Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1971, Blaðsíða 24

Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1971, Blaðsíða 24
BJÖRN MARKÚSSON F. 7. sept. 1900. D. 11. des. 1970. Atvikin höguðu því svo, að við Björn Markússon urðum samferða í Skriðdalinn á sinni tíð. Ég var þá fullþroska maður, en Björn barn að aldri, og einhvern veginn fór það svo, að báðir festum við hér rætur, sem virðast hafa vaxið djúpt í jörðu, því ávallt síðan mun- um við hafa talið Skriðdalinn okk- ar sveit. Þótt ævi okkar hér liafi orðið nokkuð sitt með hvorum hætti. / Eftir að Björn komst til þroska stundaði hann jafnan vinnu- mennsku, og lengst af á ýmsum bæjum hér í dalnum, eða fram til síðustu ára, að hann fór að stunda daglaunavinnu í Egilsstaðaþorpi og víðar. Það má því segja með réttu, að Björn sé síðasti vinnumaðurinn í dalnum og hefði farið vel á því, að minnast þeirr- ar stéttar með Birni Markússyni, svo snar þáttur sem starf vinnu- mannsins var í lífábaráttu sveita- fólksins um langa tíð. En það verð ur þó ekki gert hér, heldur aðeins sagt örlítið frá uppruna Björns og ævistörfum, og~aðstöðu hans í lífs- baráttunni. ’Foreldrar Björns voru búsett á Reyðarfirði, os voru bláfátæk, eins og algengt var með þurrabúðar- fólk i sjávarplássum um síðustu aldamót. En um áramótin 1907— ‘08 dó móðir hans, Sigrún Ólafía Einarsdóttir af barnsfæðingu, frá 7 ungum börnum. En uppfrá því hófust fyrstu kynni okkar Bjöms. Foreldrar hans áttu lítið hús, er grafið var inn í ósmelinn á Reyðar- firði, sem þá var svo nefndur, og var húsið kallað Gröf. Ég var þá afgreiðslumaður hjá Rolf Johans- sen kaupmanni, en bjó hjá móður minni á Ósi, en það hús stendur þarna örstutt frá. Er Sigrún, móð- ir Björns, féll frá, kom það í hlut Guðrúnar systur hans, þá 13 ára gamalli, að taka við forsjá heirn- ilisins til vors. En auðvitað var það ofvaxið 13 ára stúlku, að annast þetta heiinili að öilu. og revndin varð sú. að móðir mín rétti Guð- rúnu oft hiálparhönd með þvotta og annað er á lá. En þetla varð til þess, að Björn, sem þá var að- eins 7 ára.* hændist mjög að okk- ur, og var daglegur gestur á heim- ili okkar er veður leyfði, og fékk þar reyndar margan málsverð. Af þessu skapaðist nokkur vinátta á milli okkar Björns. er aldrei þraut upp frá því. Um vorið 1908 sundraðist þetta heimili og voru börnin tekin til fósturs á ýmsum bæjum á Reyð- arfirði og víðar. Gistihús var ekk- ert á Reyðarfirði á þessum árum, en algengt að ferðamenn gistu á heimilum, hjá vinum og kunningj- um. Benedikt Eyjólfsson bóndi á Þorvaldsstöðum í Skriðdal, gisti jafnan hjá þeim Markúsi og Sigrúnu í Gröf, er hann var á ferð. Hvernig á þeim kunningskap stóð, er mér ókunnugt, en Markús gæti hafa verið hjá Benedikti, því áður en hann kvæntist, var hann eitthvað hér í Skriðdal. En er heimili Markúsar leystist upp, bauðst Benedikt, eða þau Þor- valdsstaðahjón, til að taka Björn til fósturs, og var það þegið með þökk um, því að Þorvaldsstaðaheimilið var þá, og jafnan síðan myndar- og rausnarheimili. Þetta vor var ég ráðinn vinnumaður í Mýra í Skrið- dal, og varð það að ráði, að Björn yrði mér samferða upp yfir Þór- dalsheiði til nýrra heimkynna, en það var á krossmessu um vorið, er sú ferð var farin, og eftir það er saga okkar að mestu tengd þessu byggðarlagi. Björn ólst svo upp á Þorvalds- stöðum unz hann var fullþroska maður, en samtímis eru þarna í uppvexti dætur þeirra Þorvalds- staðahjóna, og tók Björn við þær mikla tryggð, sem entist til dauða- dags. Má raunar segja, að svo hafi leiki, og ef aö þerrir var, og hey lá á túni, hjálpuðust allir að, og var þá stundum skortur á hrífum ef margir voru saman komnir. Já! Það var glatt á hjalla í Höfða. Fyrir um það bil 12 árum brugðu þau hjón svo búi, bæði orð in öldruð og með langan vinnudag að baki. Jón tengdasonur þeirra og Ásta yngsta dóttir þeirra keyptu þá jörðina, en Guðrún og Þórarinn dvöldu hjá þeim. En ekki var þar meo sagt að starf þeirra legðist niður, Þórarinn, sem lifir konu sína, var og er þeim Ástu og Jóni innan handar með marga hluti. Og amma, margir voru þeir vottlingarnir og sokkarnir, sem hún prjónaði á barnabörnin og barnabarnabörnin, sem henni voru svo óendanlega kær. Hún ljómaði af ást og kærleika, þegar á stóra hópinn var minnzt. Sennan hóp, sem hún hafði séð fæðast og vaxa og þrá hennar var, að sjá verða að mannvænlegu fólki. Já, það var stórt hjartað hennar ömmu. Siður var það orðinn, að þegar ný mannvera fæddist í fjölskyld- unni, að fara með hana inn til ömmu, og leggja hana í rúmið hennar. Fyrir okkur var það sem eins konar blessun eða far- sældarmerki fyrir þá litlu mannveru, sem í fjölskylduna stóru bættist. Og við, sem hún strauk um vangann og þerr- aði af tárin í erfiðleikum og stór- viðrum lífsins, við þökkum góðum guði fyrir að liafa fengið að bergja af brunni kærleika hennar og vizku, þess kærleika, sem hún átti handa okkur öllum nær og fjær. Nú þegar hún hefur horfið til betri heims, vitum við, að hún á góða heimkomu. Því „eins og við sáum.- munum við og uppskera". Til afa vil ég segja þetta: „Þið hittist fyrir hinum megin“, og guð blessi þig elsku afi. Fyrir hönd systkinanna í Höfða, dótturdóttir. Þórunn Jónsdóttir Kársnesbraut 97. 24 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.