Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1974, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1974, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Laugardagur !). marz 1974, 9. tbl. 7 árg. nr. 160. TIIV3ANS Aðalbjörg Sigurðardóttír 10. janúar 1887 — 16. janúar 1974 Aðalbjörg Sigurðardóttir var um langt skeið sú kona á Islandi, sem flestir þekktu eða könnuðust við. Hún er nú látin 87 ára að aldrei. Aðalbjörg hlaut meiri skólamenntun en titt var um stúlkur á þeirri tið. 16 ára gömul lauk hún prófi við Kvenna- skóla Akureyrar eftir tveggja ára nám þar. Tveim árum siðar tók hún kenn- arapróf i Flensborgarskóla i Hafn- arfirði. Eftir að Kennaraskóli Islands var stofnaður, sótti hún þar tvö nám- skeið með nokkurra ára millibili, og til útlanda fór hún oftar ein einu sinni til þess að afla sér meiri fræðslu. Um nokkurra ára skeið var Aðalbjörg kennari, t.d. var hún 10 ár við barna- skólann á Akureyri, 1908—1918, á með- an Halldóra Bjarnadóttir var skóla- stjóri. A sumrin þessi árin stjórnaði hún rjómabúum, fyrst í Fljótshliðinni og sfðar I Svarfaðardal. Til þessara starfa hafði hún lært á mjólkurskóla Hans Grönfeldtá Hvitárvöllum i Borg- arfirði. Arið 1918 gifti Aðalbjörg sig, og átti hún Harald Nielsson, prófessor i guð- fræði við Háskóla tslands. Hann var einnig prestur við Holdsveikraspital- ann i Laugarnesi. I Laugarnesi hitti ég Aðalbjörgu fyrst. Hún stendur mér 1 jóslifandi fyrir hugskotssjónum, eins og hún var ]iá, og eins allar bækurnar, sem voru umhverfis hana. Frú Aðalbjörg var siðari kona Har- aldar Nielssonar. Börn hans fimm frá fyrra hjónabandi voru þá á aldrinum 8—17 ára. Má þvi vera ljóst, að Aðal- björg tókst mikinn vanda á hendur, er hún gekk i hjónaband og tók að sér for- stöðu stórs heimilis. Þann vanda hefir hún áreiðanlega leyst farsællega, að minnsta kosti virtu stjúpbörn henn- ar, þau sem ég var kunnug, hana mjög og dáðu. 2 börn eignuðust þau frú Aðalbjörg og prófessor Haraldur: Jónas Halldór og Bergljótu Sigriði. Mann sinn missti frú Aðalbjörg 11. marz 1928, eftir aðeins niu og hálfs árs hjónaband. Skömmu eftir andlát hans, gaf hún út siðara bindi predikana hans: Arin og eilffðin. Næstu ár þar á eftir gaf hún enn út tvö rit hans: Krist- ur og kirkjukenningarnar og Bænir. Frú Aðalbjörg fékkst nokkuð við að þýða úr erlendum málum, t.d. þrjár bækur um skátastúlkur og eina skáld- sögu eftir Sigrid Undset (Ida Elisa- bet). Þá þýddi hún ritgerðir eftir J. Kristnamurti og gaf út m.a. i timarit- inu Skuggsjá I^-IV. A langri ævi voru áhugamál Aðal- bjargar Sigurðardóttur ótal mörg. Þau helztu, sem hún ræddi á fundum og flutti erindi um i útvarp eða skrifaði um i blöð og timarit, voru barnavernd- armál, skólamál, áfengismál, fangels- ismál, félagsstörf kvenna og samvinna þeirra, samvinna hjóna innan veggja heimilis jafnréttismál kvenna og karla, spiritismi, guðspeki og sjálf- stæðismál íslendinga. Með skeleggum málflutning i ræðu og riti vann Aðal- björg áhugamálum sinum jafnan ótvi- rætt gagn, enda var henni mjög létt um að flytja mál sitt þannig, að kjarni skoðana hennar kom skýrt og skil- merkilega fram, en kafnaði ekki i orðagjálfri, eins og hjá mörgum vill verða i umræðum á fundum. Frú Aðal- björg var mikill fundarmaður. Hún byrjaði lika ung. Hún var aðeins 13 ára, þegar hún stóð fyrst upp á fundi og hélt ræðu. Hún var i mörgum félög- um og félagasamtökúm. I Barnavina- félaginu Sumargjöf var hún lengi i stjórn. Yfir 20 ár var hún formaður Bandalags kvenna i Reykjavik. Vara- formaður Kvenfélagasambands ts- lands var hún um skeið. Fyrr á timum var frú Aðalbjörg i stjórn Kvenrétt- indafélags Islands, varaformaður um tima, og fram á siðustu ár var hún i fulltrúaráði félagsins. Á 40 ára afmæli Kvenréttindafélags Islands, árið 1947, gaf félagið út minn- ingarrit. Aðalbjörg var i ritnefndinni ásamt Ingibjörgu Benediktsdóttur, sem var ritstjórinn, Dýrleifu Árna- dóttur, Svövu Jakobsdóttur og Þóru Vigfúsdóttur. Tvær greinar eru i rit- inu eftir Aðalbjörgu, og er önnur þeirra um Brieti Bjarnhéðinsdóttur og lifsstarf hennar, og hin er um lands- fundi og samvinnu kvenna. I minn- ingaritinu er gerð nokkur grein fyrir baráttu félagsins (en var frá 1939 sam- starfsnefnd kvenfélaga i Reykjavik) og Mæðrafélagsins (stofnað 1935) fyrir rétti barna einstæðra mæðra til mannsæmandi lifskjara, svo sem að það opinbera veitti óendurkræfan styrk til uppeldis þeirra og að mæð- urnar fengju mæðralaun. Aðalbjörg Siguröardóttir var tvö kjörtimabil (1930—38) varafulltrúi i bæjarstjórn Reykjavikur og sat þar mestallan timann i forföllum aðalfull- trúa. Þar reyndi hún eftir megni, en þó án árangurs, að fá bæjarstjórn til að verja nokkurri fjárupphæð til þess að Frh. á bls. 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.