Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1974, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1974, Blaðsíða 16
80 ára: Sigríður Fanney Jónsdóttir Þann 8. febr. s.l. átti frú Sigriður Fanney Jónsdóttir á Egilsstöðum 80 ára afmæli og var þess minnzt með ágætri veizlu á Egilsstöðum. Sigriður Fanney giftist ung Sveini Jónssyni á Egilsstöðum og hófu þau búskap þar árið 1920. Hafa þau búið þar siðan við þjóðkunna rausn og höfðingsskap. Gistihús ráku þau hjón- in jafnframt búskapnum og var það ómetanleg fyrirgreiðsla gestum og gangandi, þar sem Egilsstaðir eru á krossgötum i Héraði. Var það sem og annað rekið með miklum myndar- brag. Margir fundir og mannamót voru og haldin á Egilsstöðum, þar til Héraðsheimilið Valaskjálf var reist í Egilsstaðakauptúni. Þrjú börn eiga þau hjón, sem öll eru vel menntuð og halda tryggð við ættar- garðinn Synirnir tveir, Jón Egill og Ingimar, hafa nú á seinni árum rekið félagsbú með föður sinum, og mun bú þeirra vera með þeim stærstu og full- komnustu á landinu, sem kunnugt er. Dóttirin,Asdis, hefur nú tekið við gisti- húsrekstri á Egilsstöðum. Sveinn á Egilsstöðum hefur gengt mörgum trúnaðarstörfum, setið i hreppsnefndum um áratuga skeið og lengt af verið oddviti, fyrst i Valla- hreppi og siðan i Egilsstaðahreppi eftir stofnun hans. Þá hefur hann lengi átt sæti 1 stjórn Búnaðarsambands Austurlands og formaður þess um ára- bil, verið fulltrúi á mörgum Búnaðar- þingum og hvarvetna verið ötull for- vigismaður bændastéttarinnar. Frú Sigriður Fanney hefur einnig gengt félagsstörfum með sóma. Verið for- maður kvenfélagsins Bláklukkan i Egilsstaðahreppi og formaður Sam- bands austfirzkra kvenna um árabil. 1 húsmóðurstarfinu á sinu stóra og um- fangsmikla heimili hefur hún verið svo vinsæl, að ég hefi aldrei heyrt talað um hana öðru visi en með virðingu og hlýhug. En hvað þarf til, að inna slik störf svona vel af höndum? Auðvitað þarf greind, dugnað og hagsýni, en einnig þarf góðvild og einlægan skilning á högum annarra manna. Fanney á Egilsstöðum er svo lánsöm að eiga þessa kosti i rikum mæli. Sigriður Fanney er nú 80 ára, en Sveinn 81. Bæði eru þau vel hress og tiguleg, svo vart verður trúað, að aldurinn sé orðinn svona hár. Þau geta nú litið til baka yfir langan dag og séð rikulegan ívöxt starfa sinna. Ég þakka þeim Sigriði Fanneyju og Sveini kærlega margar ánægjulegar stundir á heimili þeirra og óska þeim og fjölskyldum þeirra allra heilla. Rangá 14/2 1974 Ilallur Björnsson Þórðarson og * Tveir brytar sextugir: Guðmundur Helgi Gíslason Þeir brytarnir, Guðmundur Þórðar- son og Helgi Gislason, eru báðir sextugir um þessar mundir. Báðir eru þeir fæddir á Suðurnesjum, báðir hófu þeir ungir störf á fiskiskipum, báðir gerðu þeir þjónustustörf að lifsstarfi sinu, báðir hafa þeir þeir eytt starfs- kröftum sinum i þjónustu Eimskipa- félags tslands, og báðir starfa þeir þar enn. Guðmundur Þórðarson fæddist i Vorhúsum i Gerðum 9. febr. 1914, Helgi Gislason fæddist i Höfnum 23. febr. sama ár. I þessari ritsmið vil ég geta þessara manna litið eitt vegna þessara merku timamóta i lifi þeirra, um leið og ég persónulega, sem og fyrir hönd stéttafélags bryta, færi þeim báðum beztu heillaóskir. Guðmundur Þórðarson er sonur hjónanna Þórðar, sjómanns, Þórðar- sonar, ættuðum úr Fljótshlið og Ingi- bjargar Illugadóttur. Faðir Guðmund- ar drukknaði árið 1917, og var Guð- mundur þá tekinn i fóstur til prests- hjónanna,er þá voru á Útskálum, frú Asdisar Guðlaugsdóttur og séra Frið- riks J. Rafnar, sem 1. desember 1972 varð prestur á Akureyri og seinna vigslubiskup Hólastiftis, og fluttist Guðmundur þá með þeim hjónum til Akureyrar. A Akureyri bjó Guð- mundur i 1 1/2 ár, unz hann á árinu 1929 hóf sinn sjómannsferil, þar sem hann réðst á skip til sildveiða. Seinna réðst hann á varðskipið Óðin sem léttadrengur á dekki. Hann byrjaði nám i framreiðsluiðn að Hótel Borg árið 1932, en að matreiðslustörfum byrjaði hann nám árið 1934,þegar hann réðst á e/s. Dettifoss, og frá þeim tima hefur hann unnið við matreiðslustörf eða brytastörf. Lengst af vann hann undir stjórn Jóns Bogasonar bryta. Sinn starfsferil sem bryti hóf hann á e/s. Lagarfossi árið 1944, eftir að hafa um skeið leyst af i brytastörfum. Það féll I hans hlut að sækja m/s. Gullfoss, þegar hann kom nýr til landsins árið 1950, og þar starfaði hann allan þjón- ustutima m/s. Gullfoss sem bryti, eða i 23 ár. Starf bryta á flaggskipi is- lenzka flotans hefur eins og gefur að skilja verið erilsamt, þvi að mörgu þarf að huga, yfir miklu að stjórna og margan vandann að leysa. Hann hefur oft þurft að taka snöggar ákvarðanir, sem ekki hafa alltaf verið að allra skapi. Þegar litið er yfir starfsferil Guð- mundar Þórðarsonar bryta, verður ekki annað sagt, en að hann hafi verið farsæll i störfum um dagana. Guð- mundur er i eðli sinu fremur hlédræg- ur maður, en fylginn sér. 1 starfi sinu hafa margir kynnzt Guðmundi Þórðarsyni, og margir hafa haft hann sem yfirmann, þannig að jafnframt hefur hann kynnzt mörgum. A þessu stutta yfirliti hér að framan verður ekki neinn vafi á, að hér er um mjög vinsælan mann að ræða. Hann er léttur I lund, en getur þó verið harður i horn að taka, gerist slikt þörf. Guðmundur er kvæntur Sæmundu Pétursdóttur úr Reykjavik. Helgi Gislason fór, eins og Guðmund- ur, ungur að vinna fyrir sér. Hóf hann Frh. á bls. 15 16 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.