Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Blaðsíða 14

Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Blaðsíða 14
Mngeyjarsýsh1., fannst manni, að þaðan hefði hún þó aldrei farið, og er það skrumlaust mál, að ætt- byggð hennar hafi ei eignazt traust ari og betri fulltrúa í útlandinu eh hana. Hugarfar hennar var blandað hreinleik þingeyskra fjalla, og það var sem tryggðin við upprunann hvíldi á grunni þeirra. Ingi var fámæltari en kona hans enda störfum hlaðinn lengst af, en stuðning hans átti hún ávallt ,vísan, og í sögu vestur-íslenzkrar þjóðrækni eiga bæði hjónin drjúg miíkinn þátt. Dísu og Inga kynntist ég fyrst á íslenzkri þjóðræknissamkomu í Árborg. Síðan hitti ég Dísu oft á þjóðræknisþingum í Winnipeg, og fannst mér jafnan, að slík þing hlytu að verða nánast óstarfhæf ef hennar nyti ekki við. Þar var hún í essinu sínu og ávallt reiðu- búin að leggja góðum málum lið sitt, en starf hennar utan heimilis var einmitt mjög tengt þjóðrækn- < Ismálum, hvert sem um var að ræða íslnzkukennslu, bókavörzlu, ( veizluundirbúning og þar fram eft ! ir götunum. Og í návist Dísu og • Inga urðu félagsieg málefni ein- ‘ hvern veginn ein.aldari en manni , hafði virzt, því að stuðningur < þeirra gerði hvert mál að nytsemd j armáli. 5 Þau Dísa og Ingi voru samhent um alla hluti, og gekk enginn þess dulinn, að sambúðin var þeim gagnkvæmur gróði. Vissulega er það tvöfalt skarðið, sem eftir er við brottför þeirra, en sú brottför var þó í samræmi við hérvistina, og vissulega hefðu þau sjálf kos- ið að haldast í hendur á leiðinni yfir landamærin en sú varð líka raunin á. . Eftirlifandi böm þeirra hjóna eru: Emely Herdís, (Mrs. Crone) 1Winnipeg, Esther Valdheiður s. Guðmundsson) í Álaborg, og íelga (MVRS. Boyd) í Winnipeg. rasonurinn Ingvi Sveinn fórst síðari heimsstyrjöldinni undan glandsströn<íum árið 1944. ^Á löngusi æviferli gátu þau *■ 1ú og Dísa sér míkla sæmd, og 'ii bléltur fíé hHiícka falia þár Tá. Við vottum ættmennum þeirra Öýpstu samííð. H.B. f Herdís Iíristjánsdóttir Eiríksson tddist í ÍBakkaseli í Fnjóskadal . nóvember 1896. Voru foreldrar hennar Kristján Ingjaldsson frá Mýri í Bárðardal og síðari kona hans Kristjana Steinunn Árnadótt- ir. Herdís missti móður sína á öðru aldursári og var hún nokkru síð- ar tekin í fóstur af Guðjóni Árna- syni, móðurbróður hennar og síð- ari konu hans, Ragnheiði Davíðs- dóttur, bjuggu þau á Neðri Dálks- stöðum á Svalbarðsströnd. Herdís var hvers manns hug- ljúfi í æsku, bókhneigð og var létt um nám. Hún fór vestur um haf með fóstru sinni 12 ára gömul, ár- ið 1907, fóru þar til sonar Ragn- heiðar af öðru hjónabandi hennar, Valdimars .Táhannessonar. Hann átti þá heima í nágrenni Árborg- ar. Á unglingsárunum átti Herdís heima í Winnipeg og þar gekk hún á verzlunarskóla 1915—1916, var það öll hennar skólaganga, en hún var víðlesin. Herdís giftist Ingva Sveini Ei- ríkssyni 12. janúar 1920. Var hann einn hinna mörgu Kanadamanna, sem gegndu herþjónustu í Evrópu í fyrri heimsstyrjöldinni. Ingvi fæddist í Bandaríkjunum en flutt- ist 17 ára til Kanada. Foreldrar hans voru fædd á íslandi. Langafi hans í