Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1970, Blaðsíða 24
snjallar gáfur, sem gerðu honum
einkar létt a<5 skilja og leysa stærð
fræðileg úrlausnarefni. Honum var
einnig einkar sýnt um að útskýra
fyrir bekkjarsystkinum sinum tor-
ræð viðfangsefni. Varð ósjaldan
meira gagn að slíkri stund með
Guðmundi í frímínútum heldur
en heilli kennslustund, sem á und-
an hafði fariðr
Þannig var það skólaárin öll.
Auk ágæts námsárangurs almennt
var Guðmundur í fremstu röð
bekkjarsystkina sinna í lausn
stærðfræði og eðlisfræðiviðfangs-
efna.
Allir væntu honum frama á
þessu sviði, hvernig sem hann
mundi nota hæfileika sína í lífs-
starfi.
Guðmundur var menntaskólaár-
in í handknattleiksdeild ÍR.. og
var um tíma í hópi okkar fremstu
handknattleiksmanna. Á keppnis
velli var hann leikinn og fylginn
sér, en alltaf drengilegur, þó hart
væri barM. Um það má ég dæma,
því marga snerruna háðum við
sem mótherjar.
Guðmundur var mikill skák-
og bridgemaður. Hann var um
tíma keppnismaður í skák.
Guðmundur giftist góðri konu,
Valborgu Sigurðardóttur. Hann
valdi sér kennarastarfið að ævi-
starfi. Á því sviði nýttust þeir
ágætu hæfileikar hans, sem áður
er vikið að.
Hann starfaði sem kennari við
Gagnfræðaskólann að Brúalandi til
ársins 1965, að hann flutti að Skóg
um undir Eyjafjöllum til sömu
starfa.
Það mun vera samdóma niður-
staða þeirra, sem gerzt þekkja,
að Guðmundur hafi náð miklum
árangri í kennarastarfi sinu óg að
annars staðar á landinu hafi nem-
endur sama kennslustigs ekki kom
izt til meiri þroska en undir hand-
leiðslu hans.
Guðmundir voru falin mörg
trúnaðarstörf í Mosfellssveit. Hann
vann einnig að félagsmálum eftir
að hann fluttist að Skógum.
Guðmundur naut vinsælda allra,
sem kynntust honum.
Ef að er gáð, er furðu margt
líkt um lif og starf þessara stúd
entsbræðra.
Báðir eru bornir Reykvíkingar
og sátu þar ungir við menntalind-
ir.
Þeir giftust góðum konum. Eign
uðust mörg og mannvænleg börn.
Ðáðir hurfu þeir til starfa útí 1
dreifbýlinu og unnu þar allan sinn
starfsdag, sem lauk nær samtimis.
Störf þeirra voru um margt ó-
fík, en skyld í því, að báðir unnu
mannræktarstörf.
Báðir urðu mikiilvirkir ræktun-
armenn, sem sáðu fræjum mennt-
unar og mannkærleika.
Akurlönd þeirra urðu stór og
þeir urðu þeirrar gleði aðnjótandi,
að sjá ríkulega uppskeru erfiðis
síns og lengi eftir að þeir eru allir.
mun sjá verka þeirra stað.
Báðir voru glaðsinna og eftir
sóttir félagar á mannfundum.
Meðal okkar bekkjarsystkin-
anna voru þeir jafnan í þeim hópi,
sem mest lagði fram til að gera sam
verustundirnar glaðar og eftir-
minnilegar.
Á síðari árum, þegar sameigin-
legar stundir okkar urðu færri,
voru þeir jafnan, þegar við hitt
umst, þar í hópnum, sem einlægast
var hlegið og glaðast sungið.
Við höfum mikils að sakna og
fyrir hönd okkar alira kveð ég þá
með þökk og virðingu.
Okkur mun jafnan hlýna um
hjartað, þegar við minnumst
þeirra.
Hvílið í friði, stúdentsbræður.
