Íslendingaþættir Tímans - 15.05.1968, Side 11

Íslendingaþættir Tímans - 15.05.1968, Side 11
arhald á nokkrum hluta þeirrar jarðar. — Allt til þessa hafði hann búið við jarðnæðisþröng og þröng an húsakost og aðeins haft reyt- ings grasnýt, sem hann gat fram- fleybt á einni kú og örfáum kind- um, en hvergi haft ráð á landi, sem hann gæti umbætt og_ rækt- að sér til framtíðar gagns. Á þe >s um árum varð hann að stunda at- vinnu utan heimilis til að fram- fleyta fjölskyidu sinni. Hafði hann þá fyrir stórum barnahópi að sjá og varð að leggja hart að '&r til að sj'á fjölskyldu sinni borgið. Það tókst honum án þess að þurfa að leita annarra hjálpar. Mátti það kalíast vel af sér vikið við þær aðstæður, sem hann bjó við. — Meðan hann var á Eyri var all- mikil síidarsöltun, flest árin fram að 1920, á síMarsöltunarstöðvum, sem byggðar voru í Eyrarlandi. Stundaði Jón þá vinnu af mi'klu kappi og lagði oft nótt við dag við þá vinnu, sem til féll og hey- Skap fyrir þeim skepnum, sem hann átti. Var hann með allra fljótustu mönnum við síldarsölt- un og oft kom Solveig kona hans honum til hjálpar. Urðu honum þetta drjúgar tekjur meðan þess naut við. En þegar því lauk. tóku við erfið ár, sem mörgum urðu þung í skauti. Þegar Jón flyzt að Seljanesi og fær lofcs jarðnæði til frambúðar, er hann orðir.n hálffimmtugur og faririn að verða slitinn af látlausr. erfiði. Eftir komju sína þangað ’gengur hann með dugnaði og elju að því að búa í haginn fyrir sig og sína. Varð hann að byggja þar allt frá grunni, því engin hús voru þar, sem hægt væri að nefna á þeim parti, er hann fékk til um- ráða. Þar byggði hann sér íbúðar- hús úr timbri. Var efni í það mest atlt unnið með eigin höndum úr rekaviði og sjálfur vann hann me:-t að smíði þess. Einnig byggði hann Peningshús og hlöður. Þá lagði hann mikla vinnu í að ræsa frarp mýrarspildu með eigin höndum. Hugðist hann vinna hana til rækl- unar, þó það verk bæri eigi til- ætlaðan árangur. Voru vinnustund ir hans ófáar við þessi verk. Eftir að Jón kom að Seljanesi, fór hagur hans að batna. Jörðin «r að mörgu leyti hæg og of'tast vetrarlétt þar fyrir sauðfé og reki noktour, sem teljast mátti til hlunn inda. Varð bú hans í góðu meðal- ia3i og afurðagott, og afkoma hans ÍSLENDINGAÞÆTTIR betr.i en áður. Voru börn hans sum uppkomin og önnur stálpuð og lóttu undir eftir getu. — Árið 1948 missti Jón Solveigu konu sína. Var það honíuim þuugt áfall. Hélt hann þó áfram búslkap með yngstu dætrum sínum og yngsta syni sín- um, Benjamín, þar til þær gift- ust og fluttu burtu. Brá hann þá búi og fór að Kjörvogi til Guð- mundu dóttur sinnar og Guðjóns Magnússonar, tengdasonar síns. Var hann þar í tvö ár. — 1953 flyzt hann aftur að Seljanesi til Ðenjamíns sonar síns, sem þá var giftur og farinn að búa* á Selja- nesi. Hjá þeim hjónum var hann upp frá því. Naut hann góðra elli- daga hjá þeim, enda hélt hann mikið upp á Ágústu tengdadótt- ur sina. Lagði hann sig ailan fram, að vinna þeim það er hann mátti. Eins og áður er getið, flutti hann m.eð þeim hjónum frá Selja- nesi á s.l. ári að Stóru-Reykjum í Fljótum. Þó honum þætti sárt að yfirgefa átthaga sína og sveit- unga á gamals aldri og hverfa frá því, sem hann hafði helgað krafta sína, tók hann þann kost að fylgja þeim eftir. Því þrátt fyrir