Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1971, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1971, Blaðsíða 8
GUÐNI EGGERTSSON Fæddur 26. ágúst 1907. Dáinn 27. apríl 1971. Nokkur minningaorð tel ég mér skylt að skrá um þig, kæri vinur. Þau fáu orð, sem hér verða skráð, eru þakkarorð frá mér, konu minni og börnum. — Það hafa þegar verið ritaðar minningar- greinar um þig af þeim, sem voru lengur samvistum við þig, hér í jarðlífinu, en ég og mín fjölskylda. Ég endurtek ekkert af því, sem áður hefur verið um þig ritað, um ætt þína, ævidaga og búskapar- strit. Ég rita hér örfá orð um okkar kynni og ræði við þig í annari persónu, eins og þú stæðir hjá mér og hlýddir á mál mitt. Ég byrja á okkar fyrstu kynn- um, kæri vinur. Hver voru þau? Þegar ég kom fyrst í Innri-Akra- neshrepp, þá voru kjör mín kröpp. — Kona mín veik og börnin ung. — Þá kom ínaður til mín og kynnti sig. Hann kvaðst heita Guðni Egg- ertsson og vera sendur til mín og konu minnar með kveðju frá tengdaforeldrum sínum, Sigríði Jónsdóttur og manni hennar, Bjarna Jónssyni, en þau gömlu hjónin bjuggu þá í Gerði: — Iivert var erindið? Erindið var þess efn- is, að bjóðast til þess að taka börn in okkar þrjú, á meðan kona mín væri veik. — Þú sagðist vera send ur þessara erihda, frá tengdafor- eldrum þínum. — Vissulega var það rétt. — En þú lézt þín hvergi getið, né konu þinnar, Indíönu Bjarnadóttur í þessu sambandi. — Þið hjónin, þú og Indíana bjugg- uð þá líka í Gerði. Á ykkur, þér og Indíönu, konu þinni, hvíldi meginþungi búskap- arins, þar eð tengdaforeldrar þín- ir voru mjög við aldur. Blessuð sé minning þeirra. En svipmót og hjartahlýja sendimannsins duld- ist ekki. Auðséð var, að hér fylgdi hugur máli. FRA GARÐI Þess er skylt að geta í þessu sambandi, að fleiri hreppsbúar réttu fram hendur sínar okkur hjónunum til hjálpar í þessum erf iðu kringumstæðum. — Þökk sé þeim. — En börnin vildu ekki skilja hvert við annað. Þau dvöldu því öll í Gerði, þar til konan komst til heilsu aftur. Þessi voru 'þá hin fyrstu kynni mín og minnar fjölskyldu við ykk ur, sem þá bjugguð í Gerði. — Er þá nokkur furða, þótt ég grípi pennann og riti hér örfá þakkar- orð til þín og þíns fólks. — Nei, svo sannarlega ekki. — Annað væri vanþakklæti. Svo liðu árin. Hagur minn batn- aði. Konan komst til heilsu. Börn- in stækkuðu. En vináttutengslin rofnuðu ekki, á milli fjölskyldu minnar og fólksins í GerðL Fjárskipti urðu á þessum tímum í Innri-Akraneshreppi, eins og víða annars staðar á landinu. Ég keypti tvær gimbrar, sem urðu fyrsti vís irinn að fjáreign okkar, sem þá bjuggum f Stóru-Býlu. Þá bar þar gest að garði. Gest- ur sá kom færandi hendi. Maður sá var Guðni Eggertsson. Þú komst, vinur minn, með gimbur, sem ekki var valin af verri endan- um. Þessa gimbur gafst þú Þór- mundi syni mínum, með þeim um- mælum, að hann hefði unnið fyrir gimbrinni, með glaðværð sinni og góðri framkomu. Auðvitað kom slíkt ekki til greina. En þú sazt við þinn keip. Gjöf mátti það ekki heita. Þetta segir sitt um höfðings lund þína og gjafmildi. Vitanlega vissu þau hin um gjöfina. Þar var gjafmildin einnig til húsa. Gimbrin, frá þér Guðni minn, var látin heita „Gerða“. Hún reynd ist mesta happaskepna, og dætur hennar allar sömuleiðis. Fleiri tengsl tengdu okkur sam- an Guðni minn, en þau sem skráð eru hér að framan. Sem barnakennari hreppsins hlaut það að koma í minn hlut að kenna bömum ykkar Indíönu. Þau Sigurbjarni og Sigríður, sýndu góða ástundun við námið. Braut- skráðust bæði með góðri einkunn, hvað námfýsi, og framkomu alla snerti. — Við hjónin, sem kennd- um þeim (ég og kona mín) minn- umst þeirra með hlýhug. Svo skildu leiðir okkar Guðni minn. Heilsuleysi þitt varð þess valdandi, að þú hættir búskap og fluttist til Reykjavíkur. — Nú ert þú horfinn héðan úr jarðlífinu, farinn yfir á víðlendur eilífðarinn- ar. — Farðu vel, kæri vinur. Hér skal hætt. Margs er eim að minnast. — Margt mætti fleira um þig segja. örfáa kosti vil ég telja fram í lítilli vísu, sem er á þessa leið: s Þéttur á velli þolgóður. Á þrautastundum ráðhollur. Greindur maður, góðlyndur gamansamur, — hagorður. Þ.J. Að endingu kveð ég þig kæri vinur með litlu ljóði: fS! pwniMRAÞ/FTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.