Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Blaðsíða 9
GRÍMUR KRISTGEIRSSON
Ég er tekinn að venjast því sein-
asta áratuginn, að mér berist ærið
oft fregnir um andlát góðkunn-
ingja minna, vina og fyrrum sam-
starfsmanna, og ósjaldan hafa slík-
ar fregnir komið mér á óvart og
snortið mig eftirminnilega. En mér
beinlínis hnykkti við, þegar ég sá
tilkjmningu um lát Gríms Krist-
geirssonar, því að ekki er langt
síðan ég var lengi dags með hon-
um og syni hans á heimili þeirra
feðga úti á Seltjarnarnesi og Grím-
ur var jafn hressilegur og glaður
— og áhugasamur um almenn mál
og þegar við áttum mest saman
að sælda vestur á ísafirði — og
með okkur tókst gagnkvæmt
traust og órofa vinátta.
Grímur Kristgeirsson fæddist í
Bakkakoti í Skorradal 29. septem-
ber 1897. Foreldrar hans voru
Kristgeir bóndi Jónsson og kona
hans, Guðný Ólafsdóttir. Kristgeir
var sonur Jóns Ólafssonar á Heið-
arbæ f Þingvallasveit. Hann var
glæsimenni gáfaður, fjörmaður
mikill, áhugasamur um hag stéttar
sinnar og þjóðmál öll, bjartsýnn,
ræðinn og skemmtinn. Guðný var
greind kona og valmenni. Hún var
dóttir ólafs Guðlaugssonar frá
Helgafelll f Mosfellssveit, fátækra-
fulltrúa f Hlíðarhúsum í Reykja-
vík og Sesselju Guðmundsdóttur,
bónda og hafnsögumanns í Hlíðar-
húsum. Guðný var því systir Þórð-
ar prófasts Ólafssonar á Gerð-
Ég minnist þín sem hins glaða
og hlýja gestgjafa.
Ég mlnnist þín í hinni þögulu
baráttu þinni, við veikindi þín
sjálfs.
Ég minnist þín svo ótal önnur
skipti, t.d. hve ljúft var að fylgj-
ast með vináttu ykkar móður þinn-
ar, hve ljúft var að þiggja hjálp
þína, hve gaman var að fagna með
þér og Maríu, hve gaman var að
bauka við allar veiðiárnar okkar,
hve gaman var að ræða um landið
hömrum og síðar Söndum í Dýra-
firði, föður Sigurðar söngstjóra og
tónskálds.
Frá því að Grímur mundi eftir
sér og fram til vorsins 1913 bjó
faðir hans á Gilstreymi, innsta bæ
í Lundarreykjadal, þar sem vegur-
inn liggur upp á Uxahryggi. Á
æskuárunum átti Grímur að von-
um margar ferðir um fjöll og heið
ar f smalamennskum og fjárleit-
um, og höfðu töfrar hinnar stór-
brotnu náttúru djúp og varanleg
okkar, um tilveruna og um okkur
sjálfa.
Ég minnist með þakklæti hversu
þú reyndist mér og minni fjöl-
skyldu.
Kæri vinur, mér er þó minnis-
steðastur góður drengur, er þráði
svo mjög að öðlast styrk, fegurð
og vizku. Ég þakka guði sam-
fylgdina og bið hann að blessa
þig, Maríu og börnin.
Jón E. Aspar.
áhrif á hann, því að meðan við
vorum samtíða á ísafirði var það
hans bezta skemmtun að taka
hnakk sinn og hest um helgar,
strax og snjóa leysti af fjallvegum
og fara vestur í firði — oftast einn
síns liðs. Hann átti alltaf ágæta
hesta — og stundum fleiri en einn,
kunni og vel með þá að fara, og
raunar var hann vinur allra dýra,
enda aðalhvatamaður að stofnun
Dýraverndunarfélags ísafjarðar.
Árin 1913—15 vann hann á búi
foreldra sinna í Lækjarhvammi
við Reykjavík, en síðan ýmis störf
í höfuðstaðnum og stundaði um
skeið nám í rakara iðn, unz hann
réðst til ísafjarðar árið 1920. Þar
var hann lögregluþjón í fjögur
ár við góðan orðstír og vinsældir.
Hann var maður í hærra lagi, eftir
því sem þá var talið, þrekinn
sterkur og snar, en meiru mun
þó hafa um það valdið framkoma
hans en líkamsburðir, hve vel hon
um fórst starfið. Árið 1924 kom
hann sér upp rakarastofu og stund
aði síðan iðn sína í ísafirði til
1953, að hann fluttist til Reykja-
víkur. Hann starfrækti svo rakara-
stofu á Keflavíkurflugvelli, unz
hann veiktist og varð að ganga
undir uppskurð, sem ekki reyndist
geta bjargað lífi hans. Hann lézt
mánudaginn 19. apríl s.l.
Grímur kvæntist 1939 Svanhildi,
dóttur Ólafs Hjartar, vélsmiðs á
Þingeyri, og konu hans Sigríðar
Egilsdóttur. Ólafur er sonur Hjart-
ar bónda á Klukkulandi og víðar
í Dýrafirði, bróður Friðriks hrepp-
stjóra á Mýrum og Eiríks járn-
smiðs í Reykjavík, en þeir voru
synir Bjarna bónda á Hamarlandi
í Reykhólasveit og Sigríðar Friðr-
iksdóttur Jónssonar, prófasts á
Stað á Reykjanesi vestra. Voru
þeir bræður Ólafur Hjartar og
hinn kunni skólamaöur Friðrik
Hjartar, síðast skólastv'ri á Akra-
nesi. Ólafur er mikiil hagleiks-
dugnaðar- og fjörmaður og Sigríð-
ur kona hans annálcrð tið myndar-
ISLENDINGAÞÆTTIR
9