Íslendingaþættir Tímans - 28.02.1974, Side 15
kvaddi sér seinna oft hljóðs á málfund-
um og lagði áherzlu á að tala
skipulega, beitti löngum gamansemi
og gatþá verið striðinn andmælendum.
Aldrei heyrði ég sagða um Helga þá
flatneskjulegu ályktun, sem margir
veröa þó að sætta sig við að hljóta, að
hann væri „eins og fólk er flest.” Hann
hafði nógu sérstæðan persónuleika til
þess að hverfa ekki i hópinn i huga
fólks.
Skógar eru hlunnindajörð vegna
veiöiréttar i Reykjakvisl. Helgi hafði
mjög gaman af að stunda laxveiðar i
ánni og veiddi oft vel, þótt ekki væri
hann sem veiðimaður jafnoki bróður
sins, Sigurðar i Skógahlið.
Helgi var einyrki og hafði alltaf
smátt bú. En hann lagði kapp á að
fóðra skepnur sinar vel og átti að
staðaldri fallegt fé og áberandi vænt til
frálags.
Aldrei var Helgi, — svo ég heyrði —
við kvenmann kenndur. 1 fljótu bragði
væri hægt að álykta, að lif hans hafi
verið einmanalegt. En svo var þó ekki.
Helgi hafði mikið yndi af söng og ann-
arri tónlist og veitti sér þann munað að
njóta hljómburðar á einverustundum
með tæknibúnaði. Systkinakærleikur
var jafnan mikill með börnum Páls I
Skógum. Bræðurnir Helgi og Sigurður
voru ekki alltaf á sama máli, en
bróðerni þeirra stóð ákaflega djúpum
rótum og traustum — og var fagurt i
reynd. Börn Sigurðar voru Helga
hjálpsöm og nærgætin og hann unni
þeim, eins og þau væru hans börn.
Alltaf var Skógahlfðarfólkið
reiðubúið að liðsinna einbúanum i
Skógum II. Og alla tið var hann vel-
kominn að borði og til dvalar I
Skógahlið, eins og hann væri heimilis-
maður.
Niðurstaðan varð sú, að hann hélt til
i Skógahlið a.m.k. á vetrum, og gekk
eða ók i Skóga II til gegninga, eins og á
beitarhús, enda stutt að fara.
Helgi hafði lengi æfi sinnar verið
vanheill. Hann veiktist rétt eftir ferm-
ingu af brjósthimnubólgu og beið
þeirra veikinda aldrei fullar bætur.
Hann varð fyrir meiðslum i uppskip-
unarvinnu á Húsavik og hlaut
varanleg örkuml af. Einnig var hann á
seinni árum þjáður af kransæðastiflu.
Honum kom þvi vel að njóta
aðhlynningar, er látin var I té ljúfu
geði i Skógahlið af öllum þar. Hann
var að þvi leyti mikill lánsmaður.
Helgi andaðist 18. janúar s.l. Hann
hafðium morguninn farið út i Skóga II
til þess að gefa kindum sinum. Komst
aftur heim i Skógahlið. Fékk
æðastiflukast og lézt þar i örmum
ástvina sinna.
Helgi i Skógum var átthagaelskur
maður. Hann átti lögheimili i Skógum
allan sinn aldur. Hann dvaldist aldrei
utan átthaganna, nema stutt timabil.
A Grænavatni i Mývatnssveit var hann
á fermingaraldri part úr ári hjá
frændfólki sinu. Einn vetur var hann i
Alþýðuskólanum á Laugum við nám.
Nokkrum sinnum fór hann i vinnu til
Suðurlands á vetrarvertiðum.
Ennfremur stundaði hann á timabilum
vinnu á Húsavik. Allt fé, sem honum
áskotnaðist i heimanförum, var hann
ánægðastur með að gengi til umbóta á
Skógum II.
Hann lifði það að sjá sveit sina fá
góðar samgöngur, sima á hvern bæ, —
og hitaveitu, eða tryggingu fyrir
henni. Þetta var honum fagnaðarefni,
eins og fundur „fyrirheitna landsins.”
Helga dreymdi oft og tók mikið
mark á draumum. Hann mun á sum-
um skeiðum ævi sinnar hafa verið
gæddur nokkurri dulargáfu, — séð
sýnir.
Seinast, þegar við hittumst, — en
það var i sumar sem leið, — gaf hann
mér i skyn, að stutt mundi verða til
sins endadægurs. Ég tók það ekki
alvarlega, vonaði að viö ættum eftir að
heilsast og kveðjast oftar og betur.
Maður kveður aldrei samferðamenn
sina af langleiðum nógu vel, ef þeir
hafa verið vinsamlegir og óbrigðulir.
Með þessum fátæklegu minningar-
orðum votta ég Helga Pálssyni
þakklæti mitt og vinsemdarhug fyrir
samfylgdina.
Ég veit, að Sigurði bróður Helga —
og Skógahliðafólki — mun þykja auð-
ara og snauðara, þegar hann er dáinn.
Ég samhryggist Sigurði og öllum
ástvinum Helga Pálssonar.
Hinum djúpu rótum góðs bróðernis
og frændrækni fylgir dýrmæt
hamingja. En allri hamingju i heimi
fallvaltleikans fylgir áhætta sársauk-
ans, er axla verður, er örlög skipa.
Karl Kristjánsson
Jóhann
Hverju sinni ráðumst við aðeins i þann
áfanga, sem við erum viss um að ná,
en sérhver framkvæmd verður að vera
steinn i stóra byggingu, sem stefnt er
að.”
t sérhverri Arbók, sem siðan hefur i
komið út.hefur Jóhann gefið skýrslu ’
um framgang safnahússmálsins. Þar
kemur fram óþreytandi elja hans við
að vinna þvi fylgi, afla til þess fjár og
koma byggingunni áfram. Nú er svo
komið,að húsið er risið og tekið i notk-
un fyrir bókasafnið, héraðsskjala-
safn, og brátt mun náttúrugripasafnið
koma þangað lika. Jóhann Skaptason
hefur sýnt náttúrugripasafninu sér-
stakan áhuga og sjálfur safnað til þess
mörgum góðum munum.
Störf Jóhanns Skaptasonar að þess-
um málum hef ég gert að umtalsefni,
vegna þess að þau eru dæmigerð fyrir
manninn og lýsa honum bezt. Ég hygg,
að þau séu honum einnig kærust allra
hans verka, þó að hann hafi að sjálf-
sögðu ljáð lið mörgum öðrum menn-
ingar- og framfaramálum i héraðinu
auk umfangsmikilla embættisstarfa.
Jóhann er virtur og vinsæll sem yfir-
vald og mun mörgum þykja eftirsjón
að honum sem sýslumanni. Þó vita
menn vel, að þegar hann hættir em-
bættisstörfum, mun hann áfram sinna
sinum áhugamálum,sem eru að reyna
að sjá til þess,að héraðið hans fái „not-
ið alls þess sólskins sem islenzk menn-
ing hefur upp á að bjóða”.
Þess óska ég Jóhanni og héraðinu til
handa, að honum endist lengi aldur og
heilsa til að vinna að þvi að byggja
„menningarmiðstöð Þingeyinga”.
Jónas Jónsson
frá Yztafelli
íslendingaþættir
15