Íslendingaþættir Tímans - 15.05.1968, Page 21

Íslendingaþættir Tímans - 15.05.1968, Page 21
tvö orgel á Molda, hvort á móti öðru, innan yfir Vaðlaheiði. Hann hafði keypt annað sjálfur. Næsta vetur sendi hann Einar, son sinn, tál þess að læra organleiik hjá Magnúsi Einarssyni organista, en Magnús var ættaður héðan úr sveit Oig hér uppalinn. Einar var mjög söngvinn og hafði ágæta rödd. Árni á Finnsstöðum var mikill búhyggjuimaður, eins og áður seg- ir. En hann var líka mikill fegurð- arunnandi. Mesta yndi hang var góður söngur og hljóðfæraleikur og góðir hestar. Hann sá ekkj í aurana til þess að geta notið þessa hvorutveggja. Aldamótin nálguðust. Ráðið var, að halda aidamótahátíð fyrir allt héraðið á Ljósavatni vorið 1901. Undirbúningur var mikill og íkom mest á nágranna Ljósavatms hér í sveít. Meðal anuars var æfð- ur fjöimennur, blandáður kór, val ið söngfólk úr fjórum hreppum, Reyikjadal, Bárðardal, Fnjóskadal og Kinn. Kórinn var þaulæfður, þótt erfitt væri að ná saman í vetrarsnjóum og vorleysingum. Einar á Finnsstöðum var í alda- mótakórnum og minntist þess síð- ar með gleði, bæði erfiðisins og ánægjunnar. 50 árurn síðar ritaði hann grein um aldamótasamfeom- una, sem fyrst var lesin upp í út- vsrpi, en birtist síðan í Árbók Lingeyinga. Þessi grein var snjöll að rithætti og myndrik og ótrú- lega nákvæm og . sýnir glöggt mimni. Ég hef borið þessa grein saman við samitímaheknild, lýsingu á hátíðinni etftir Matthias Jochum- son, sem birtist í blaðinu Stefn- ir á Afcureyri. Matthías taldj há- tiðina mikið mennimgaratfrek. Á- gætlega ber saiman frásögn Einars og Matthíasar. Simi var lagður um landið sum- arið 1906. Bændur tóku að sér ílutninga á efni símans. Við Einar á Pinnsstöðum vorum sendir til Húsavíkur atf feðrum okkar að siækja marga kassa með kúlum og k-rókum, og áttum við að dreifa þeim á línuna. Við smöluðum hest um af mörgum bæjum suður Kinn ina, fóru yfir Fljótið á brúnni hjá Goðafossi og yfir í Reykjadal. Ég var b'á 17 ára, en Einar 27. Við gistum á Halldórsstöðum í Reykjadal hjá Sigfúsi Jónssyni og Sigríði Jónsdóttur, konu hans. Þessi hjón voru kunn fyrir at- gervi og mikla snyrtimennsku i ÍSLENDINGAÞÆTTIR búskap siinum. Árið áður hötfðu þau Einar og Kristjana Sigfúsdótt- ir opinberað trúlotfun, og kom Ein- ar í kunnugan rann, en ég var þessu fólki ókunnugur, þó að það væri frændfóik. Risið var árla að morgni. Krisf j- ana slóst í förina. Hún stóð þá á tvítug'U og þótti einna glæsileg- ust kona í héraðinu, há, granvax- in, teinrétt, svarhærð og hörunds- björ. Augun tindruðu af gletcuu fjöri og lifsgleði. Hún , reið fjör- mikilum, glæS'ilegum gæðingi og hafði á honum fullt vald. Hreyf- ingar hestsins og konunnar voru samstiiltar. Hestahópurinn brok-k- áði á undan ofekur skógargöturn- ar norður Vatnshlíðina. Þrestir og auðnutittlingar hófu kórsöng í lim inu. Álftir og endur brutu silfur- spegilinn á vatninu. Það bærðist ekki andvarí. Við fófum um Fagra nes, yfir Laxá á Fögrufit, norður Hvammsheiði og áðum á Núpeyri. Erindin voru fljótt afgreidd á Húsa vík og rösklega gengið að því að búa upp á hestana. Hver kassi var 90 pund. Þetta voru léttar klvfj- ar og fóru vel, Hestamir runnu greitt heimleiðis. Nú var Jónsmessu