Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1971, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1971, Blaðsíða 16
MINNING HELGI BENEDIKTSSON, KAUPMAÐUR, VESTMANNAEYJUM Helgi Benediktsson, kaupmað- ur og útgerðarmaður í Vestmanna eyjum, var starfandi kraftur í at- vinnulífi Vestmannaeyinga um hálfrar aldar skeið. Hann hóf hinn margþætta atvinnurekstur sinn í Eyjum árið 1920 og hélt áfram sumum þáttum hans til aldurtila- stundar. Þetta tímabil er hið mark verðasta í þróunarsögu kaupstaðar ins, — atvinnu — og menningar- sögu hans. Af miklum kjarki, dugnaði og framtakshug margra atvinnurekenda þar, sjómanna og Eyjabúa í heild, þróast og dafnar atvinnuvegur, sem þjóðarheildin nýtur góðs af, svo að marka má í búskap þjóðarinnar og vekur at- hygli um land allt. í þessari fram- sækni og hagkvæmu þróun bland- ast saman afl einstaklingshyggj- unnar og orka samtakanna, — sam vinnunnar, — svo að til fyrirmynd ar má telja. Þar sem skynsamlegra þykir og heillavænlegra að beita félagsbúskap, þá er það gert. Þessu til sönnunar vil ég nefna til dæmis Lifrarsamlag Vestmanna- eyja, Netagerð Vestmannaeyja, Olíusamlag Vestmannaeyja, Fisk- sölusamlagið og samtök útvegs- bænda til að reka hraðfrystihús, þar sem tugir bátaeigenda og út- vegsmanna standa að og hafa hags muna að gæta. Með mörgum öðrum hyggnum og atorkusömum atvinnurekend- um í Eyjum stóð Helgi Benedikts- son um tugi ára í fararbroddi allra þessara samtaka. Þá var hann einnig starfandi afl í búnaðarsamtökum bænda og ann arra jarðræktarmanna i Eyjum og mjólkurframleiðenda, enda um skeið einn stærsti bóndinn í kaup- staðnum, — átti og rak eitt stærsta kúabúið þar. Þá var hann einnig formaður Búnaðarfélags Vest- mannaeyja um skeið. í Búnaðarfé- lagssamtökunum beitti hann sér fyrir því, að jarðræktarmennirnir og mjólkurframleiðendurnir næðu í sameiningu hinum hagkvæmustu kaupum á ýmsum búnaðarvörum, svo sem áburði og fóðurvörum. Þar var þá sem sé ríkjandi annað sjónarmið en hagsmunasjónarmið einstaklingsins, þótt kaupmaður væri. Þannig var því einmitt var- ið um Helga Benediktsson á mörg um öðrum sviðum. Öðrum þræði hafði hann mikla ánægju, og full- nægingu á vissan hátt, af því að beita viti sínu og starfsorku til efl ingar hag og hagsæld meðbræðra sinna, ekki sízt hinna máttarminni efnalega séð. Hin hallkvæma þróun í at- vinnulífi Eyjabúa og allri lífsaf- komu var Helga Benediktssyni ríkt hugaðarmál. Ef til vill hafa fáir kynnzt betur þessum hugðar- málum hans en ég, sem þessar lín ur skrifa, þar sem við störfuðum saman í stjórn Sparisjóðs Vest- mannaeyja um árabil, og Sparisjóð urinn hefur jafnan verið sú stofn- un, sem hinir efnaminni leita til um hjálp og hald, er á bjátar urn daglegt brauð, ef ég mætti kom- ast þannig að orði, — og þegar hugað er til framkvæmda um bætt húsakynni og mennilegri lífskjör, þá beitti Helgi Benediktsson oft ráðum og dáð, svo að tök yrðu á að koma til móts við lánbeiðend- ur án þess að stofnunin ætti nokk- uð á hættu um lán fjárins. Þau störf hans sanna ef til vill betur en ýmislegt annað einn þáttinn í sálarlífi þessa mikilhæfa manns, sem Helgi Benediktsson var. Fleiri en ég reyndu hann jafnan fúsan til að stýðja góð málefni og leggja þeim' lið á sem flestum sviðum í bæjarfélaginu, bæði í atvinnu — og menningarlífi fólksins. Þannig reyndist hann t.d. í átökunum miklu um byggingu Gagnfræða- skólahússins þar á sínum tíma. Og skólann sjáifan vildi hann efla og gerði með ráðum og dáð, gaf hon- um bækur og fleiri nyteama hluti. Þá gerði hann sitt til að efla Byg'gð arsafn kaupstaðarins með gjöfum muna o.fl. Fleiri menningarstofn- anir studdi hann af velvild og skilningi, ekki sízt þegar hann var valdamkill bæjarfulltrúi. Þá neytti hann jafnan aðstöðu sinnar til þess að leggja lið þessum fram- faramálum öllum. Hann var forseti bæjarstjómar Vestmanna- eyja á kjörtímabilinu 1950—1954. Þá er skylt að geta þess, að um 20 ára bil var Helgi Benediktsson öðrum þræði brautryðjandi um byggingu fiskiskipa hér á landi. Fimm fiskiskip voru smíðuð í skipasmíðastöð hans í Eyjum að stærð 15—200 smálesta. Á síðustu kreppuárunum lét hann byggja stærsta fiskiskip, sem til þess tíma hafði verið byggt hór á landi. Það var Helgi VE 333, 120 smálestir að stærð. Það má athylgi vekja, að þessa mikilvægu framkvæmd og markverða brautryðjendastarf innti hann af hendi á krepputím- um, þegar flestir höfðu dregið sig inn í skelina sökum fjárhagslegra erfiðleika og kjarkleysis, — efna- legrar lömunar. Vitaskuld fór töluvert fyrir manni eins og Helga Benedikts- syni. Víða átti hann í útistöðum, — en hvað er að fást um það? Hið jákvæða starf í þágu lands og þjóðar vegur þar þyngst, og ávaxt anna af því starfi njóta komandi kynslóðir. Minnin um þau störf skulu í heiðri höfð. Þá verða þau framhvöt. Helgi Benediktsson átti innra með sér festu og styrk. Og fyrir þeim sálarlífseinkennum hjá öðr- um beygði hann sig jafnan, ef bent ýar þar með rökum á stað- reyndir. Árið 1928 kvæntist Helgi Bene- diktsson eftirlifandi konu sinni, frú Guðrúnu Stefánsdóttur útgerð armanns og skipstjóra Björnssonar frá Skuld í Eyjum, og konu hans frú Margrétar Jónsdóttur, sem enn er á lífi í hárri elli. '6 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.