjá syni og eina dóttur sem lézt í æsku. Þórbergur rithöfundur var elztur þeirra bræðra, þá Steinþór bóndi á Hala, og^ Benedikt yngst- ur. Allir óiust þeir bræður upp á Hala hjá foreldrum sínum og voru oft í flieirtölu kallaðir Halabræður. Ekki ófliust þeir upp við mikil efni. Jörðin var kostarýr af heyskap og takmarkaði því lítinn bústofn, allt varð að spara til hins ýtrasta þó án þess að heinn liði. Aftur á móti miðluðu foreldrarn ir sonum sínum af andlegum efn- um ekki minna en gerðist á þeim órum. Faðir ofckar átti mikið bóka- safn á þá tíðar vísu, að því safni voru þrír fleiri eigendur en það var mest geymt á Hala hjá föður okfcar. í þessu safni voru allar ís- lendingasögurnar eddumar Nor- egskonunga og norðurlanda, margt af riddarasögum, þjóðsög- um, Iðunn gamla, Gamlar bvöld- vökur, landafræði Grö-ndals, Al- þýðubókin sem var gimsteinn að fróðleik sinnar tíðar, og margt fleira af góðum og fróðleiksfull- um bófcum mætti nef-na, svo sem leiðarvísir ísafoldar, Formálabókin nokkuð af rímum, sagan af Giss- uri jarli og fleira. Ali-r á Hala áttu aðgang að þessu bökasafni til lestr ar. Þetta var sá fræða brunnur sem Benedikt óist upp við. Engum vafa tel ég á þvi að margt af þessu lestrarefni hefur síast inn í sál hins unga manns og komið b - um til að hugsa út fyrir hversdags leikann. Hún var ekki há til lotfts né víð til veggja baðstofan á Hala frem- ur en margar aðrar baðstofur þess tíma. Þó þróaðist þar andlegt llf, hver vildi miðla öðrum af þekk- ingu sinni og vizku eftir því sem hægt var. Það var í rauninni marg þætt fræðsla sem þarna fór fram. í rökkrinu voru sagðar sögur og eitthvað írá liðnum áruim, af þeim eldri, kveðist á, ráðnar gátur og svo framvegis. Þegar ljósið var kveikt hófst sögulesturinn eða rÆmmafoveðSkapur. í vöfou lokin var lesinn húslestur. Faðir okkar kenndí okfour bræðr um mikið af ferskeytlum og jafn- vel kafla úr heilum rímnaflokkum. Þetta gerði hann til þess að við stæðum okfour betur að kveðast á, en það var list þess tíma sem fað- ir minn iðkaði í rökfcrinu á kvöld- in við okkur stráka. Reynið þið að láta sem mest gott af ykkur áð leiða sögðu for- eíldrar okkar einatt við okfour bræður, þá verðið þið vel metnár. Ekki vil ég segja hvað þessi kenn- ing hefur verið mikið tekin til greina, en góð var hún. Ég ætla að biðja ykkur um það strákar að venj'a ykkur ekki á tóbafo, sagði faðir okkar oft við okkur, þó ég lenti í þeirri ógæfu bætti hann við. Harnn fann að tóbafoskaupin komu. við Mtil efni. Móðir okkar kenndi Okkur að lesa og skrifa, en faðir okkar sagði okfour frá legu landa, skipun heimsálfa og gangi himin- tungla. Þetta var þá andlega hliðin sem vissi að uppeldi Benedifcts. Vel má vera að eitthvað hafi skolast eftir í sál drengsins, þó ærslafullur þætti, sem vitandi eða óafvitandi hefur komið honum að gagni síð- ar. Tvö sumur var Benedikt í kaupavinu á Hvamimá hjá Jóni allþingismanni og hafði á hendi bú- stjóm þar meðan Jón var á þingi. Þetta var 1916 og 1917. Sumarið 1914 var hann í vegavinnu og 1915 í kaupavinnu á Hólum hjá Þorleifi alþingismanni og mun Þor leifur hafa bent Jónf á Hvammó á Benedikt sem kaupamann. Að þess- um sumrum fráteknum vann Bene difot heima á Hala og lét sinn hlút ekki eftir liggja að byggja það heimili upp, enda mátti það telj- ast sæmilega stætt þegar hann fór þaðan. Kaup sitt lagði hann í heim- ilið, var þvi hægt að auka bústofn- inn og heyfenginn dálítið. Benedikt var drengur góður og maður sem í hvívetna mátti treysta 18 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.