móðurætt var séra Friðrik Jónsson á Stað ó Reykjanesi, en var bróðir séra Jóns Reykjalíns eldra. Var Ingvi því af Reykjahlíð- arætt, hinni eldrá, f Mývatnssveit. Ungu hjónin reyndu fyrár sér við búskap, en þá voru erfiðir tím- ar fyrir bændur í Kanada. Eftlr fá ár xéðist Ingvi til nunnuklaust- urs í nágrenni Árborgar og varð þar síðan ráðsmaður. Seinna fór hann að starfa við kaupfélagsverzl un bænda 1 Árborg. Hjónin komu sér upp litlu húsi í Árborg, við húsið sitt höfðu þau fallegan garð, sem þau höfðu yndi af að hirða. Þegar húsið þeirra brann, byggðu íbúar Árborgar ann að hús og gáfu þeim, svo voru þau vinsæl. Herdís hafði brennandi óhuga fyrir varðveizlu íslenzkrar tungu, meðal vesturfaranna, Þegar eldri börn hennar voru 4, 6 og 7 ára, kunnu þau enga ensku og var þó faðir þeirra fæddur og uppalinh vestra. Helga, yngsta dóttirin, ferð aðist um meðal íslendinga á ungl- ingsaldi og las íslenzk Ijóð á sam- komum, hlaut hún bæði brons- og siffurverðlaun fyrir upplestuír sinn. Herdís var mjög félagslynd og tók þátt í starff margra félag sem stofnuðu voru smátt og smátt í Árborg, en mest og lengst starf- aði hún í Þjóðræknisfélagsdeild- inni Esjan og við safn íslenzkra bóka, sem deildin kom upp. Her- dís var í stjórn Þjóðræknisfélags- deildarinnar í 41 ár og jafnframt formaður bókanefndar, eftir að bókasafnið var stofnað. Ásamt öðr- um konum vann hún ókeypis við útlán bókanna. Svo var hún óþreyt andi við útvegun íslenzkra bóka. Þegar hún kom heim til íslands 1959, aflaði hún sér nýrra sam- banda. Sigurður 0. Björnsson á AKureyri reyndist henni þar hinn mætasti maður. Áður en yfir lauk, starfaði Her- dís lí'ka, eftir mætti, að söfnun efnis í Vestur íslenzkrar Æviskrár. Herdís var mjög sönghneigð og átti orðið mikið safn íslenzkra hljómplatna. Heimili Herdísar og Ingva var rómað fyrár glaðværð og gestrisni vildu þau leggja til hverju góðu málefni og spöruðu enga fyrir- höfn. Þau eignuðust 4 börn, dæt- urnar þrjár eru giftar og búsett- ar í Kanada, en einkasoninn misstu þau er hann gegndi herþjónustu. Var skipinu, sem hann var á, sökkt á Ermasundi 1944. Eftir 50 ára dvöl í Kanada kom Herdís heim til íslands það var órið 1959. Frumkvöðull að því var Árni Bjarnason bóksali á Akur- eyri, en fleirá áttu þar hlut að máli. Herdís naut dvalar sinnar hér af heilum hug, enda hafði hún lengi þráð að koma heim, eins og hún orðaði það. Herdís og Ingvi fluttust alfarin frá Árborg 25. janúar 1970 og sett ust þá að á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Betel í Gimli. Þar átti Herdís enn eftir að njóta félags- lyndis síns og áhuga á málefnum. Hún kynntist þar mörgu góðu og greindu íslenzku fólki, sumt reynd ist það vera I ætt við hana, en Herdís hafði mikinn áhuga á ætt- fræði. Enn gat hún notið þess að taka þátt í glaðværð og félagsskap meðal þessa fólks og rétta hjálpar hönd, ef þess þurfti með. Herdís andaðist í svefni ag, kveldi þes§ Í5. miaí y., en jjjaður hennar íézt 16. sama IJvorugt þeirra h|ifði fast áður. Þau voru jarð borg þann 19. maí. Helga Kristjánsdóttir Íngjaídssonar. 14 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.