Íslendingaþættir Tímans - 15.05.1968, Síða 10

Íslendingaþættir Tímans - 15.05.1968, Síða 10
i Jón Guðmundsson Seljanesi Aðfaranótt þess 5. desember s.l. andaðist á sjúkrahúsinu á Akra- nesi Jón Guðmundsscm, fyrrum bóndi að Seljanesi í Árneshreppi, rúmlega 82 ára gamall. Hafði hann dvalið þar sjúkur síðustu mánuðina, haldinn ólæknandi sjúk dómi. — Á s.l. sumri fluttist hann búferlum héðan úr sveitinni með Benjaimín syni sínum og fjölskyldu hans að Stóru-Reykjum í Fljótum í Sikagafirði. Stuttu síðar fór hann í sjúkrahúsið á Akranesi til lækn- inga, en átti þaðan ekki aftur- ikvæmt. Þó nokkuð sé liðið frá láti hans, ætla ég nú að minnast þessa látna firænda míns með nokkrum orð- um og biðja Tímann að gevma þau. Jón var fæddur að Eyri við Ing- óifsfjörð þann 20. ágúst árið 1885 Poreldrar hans voru Guðmundur Arngrímsson, bóndi á Eyri, dáinn 14. júní 1915, og fyrri kona hans, Guðrún Jónsdóttir, Ólafssonar, bónda á Eyri frá 1870 til 1881, og konu hans, Valgerðar Gísla- dóttur frá Norðurfirði. — Var Guð rún móðir Jóns alsystir föður mins, VaLgeirs Jónssonar í Norðuirfirði, og við Jón því systkinasynir. — Móður sína miissti Jón kornungur, þvi hún lézt 12. júní 1888, er hann var á þriðja ári. — Eftir lát fyrri konu sinnar kvæntist Guðmund- ur Arngrímsson Guðrúnu Jóns- dóttur, bónda í Norðurfirði, Jóns- sonar og konu h.ans, Ingibjargar Gísladóttur í Norðurfirði. Hemlaviðgerðir Rennum bremsuskálar. — slípum bremsudælur. Lámum á bremsuborða og aðrar almennar viðgerðir. HEMLASTILLING H.F. Súðarvogi 14. Sími 30135. Hétu konur Guðmundar Arngríms sonar báðar sama nafni og voru systradætur. Guðrún stjúpa Jóns lézt í vetur, þann 8. janúar á 98. aldursári. Jón ólst upp með föður sínum og stjúpu til fullorðinsára í hópi margra hálfsystkina. — Eflaust hefur han.n snemima gengið til liðs við föður sinn, að vinna það er hann mátti, fyrir sér og heimili föður síns. Ekki var hann nema á 16. aldursári, er hann fór fyrst að stunda hákarlaróðra með þeim Finnbogastaðabræðrum, Guð- mundi og Finnboga, á áttæringi þeirra. Á þeirri fyrstu hákarlavei- tíð sinni lenti hann í þeim kald- samasta róðri, sem þeir bræður og hásetar þeirra kunnu frá að segja. — Náðu þeir þá efcki landi, en urðu að leggjast við stjóra norð ur og út af Felli í N.N.V. hörku roki með grimmdar frosti. Lágu þeir þar á annað dægur undir stöðugri ágjöf, sem öll fraus og síaði skipið, en fátt til skjóls og hlífðar mannskapnum. Stóðu þeir sem dugmestir voru, við að berja klakann af skipinu til að létta það. Fengu þá margir fullorðnir harð- jaxlar sig fullreynda og lá við sjálft, að sumir króknuðu. — Sagði faðir minn, sem þá, eins og jafn- an var háseti hjá þeim bræðrum, að aldrei hefði hann lent í verri og kaldsamari útilegu en þá, á öll- um sínum langa sjómannsferli á opnu skipi. Þessa raun stóðst Jón með prýði og sakaði ekki, þó ó- harðnaður væri. Sýnir það, að snemma hefur komið fram í hon- um það táp og þó einkum sú regla, sem einkenndi öll hans störf til elliára. — Jón þótti snemma góð- ur verkmaður, kvikur í hreyfing- um og ágætur sláttumaður. — Sem ungur maður var hann glað- sinna og gamansamur, orðhepp- in-n og hrókur fagnaðar í sínum hóp. Varð hann fyrstur manna hér tiil að eignast harmóniku og spil- aði á hana fyrir dansi, sem þá var í uppsiglingu í skemmtanaláfi ungs Cólíks. Einnig eignaðist hann orgel á þeim árum og lék á það, enda hafði hanii næmt sön-geyria og yndi af söng, þó minna yrði úr því í harðri lífsbaráttu fullorðinsáranna en efni stóðu til. Árið 1912 gekk Jón að eiga Sol- * veigu Benjamínsdóttur. Ólst hún upp að n-okkru á Karnbi hjá þeim hjónum Kristni Magnúss. og konu hans, Höllu Sveinbjörn-sdóttur. — Benjamín, faðir Solveigar, var son- ur Jóhannesar Jónassonar frá Litlu Ávík og Jen-sinu Óladóttur, hins ríka í Reykjarfirði og síðar í Ófei-gs firði. Átti Jens-ína Benjamín í föð- urhúsum áður en hún giftist Þor- keli Þorkelssyni frá Bólstað í Stein grímsfirði, síðar bónda í Ófeigs- firði til dauðadags. í móðurætt var Solveig komin af Vatnsenda-Rósu, dóttir Rósu Solveigar Daníelsdótt- . ur og Siigríðar, dóttur Ólafs og Vatnsenda-Rósu. — Var Solveig g-áfuð kona svo sem hún átti kyn til, bókhneigð og fróðleiksfús. stór lynd nokkuð, en drengur góður. Ekki biðu þeirra ungu hjónanna neinir bjartir framtíða-rmöguleik- ar. Á þeim árum var ungu fólki, sem var að stofna heimili, erfitt um heimilismyndun. Jarðir lágu ekki á lausu, þ-ví hvert kot var þéttsetið og flutningar í bæi og þorp ekki ja-fn sjálfsa-gðir og nú. Fyrir þeim lá ekki annað en koma sér niður í húsmennsku við þrengsli og 'kröpp kjör. Fyrstu þrjú árin voru þau í húsmennsku í Litlu-Ávík og á Reykjan-esi En vorið 1915, sama árið o-g faðir hans dó, filyzt hann að Eyri og þar var hann í húsmennsku til ársin-s 1923. Þá flytur hann að In-gólfsfirði og er þar í tvö ár, en. fer þá þaðan og sezt að á svonefndri Teigastöð, í verkamannabragga, sem síldar- saltendur höfðu byggt í landj In-g- ólfsfjarða-r og var þar til ársins 1929, að hann f-lytur að Seljanesi, næsta bæ við Ingólfsfjörð. Hafði hann þá fengið ábúð og síðar eign- 10 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.