Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1971, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1971, Blaðsíða 13
NNINC í minningu hjónanna Jóns Jónssonar og Sigfríðar Jóhannsdóttur Steini á Reykjaströnd Jón Jónsson fœddist aS Efra- Nesi á Skaga 16. marz árið 1893, sonur Jóns Jónssonar bónda þar og konu hans, Maríu Jóhannsdóttur. Á fyrsta ári missti Jón föður sinn ©g var þá tekinn í fóstur af hjón- unum Sigurfinni Bjarnasyni og Jó- hönnu Sigurðardóttur á Meyjar- landi á Reykjaströnd, og ólst upp hjá þeim. Á sínum yngri árum var Jón víða í vinnumennsku, eða þar til hann hóf búskap að Syðri-Ingveld- arstöðum á Reykjaströnd árið 1916. Þann 11. maí 1921 kvæntist Jón heitkonu sinni, Sigfríði Jó- hannsdóttur og það sama vor hófu þau búskap að Daðastöðum á Reykjaströnd, og þar bjuggu þau, þar til þau fluttust að Steini árið 1946 og þar bjó Jón til dauðadags, en hann andaðist á sjúkrahúsi Sauðárkróks eftir stutta legu, 11. febrúar 1962. Kona Jóns, Sigfríður Jóhanns- dóttir fæddist að Sævarlandi á Skaga 8. ágúst 1896. Foreldrar hennar voru þau Jóhann Jónatans- son bóndi á Sævarlandi og ráðs- kona hans, Valgerður Ásmunds- dóttir. Á Sævarlandi var Sigfríð- ur til fimm ára aldurs, en svo með móður sinni á ýmsum bæjum á Skaga. Er hennl óx aldur og þroski fór hún í vinnumennsku, var m.a. við þannig störf í Reylkjavík, á Akur- eyri og víðar, t.d. á Veðramóti í tvö sumur hjá Sigurði Björnssyni bónda þar. Eftir að Sigfríður missti mann sinn, var hún ráðskona hjá Ilalldórl syni sínum, sem tók við búinu á Steini eftir andlát föður síns. En heilsa Sigfríðar var tekin að bila og hin síðustu ár ævi sinnar dvaldist hún á sjúkrahúsi Sauðár- bróks og þar andaðist hún 17. marz 1971. Þau Sigfríður og Jón eignuðust fimm mannvænleg börn, fjóra syni og eina dóttur. Hér að framan hef ég farið fljótt yfir sögu, því að mér er lífssaga þeirra Sigfríðar og Jóns, allt til ársins 1945 ekki svo kunn sem skyldi, en það ár liggja leiðir okk- ar saman. Dag einn í byrjun janú- armánaðar árið 1945 var ég á leið út Reykjaströnd ásamt fylgdar- mannl mínum, Helga Magnússyni, bónda að Tungu í Gönguskörðum, en hann var þá formaður sbóla- nefndar í Skarðsskólaliverfi. Ég var ráðinn kennari við barnaskól- ann í þessu hverfi og var nú á leið til skólastaðarins, sem var bónda- bær utarlega á ströndinni og heife ir Daðastaðir. Er ég var á leið út Reykja- iströnd þennan dag, var hugur minn bæði blandinn kvíða og til- hlökkun. Ég hlakkaði til að fá tæfci- færi til að kynnast því starfi, sem hugur minn hafði svo mjög snúizt um, þ.e. að mega verða sáðmaður á akri barnssálnanna. En ég kveið fyrir samstarfinu við húsráðendur. Mundu ekki verða sífelldir árekstr ar milli mín og þeirra? Að vísu hafði Helgi sagt mér, að húsráð- endur á Daðastöðum væru prýðis- hjón og að mér mundi áreiðanlega líka vel við þau. — En ég kveið samt fyrir. Um þetta var ég aið hugsa á ferð minni eftir króbótt- um götum undir hrikalegum hlið- um Tindastóls. Mór varð lfka hugs- að til minna væntanlegu húsráð- enda, sem Helgi hafði sagt mór ÍSLENDINGAÞÆTTIR 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.