Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1971, Blaðsíða 25

Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1971, Blaðsíða 25
/arið um margt það fólk, er Björn var hjá eða vann fyrir, að upp úr því spratt tryggð og langvarandi vinátta. En árið 1918 dó Benedikt á [Jorvaldsstöðum og upp úr því fei að losna um Björn á því heim- ili. og gerist hann nú vinnumaður á ýmsum bæjum hér í dalnum, og virðist hafa gaman af þvi að skipta um vistir, og um tíma verö- ur hann vinnumaðui á Brú á Jökul dal hjá Eyjólfi Marteinssyni, er síð ar fluttist að Mjóanesi í Skógum. En allmörg ár er hann á Geirólfs- stöðum hjá uppeldissystur sinni, Jónínu Benediktsdóttur og manni hennar, Helga Finnssyni, fyrst sem vinnumaður en síðar í hús- mennsku að einhverju leyti. Einn- ig lendir hann í vinnumennsku á Reyðarfirði og norður í Fljótsdal, en það er sama hvert Björn fer, atltaf ber hann í Skriðdalinn af|- ur, og er jafnan til taks að rétta mönnum hér í sveitinni hjálpar- hönd þegar þess er mest þörf, svo sem við byggingar og í veikinda- forföllum, og lögheimili sitt mun hann hafa haft hér í hreppnum til síðustu ára að hann flutti það að Sauðhaga á Völlum. Björn var fram eftir árum duglegur ferða- maður og var oft til hans leitað í því efni, lét hann þá hvorki veður né færð raska áætlunum sínum, ef svo bar undir, og lá við að honum yrði stundum hált á þessu. Eitt sinn er hann ^hr á Brú á Jökuldal, hafði hann ákveðið ferð austur í Skriðdal, og slóst annar maður í för með honum er ætlaði til Reyð- arfjarðar. Lögðu þeir á Hraungarð síðla dags, og fengu bylretju á fjall inu og lentu auk þess í náttmyrkri. Skyndilega sprakk snjóhengja ui 1 an Birni og hrapaði hann lan t niður. En af því að Björn er i. i kominn á kunnar slóðir, áttaði hann sig á því, er niður kom, að hann hefði hrapað ofan í svokall- aðan Stórabotn fyrir ofan Þorvalds staði, en það er mikið fall, og ótrú- legt að hann skyldi koma heill úr þeirri ferð. Höfðu þeir félagar þá lent nokkuð af réttri leið, og komið niður nokkru innar en ætl- að var. Samferðamaður Björns sá á eftir honum fram af og gat sneitt fram hjá kle'ttunum og komizt nið- ur í Flögu, sem er næsti bær fyrir utan Þorvaldsstaði. En sagt er, að hann hafi ekki getið þar um hvarf Björns, sem komst klakklaust í Þorvaldsstaði og sagði sínar farir ekki sléttar. LÍNEY GUÐLAUG JÓNSDÓTTIR KVEÐJA. Ég flyt þér hinztu kveðju, kæra vina mín með klökkum huga þakka liðnu árin. Sem kærleiksríkrar móður, ég minnist ávallt þín, er mildum höndum þerrar angurs tárin. Minninguna um Laugu, blessa börnin mín, bjart er yfir liðnum vina fundum. Þessi litla kveðja er hinzta þökk til þín, við þökkum allt, frá gengnum ævistundum. Sérhvert unnið góðverk, var gleði þinni sál, þú girntist ekki hrós af samtíðinni. Hljóðlát var þín sigling um lífsins leiðar á, en ljúf og traust þú áttir vina kynni. Þau kynni aldrei gleymast, svo himinbjört og hrein og hjartað geymir yndislegar myndir. Björn var um margt sérstæð per sóna, hann var eindæma trútt hjú, sem vildi vinna húsbændum sín- um a'lt það gagn, er hann gæti, greið • iur við alla og liöfðingi í sér e. :>ví var að skipta. Og aldrei var é i þess var, að hann hefði áhuga á -;ð safna jarðneskum fjár- munum Hann var sérstaklega léttlyniui og var ekkert að velta vöng' i yfir hugmyndaflækjum mann ;rsins, hans ásetningur var að látn eott af sér leiða, og það tókc' honum oft undra vel. r örn liafði yndi af góðum hest- um og átti þá jafnan meðan hann stundaði vinnumennsku, hafði hann gaman af því að bregða sér að heiman og reið þá oft geyst og söng hárri röddu, svo stundum Þú vildir öllu líkna og græða mannleg mein þín mildi vai sem ótæmandi lindir. Nú ert þú liorfin sjónum, en minninganna mál í margra vina hjörtum lengi ómar. Og allt hið íagra og góða, er gafstu þreyttri sál, sem geislabirta í hjarta þeirra ljómar. Vina okkar kæra, þú sefur sætt - og rótt sál þín gleðst við himingeis'ann bjarta. í bliki aftansólar. við bjóðum góða nótt og biðjum guð að vefja þig að hjarta. Oddný Einarsdóttir. heyrðist bæjarleiðir er Björn var á ferð. En hann fór vel með hesta sína og lilúði vel að þeim að reið- túr loknum, og ekki veit ég þess dæmi, að Björn seldi hest til lífs. Óreglumaður var Björn enginn, en gaman hafði hann af því að eiga á glasi til að gleðja vini og kunningja ef svo bar undir, gat hann þá stundum sagt hinar skemmtilegustu setningar, svo all ir er nálægt honum voru, komust í gott skap. Enda var hann sér- lega félagslyndur og lagði oft mik- ið á sig til að taka þátt í gleðskap og skemmtunum. Þó án þess að vanrækja nokkurn tíma þau st<: f, er honum var trúað fyrir. Síðast bar fundi okkar Bjö’ is Framhald á bls. 3 ÍSLFNOINGAbÆTTIR 25

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.