Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1971, Blaðsíða 29

Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1971, Blaðsíða 29
gjalda fyrir ótrauða og virka þátt- töku í félagslífi sveitarinnar langa hríð. Hún hefur notið aðdáunar samferðarfólksins fyrir fórnfýsi og æðruleysi, en gæzka hennar er endurgoldin í elsku þeirra mörgu, sem notið hafa vináttu hennar. Það hefur hún vonandi fundið í langæjum og þungbærum veikind um síðustu ára. Magnús fæddist á Kjarna í Möðruvallasókn 4. maí 1896. Sig- urður faðir hans var frá Kamb- hóli, en móðir hans Margrét Sig- urðardóttir frá Kjarna. Magnús ólst upp á Hjalteyri og vandist ungur hinum ýmsu verkum til sjós og lands. Stórbúskapur hans á Björgum er þegar getið. En um fjölda ára stundaði hann vega- verkstjórn jafnframt búskapnum. Stóð Lára þá fyrir búi með dætr- unum í fjarvistum hans, unz Björn tengdasonur þeirra fluttist að Björgum. Magnús hóf vegaverkstjórn heimafyrir, en síðar út í frá, á Lágheiði og í Skagafirði, en lengst var hann á Hólsfjöllum og loks í syðsta hluta Suður-Múlasýslu, milli Breiðdalsheiðar og Lónsheið ar. Vegirnir, sem hann lagði bera glöggskyggni hans og verkhyggni vitni. Reyndist hann í þessu starfi framúrskarandi heiðarlegur og lag inn á að teygja úr þeim vegaspott- um, sem fjárveitingar gerðu ráð fyrir. Var ég svo lánsamur að vera sumarlangt með honum á Austur- landi og kynnast til hlítar störf- um nágranna míns í Hörgárdal í þágu hins opinbera á fjarlægum stöðvum. Urðu mér þar vel kunn- ar vinsældir hans með öllum góð- um mönnum. Og raunar síðar, er ég kynntist Fjöllungum, vegna prestsþjónustunnar í Möðrudal, hve hlýjan hug þeir bera til hans, síðan hann lagði veginn um Mý- vatnsöræfj og áfram austur Fjöll- in. Hin dæmigerða öfund yfir vel- gengni náungans kom fram í því, að sveitungarnir í Arnarneshreppi hafa aldrei metið Magnús á Björg- um að réttum verðleikum, t.d. hef- ur hann ekki átt sæti í hrepps- nefnd. Að sjálfsögðu gilti það hann einu, en sveitarfélagið missti þar af manni, sem bar óveniu haldgolt skyn á verklegar framkvæmdir og meðferð almannafjár. Auk þess sem langdvalir í öðrum landshlut- um gáfu víðsýni í skoðunum og frjóar hugmyndir í félagslegu til- liti. — Kunningja okkar Magnúsar á Suðurfjörðum þótti hann vitna nokkuð oft til þess, hvernig hlut- irnir væru i sinni sveit. En það get ég fullyrt, að það var margt, sem hann hefði viljað flytja með sér að austan heim í Hörgárdal- inn? Bjargarhjónunum varð auðið þriggja dætra. Sigríður húsfreyja á Björgum er elzt, síðan Pálína, sem gift er Guðmundi Gunnars- syni bónda á Reykjum í Fnjóska- dal, en Margrét yngst, hún er bú- sett á Akureyri, gift Þóroddi Jó- hannssyni frá Ytri-Reistará. Allir þeir, sem þekkja systurnar frá Björgum eru á einu máli um mann kosti þeirra. Arfur foreldranna birtist þar í gestrisni og heimilis- rækt, umhyggjusemj og forsjálni ásamt með hinni hjartagrónu hlýju og velvild. Lára á Björgum hefur átt við mikið sjúkdómsböl að stríða um Til ömmu minnar JÓHÖNNU BJÖRNSDÓTTUR Raufarhöfn á sjötugs afmæli hennar 3.7. 1971. Heill þér sælli með sjöunda tuginn, þín stjarna í verkunum skín, sem sól yfir heilvita heimi. Heill er þinn — ávallt huginn, og sannkölluð fegurð þín sýn. —- þinni seiglu aldrei gleymi — Þú horft til baka getur með gleði og glaðzt yfir ávöxtum verka þinna, sem allflest voru unnin af alúð. — Þó ungur og klökkur ég kveði, ég kætist ávallt er fegurð má finna, — þín fegurð verður ei keypt í búð - Ó, amma, þú ert svo ung þó ellin baki þér raun, er finnurðu við hvert fótmál. Þín fórn — á metskálum er þung og heillað getur hraun. — Svo hrein er þín sál — Ég þakka þér allt sem þakka ber þó þori ég vart að mæla, því þögnin er bezta þökkin. Því þagna ég nú — til verka fer. Ég þrái lífið verði sönn þér sæla. — skjóllaus er orðinn klökkvinn — Kjartan Jónasson. mörg ár. Þegar þar við bættést að heilsu Magnúsar fór hnignandi eft ir bílslys, sem hann lenti í, ákváðu þau að flytjast á Elliheimilið á Ak- ureyri. Vinirnir mörgu óska þeim góðra daga þar og friðsællar og mildrar elli eftir hinn langa og giftudriúga starfsdag. Sú von rís af þökkinni fyrir elskuleg kynni trúleiks og hinnar góðu voldar. Ferðirnar suður í Biörg voru margar. t léttum sporum er fólgin hin ljúfa minning, sem auðveldað hefur margn erfiða leið. Agúst Sigurðsson frá Möðruvöllum. ÍSLENDINGAÞÆTTiR 29

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.