Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1970, Blaðsíða 19

Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1970, Blaðsíða 19
MINNING Þorvaldína Magnúsdóttir húsfreyja á Hraðastöðum í Mosfellssveit In memoriam Hvur er þessi heimskona, sem þarna gengur? Hvur er þessi frú, sem þarna fer? Hvur er bún, sem var, en er ei lengur? Hvur? Hvur er hún, sem hverju kalli gegnir. — Ung í fasi, þó með hélað hár? Hvur er hún, sem prýðir húsið smáa í dalnum, þar sem hvers- dagsleikinn grár grænxar við sáin tún? Vor í iofti, hlýtt er hjartað trúa, létt að ganga atorkunnar spor — við lítinn kost. Burt fór hún, sem var, en er ei lengur. Hvurt? Og févana hendur kveðja lifið — fuilar auðæfa! Bjarni Sigurðsson. t Minningarorð í tilefni afmælis. 3. október 1969 var þess minnzt, að þann dag hefði Þorvaldína Magnúsdóttir, húsfreyja á Hraða- stöðum í Mosfellssveit, orðið sex- tug, hefði henni orðið svo langra lifdaga auðið. En hún lézt síðast- Uðið haust, rúmiega 59 ára að aldri. — Það, sem hér er fest á blað, 6r hugsað í tilefni þess afmælis, sem aldrei varð haldið, en aðeins tninnzt meðal nánustu aðstand- enda og vina. Og um leið er fram- bvæmt að koma i varanléga' ge'ymd eftirminnilegum erfiljóðunl, sem blrtust í Morgunblaðinu ’ alllöngu eftir fráfall hennar — se'rit þarig- að um langan veg. — Vafalaust munu ísleridiriga- þæ+tir Tímans þykja forviíriilegt heimildasafn, þegar tím'ár' líða fram. Þar mun auðveldast að afla fanga, þegar leita skal liðinna at- burða úr lífssögu þeirra, sem þar hefir verið minnzt — annað hvort við æviáfanga eða að leiðarlokum. — Fólk kemur, er og fer. Við- brögð þess og úrlausnir á vanda- málum líí-úns eru af ýmsum toga og ævistarfið og lífskjörin ekki alltaf eins og vonir stóðu til í upphafi manndómsára. — Lifs- saga Þorvaldínu var í fóu frá- brugðin þvi, sem algengast var meðal samtímakynslóðarinnar, en um sumt stóð hún þó ofar en al- mennast er. Glæsileikinn var henn ar aðall og á hann sló aldrei fölva, en viðbrögðin til vandamála lífsins voru þannig, að svo virtist sem ekki mætti betur gera. — Samsömun hvers og eins við umhverfið og samfylgdarfólkið fer að mestu eftir skapgerð og öðr- um eðlislægum eigindum. Að leið arlokum er samstarfið þakkað og virt, en minningin varir, skammæ eða langstæð eftir þvi sem tileíni hafa gefizt. — Þeim, sem eftir standa, er að skilnaðurinn því meiri þol- raun sem vandfyllt er skarðið, sem rofið var, og ekki sízt, þegar vistaskiptin verða fyrr en vænta mátti og með fullkomnum ólíkind- um, ef miðað er við útlit og aldur. — Þeíta eru engin ný sannindi og við umhugsun öllum vitanleg. En þau eru rifjuð upp nú að gefnu tilefni, um leið og reynt er að foæta úr vanrækslu — sem fyrr hefði mátt gera. -----Þess má hér geta, að Þor- valdínu hefir áður verið minnzt í Morgunblaðinu 22. des. f.á. og í ísl.þáttum Tímans 10. jan. sl. Er þar margt vel sagt og réttilega, en ekkert um of. Það, sem nú er sagt, er eins konar viðbót og hefði þar mátt betur gera. Hin sérstæðu erfiljóð séra Bjarna, sem hér eru endurbirt. að fengnu leyfi, bæta þar nokkuð um. Starfsferill Þor- valdínu og öll kynning var þess eðlis, að vert er, að eftir henni sé munað lengur en oft er. Enda engum auðgleymd. Guðm. Þorláksson, Seljabrekku. (Þessi grein hefur beðið alllengi birtingar.) ÍSLENDINGAÞÆTTIR 19

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.