Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1970, Blaðsíða 20
MINNING
EÐVALD BÓASSON,
bóndi Dahl, Slattum, Noregi
F. 17. maí 1893.
D. 10. okt. 1969.
Eftvald Bóasson frá Stuðlum í
Reyðarfirði var sonur þeirra merk
is hjóna er þar bjuggu mestan
siun búskap, Sigurbjargar Hall-
dórsdóttur og Bóasár Bóassonar
Hann var næst yngstur þeirra
Stuðlansystkina tíu, er upp komust,
en yngst þeirra er Guðrún B. Brun-
bong, einnig búsett í Noregi, en
hór landskunn fyrir störf sín i
þáigu menningartengsla Noregs og
Mands nú eftir síðustu heimsstyrj
öidina.
Af Stuðlabörnunum eru nú að-
eins tvö á lífi. Guðrún, sem áður
getur og Jón Bóasson f.v. bóndi á
Eyri við Reyðarfjörð, en nú bú-
settur í Búðareyrar-kau'ptúni á-
samt konu sinni Benediktu Jónas-
dóttur.
Það má segja um öll þessi systk-
ini, sem fædd eru laust fyrir síð-
ustu aldamót, að ungmennafélags-
Ihreyfingin hafi á ýmsan hátt mót-
að þau í uppvexti og athafna-
þrá, enda flest þeirra meira og
minna fcunn fyrir framtak, dugn-
að og sanna trú á möguleika lands
og þjóðar.
Það var ekfci fyrir vantrú á ís-
lenzkan landbúnað, að Eðvald Bó-
asson tók sér á hendur ferð tíl
Noregs, eftir að hann hafði lokið
búfræðinámí á Búnaðarskó'lanum
Hvanneyri árið 1912. Þvert á móti
var það hans sterki ásetningur að
afla sér meiri víðsýni og þekking-
ar, áður en hann kæmi í lífsstarf-
ið hér heima, landbúnaðinm.
Fyrst eftir komu Eðvalds til
Noregs vann hann við venjuleg
land'búnaðarstörf. Síðan fór hann í
Lýðháskóla til að afla sér meiri
undirbúningsmenntunar, áður en
tekið var til við firamhaldsnám í
búfrœði.
En búfræðikandidatsprófi frá
LandbúnaðarháSkólanum á Ási
lauk hann vorið 1918.
Sauðfjárræktin var Eðvald •
mjög hugleikin á yngri árum, er
og eðlilegt, að uppvaxtarárln hafi
haft sín áhirif á þessari búgrein, er
hann starfaði við firá blautu barns
beini á Austurlandi og síðar á
Hvanneyrl. Hann skrifaði fræðibók
á norsku um sauðfjárrækt, stuttu
eftir að bann útskrifaðist úr há-
skóla. Ennfremur var hann ráðu-
nautur nokkur ár í sauðfjárrækt
samtímis þvi að hann annaðist
sauðfjárrækt í Valdres á þessum
árum eftir námið.
Það er fyrst og fremst tvennt er
ræður því, að Eðvald ílengist er-
lendis, en 'kemur ekki heim til
föðurlandsins til að takast á við
hugðarefni sín s.s. sauðfjárrækt-
ina.
Heimsstyrjöldin fyrri ©r í al-
gleymingi þegar hann er að ljúka
námi frá Ási og óvissir tímar 1
hönd víðsvegar út um heim.
Atvinnulíf og viðreisn var aftur
á móti í Noregi um þetta leyti mið-
að við þann tíma og kröfur.
En í öðru lagi hafði hann heit-
bundizt glæsiíegri, efndsstúlku,
norskrar ættar, sem síðar átti eft-
ir að standa traustum fótum við
Mið hans á lífsleiðinni í um 46 ár.
29. nóv. 1919 kvæntist Eðvald
Signe Knudsen (F. 4.12. 1890), og
voru þau fyrstu búskaparárin í Val-
dres eða til ársins 1926.
Þá ræðst hinn efnalitti íslending
ur í að kaupa jarðnæði, (Dahl nor-
dre) skamimt frá Oslo. Þar sá hann
enn meiri möguleika en í Vaidres.
Það gerði ekki minnst lega býlisins
til markaðs, aðeins um 20 km. frá
stórborginnl.
Svo til engar byggingar fylgdu
þessu jarðnæði, er Eðvald keypti
og mun það hafa m.a. orðið til
þess, að hann gat klofið það að
e-ignast ®vo dýrmæta jarðeign í ná-
grenni höfuðborgar landsins.
Það liðu heldur ekki mörg ár
þar tll sýnt var, að ungl bóndinn
frá „Sögueyjunni“ eins og Norð-
menn kalla oft land okkar, náði
góðum tökum á búrekstrinum og í
hönd fóru stórbyggingar og rækt-
unarframlkivæmdíir, svo að eftir
skamman tíroa var þarna risið höf-
uðból með glæsibrag útí sem inni.
20
ÍSLENDINGAÞÆTTIR