elillas- leik, sem farinn var að hrjá hann, vonaðist hann eftir að geta enn um skeið lagt hjálparhönd að með syni sínum og tengdadóttur við að laga og umbæta þeirra nýja heim- kynni. En raunin varð önnur á, enda þess að vænta, svo slitinn og lasburða sem hann var orðinn. Þau Jón og Solveig eignuðust 7 börn, sem upp komust, en síð- asta barn þeirra fæddist andvana. Öllum þessum börnum kom hann upp með sóma og auk þess ólu þau hjónin upp dótturdóttur sína. Fanneyju Jónsdóttur firá Stóru Ávik, nú búsetta og gifta á Akra- nesi. Unni Jón henni eigi minna en sínum eigin börnum, enda lcaus hann að vera í návist við hana, er hann varð að fara á sjúkrahús. Sýndi hún honum- Mka sérstaka umönnun og nærgætni í sjúkdóms legu hans, eins og jafnan áður. — Öll eru börn þeirra Jóns og Solveigar ágætlega gefin, eins og þau eiga kyn til. Út af þeim hjón- um er þegar kominn mikill ætt- bogi. — Þegar Jón var áttræður héldu börn hans honuin mikla veizlu að félagsheimilinu að Ár- nesi. Þar voru samankomin öll börn Jóns og tengdabörn auk fjölda barnabarna og fjölmargra sveit- unga og vina. Var það ánægjuieg stund fyrir hann og alla þá, sem þar voru. Þá var talð, að hann ætti á lífi 72 afikomendur, börn og barnabörn. Við þann hóp hef- ur bætzt noklkuð síðan, ■ svo ég hygg, að afkomendur hans séu nú orðnir nær 80 á lífi. Ligg>a því víða greinar af þeim stofni. — Jón var meðalmaður að hæð, grannvaxinn og holdskarpur. dá- lítið kýttur í herðum, og hygg ég, að það hafi verið menjar bein- kramar, þegar hann var í æsku, skarpieitur í andliiti, dökkeygur, kvikur á fæti og í öllum hreyfing- um. Hann var einstakur eljumað- ur, sívinnandi og féll sjaldan verk úr hendi. Hann var árrisull og bví oft búinn að skila drjúgu verki, þegar aðrir risu á fætur, en gekk snemma ti! hvílu, ef ekki kölluðu sérstakar annir að. Hann var vel greindur maður, hnyttinn og glett- inn í orðum og tilsvörum. Hann var glaðsinna í æsku en það breytt ist nokkuð með aldrinum, en á- vallt er hann var í góðra vina hópi og gesti bar að garði, lifnaði yfir honum og hrutu þá jafnan gam- anyrði af vörum hans. Hávaðamað- ur var hann enginn. Hann er ekki sá eini, sem sífeilit erfiðj og basl fyrir brýnustu þörfum lífsins hef- ur beygt og breytt frá þvi, ?em þeir annart höfðu eðM til. Hann var laginn verkmaður. Þegar hann var orðinn roskinn maður og mest.ix eiifiði var af honum létt, tók hann sér fyrir hendur að smiða ýmsa húsmuni fyrir heiir.ili sitt og aðra. Var það næsta ótrúlegt, hve hann svo gamall, gat náð tökum á nýj- um verkefnum, tækjafár við óhæg skilyrði. Síðustu árin fór starísþreki hans og heilsu hnignandi, en áhuginn var sá sami til hinztu stund ir. Hann stóð meðan stætt var. Löng- um annasömum starfsferli er lok- ið. Það var vissuiega gott gömlum og þreyttum að fá þá hvíld, þeg- ar Mkamsþrekið er horfið. Vinir hans og æítingjar þakka honum samveruna og störf hans og óslka honum blessunar og nýrra stanfa í nýjum og betri heimkynmum. — Lík hans var flutt heim í átthag- ana, sem allt lifsstarf hans var helgað, og jarðsett við hlið eigin- konu hans í Árneskirkjugarði. — Friður guðs og biessun sé með þér, frændi minn. Ég vona, að for- sjónin hafi fenigið ný verkefni að vinna. Guðmundur P. Valgeirsson. 11

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.