Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1971, Blaðsíða 9

Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1971, Blaðsíða 9
ÓLAFUR INGIMARSSON BIFREIÐASTJÓRI Fætldur 26. sept. 1921 Dáinn 27. marz 1971 Mig setti iiljóðan er mér barst til eyrna andlátsfregn vinar míns og starfsbróður Ólafs Ingimarsson ar. En vegir guðs eru órannsakan- legir og dauðinn gerir ekki alltaf boð á undan sér. Að vísu vissi ég að hann var á sjúkrahúsi og hafði verið þar um skamman tíma en að hinzta dægur væi'i á næsta leiti datt mér sízt í hug. Kynni okkar Ólafs eru allt að 20 ára gömul, en þó urðu þau fyrst náin eftir að hann kom á B.S.R., hann var seinn að kynnast en sannur vinur vina sinna og naut ég þess að okkar vinsemd varð þeim mun meiri sem árin urðu fleiri sem við áttum samleið. Ólafur fæddist á Skarfshóli í Miðfirði, V-Hún., 26. sept. 1921, sonur hjónanna sem þar bjuggu Ingimars Jónssonar og Marsibil Gestsdóttur. Hann var yngstur af þrem systkinum, en eldri voru tvær systur. Ungur fluttist hann til Hvammstanga með foréldrum sínum og systrum, ólst þar upp og dvaldi þar síðan til 22 ára aldurs. Lífsskeið runnið. Dagsins ljós ei dvín. Dögun æðra lífs þér vinur skín. Geislavaldið gefur nýjan þrótt glöðum huga, — eftir dauðans nótt. Mlnninganna lýsa ljósafjöld, lýsa skært í gegnum dulin tjöld. Gleðin þín var gróðurrík og hlý. Göfug minning lifir, fersk og ný. Lífs þíns barstu kærleiks — kyndil hátt. Kaust að lifa hér við alla í sátt. Bæöi manna og dýra vinur varst. Vináttuna því í hjarta barst. Á Hvammstanga stundaði hann alla algenga vinnu sem til féll og þá ekki sízt vegavinnu þegar hún var fyrir hendi. Síðustu árin bjó hann einn með foreldrum sínum því þá voru syst- ur hans fluttar að heiman. Síðustu árin gebk móðir hans ekki heil til Hjartað milda trútt og tállaust var. Tryggðin þín sitt skjaldarmerki bar. Þar var gullnu lífsins letri skráð. Launin vinur, eins og til var sáð. Vertu sæll. — þig öll við kveðjum klökk kæri vinur, — hlýrri ástarþökk. Konan þín og börnin blessa þig. Blessun guðs þig leiði um himnastig. Með virðingu og þökk. Þórarinn Jónsson og fjölskylda. skógar og hefi ég heyrt þess sér- staklega getið hversu mikla um- hyggju, nærfærni og ástúð hann sýndi henni og var henni stærstu þegar mest á reyndi. Árið 1944 andaðist móðir hans og eftir það fluttust þeir feðgar hingað til Reykjavíkur. Strax og hingað kom gerðist hann leigubifr eiðastjóri og stundaði það starf til æviloka og síðustu 12—15 árin á B.S.R. 13. september 1947 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Höllu Einarsdóttur, sem einnig er ættuð úr Húnaþingi. Ekki er það neitt vafamál að það var mikil gæfa fyrir Ólaf að eign- ast jafn góða konu og Halla er. Sambúð þeirra var farsæl og heim ilið ljómaði af myndarskap og gest risni. Þangað var gott að koma, við- mótið vermdi og kveðjan var hlý. Þau hjón eignuðust 4 börn, sem öll eru hin mannvænlegustu, og má segja með sanni að þau hefðu mikið barnalán. Börn þeirra hjóna eru Pálína Ema 23 ára, ógift, starfar hjá Sæl- gætisgerðinni Víking. Marsibil 22 ára, trúlofuð Birgi Karlssyni frá Borgarnesi. Bæði hafa þau kenn- aramenntun og stunda kennslu í vetur. Sigrún 17 ára og Ingimar 12 ára eru bæði í foreldrahúsum. Það er oft sagt um okkur Hún- vetninga að við séum fyrirferða- miklir í röðum samferðafólksins, slíkt var þó ekki hægt að segja um Ólaf. Hann var í eðli sínu hlé- drægur og fjarri því að vilja þoka sér í fremstu raðir til metorða eða mannvirðinga, en hann naut vin- áttu og trausts samferðafólksins og allra þeirra sem þekktu hann bezt. Hann hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, en var sanngjarn, lipur og réttsýnn, hann gerði lítið af því að blanda geði við skoðanir annarra og hélt sig við það sem hann áleit að væri ÍSLENDINGAÞÆTTIR 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.