Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1974, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1974, Blaðsíða 4
Jón Gunnarsson Jón Gunnarsson fyrrum forstjóri Sfldarverksmiðja rikisins og siðar for- stjóri Sölumiðstöðvar Hraðfrystihús- anna, andaðist þann 4. júni s.l. ár að heimili sinu, Hrauni, Garðahreppi. Hann var kvaddur i sóknarkirkju sinni að Bessastöðum þann 12. júni og jarðsettur i Bessastaðakirkjugarði. Fréttin um andlát þessa merka manns barst mér eigi fyrr en tveim vikum siðar, þar sem ég dvaldist erlendis um þetta leyti. Þó nú sé nokkuð langt um liðið frá andláti Jóns Gunnarssonar og lyng það fölt, er litkaði landareign hans s.l. sumar og laufin fokin burt, langar mig að minnast hans i tslendingaþáttum Timans. Rifja upp ætt hans og upp- runa, lif hans og störf. Jón Gunnarsson var fæddur 15. febrúar árið 1900 á Yzta-Gili i Langa- dal, Austur Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru hjónin er þar bjuggu, Gunnar Jónsson f. 16. desem- ber 1860 d. 29. april 1928 og Guðriður Einarsdóttir f. 1. júni 1866 d. 6. júli 1963. Þau voru voru bæði skagfirzkrar ættar, Gunnar var sonur Jóns bónda Jónssonar i Glaumbæ og konu hans Guðbjargar Klemensdóttur, en Guð- riður dóttir Einars bónda i Bólu i Blönduhlið, Andréssonar og siðari konu hans Margrétar Gisladóttur. __»»_ Yzta-Gil, en þar bjuggu Jón og Guð- riður i 22 ár, var ekki stórbýli, en hús- ráðendur þar héldu svo á spilum, að þar var ætið nóg að bita og brenna og heimilishald til fyrirmyndar. Hús- freyjan var gáfuð kona og skáldmælt vel, enda átti hún ekki langt að sækja skáldgáfuna, þar sem faðir hennar var skáld gott. Guðriður átti ekki kost á langri skólagöngu. Það var i frásögu fært, að meðal þess ritaða máls, er hún kunni utan að, væri Illionskviða i þýð- ingu Sveinbjarnar Egilssonar, en á þá bók lærði hún að lesa. Gunnar Jónsson var þrekmikill atorkumaður og féll honum aldrei verk úr hendi. Hann var eftirsóttur starfsmaður sakir verk- lagni og afkastagetu. 4 Fimmtándi febrúar aldamótaárið var gleðidagur i lágreista bænum að Yzta-Gili. Komu sveinsins, sonar þeirra Yzta-Gils hjóna, var fagnað og fjölskyldunni mikið gleðiefni. Skamm- degi, frost og fannfergi settu þó að sjálfsögðu lifnaðarháttum dalabúa viss takmörk. Jón Gunnarsson óx upp eins og fifill i túni og naut bernsku sinnar og æsku i Langadalnum, að hætti islenzkra sveitadrengja. Hann þótti strax á barnsárum sérlega fróðleiksfús og er hann var orðinn læs, las hann allar bækur, sem til náðist. Samfara lestrargleði og rikri námslöngun var sýnt, að hann var á verklega sviðinu fylginn sér og laginn. Eftir undir- búningsnám i heimahögum, hóf hann nám i Samvinnuskólanum um tvitugt og útskrifaðist þaðan 1922. Að þvi námi loknu hélt hann til Noregs og tók tæknifræðipróf frá Oslo Tekniske Mellemskole 1925. Þaðan hélt hann vestur um haf og tók B.S. próf i byggingaverkfræði frá University of Minnesota Minneapolis, 1929 og M.S. próf frá MIT, Cambridge Mass. 1930. Jafnframt námi vestra starfaði hann við teiknistörf hjá Minnesota State Highway Department