Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1974, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 09.03.1974, Blaðsíða 7
1 María Björg Elísabet Jónsdóttir Fædd 2G.2 18!M. I)áin 13.1. 1974 Elisabet mun vera fædd á Fögrueyri við Fáskrúðsfjörð. Foreldrar Elisa- betar voru Jón Bjarnason frá Dölum i Fáskrúðsfirði og Þórunn Bjarnadóttir frá Núpi á Berufjarðarslrönd. Elisa- bet sú, sem ég skrifa hér örfá minn- ingarorð um, er mér skyld. Ekki er það skyldleikans vegna að ég rita minningarorð um þig, Beta frænka, heldur eingöngu vegná mann kosta þinna, sem lýstu sér i hógværð, látleysi og umhyggjusemi. Ekki get ég minnzt þin, Beta min, án þess að láta íoreldra þinna getið. Faðir þinn, Jón Bjarnason,var mað- ur vel virtur, trúr i starfi og vel verki farinn, enda skorti hann ekki vinnu,á meðan þrekið entist. Móðir þin, Þór- unn Bjarnadóttir, var kvenperla, hóg vær, háttvis og góðhjörtuð svo að af bar. Hún tók margoft bitann frá eigin munni og gaf þeim, er svangari var en hún sjálf. Þórunni föðursystur minni verður ekki lýst að verðleikum. En ég hygg, að bezt sé að vitna til erfiljóðs, sem ég orti um hana. Tek ég tvö erindi úr þvi ljóði, sem vitna um Þórunni móður þina. Þar segir: Hvað var það einkum, er gnægðir þér gaf af göfgi, sem orð eigi lýsa? Hvers konar lifsorku lifðir þú af, undir liðandi þrautum að risa? Samtiðin þegir og hefur ei hátt, en hefur samt kveðið upp lofið. „Við alla hún lfiði i samúð og sátt með sæmdina i minningum ofið”. Þið kveðja börnin bliðu. Blessuð minning heið styrkir þau i striðu, styður fram á leið. Astkær eiginmaður andans þræðir slóð. Glaður, góðviljaður geymir hulinn sjóð. Þetta minningabrot um móður þina, Beta min, er mér kærtað birta nú. Það er engin furða, þótt þin sé minnzt að öllu góðu, frænka min, og það að verð- leikum, slika foreldra sem þú átt. Þig,Elisabet, þekki ég að góðu einu. Ég þarf ekki að fá upplýsingar um það, sem hér er ritað. Ég kynntist þér nóg til þess að skrifa þessi fáu minningarorð, er segja fátt. Ég kom oft á heimili þitt. Þar sá ég, að hóg- værðin og umhyggjusemin lýstu sér i orðum þinum og gjörðum. Þar fór saman látleysið og geðprýðin. Þér var alls ekki ljóst sjálfri, hve hugljúf þú varst öllum, sem kynntust þér á langri ævigöngu. Verkin sýna merkin, minn- ingarnar lifa. Eftirlifandi eiginmanni þinum, börnum ykkar hjóna, ættingjum og venzlafólki færi ég samúðarkveðjur frá mér og minum. t Þig, Beta min, kveð ég með iitlu ljóði: Þú áttir þýða, létta lundu, ljós i sálu, yl i hjarta. Á ævi þinnar stórri stundu stundir litt. — Ei heyrðist kvarta. Þér var gefið geðið milda gazt þvi róleg horft i strauminn. Hógværðin lét góðleik gilda, girntist eigi mannlifsflauminn. Eignaðist margra mæddra hylli. Mannúðin er ljós á vegi. Stritaðir hugrökk myrkra á milli, þig mæddi stundum þeirra tregi, er ganga burtu, ljóss frá leiðum, lita hrævarelda kalda. Þeir á andans eyðiheiðum úfna sigla bárufalda. Blessa þig um ævi aila eiginmaður, dætur, synir. Þakkarorðum kyrrlátt kalla á kveðjustundu, þinir vini:. — Vertu sæl, min vinan kæra, við nú þökkum liðin kynni. Þú vildir öllum friðsemd færa. Finnumst heil i eilifðinni. . Þórarinn J Þú ert farin, flogin i fegri, betri heim. Bjartur friðarboginn bendir lifs um geim. Kveðjum klökk af hjarta. Kristur er vort skjól. Kærleiksbirtan bjarta blessun lifsins ól. islendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.