Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1970, Blaðsíða 7
í
EINAR GRÍMSSON,
bóndi í Gröf í Laugardal.
r Fæddur 1.9.1902.
Dálnn 11.11.1969.
Foreldrar Einars voru merkis.
hjónln Guðrún Eyjólfsdóttir frá
taugarvatni og Grímur Eiríksson
Srá Gjábakka. Þau hófu búskap \
►fcálholti 1884, en fluttu að Gröl
901 og bjuggu þar allan sinn
búskap upp frá þvi, til ársins
1931. Heimill þeirra var eitt at
þessum gömlu afbragðsheimilum.
trrímur var mikill dugnaðar- og
úhugamaður, leiftrandi af fjöri og
úhuga fram á elliár. Hann var mik-
Ul hestamaður, og man ég hann
jþað illa kominn líkamlega, að
hann gat ekki setið á hesti nema
óinvega. Þá lagði hann söðul á
feiðhestinn sinn og þeysti svo um
fullum feturn. Guðrún var rómuð
fifbragðshúsmóðir og gæðakona,
eins og hún átti kyn til. Þegar ég
Var innan við og um fermingu, átti
úg leið um hlaðið í Gröf einu sinni
í viku allan sláttinn í 3—4 sumur
Við rjómaflutning í Apárrjómabúið.
í*á kom ég þar oft inn, misjafn-
íega fyrir kallaður, og naut hinnar
ftlkunnu gestrisni. Þær áttu það
lfka stundum til, þessar gömlu
konur, að gefa unglingum „bita i
lófann“, ef ekki var tími til að
koma í bæinn.
Þau hjón áttu 14 börn, og eru
Uú sjö þeirra á lífi, Laufey, Guð-
ríin (í Kanada), Eiríkur, Ingunn,
Guðfinna, Eyjólfur og Guðmund-
úr.Mikið hafa Biskupstungur misst
þegar þessi fjölskylda flytti það
ftn, annað eins traustleika og sóma-
íólk, sem þessi systkin hafa öll
Peynzt. Bræðurnír Einar og Eyjólf-
úr tóku við búi af foreldrum sín
úm 1931, og dvöldu þau hjá þeim
til æviloka. Eyjólfur byggði ný-
býlið Lækjarhvamm á hlaðinu í
Gröf, en Einar bjó alla tíð í gamla
bænum.
Einar átti heima í Gröf alla
^vi og unni þeim stað mjög. Það-
ftn fór hann eikkert til dvalar nema
8jÖ vertfóir, er hann stundaði sjó-
mennsku, þrjár i Herdísarvík og
fjórar á togara. Mun liann hafa
verið mjög vel hlutgengur við þau
störf eins og annað, sem hann
lagði fyrir sig.
Fyrst og fremst mun það hafa
verið bóndastarfið, sem átti hug
hans allan. Hann hugsaði vel um
sinn búfénað, vildi vera öruggur
með fóður og allan aðbúnað. Hesta
maður var hann eins og faðir hans,
og ekki mun langt síðan hann
tamdi sér reiðhest, eins og ungur
maður væri. Hann kvæntist ekki
og var því oft einn, nema hvað
hann hafði drengi sér til hjálpar á
sumrin, og hef ég heyrt tekið til
þess, hvað þeir dáðu hann mjög.
Einar var dulur maður og hafði
sig lítið í frammi að fyrra bragði,
orðvar og hæglátur, en mjög ræð
inn og skemmtilegur í félagsskap.
Sérstaklega var hann ábyggilegur
og öruggur bæði til orðs og æðis,
sannkallað prúðmenni í hvívetna.
Ég á í hugskoti mínu 50 ára
gamla minningu. Það var haustið
1919. Við Einar í Gröf, hann 17
ára, og ég 15 ára, fórum af
HlöðuvöMum snemma morguns,
fundum fljótlega för eftir tvö
lÖmb, röktum þau um kletta
klungur, gil og gljúfur, fram undlr
myrkur og fundum þau um dimmu
mótin. Það voru glaðir og ánægð-
lr drengir, sem komu með sitt
lambið hvor fyrir framan sig í
bygggð kvöldið það. Þetta er ekki
nein hreysti- eða hetjusaga, og okk-
ur datt víst hvorugum i hug þá,
að hún yrði skráð, en hún leitar
saant á hugann. Þeim fækkar nú
svo ótrúlega ört, sem muna þessa >
daga með manni.
Það voru miklu fleiri ferðir, sem !
við Einar áttum samleið. Hann var
alltaf sami trausti, ljúfi og góði
félaginn. Fundum okkar bar sjald
an saman, eftir að ég fluttist úr
Laugardalnum, en mér þótti aMtaf
jafn ánægjulegt að hitta hann og
taldi hann einn af mínum trygg-
ustu og beztu vinum. Systkinum
hans og öðrum aðstandendum votta
ég mína innilegustu samúð. Bless-
uð sé minning hans.
Drottinn minn >
gefi dauðum ró,
en hinum líkn, er lifa.
Gýgjarhólskoti, 20. nóv. 1969.
Karl Jónsson.
t
Einar Grímsson varð fyrir slysi,
hann féll á hálku á göngu yfir
gamla brú, hlaut h öfuðhögg og
hefur fallið meðvitundarlaus út í
vatnsfall. Einar var einn á ferð
og varð nokkur leit að honuan. Éin-
ar var fæddur í Gröf, ólzt þar upp
og átti þar heima aMa sína ævi.
Móðir Einars var Guðrún Eyjólfs-
dóttir frá Laugarvatni, hálfsystir
Ingunnar konu Böðvars Magnús-
sonar, faðir hans var Grímur Ei
ríksson Grímssonar frá Nesjavöll-
um í Grafningi. Eiríkur bjó á Gjá-
bakka í Þingvallasveit, þar fæddist
Grímur og ólst þar upp. Foreldr
ar Einars, Guðrún og Grímur hófu
búskap í Skálholti 1883 og bjuggu
og þar I seytján ár. Aldamótaárið
fluttu þau hjónin búferlum að Gröf
fSLENDINGAÞÆTTIR 7