Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1971, Blaðsíða 19

Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1971, Blaðsíða 19
hreina afstöðu til málefnanna. Gerði hann það jafnan svo afdrátt arlaust, að engum gat blandazt hugur um skoðanir hans. Hann fór heldur aldrei dult með þær, en lét þær jafnan í Ijós hispurslaust við hvern, sem hlut átti að máli. Vegna þeirra kynna, sem ég hafði af Helga, get ég fullyrt, að aldrei hafi hann tekið afstöðu til eins eða neins með vafasemi eða vangaveltum, því að aldrei var neitt í fari hans, sem virtist eiga tilhneigingu til að segja: — Annað hvort er þetta strent eða sívalt. — Annað hvort eða — var víst orð- tak, sem ekki var til í hugarheimi hans. Hann sá hlutina út frá eigin bæj ardyrum og batt því ekki alltaf bagga sína með samferðafólkinu. Hið hvíta var þá alltaf afdráttar- laust hvítt og hið svarta afdráttar- laust svart. Helgi gerði sér ekki leik að því að flíka tilfinningum sínum, sem snertu einkalíf hans. Duldist þó engum, að hann átti marga góða kosti, sem ekki lágu jafnan ljóst fyrir í hita lífsbaráttunnar. Hann var fljótur til að taka svar lítil- magnans, fann til með fátækum og skildi kjör þeirra, enda gladdi liann margan nauðlíðandi, svo að lítið bar á. Sjálfur talaði hann ekki um þetta við neinn, en nokkrir þeirra, sem nutu góðvildar hans og örlætis, hafa sagt mér. Og Þor- steinn Þ. Víglundsson, sparisjóðs- stjóri, sem jafnframt var formað- ur Sparisjóðs Vestmannaeyja á þeim árum, sem Helgi sat þar í stjórn, hefur leyft mér að hafa það eftir sér, að einmitt þessir kostir í fari Helga hafi komið áber andi í ljós þau 15 ár, sem þeir störfuðu saman í stjórn Sparisjóðs ins. Enn fremur var hann mikill greiðamaður. Bónleitendur lét hann ógjarna fara frá sér bónleiða til búða heim, nema hann gæti alls ekki greitt úr vandamálum þeirra. Auk þess var það honum aufúsa að veita kunningjum sín- um og vinum holl ráð og leiöbein- ingar, þegar honum fannst hann vera þess umkominn. Það fór heldur aldrei milli mála, að Helgi Benediktsson var mjög ágætur heimHisfaðir og frábær húsbóndi hjúum sínum. Hann var höfðingi heim að sækja, enda rausnarlegur gestgjafi. Hann lagði sig aUan fram um að prýða heim- ili sitt og gera það sem bezt úr garði. Kom það þá líka greinilega í ljós, þótt hann hefði ekki um það mörg orð, hve mikils hann mat þann rann og húsmóðurstörf konunnar sinnar, sem var honum samhent mjög í þessum efnum og samtaka að fagna gestum manns síns, sem að garði bar. En þarna var oft mjög gestkvæmt, og fundu gestirnir það glöggt, að það var eins og einhver einkennilegur há- tíðablær hvíldi yfir híbýlunum og djúpur virðuleiki. Guðrún Stefánsdóttir Björns- sonar frá Skuld í Vestmannaeyj- um, eftirlifandi konu sinni, kvænt ist Helgi þann 26. maí 1928. Þau áttu saman átta börn, sjö sonu og eina dóttur. Tveir synir þeirra, Guðmundur og Helgi, létust á blómaskeiði. Voru þeir báðir hin mestu mannsefni, enda var þá stór harmur kveðinn að þeim hjónum og allri fjölskyldunni. Hin börnin, Stefán, Sigtryggur, Páll og Guðrún eru öll gift, Arnþór og Gísli, tví- burar, eru nemendur í mennta- skóla í Reykjavík og ókvæntir. í lífi þessarar fjölskyldu hefur tíminn liðið og runnið 1 aldanna skaut, eins og hann gerir hjá okk- ur öllum stundarbörnum þessarar veraldar. Nú hefur liðið að leiðar- lokum. Húsbóndinn er fallinn í val inn. Hann er kvaddur af ástvina- hópnum með þakklæti, þögulli virðingu og væntumþykju. Það, dylst hvorki þeim né öðrum, að þlið var sterkur maður og hraust- ur baráttumaður, sem hneig til foldar, óvænt og að því er virtist í fullu fjöri, þann 8. apríl s.l. Þetta gerðist í kyrru vikunni, sem svo er kölluð. Einn af kempum lífsbaráttunnar yfirgefur þennan heim á mótum skírdags og föstu- dagsins langa, einmitt þegar náð Drottins er næst okkur og friðgef andi upprisudýrðin á næsta dægri eða svo gott sem. Já, ein af kemp- um lífsbaráttunnar kveður. Sterk- ur og voldugur í ríki sínu mun hann hafa verið, en auðmjúkur tH finningamaður gagnvart ástvinum sínum og fórnfús heimilisfaðir. En enginn þverskallast við kalli dauð ans, þegar hann birtist. Þann veg, sem hann bendir okkur, hlýtur að feta, jafnt fús sem tregur, jafnt sterkur sem veikur. Þeir, sem sár- ast sakna, vita, að eftir hverja nótt rennur bjartur dagur. Þegar tím- inn hefur læknaö sárasta saknaðar sviðann myn svo fara sem jafnan, að — „hið mikla geymir minning- Pálína M. Ásgeirsdóttir F. 26.4.1894. D. 28. 5.1-71. Kveðja frá Eiginmanni, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Nú þinnar ævi er sigin sól. Við signum beðinn þinn. Horfin okkur himna til hníga tár um kinn. Sárt við ætíð söknum þín samt í huga skín. Minningin um móðurfaðm, sú minning aldrei dvín. Þú áttir hreinan hjartayl. Þín hönd var mild og sterk. Hve létt var þín að leita til svo ljúf voru öll þín verk. Knýtt eru ennþá kærleiksbönd og kærleikurinn fær myrkri breytt í bjartan dag og blessun öllu ljær. Þú gazt allra þerrað tár með þinni hlýju mund. Þú gazt læknað þraut og sár með þinni blíðu lund. Við biðjum guð að blessa þig, nú býrð þú himnum á og um þig ieiki unaðsblær um eilífð drottni hjá. G.J. in, en mylsna og smælkið fer“, já, hverfur og gleymist. Um leið og ég votta ekkjunni, börnunum og öllum ástvinahópn- um samúð mína, tek ég undir með hinni kristnu andlátskveðju: „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og aUt“. Vestmannaeyjum 27. apríl 1971. Þorsteinn L. Jónsson. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 19

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.