Sveinbjörn Dagfinnsson.
f
Að áliðnu hádegi hinn 34. des-
ember s.l. voru mér flutt þau dap-
urlegu tíðindi, að vinur mmn, Guð
mundur G. Magnússos, kennari
að Skógum, hefði orðið bráðkvadd
ur að heimili sinu þá um nóttina.
Komu dauðans er alltaf jafnerfitt
að sætta sig við, enda þótt hann
sé hin eina vissa, sem i vændum er,
og kalli hans verði hver og einn
að hlýða. Aldrej er það þó eins
erfitt og þegar ungir menn, í
blóma lífsins á miðjum starfsaidri,
eru skyndilega kailaðir á braut.
En enginn ræður sínum nætur
stað.
Guðmundur Gísli, en svo hét
hann fullu nafni, var fæddur í
Reykjavík 30. september 1827.
Hann var einkabarn hjónanna
Magnúsar J. Einarssonar, er um
árabil starfaði við Timburverzl.
Völund, og konu hans, Valgerðar
Gissurardóttur. Eru þau látin fyr-
ir nokkrum árum.
Hugur Guðmundar hneigðist til
mennta, enda hæfileikarnir góðir.
Stúdentsprófi úr stærðfræðideild
M.R. lauk hann 1947 og prófi í
forspjallsvísindum frá Háskólan-
um ári seinna. Þá um haustið gerð
ist hann kennari við unglingaskól-
ann að Brúarlandi í Mosfellssveit
og gegndi því starfi til ársins 1965.
Þar var sameiginlegt starfssvið
okkar í rúman áratug og er mér
á kveðjustund bæði ljúft og skylt
að þakka fyrir það samstarf, er
við áttum þar, og aldrei har
skugga á.
Guðmundur var, að minni
hyggju, afburða kennari og virtust
flestar kennslugreinar liggja jafn
vel fyrir honum. Því tí! sönnunar
má benda á, að um árabil kenndi
hann flestar námsgreinar gagn
fræðastigs og landsprófs við
Brúarlandsskóla, og er það ekki
á færi nema hæfustu manna. Ár-
angur starfsins varð og mikill, svo
að eftir varð tekið. Þó veit ég, að
stærðfræði og eðlisfræði áttu öðr
um greinum fremur hug hans,
enda var hann stærðfræðingur
góður. Guðmundur þótti strangur
og kröfuharður kennari og vildi
aga nemendur sína. Hann gerði sér
Ijósa þá staðreynd, að góður agi
í skóla er e itt frumskilyrði iá-
kvæðs árangurs. Hann var og
manna gleggstur á hæfileika nem-
enda sinna. Þeim, sem góða hæfi-
leika höfðu, en nýttu þá ekki sem
skyldi, gat á stundum fundizt
hann kaldhæðinn, en þeir mátu
hann e.t.v. síðar mest og bezt, vit
andi það, að á bak við þær kröf-
ur, er hann setti, var umhyggja
fyrir velferð þeirra á námsbraut-
lnni. Hinum, sem verr voru stadd-
ir, reyndist hann ljúfur og mild
ur leiðbeinandi, er hann gerði sér
Ijóst, að samvizkusemi og góður
vilji voru fyrir hendi. Varð hann
oft barnslega glaður og einlægur,
þegar óvæntur árangur náðist fvr
ir góðan vilja. Gamlir nemendur
héldu líka margir tryggð við hann,
enda var Guðmundur ævinlega
reiðubúinn að rétta þeim hjálpar-
hönd, er þeir leituðu til hans, og
hirti þá lítf um laun sín. Minnast
þeir nú á kveðjustund hollra ráða
hans og leiðsagnar. Samhliða
kennslu við Brúarlandsskóla starf
aði Guðmundur um nokkurra ára
skeið við iðnskóla, sem starfrækt-
ur var við Vinnuheimilið að Reykja
lundi, og reyndist þar sem annars
staðar hinn nýtasti starfskraftur.
Luku nokkrir gamlir nemendur
hans frá Brld. þar iðnskólanámi
24
ÍSLENDINGAÞÆTTIR