nótt. Við lögðuim af stað um hátta- tíma og áttum ein þjóðveginn. Það sá ek'ki ský á lofti. Hið lága sál- skin klæddi landið í purpurakápu með ótal lilbrigðum langra skugga og geislavanda. Mér' fannst við fara um álfaheima. Landið var allt annað en á virkum dögum, sveip- að ævintýralegri draumblæju. Krist jana Sigfúsdóttix var ekki bónda- dóttir í lestarferð, heldur álfa- drottning. Hún var óþreytandi að benda okkur á dásemdir og feg- urð. Kristjana og Einar voru gefin saman í hjónaband í Einarsstaða- kirkju 8. júli þetta sumar. Mikil og eftirminniileg veizla í fornum stíl var haldin á Breiðumýri. Síð- an flutti Kristjana með Einari heim í Finnsstaði. Einar og Kristjana bjuggu á ýms um stöðum, bæði hér fyrir norð- an heiði og á Akureyri. Einar var náfrændi konu minnar og uppeld- isbróðir, en við Kristjana vorum þremenningar. Náin kynni héldust alltaf, og komum við otft til þeirra, eiklki síður á Akureyri. Oft bjuggu þau við firemur þröngan hag. En mér fannst Ijómi Jónsmessunætur innar, þegar ég kynntist þeim fyrst saman, alltaf ljóma yfir heimilinu. Lif þeirra var fundvis leit að feg- urð. Skuggar erfiðleikana hnrfu fyrir sólsikinshlýju hugans, eins og þegar ég reið með þeim á Jóns- messunótt móti hækkandi sól suð- ur Hvammsheiði forðum daga. , Einar og Kristjana hófu búskap á Finnsstöðum eftir brúðkaupið 1906, og bjó Einar þar á móti föður sdnum til 1911, að þau fluttu í Vatnsenda. Árið 1916 fluttu þau að Landamótsseli og bjuggu þar til 1929. Þau áttu aðeins einn son barna, Höskuld, sem fæddist á fyrsta hjúskaparári. Hann var nemandi í Laugaskóla veturinn 1926—1927 Þar kynntist hann Sól veigu Bjarnadóttur frá Vatnshorni í Skorradal, og bundust þau hjú- skaparheitum. Sólveig var einbirai, og foreldr- ar hennar Bjarni Bjarnason • og Sigríður Jónsdóttir, sterkefnuð. Það réðst svo, að Bjarni og Sig- ríður frá Vatnshorni keyptu hið íorna höfuðból Sigríðarstaði i Ljósa vatnsskarði, og hófu þau Sólveig og Höskuldur þar búskap vorið 1929. Foreldrar þeirra beggja voru þar með þeirn. Eklkj undu gömlu Vatnshoirns- hjónin hér nyrðra. Vorið 1933 fengu þau Sólveigu og Höskuldi Vatnshorn til ábúðar, og bjuggu þau þar til ársins 1961, að þau Outtu til Reykjavíkur. Einar dvald ist eitt ár í Vatnshorni, en festi þar ekki vndi. Höskuldi búnaðist ágætlega í Vatnshorni og varð hrepp'stjóri í sinni sveit. Hann er kunnur maður, einkum sem ágæt- ur hagyrðingur. Einar var aldrei miki-11 bóndi, en þó bjargá'lna. Hugur þeirra hjóna beindist að öðru meira en fjársöfnun. Þau hjónin tóku tvö fósturbörn. Friðbjörn Friðbjarnarson og Vil- borg Friðfinnsdóttir hættu búskap i Naustavík vorið 1904. Friðbjörn var þá heilsulaus og með öllu ó- vinnufær. Þau áttu margt barna og öll í bernsku. Þeim var feng- ið fóstur. Aðalgeir, sonur þeirra, fór í Finnsstaði og fylgdi þaðan Einari og Kristjönu eftir sem fóst- ursonur. Aðalgeir varð skammlí.f- ur. Hann andaðist á Akureyri árið 1923, 22 ára að aldri. Hann var Ibráðvel gefinn og skáildmæltur. Etftir hann líggja ljóð og smágrein- ar í handriti. Hann var formað- ur unigmennafélagsins í sveit sinni, er hann andaðist. Aðalbj örg Halligrí msdóttir fmá Ri'fkelsstöðum var gift 21

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.