Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1971, Blaðsíða 28

Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1971, Blaðsíða 28
AFMÆLISKVEÐJA TIL HJÓNANNA Á BJÖRGUM, LÁRU GUÐMUNDSDÓTTUR OG MAGNÚSAR SIGURÐSSONAR Vorið 1922 fluttust a'ð BjÖrgum í Körgárdal ung hjón, Lára Guð- ntundsdóttir frá Þríhyrningi og Magnús Sigurðsson frá Hjalteyri. Björg voru ekki þá, fremur en fyrr, álitlegt ábýli. Húsakostur lít- ill, töðufall vart meir en tvö kýr- fóður, en mestur hluti þessarar Iandþröngu jarðar óræktarmóar, melar og klettaþorp. Hannes Davíðsson greinir svo frá í búnað- arsögu Arnarneshrepps, sem tek- ur til 1824, er hreppurinn var sett ur, að búskapur á Björgum hafi alla tíð fram til daga þeirra Magn- úsar og Láru verið harla smár. Hevfengur sjaldan meir en 200 hestar, meiri hlutinn úthey, en bú stofn 2 kýr, fáeinar kindur og 1 þá og síðar á ævinni er trúin á guð og handleiðslu hans. Helga vitjaði átthaganna eftir þennan erfiða vetur og tók að stunda ljósmóðurstörf, oft við frumstæðar aðstæður, en það hef ég fyrir satt, að niikil gifta hafi fylst henni í starfinu. Helga giftist Einari Sigvaldasyni frá Sandnesi, mikilhæfum gáfu- og fræðimanni. Einar var dóttursonur kvenhetjunnar, Soffíu Torfadóttur alþingismanns frá Kleifum. Þau lijón eignuðust fimrn böi-n og eru fjögur á lífi. Um Helgu Bjarna- dóttur má segja eins og eitt af góðskáldum okkar kvað um móð- ur sína: „Hyllir upp í aftanskini ævistarfið mikilsvert. Þó er lagzt í þagnargildi það, sem allra bezt var gert, verður aldrei opinbert. H.G.“ Konan, sem hér um ræðir, hefur ekki hampað kærleiksverkum sín- um. en þau munu fylgLÍa henni. Helga Bjarnadóttir er gædd góð- um gáfum, orðhög og listhneigð, hún hefur mikinn næmleik á til- brigði mannlegra tilfinninga og —2 hross. Og þannig er búnaðar- skýrslan fyrir Björg vorið 1923. En mjór er mikils vísir. Björg áttu eftir að verða eitt hið mesta stórbýli, ekki aðeins í Arnarnes- hreppi, en öllu Eyjafjarðarhéraði. Má heita áð hver lófastór blettur ræktanlegs lands væri gerður að túni, en miklar byggingar reistar. Þ.á.m. má geta þess, að 1957 var lokið smíði lausgöngufjóss með fullkominni aðstöðu í stóru og smáu. Að félagsbúi með Magnúsi og Láru voru þau þá löngu sezt Sigríður dóttir þeirra og maður hennar, Björn Gestsson frá Bakka- gerði í Svarfaðardal. — Hannes á Hofi getur þess, að húsabyggingar . og jarðabætur á Björgum séu náttúrunnar, mun hið stórbrotna umhverfi á Ströndum hafa haft mikil áhrif á sálarlíf hénnar. Helga hefur átt við vanheilsu að stríða, hún þekkir þá raun, að vanta þrek til athafna. Þegar sorg ir og erfiðleikar sóttu hana heim; leitaði hún styrks í bæn til guðs, eins og eftirfarandi vísa sýnir. „Guð minn Jesú græddu sár gefðu að róist sinni. Mín ólifuð æviár eru í hendi þinni.“ Sönn manngöfgi minnir á upp- sprettuiind, er aldrei gruggast, en streymir hljóðlát fram, frýs ekki en speglar fegurðina í djúpum sínum. Nú vorar á Ströndum, nótt- lausir dagar eru framundan, sólin gyllir flóan, víkur og voga. Megi geislar hennar verma Strandir og þá er þar búa, og einnig þá, er huffsa heim. Helga mín, þökk fyrir allar ynd- isstundirnar og alla góðvild þína til mín. Forsjón guðs gefi þér og þínum þær gjafir, er hann einn veit, að ykkur eru beztar. Laufey Sigurðardóttir frá Torfufelli, Eyjafirði. „hvort um sig eijthvað það stór- felldasta í sveitarfélaginu“, og munu dæmin sanna þau orð. 1960 hefur heyfengurinn á Björgum ver ið talsvert á 3. þús. hesta, naut- gripir um 50, fjártalan liðug 200, en auk þess fjöldi alifugla og kart öflurækt ærin. Síðar komst tala nautgripa nær 90 höfðum, en þá nutu Bjargamenn stuðning af túni föður míns á Möðruvöllum. Að því undanskildu er búskapur- inn á hinu gamla smábýli í hinum nýja tíma ævintýri líkastur. Magnús og Lára hafa nú fyrir skemmstu brugðið búi sínu og sezt að á Elliheimilinu á Akureyri. Magnús Björnsson, dótturson þeirra, situr nú jörðina á móti for eldrum sínum og býr með fjöl- 'skyldu sinni í Bjargabænum. sem afi hans og amma reistu í öndverð um búskap sínum, en niður á heimatúninu hafa þau Björn og Sigríður búið sér fallegt heimili í nýju og vönduðu húsi. Magnús og Lára gitfust 15. jnaí 1920. Þessi orð eru því nokkuð síðbúin gullbrúðkaupskveðja, en í fyrravor varð Lára 75 ára og Magn ús nú á þessu vori. Lára fæddist í Þríhyrningi i Hörgárdal 8. júní 1895. Voru for- eldrar hennar Guðmundur bóndi í Þríhyrningi Jónsson og kona hans Pálína Pálsdóttir. Foreldrar Guðmundar voru hin kunnu ágæt- ishjón Jón Jónsson og Steinunn Friðfinnsdóttir, e n hún var af hinni gömlu Skriðuætt, sonardótt- ir Þorláks Ilallgrímssonar, en hann var Sunnlendingur, frá Kala stöðum á Ilvalfjarðarströnd, og kom ungur norður með síra Arn- grími Halldórssyni á Bægisá. Þau Guðmundur og Pálína voru skyld, en Páll faðir hennar Friðfinnsson, sonarson Þorláks í Skriðu, en móð ir Pálínu var Sigríður Magnúsdótt ir frá Féeggstöðum á Barkárdal. — Lára á Björgum er höfðingi í lund, vinmörg og virt, og eiga sveitungarnir henni mikia þökk að 28 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.