Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1970, Blaðsíða 32

Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1970, Blaðsíða 32
ÁTTRÆÐUR: Olafur Dýrmundsson Heill sé þér aldni Húnvetningur hress og glaður við níunda tug. Þó Elli sé við þig með eitt hvert glingur eflaust vísarðu henni á bug. Veit ég, að þessi vinahringur veitir þér Mfsins kraft og dug. Bera þér mætti kveðjur kærar kvenna og bænda um Húnaþing fyrir stundir svo minninga mærar margar, og ég veit hvað ég syng, þó yfir þeir flutt hafi elfur tærar sem enginn fær lifandi siglt um kring. Veiti þér gleði vinhlý baga, venmi þig andi stuðlamáls, þar, er íslendings þróttarsaga, þrúðefldur kraftur íss og stáls. Heill sé þér alla ævidaga, andi þinn styrkur hreinn og frjáls. Ingþór Sigurbjs. Úrvais staka yljar mér innað hjartarótum, það skal fúslega viðurkennt. Þess vegna var það fyrir nokkr um árum, er ég heyrði stöku eina, látlausa, með göfugri hugsun, röktu óþvinguðu máli, fyrirhafnar laust fellda í okkar þjóðlega rím form, notaða í ræðutexta, að ég fór að spyrjast fyrir um höfund hen-nar. Slíkt er nú oft með erfið- ustu faðernismálum og fór þar sem oftar, að ýmsir voru til nefnd ir. Hafði vísan og verið notuð í félagsstarfi og þá eignuð konu. Vísan er svona: Að þá sækja efni vönd, úriausn þarf að finna, látum bæði hug og hönd og hjarta saman vinna. Fyrir tilviljun komst ég svo að því, að hún var ein af gömlum vís- um Ólafs Dýrmundssonar, enda þótt enginn geti fullyrt, að ekki geti átt sér stað að tveir höfund ar hitti á alveg sömu framsetningu og veit ég um dæmi sem höggva all nærri því. Þótt ég hefði frá bernskuárum heyrt um Ólaf talað og það af góðum kunnugleika og hlýhug af mínu fólki, hafði ég ekki í minni, að um hann hefði verið talað sem hagyrðing, en sá sem hafði gert þessa stöku, hlaut að hafa fleiri f pokahorninu og fékk ég lika að reyna að svo var, þótt ekki hafi ég leyfi til að birta neitt af því. Ólafur fæddist að Litladalskoti í Lýtingsstaðahreppi 24.11 1889. Dýrmundur faðir hans var einnig fæddur þar 1862, Ólafsson bónda þar Guðmundssonar. Móðir Ólafs (kona Dýrmundar) Signý Hall grímsdóttir bónda á Víðivöllum í Fnjóskadal, var sögð gáfuð kona, sérlega bókhneigð og vel hagorð og mun eitthvað af vísum hennar varðveitt enn. f skagfirzkum ævi skrám segir einnig, að Dýrmundur faðir Ólafs hafi verið hlédrægur, en viðurkennt valmenni. Þetta gátu því verið ættarein kenni, hagmælskan og hlédrægnin og hefði mér ekki þurft að koma hagmælskan með öllu á óvart, þar sem ég vissi að hann var hálfbróð ir hins kunna hestamanns og rit höfundar Ásgeirs í Gottorp, en hann var líka að ýmsu Hkur föður sínum á Þingeyrum, sem margar snillivísur lifa eftir. Albróðir Ólafs var Aðalsteinn bóndi á Stóruborg en Pétur sonur hans er einn af þeim sem hefði átt að vera í Húnvetningaljóðum eitt af sönnunargögnum þess, að full ástæða væri til að gefa út framhald þeirra og hlaupa þar ekki yfir þá ungu og forðast að láta hlédrægnina valda því, að samtíðin fái ekki að njóta góðra hæfileika. Kona Ólafs, Guðrún Itefánsdóti ir, hefur iíka vel kunnað að meta þessa hæfileika bó.nda síns, enda sjálf hagmæit og því vonandi að þau fjögur börn er þau hafa eign- azt, hafi ekki orðið afskipt af ljóð- hneigðinni, og er mér raunar kunn ugt um að svo er ekki. Frá 6 ára aldri dvaldist Ólafur 1 vestur Húnavatnssýslu og bjuggu þau Guðrún á ýmsum bæjum þar, en síðast að Vallanesi við Hvamms tanga. Heilsufarið veldur oft hátta breytni manna og mun sjúkleiki Guðrúnar hafa valdið því, að þau fluttu til Reykjavíkur 1951. Allt frá því og til síðustu ára- móta, vann Ólafur hjá Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins. Nú eftir svo langan starfsdag og marga þraut frtá harðari tímum en við höfum lifað nú um skeið, má segja að lúinn eigi skilið að h-víla ast, en þá er rík nauðsyn, að eiga hugðarefni til að grípa til og svo andlega heil sem þau hjón eru, mun slíkt ekki bresta þau eins og horfir, en ekki er ég í vafa um, að marga þunga stund hafi ljóðskur andi létt þeim og vona að svo megi enn verða sem lengst. Þó heilsa og kraftar séu á þrot um, er drjúgur ávöxtur lífsins við að gleðjast, 4 börn vel komin í lífsstöðu, 14 barnabörn og 12 barnabarna börn. Hefði ég verið að skrifa þeim hjónum sendlbréf, hefði kona mín vafalaust beðið að heilsa Guðrúnu frænku sinni eins og við biðjum þeim allra heilla, gleði og blessunar á þeim hátíðis- degi, áttræðisafmæli Ólafs. Ingþór Sigurbjs. 32 ÍSLENDINGAÞÆTT1R

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.