Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1970, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 14.01.1970, Blaðsíða 13
Hansson. Réðist hún sem ráðskori að Vatnshól og ólust börn hennat þar upp í skjóli Halldórs, sem reyndist þeim í ollu eins og beHi faðir. Seinna tók eitt þeirra, Jósa fat, þá uppkomlnn og kvæntur dugnaðarmaður, við búsforráðun- um og endurgalt Halldóri þá ríkulega fósturlaunin. Brá honum þar í kyn feðra sinna að mann dómi og drengskap. Halldór and aðist þann 15. desember árið 1967. Frá æskuárum mínum á Gauks mýri minnist ég Halldórs, sem glaðværs og góðs nágranna. Hann var þá fulltíða maður, barngóður og því traustvekjandi. En einkum minnist ég hans þó frá seinni tím um, vegna tryggðar hans og hjarta gæzku við aldraðan föður minn, sem var næstum blindur síðustu búskaparár sín á Gauksmýri. Marg ur góður granni rétti honum þá hjálparhönd, en fáir hygg ég hafi þó verið honum eins innan hand ar og Halldór á Vatnshól, sem alltaf var boðinn og búinn til að veita honum hverja þá aðstoð, sem hann gat viðkomið. T.d. má geta þess, að öll þau bréf, sem faðir minn lét frá sér fara um þessar mundir, voru ri'cuð með Haildórs stílhreinu henai, eo hann var tal inn afburða skrifari, miðað við al- þýðu manna, enda hans oft leitað til slíkra starfa, t. d. þegar sýslu- maður þingaði þar í héraðinu. Eins og framanritað ber með sér, var Halldór á Vatnshól vel gerður maður. Hann var greind- ur í bezta lagi, félagslyndur og gamansamur. Ræðinn var hann og hélt fast á skoðunum sínum, en umfram allt var hann hjartahlýr og elskulegur nágranni. Hinn Vatnsnesingurinn, sem mig langar að minnast hér nokkr um orðum, er Kristín Ebenesers- dóttir, alsystir Guðrúnar ráðskonu Halldórs, sem andaðist 21. október á s.l. hausti og var jarðsett frá Hvammstangakirkju þann 1. nóv. Kristín fæddist á Kárastöðum á Vatnsnesi 2. janúar 1887, dóttir hjónanna Ingibjargar Gestsdóttur og Ebenesers Árnasonar, sem þá bjuggu þar. Kristín var þar aðeins til 3ja ára aldurs, en var þá tekin að Grafarkoti til heiðurshjónanna Ólafs og Ingibjargar, sem ólu hana upp til fullorðinsára. Eftir það fór hún að vinna fyrir sér á ýmsnm bæjum á Vatnsnesinu, t.d. á Skarði og í Dalkoti. Ræðst hún þá til hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur og Jónasar Jónassonar frá Hlíð á Vatnsnesi, en þau bjuggu þá á Sauðdalsá. Vorið 1914 fluttist Kristín með þeim 'hjónum að Múla 1 sömu sveit og átti þar heimili upp frá því meðan Guðrún lifði, en hún andaðist árið 1954. Við fráfall þeirrar mætu og mik ilhæfu konu tók að losna um hið fastmótaða heimilishald á Múla, sem fram til þess hafði verið til stakrar fyrirmyndar þar í sveit, og ári síðar, eða nánar til tekið árið 1955, fluttist Kristín vestur á Hvammstanga til sonar Múlahjón anna, Jóns Húnfjörð bifreiða stjóra og konu hans, Helgu Ágústs dóttur. Hjá þeim hjónum var hún 8 ára skeið og naut þar ágætrar umönnunar, en þegar ellihrumleik inn fór að færast meira yfir gömlu konuna fluttist hún á gamalmanna deild sjúkrahússins á Hvamms tanga og dvaldist þar síðustu árin í herbergi með aldraðri systur sinni, Herdísi, og naut þar einnig góðs atlætis og hjúkrunar, þar til yfir lauk. Kristínar Ebenesersdóttur, Stínu á Múla, eins og hún oftast var kölluð heima í sveitinni, er mér bæði ljúft og skylt að minnast. Jarðirnar Múli og Gauksmýri liggja saman sunnan undir Vatns nesfjallinu. Er örstutt á milli bæj anna, enda voru á uppvaxtarárum mínum þar tíðar samgöngur. Móðir mín og Jónas töldu til ná- innar frændsemi og hún og Guð rún urðu fljótt góðar vinkonur. Þessa nutum við svo krakkarnir í ríkum mæli, enda lágu leiðirnar saman bæði við smalamennsku á vorin, hjásetu á sumrum og skóla- göngu á vetrum, og þótt verk- efnin væru oft full þung smávöxnu, þreklitlu fólki, fylgdi þeim samt alltaf tilhlökkun og einhver seið magnaður unaður, ef þau leiddu til samvista. í þá daga varð fólk að vinna hörðum höndum og bömin komust ekki hjá því að taka þátt í störfum, sem til féllu á heimil- unum. En allar frístundir voru not- aðar til náms og leikja. Þegar svo út í sollinn var komið, vildi tím inn stundum vera furðu fljótur að líða og óleyst verkefni dagsins gleymast í galsa gáskafullra leikja. Kæmust húsbændurnir að þess háttar vinnuslugsi gat illa farfð. í þessu sambandi er gott að minn- ast Stínu á Múla. Hún naut þess að sjá okkur að leik og tók inni lega þátt í glaðværð okkar og kæti. Henni var líka kunnugt urn skyldustörfin og sýndist henni við líkleg til að gleyma þeim, aðvar aði hún okkur, ef hætta var á ferðum. Þannig slupp- um við oft fyrir 'hennar tilstilli við þungar átölur, enda reyndi hvert og eitt að enduðum leik, að bæta upp vinnutöfina, væri þess nokk ur kostur. Þannig var Stína á Múla! — Sjálf vann hún mikið og hlífði sér hvergi, en hún var skiln- ÍSLENDINGAÞÆTTIR 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.