og verkfræði- störf hjá Elgin Joliet & Eastern Rail- way Co. Arið 1930 varð Jón Gunnars- son yfirverkfræðingur hjá West River Railroad Battleboro Vermont. Hafði hann m.a. umsjón með byggingu tveggja járnbrautarbrúa. Það var öllum ljóst, sem til þekktu, að mögleikar Jóns Gunnarssonar vest- an hafs voru miklir. Þar gat hann i senn fengið mikil mannaforráð, byggt brýr og vegi — og án efa orðið auðugur maður, ekki einungis á islenzkan mælikvarða, heldur og á ameriskan. En söfnun veraldargæða réð aldrei ferð Jóns Gunnarssonar og þvi fór sem fór um dvöl hans vestra. Langdælingurinn þráði að vera landi sinu að liði og hélt þvi til tslands aftur, i stað þess að ilengjast vestan hafs. Hann fékk þegar eftir heimkomuna erfið viðfangsefni til úrlausnar. 1. janúar árið 1935 tók Jón Gunnars- son við starfi forstjóra Sildarverk- smiðja rikisins i Siglufirði. Hann hélt frá Reykjavik norður i desember 1934 með einum „Fossinum”. Það atvikaðist svo, að ég var staddur á hafnarbakkanum þegar farkosturinn lagði frá landi. Ég hafði ekki séð hann fyrr, en var bent á, að þarna færi Jón Gunnarsson, hinn nýskipaði forstjóri. Það leyndi sér ekki, að þar fór óvenju- legur maður, svipmikill, herðabreiður og traustvekjandi. Fyrstu mánuði árs- ins 1935 notaði Jón Gunnarsson til að kynnast aðstæðum öllum nyrðra, skipuleggja undirbúning sildarvinnslu o.þ.h. Hjá þessu fyrirtæki lágu leiðir okkar saman, 5. mai 1935 var ég ráðinn verk- stjóri hjá Sildarverksmiðjum rikisins. Ég man mjög vel fyrstu samræður okkar á skrifstofu hans, hann var snöggur, sagði mér hvers hann ætlaðist til af mér — sýndi mér fyrstu verkefnin -. Hann talaði enga tæpi- tungu hvorki þá né siðar. — Samstarf okkar var hafið, og það stóð i 8 við- burðarrik ár. Það var vitað, að Jón Gunnarsson hlakkaði til þess að takast á við þau fjölda verkefna, sem biðu hans hjá Sildarverksmiðjum rikisins. Fréttir i marzmánuði um að mikið af millisild kæmi upp úr fiski veiddum á Selvogs- banka, og smásild væri farin að fiskast i aprilmánuði við Isafjarðardjúp, juku vonir hans og annarra um góða sumarsildveiði. Jón Gunnarsson lagði mikið kapp á að tryggja það, að verksmiðjur S.R. gætu sem allra fyrst tekið á móti síld. Þegar hann gekk um atvinnusvæðin sópaði að honum. — Að mörgu þurfti að gá svo allt væri undirbúið fyrir mót- töku sildarinnar. 1 maí lok varð vart við sildargöngu úti af Siglufirði, en veruleg sild barst þó ekki til Sildar- verksmiðja rikisins fyrr en um 25. júni það ár. Þá var i 4 vikur ágætis sildar- afli fyrir Norðurlandi. Þrær verk- smiðjanna fylltust, skip þurftu að biða löndunar — Útgerðarmenn og skip- stjórar kvörtuðu, klöguðu og skömmuðust. Allt bitnaði á Jóni Gunnarssyni, en hann svaraði fyrir sig, útskýrði viðhorf sin og verksmiðj- anna, tók ákvarðanir og stóð við þær. Þetta sumar, sem og þau siðari, sem hann veitti Sildarverksmiðjum rikis- ins forstöðu virtist Jón Gunnarsson aldrei þurfa að sofa. Hann var mættur i verksmiðjurnar fyrir allar aldir. Ef vélar verksmiðjanna biluðu að nóttu islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.