Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Síða 16

Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Síða 16
ÞÓRÐUR BJÖRNSSON F. 19. nóv. 1904. D. 23. maí 1971. Kunnugir menn og athuguliir dafa sagt mér, að hér fyrr á árum jafi þeir gjarnan lagt stund á prentnám, sem sökum ytri a'ð- ítæðna áttu ekki kost á langskóla- námi, þótt hæfileikar til náms /æru ótvíræðir. Mun það og sann- ast sagna, að í hinni íslenzku prent- arastétt hafi löngum verið einvala úð, sem skipaði henni á sérstakan og virðulegan bekk. Það verða senn tuttugu ár frá því undirritaður átti sínar fyrstu göngu inn í prentsmiðju. Atvikin höguðu því svo, að þar innan dyra var Þórður Björnsson einn þeirra manna, sem veittu mér, óprent- lærðum manninum, þær leiðbein- ingar og tilsögn, sem að haldi hafa komið á lionum árum. Allir, sem til þekktu, munu viðurkenna að Þórður var úr hópi hins gamla, íslenzka prentskóla, sem veitti stéttinni þá reisn og viðurkenn- ingu, sem hún nýtur enn í dag. Þórður Björnsson fæddist í Reíkjavík. Foreldrar hans voru þau Björn Þórðarson, kaupmaður, frá Kirkjuvogi, og Guðrún Hreins- dóttir frá Hjálmholtskoti í Flóa. Ekki bjuggu þau Björn og Guðrún samvistum og því ólst Þórður upp hjá Birni föður sínum og systur hans, Ólöfu, sem gekk honum í móður stað. Strax í barnaskóla sýndi Þórður ótvíræða námshæfi- leika og mun Einar Þórðarson, hinn kunni kennari við skólann, hafa lagt mikið kapp á að Þórð- ur gengi menntaveginn, en af því gat ekki orðið. Þess í stað hóf Þórður prentnám í ísafoldarprent- smiðju árið 1920 og lauk þaðan setjaranámi. Þaðan réðst hann svo til Prentsmiðjunnar Acta og nam þar vélsetningu og vann þar meðan Acta var við líði og síðar. hjá Prentsmið/unnj Eddu fram tíl árs- ins 1946, «r hann réðst til Morg- 14 PRENTARI unblaðsins. Þar starfaði hann í tvö ár, en var síðan næstu tvö árin vélsetjari hjá Félagsprentsmiðj unni, þá hóf hann á ný störf hjá Eddu og var þar starfsmaður með- an kraftarnir frekast leyfðu. Þórður var listrænn maður og bókhneigður. Hann var í allmörg ár trommuleikari hjá Lúðra- sveit Reykjavíkur og spilaði m.a. með lúðrasveitinni á Þingvöllum árið 1930. Hann var vel hagmæltur og til eru eftir hann ýmsar vel- kveðnar tækifærisvísur. Þórður mun hafa verið nær 25 ára gamall, þegar hann fyrst kenndi þess sjúkdóms, sem að lok- um lagði hann að velli. Hann gekk aldrei heill til skógar eftir það, en bar sjúkdókm sinn af þolgæði og æðruleysi. Hin þögla barátta hans við þann mikla skapadóm tók fjörutíu ár og aldrei heyrði ég þess getið, að hann hafi nokkurn tíma æðrazt. Eftir alllanga kynningu af Þórði, bæði á vinnustað og heimili, hef ég það ó tilfinningunni, að hann hafi talið sig lánsmann, og þá fyrst og fremst vegna þess lífsförunautar, sem gegnum árin studdi hann og styrkti og veitti honum það heim- ili, sem hann mat að verðleikum. Árið 1933 gekk Þórður að eiga Sigríði Jónsdóttur frá Varmadal. Þau eignuðust þrjú mannvænleg börn: Einar Grétar, rafvirkjameist- ara, kvæntan Thelmu Grímsdótt- ur, Elsu gifta Helga Lövdal, norsk- um viðskiptafræðingi og Ásu, gifta Oddi Ragnarssyni, bifvélavirkja. Áður hafði Þórður eignazt son, Björn, sem ólst upp hjá Guð- mundu, systur Þórðar. Björn fetaði í fótspor Þórðar og lagði einnig stund á prentnám. Þórður var fámáll maður og af- skiptalaus um annarra gerðir. Þó var hann gleðimaður á góðri stund, en lét aldrei fara rnikið fyrir sér. Ég þykist vita að honum myndi ekki að skapi löng og mærðarmik- il minningargrein og senn skal því þessum fáu minningarorðum lokið um leið og fjölskylda mín þakk- ar honum áralöng kynni og vottar konu hans og börnum innilegustu samúð. Örlygur Hálfdanarson. Ekki bjóst ég við því, er ég heimsótti Þórð Björnsson, föstu- daginn 21. maí s.l., að það mundi verða okkar síðasti samfundur hérna megin fortjaldsins, enda þótt hann væri þá rúmfastur. Tjáði hann mér, að ég hitti ekki reglulega vel á, því að hann hefði hrasað daginn áður og lægi nú með hita. En samt fór nú svo, að þetta varð síðasti samfundurinn, því tveim dögum síðar var hann liðið lík. Ég kynntist fyrst Þórði, er hann hóf prentnám í ísafoldarprent- smiðju 17. janúar 1920. Mér er það sérstaklega minnisstætt frá fyrsta námsári Þórðar, er hann, að vinnu- degi löknum, hóf að rissa ýmsar fyrirmyndir til að æfa sig á við ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.